Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960
5
GÍSLI JÓNSSON:
Furðusagnir
1 bókaþætti Lögb.-Heims-
kringlu 14. apríl síðastl. skrif-
ar prófessor Haraldur Bessa-
son: „Furðusagnir um ísland.“
Eru þar til tíndar ýmislegar
vitleysur og skröksögur um
landið frá ýmsum tímum.
Þessar sagnir voru taldar góð-
ar og gildar landfræðilegar og
þjóðfræðilegar fræðigreinar
um langan aldur, jafnvel þó
beztu lærdómsmenn reyndu
að hnekkja þeþn eftir megni.
Og þetta virðist að hafa ver-
ið tízka lengi vel um allar
jarðir, því ekki fórum við
heldur varhluta af sams kon-
ar fróðleik um önnur lönd,
svo að segja á næstu grösum.
Einn hinn allra lærðasti og
uiargfróðasti íslendingur 18.
aldarinnar, Dr. Hannes Finns-
son, biskup í Skálholti (1739-
1796, tók saman alþýðlegt
skemmti- og fræðirit, Kvöld-
vökurnar, skömmu áður en
hann dó. Þær voru prentaðar
í tveimur bindum 1796-7 og
endurprentaðar hálfri öld síð-
ar (1848), sem sýnir, að þær
hafa átt vinsældum að fagna
og verið taldar góður og gild-
ur fróðleikur.
Fyrsta greinin heitir „ís-
lands kulda-veðrátta“. Er þar
frá mörgu greinilega sagt. En
samt stinga ýkjurnar hér og
þar upp höfði. Til dæmis er
kuldanum í Norður-Ameríku
lýst svo: ... „norðast í Amer-
!ku eða Vesturálfu heimsins,
sem er þó sunnar en vjer, er
stundum svo kaldt, að hversu
mjÖg sem kindtur er ofninn,
verður ei hrím þíðt á glugg-
um, allir veggir eru samt hjel-
aðir, og hrímið ofaná rúmun-
um verður fingurs þykkt;
gott brennivín botnfrýs . . .
^egar drukkið er af gler-
staupi, verða menn þar að
hafa mestu varúð, að láta ei
varirnar eða túnguna koma
við það, annars fylgir skinnið
staupinu.“ Seinna bætir hann
við: „Þetta eru samt byggð
|önd í norðurparti heimsins;
1 ðbyggðum löndum, t. a. m.
Spitsbergen, er þó miklu
kaldara." Og enn síðar segir
hann: „Fleiri dæmi hirði jeg
ei Um að upptelja, en van-
vitska eður óþakklæti eður
hvorttveggja væri, ef vjer
Segðum að meiri vetrar-harka
vaeri hjá oss en öllum öðrum
Þjóðum.“
Greinin gengur öll út á að
sanna, að köld veðrátta sé
hollari mannfólkinu og ali
UPP hraustara og gáfaðra fólk
eu mildara loftslag. I næstu
Srein, sem er framhald af
hinni fyrri, og hann kallar
»Sífeldt blíðviðri", fer hann
jafnvel svo langt að stað-
hæfa, eftir að hafa talið alla
annmarka og óhollustu blíð-
viðrisins, að „aldrei hefir
drepsótt komið upp í köldu
landi, en þar á mót er þess
vís von í heitu löndunum, að
drepsóttin hættir þar, þegar
kulda gjörir.“ Hann gleymdi
því, blessaður biskupinn, að
Svarti dauði og Stóra bóla
þurrkuðu nærri út allt líf á
Islandi í svala loftslaginu þar,
að maður ekki nefni misling-
ana, sem nærri gjörðu útaf
við hann sjálfan.
Hér kemur svo aðal rúsínan
í blóðmörskeppnum, og er
ekki vel hægt að stytta það.
