Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Side 1
Högberg - i^eímskringla Stoínað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1960 NÚMER 21 Brezkum togurum bannað að veiða innan 12 mílnanna Krushchef Svo sem öllum heiminum er nú kunnugt sprengdi Nikíta Krushchef upp fund hinna fjögurra æðstu manna, er saman komu í París 16. maí, með slíkum fádæma frunta- skap og fáránlegri geðvonzku, að menn setti hljóða. Það var ekki einungis að hann eyði- lagði í einni svipan vonir mannkynsins um, að viðræð- ur þessara þjóðhöfðingja nayndu leiða til friðar, heldur var framkoma hans slík, að annað eins hefir sjaldan áð- ur þekkzt í viðskiptum stjórn- málamanna, að minnsta kosti ekki þeirra, er taldir eru til siðmenntaðra þjóða. Fram- koma hans minnti þó nokkuð á annan einræðisherra, Adolf Hitler, þegar hann komst í sinn versta ham og barðist Um með stóryrðum og handa- slætti. Talið er að Krushchef hafi komið til fundarins til að sprengja hann upp af ásettu ráði og hafi notað sem átyllu bandarísku njósnarflugvélina, sem náðist í Sovétríkjunum 1- maí, en þessi afsökun reyndist harla lítilvæg, þeg- ar allar aðstæður eru teknar til greina. Bandaríkin eru hvers konar ferðamönnum op- ln; stríðsvarnaðarútbunaður þeirra er opinber að heita má bæði úr lofti og á landi. Þeir virðast óþarflega opinskáir um allan sínar varnir. Hins vegar eru Sovétríkin lokað land og hin mesta launung viðhöfð um allan þeirra víg- búnað. Árið 1955 fór Eisen- hower forseti fram á við Sov- etríkin, að þessar tvær stór- þjóðir semdu um „open skies“ sín á milli, en við það var ekki komandi. Bandaríkin hafa því hin síðari ár orðið að senda flugvélar, sem hafa tekið ^oyndir úr háloftum fyrir of- an Sovétríkin, til þess að vera að einhverju leyti viðbúin §egn óvæntri árás úr þeirri att, svo sem þeirri, er átti sér stað af hálfu Japana á Pearl Harbor. Nikíta Krushchef var full- kunnugt um þessar Banda- rikja flugvélar, en hann oúnntist ekki á þær einu orði, þegar þeir Eisenhower forseti r®ddu saman í bróðerni í Camp David. Hann virðist því hafa gert óþarflega mikið veður út af þessari einu flug- vél, ekki sízt þegar þess er minnzt, að 15. maí lét hann skjóta á loft einum gervi- hnettinum enn, sem vegur um f0 þúsund pund og hefir alls konar njósnatæki innanborðs, ^oyndavélar sem annað, og umhverfist ferðast yfir Bandaríkin sem önnur lönd á jörðinni. Nikíta Krushchef ferst ekki að æpa um njósnara, því njósnara Sovétríkjanna er að finna um allar jarðir; tveir voru rekn- ir úr Sviss og aðrir tveir tekn- ir fastir í Bandaríkjunum ein- mitt um sama leyti og hann var að óskapast yfir árás(!) Bandaríkjanna á Sovétríkin, en svo sem kunnugt er var flugvélin óvopnuð með einn mann innanborðs. Allt var gert til að reyna að sefa manninn; Eisenhower forseti fullvissaði hann um, að þessi flug yfir Sovétríkin væru hætt og myndi ekki end- urtekin í sinni stjórnartíð, en Krushchef varð því æstari og krafðist ekki einungis að slík flug yrðu algerlega lögð nið- ur, heldur og að Bandaríkin bæðu Sovétríkin fyrirgefn- ingar og hegndu þeim, er hefðu fyrirskipað þau. Að öðrum kosti myndi hann ganga af fundi. Hann vissi vitanlega fyrirfram að Banda- ríkjaforsetinn myndi ekki skríða' þannig fyrir honum. Nikíta Krushchef, sem marga undanfarna mánuði hefir ferð- ast um hnöttinn í gervi frið- arpostula, heppnaðist þannig að