„Jeg veit varla neitt, sem
sannar betur hvað jeg nú hef
sagt, enn það, sem Dr. Acker-
mann skrifar um jöklamenn
í Sveiz: „Allir,“ segir hann,
„sem ferðast hafa yfir fjöll-
in þar, hafa fullkomna orsök
til að dáðst að þeirra, sem þar
búa, stærð, þreki, rjetta vaxt-
arlagi, glaðsinni, stóru sálar-
kröptu'm, gæflyndi og ó-
skemmda hjartaþeli, hvað eð
ætíð fylgir heilbrygði líkam-
ans, en því neðar sem menn
koma niður úr hlíðunum, því
meir minka bæði sálar og lík-
amans kraptar, svo herra
Saussure heldur, að þegar út-
lit og skapnaður einhvers það-
an sjáist, sje hægt að segja,
hvað hátt eða lágt hann eigi
heima í sömu fjallbyggð. All-
ir, sem búa þar í djúpustu
dölunum, eru auðþekktir af
einhverjum líkamans van-
skapnaði, ófríðleika andlits-
ins, skelfilega dáðleysi og
þýngslum í líkamanum, með
sljófustu sálarkröptum. Þar
að auki eru nokkrir undar-
lega vanskapaðir og ófríðir,
með skekkju í líkamanum,
aðrir með umsnúnum augna-
lokum, stórum æxlum á háls-
inum og þessháttar; samt eru
eingir svo illa vaxnir og
aumlega farnir, eins og þeir
er þar kallast Kretinar, og
eru þannig í hátt: andlitslitur-
inn er viðbjóðslegur, svo grátt,
blátt og eyrlítur hjálpast allt
til að gjöra andlitið sem allra
ljótast. Undir augunum eru
stórir og þungir pokar, sem
hánga niður, og draga neðra
augnalokið svo frá auganu, að
allt það rauða innaní er bert.
Þessir vesælingar eru svo
vanfærir, að þeir naumast
geta dregið sig, sitja þess
vegna dögum saman, eins og
líflausir drumbar, fyrir utan
bæardyr sínar, og hugsa ekki
eftir að hræra sig þaðan á
kvöldin, ef náungar þeirra
mintu þá ei á það, og drægu
þá inn. Allir aðrir, sem eiga
heima neðst á jökuldölunum
í Sveiz, eru að sönnu dáð-
litlir og sljófir, en hjá þess-
um Kretinum finnst ekki spor
til, að þeir hugsi neitt, það
sýnist ekki eins og minni eða
greind förlist þeim, heldur
að það sé orðið að eingu.
Skelfilegt æxli á hálsinum,
sem nær ofan á miðja bríngu,
tekur þar að auk allt mann-
eskju útlit frá þeim. Tilfinn-
ingaleysið er svo mikið, að þá
einn þeirra var eptir andlát-
ið krufinn, hafði endagörnin
fundist skelfilega víð og út-
þanin af saurindunum, því
það hafði orðið hans dauða-
mein, að hann hafði setið
leingi, án þess að leita sér
hægða. Náttúrlegur hiti er
hjá þessum vesælingum lítill
og blóðhræringin sein, er
kemur af sífeldum hita, sem
þeir eru í, og þola meir en
aðrir. Neðst í dölunum, þar
sem þessir vesælingar eru, er
ógnarlegur hiti, með mikilli
vatnsgufu, sem ekki hreins-
ast burt af stormum, þar fjöll
halda að á allar hliðar, sitja
svo Kretingar allan daginn á
steini fyrir utan bæardyr sín-
ar í brennandi sólskininu,
góna og gapa skakkir upp í
sólina. Ekkert túngumál
kunna þeir, því þeir hugsa
svo lítið, að þeir þurfa þess
ekki með, en í stað orða
brúka þeir sín á milli hol-
góma dymma rödd, sem þeir
tala ofaní sig. Þessir eru neðst
í dölunum, þar sem loptið er
af hita og vindleysu óhrein-
ast, en eftir því sem leingra
kemur upp í hlíðarnar og há-
lendið, verður loptið smám-
saman svalara og hreinna, en
mennirnir fríðari og skarp-
ari. Osökin er, að í fjallahlíð-
unum er loptið kaldara, létt-
ara ,og þar er stormasamt, en
í djúpum dölum er það heitt,
þjett, þúngt og gufumagnað.“
Lengra er óþarft að fara. En
gaman væri að vita, hvort
Svisslendingar og aðrir íbúar
Alpafjalla dalanna vildu
gleypa við þessu sem heilög-
um sannleika.
systur sinni á arfleifð þeirra.
Þau brugðu búi árið 1928 og
fékkst Bergur þá við korn-
sölu í McLaughlin, Alta., og
Newdale, Man., þar til árið
1941, er hann tók stöðu hjá
frænda sínum, Sveini Thor-
valdsyni, kaupmanni í River-
ton. Ári síðar gekk hann í
þjónustu C.N.R. járnbrautar-
félagsins og lét af því starfi
29. desember 1958.
Bergur v^r einlægur trú-
maður og dyggur stuðnings-
maður Concordia safnaðarins
í Þingvalla-byggð frá æsku.
Á síðari árum ævi sinnar átti
hann heimili í Winnipeg
með frænda sínum, Andrési
Andréssyni, og gerðist með-
limur Fyrsta lúterska safnað-
ar þar. Hann var vel greindur
eins og hann átti kyn til, víð-
lesinn og ræðinn. Hann hafði
mætur á íslenzkum bók-
menntum og fylgdist mjög
með rás viðburðanna á ís-
landi, jafnt því að hann hafði
lifandi áhuga fyrir kanadísk-
um stjórnmálum. Hann var
góðgjarn maður og hollur vin-
ur vina sinna.
Þorbergur Þorbergsson
er liggur nokkrar mílur suður
af Lögbergs-byggð og er í
nánd við Churchbridge-bæ.
Þar reistu hjónin myndar bú
og þar ólst Bergur heitinn
upp við rausn og gestrisni, og
hlustaði þar í æsku á samtöl
skemmtilegra gáfumanna, er
drógust að hinu hlýja og
glaðværa heimili foreldra
hans og systranna tveggja.
Bergur sótti alþýðuskóla
byggðarinnar og mun einnig
hafa verið eitthvað við nám
í búnaðardeild Saskatchewan-
háskólans.
Eftir lát foreldranna bjó
hann nokkur- ár með Sigríði
Um nokkur ár hafði hann
hlakkað til að heimsækja
ættjörðina í austri, þá er hann
settist í helgan stein. En sá
draumur var kistulagður með
honum, því dauðann bar að
tæpum tveim mánuðum eftir
að hann lét af starfi.
Sigríður systir Bergs er
gift Franklin Gíslason og býr
í grennd við Churchbridge
með manni sínum og ungum
syni, er ber nafn Björns heit-
ins afa síns. Yngri systirin,
Guðrún, lézt á unga aldri frá
manni sínum, Jóhanni Krist-
jánssyni, og ungri dóttur,
sem heitir Helga, nú uppkom-
in og gift í Montreal.
Caroline Gunnarsson
Það hefir dregizt lengur en
skyldi að minnast helztu ævi-
atriða Þorbergs heitins Þor-
bergssonar, er lézt á almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg 22.
febrúar 1959.
Nú vil ég sæma minning
hans fáum orðum og verða
þannig við innilegri bón syst-
ur hans, er nú stendur ein
uppi af stórmerkri fjölskyldu,
er um margra ára skeið tók
virkan og mikilsverðan þátt
í félagslífi Þingvalla-nýlend-
unnar í nánd við Church-
bridge, Sask.
Foreldrar Bergs, eins og
hann var jafnan nefndur með-
al vina og vandamanna, voru
hjónin Björn Þorbergsson frá
Dúki í Skagafirði og Helga
Þorleifsdóttir frá Reykjum á
Reykjaströnd í Skagafirði.
Helga og Björn fluttust til
Ameríku seint á nítjándu öld
og settust fyrst að í Lögbergs-
nýlendunni í Saskatchewan.
Þar fæddist Bergur 29. des-
ember 1892. Var hann sjöunda
barn foreldra sinna og hið
fyrsta, er lifði af bernskuárin.
Arið 1897 fluttist fjölskyld-
an til Þingvalla-nýlendunnar,
Kveðja
(Jónas Jónasson dýralæknir frá Jaðri)
v
Sporin þín meitluð úr mannúðar-bergi
mást ei þótt blási í annarra för.
Göfuglyndari gisti hér hvergi,
góðvilji líknandi í bágstaddra .vör.
Gjöfull og traustur og tápmikill varstu,
tryggur sem bjarg þótt næddi um skor.
Heiðríkju og sumar í barmi þér barstu,
blysin sem tákna hið græðandi vor.
Um nætur og daga þín nákvæma hendi
með nærgætni líknaði mállausri hjörð.
Góðmennskan bjarmaði sífellt og sendi
samúð í skugganna myrkvustu börð.
Hugvitið einstakt svo markvisst að miðum
málefni framtíðar hugástum batt.
Mörgum frá búnaðar úr-eltum siðum
og aldanna móki í dagsljósið vatt.
Sveitin má stolt vera af stund-veru þinni —
það stækkar hver byggð sem á íslenzka taug,
er tengir og bindur með samveru sinni;
samverjans hugsjón er aldirnar smaug.
Jöfur frá Jaðri! þið aldirnar eiga!
Við áttum þig stundar-blik — hreysti og mann.
Göfugri bikar af manndóm ei mega
hér mannssynir teyga um eilífðar rann.
Franklln Johnson