sprengja upp fundinn, sem svo miklar vonir voru bundn- ar við. Krushchef lætur nú í veðri vaka, að hann sé reiðubúinn að sækja fund æðstu manna eftir sex til átta mánuði, en ólíklegt er að þeir verði reiðu- búnir að sitja fund með hon- um aftur, að minnsta kosti mun Bandaríkjaþjóðin ófús á að honum veitist á ný tæki- færi til að sýna forseta henn- ar óvirðingu. Talið er, að þessi mál muni koma til umræðu á þingi Sam- einuðu þjóðanna, enda eiga þau þar heima. Þótt flestum, að minnsta kosti hér í álfu, komi saman um að Nikíta Krushchef eigi aðallega sök á því að fundur æðstu manna í París fór út um þúfur, liggur Bandaríkja- stjórn undir ámælum, ekki sízt hjá Demokrötum fyrir alls konar glappaskot, sem henni varð á um þær mund- ir. Fólkið vill vita: Hvers vegna leyft var að senda njósnarflugvélina U-2 rétt áð- ur en halda átti fundinn; hvers vegna voru svo miklar mótsagnir í útskýringum Áætlun um ferðir biskups íslands Biskup Islands, séra Sigur- björn Einarsson, er væntan- legur til Winnipeg 28. maí. Sunnudagsmorgun 29. maí flytur hann kveðjur við morgun guðsþjónustu St. Stephens safnaðar. Kl. 7 e. h. prédikar hann við íslenzka guðsþjónustu í Fyrsta lút- ersku kirkjunni. Mánudaginn 30. maí verður hann heiðursgestur við há- degisverðarboð framkvæmd- arnefndar Islenzka - lúterska kirkjufélagsins. Kl. 3.30 e. h. verður hann heiðursgestur í kaffiboði, sem haldið verður í lúterska samkomuhúsinu í Selkirk. Kl. 8 e. h. guðsþjón- usta í Lundar kirkju. Þriðjudagskvöld 31. maí: Guðþjónusta í Árborg kirkj- unni kl. 8 e. h. Miðvikud. 1. júní: Heim- sókn til elliheimilisins Betel kl. 2 e. h. Guðsþjónusta í kirkju Gimli safnaðar kl. 8 eftir hádegi. Fimmtud. 2. júní: Guðsþjón- usta í Langruth kirkjunni kl. 8 e. h. Fösludaginn 3. júní: Guðs- þjónusta í Mountain kirkjunni kl. 8 e. h. Laugardaginn 4. júní fer biskupinn til Argyle, þar sem hann prédikar daginn eftir við kirkjuþingsguðsþjónustu í Grundar kirkju kl. 2.30 e. h. og flytur einnig ávarp á ensku við guðsþjónustu kl. 7.30 e. h. Biskupinn prédikar bæði á íslenzku og ensku. Á öllum stöðunum verða veitingar að guðsþjónustunum 1 o k n u m , svo að fólk eigi þess kost að kynnast heiðursgestinum. Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup gerir ráð fyrir að leggja af stað heimleiðis mánudaginn 6. júní. stjórnarinnar um þetta flug; hvers vegna voru sendar fyr- irskipanir til allra herstöðva Bandaríkjanna um allan heiminn þess efnis að vera til taks, rétt áður en fundur- inn átti að hefjast; hvers vegna gaf stjórnin til kynna, að U-2 flugin myndu halda áfram, en tilkynntu svo hið gagnstæða á fundinum. Þess- ar og margar aðrar spurning- ar munu nú ásækja stjórn Eisenhowers og Republican- flokkinn fram að næstu kosn- ingum. í gærmorgun gerðist sá at- burður, að skipherrarnir á brezku herskipunum þremur lásu upp boðskap frá brezka flotamálaráðuneytinu, og er Mbl. kunnugt um að skipherr- ann á Palliser, sem er út af Vestfjörðum, komst svo að orði: Þar sem íslenzka ríkis- stjórnin hefir sýnt brezkum togaramönnum þá vinsemd að gefa þeim upp allar sakir og leyfa þeim að nýju að sigla innan landhelginnar og leita hafnar eða vars, hefir flota- málaráðuneytið ákveðið að koma til móts við íslenzku ríkisstjórnina að banna öllum brezkum togurum að veiða innan 12 mílna takmarkanna. Jafnframt hefi ég ströng fyr- irmæli um að kæra hvern þann ykkar, sem brýtur fyrir- mæli stjórnarinnar. Vona ég því að þið komið okkur til hjálpar og f o r ð i z t alla árekstra. Þegar skipherrann hafði flutt þennan boðskap flota- málastjórnarinnar, „kvittuðu" togararnir fyrir og sögðu ekki eitt aukatekið orð í mótmæla- skyni. Þá hafa Mbl. borizt nánari fregnir um atburðina út af Vestfjörðum í fyrradag, þeg- ar brezkir togarar sigldu upp að 12 mílna línunni, en var fyrirskipað af skipstjóranum á Palliser að halda sig utan línu. Aftur á móti mættu þeir sigla fyrir innan 12 mílna takmörkin með búlkuð veið- arfæri og leita hafnar eða vars, ef þeir vildu. Enn frem- ur tilkynntu herskipin strax í fyrrakvöld togurunum bæði við austur- og vesturströnd- ina um sakaruppgjöfina. Samt kom það fyrir í fyrrakvöld, að einn brezku togaranna hafði samband við Palliser og sagði, að hann ætlaði að sigla innan landhelginnar við Reykjanes— og benti herskip- ið honum þá á að fara ekki inn fyrir 4 mílurnar. Mbl., 6. maí Ákvörðun tekin um sakaruppgjöf vegna landhelgisbrota Glappaskot Bandaríkjastjórnar Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra flutti eftirfar- andi útvarpsávarp í gær- kvöldi: íslendingar hafa nú þegar fengið svo ítarlegar fregnir af Genfarráðstefnunni, sem lauk fyrir skemmstu eftir nær sex vikur án þess að hafa leyst verkefni það, sem henni var ætlað, að óþarft er fyrir mig að gera grein fyrir gangi hennar í einstökum atriðum. Rétt er þó að taka það fram, að enda þótt við íslendingar greiddum atkvæði gegn til- lögu þeirri, sem nær hafði fengið áskilinn meirihluta, og yrðum henni þannig að falli, þá var hún samt okkur ólíkt hagstæðari en tillaga sú, sem mest var um barizt á ráðstefn- unni 1958 og þá fékk flest at- kvæði. Þá var að vísu eins og nú miðað við 12 mílna fisk- veiðilögsögu, en með þeim fyr- irvara, að svokölluð söguleg fiskveiðiréttindi áttu að hald- ast um alla framtíð. Nú féllst 2/3 meirihluti á að opna leið til forréttinda strandríkis til veiða utan við 12 sjómílur. Sú hugmynd, sem ekki sízt hefir hlotið fylgi fyrir forystu Islendinga, var að vísu bortn þarna fram í óá- kveðnara formi en við hefð- um kosið, en er þó gr'einilegri leiðarvísir en áður hefir feng- izt um það, hvert haldið skuli. Sovétríkin og fylgiríki þeirra virtust þó telja of langt geng- ið í þessu, því að þau voru ófá- anleg til að styðja nokkra til- lögu í þessa átt. Almenn viðurkenning á sérsiöðu íslendinga Nú var miðað við, að kvöð- in um hin svokölluðu sögulegu réttindi héldist ekki lengur en í 10 ár og var vitað, að við mundum með sérsamningum getað fengið hana stytta um helming varðandi okkar lög- sögu. Því verður þess vegna ekki mælt í móti, að þó að okkur þættu forráðamenn meirihlutans sækja samþykkt tillögu sinnar meira af kappi en forsjá, þá höfðu þeir varð- andi sjálft meginatriðið slak- að mjög til. Skoðun okkar var aftur á móti sú, að hvað sem liði rétt- mæti þess að slík kvöð væri lögð á strandþjóðir, sem hlut- fallslega eiga sáralítið undir fiskveiðum, þá ætti hún með engu móti við þjóðir, sem svo er ástatt um, að efnahagur þeirra er að verulegu eða mestu leyti undir fiskveiðum kominn, en Islendingar eru eina sjálfstæða þjóðin, sem svo er ástatt um. Okkur virð- ist staðfesting á slíkri sér- stöðu okkar innan 12 mílna þeim mun sjálfsagðari einnig Frh. bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.