Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Side 1
I Högberg - í)etmsíunngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 7ÍT ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960 NÚMER 32 Stórgjöf til Hóskóla íslands ■ minningu Dr. Rögnvalds Péturssonar Fréttir úr blöðum frá íslandi Á morgun, 14. ágúst, eru úðin 83 ár frá fæðingu Dr. Rögnvalds Péturssonar, hins kunna forystumanns í hópi íslendinga vestan hafs. Dr. Rögnvaldur andaðist 30. jan. 1940, en þótt liðin séu rúm 20 ar síðan, mun öllum þeim austan hafs og vestan, sem kynntust honum eitthvað, enn 1 fersku minni sérstæður og töfrandi persónuleiki þessa ttúkla lærdóms- og gáfu- ^uanns, er í senn var heims- korgari í háttum og að mennt- un, en jafnframt einn hinn rammasti Islendingur, er um aUa hluti fram unni landi feðra sinna og menningararfi °g setti sóma íslands nær öllu °far, svo sem lengi munu sjást uierki í ritum hans og því *nikla starfi,- sem hann innti af höndum sem forystumaður 1 þjóðræknissamtökum íslend- uiga vestra og ritstjórn á timariti Þjóðræknisfélagsins ffá upphafi þess og þar til hann féll frá. Kona Dr. Rögnvalds Péturs- sonar, frú Hólmfríður, og dótt- lr þeirra hjóna, Margrét Pét- Ursson í Winnipeg, hafa í dag gefið Háskóla íslands til hiinningar um Dr. Rögnvald 1500 dollara, er verða skal stofn sjóðs, er bera skal nafn hans. Sjóðurinn mun verða aukinn um helming við næstu áramót, í 15 þús. dollara. Sjóð- ur þessi verður fyrst um sinn lagður á vöxtu vestra, en verður undir stjórn háskóla- ráðsins samkvæmt skipulags- skrá, sem síðar verður sett um meðferð hans alla og notk- un. Hér er um að ræða stærstu gjöf, sem Háskólanum hefir borizt, þegar frá er talin dán- argjöf Aðalsteins Kristjáns- sonar í Winnipeg. Áður hafði frú Hólmfríður gefið Lands- bókasafni íslands mikið og dýrmætt bóka- og handrita- safn, sem trauðlega verður metið til fjár, þar með öll handrit skáldsins Stephans G. Stephanssonar, öll blöð og tímarit útgefin í Vesturheimi og stærsta safn vestur-ís- lenzkra bóka, sem verið hefir í einstaklingseign. í för minni vestur um haf í sumar var það eitt minna erinda að fara til Kanada, Winnipeg, til þess að veita minningarsjóði Dr. Rögnvalds viðtöku. Mér var þetta ljúft erindi. Og nú á stofndegi sjóðsins er mér kært vegna Háskóla íslands að færa stofn- endum hugheilar þakkir. Þorkell Jóhannesson Tíminn 13. ágúst Pdlína Rósa (Sigurðardóttir) Anderson Fyrir skömmu lézt hér í Winnipeg (23. júlí 1960) hús- frú Pálína Rósa Anderson, næstum 93 ára að aldri, ekkja Halldórs Anderson (Árnason) frá Höfnum á Skaga, hin mesta ágætis kona. Hún kom til þessa lands stuttu eftir aldamótin síðustu, giftist hér og átti hér heimili ávallt síðan. Hún var fædd að Másstöðum í Vatnsdal, en missti foreldra sína með skömmu millibili, barn að aldri og var alin upp á góðu sveitaheimili, Öxl í Húnaþingi, hjá hjónunum Sigurði Hafsteinssyni og konu hans, Guðrúnu Einarsdóttur. Þau dóu um það leyti að hún var að ná fullorðinsaldri og átti hún eftir það heimili hjá Sigríði systur sinni, unz hún fluttist vestur. Pálína Anderson var heldur smávaxin, hvöt í spori, snotur og hin mesta eljukona, vildi öllum gott gera, var glaðlynd og jafnlynd, og vissi ég hana aldrei mæla styggðaryrði til nokkurs manns, hún átti margt vina bæði meðal ís- lendinga og annarra þjóða, sem allir héldu tryggð við hana til hins síðasta. Pálína naut ekki annarrar menntun- ar en þeirrar, er börn fengu um þær mundir á góðum sveitaheimilum, en hún var gáfuð, og enga konu hefi ég þekkt, sem mér hefir fundizt hafa eins næman skilning og heilbrigða hugsun gagnvart hverju því, er hún þurfti fram úr að ráða. Ég hafði þekkt hana frá því ég var unglingur, og var mér það metnaðarauki að eiga vináttu slíkrar konu. Nokkru áður en dauða hennar bar að höndum, minnt- ist vinkona hennar á það við mig, að það mundi gleðja hana, ef ég gæfi henni nokkur stef. Afmæli hennar, hið 93. var í námunda, og ætlaði ég þá að flytja henni þessi er- indi, sem fylgja, en þau urðu þá útfararstef í staðinn. Páll Guðmundsson ☆ Lítill sprækur hnoðri um hlað hljópstu á þínum bernsku dögum, fjör og þroski flóðu að, fegurð skein af túni og högum. Lítill bjartur hnoðri um hlað hljópstu á þínum bernsku dögum. Nokkru stærri á fótum frám flóstu út um engi og haga, Helgi Jónasson læknir og lengi þingmaður Rangárvalla- sýslu andaðist 20. júlí. ☆ Dómsrannsókn hefir farið fram á ætlaðri ólöglegri starfsemi Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags og Olíufélags- ins h.f. og birtast greinar um málið í íslenzkum blöðum 22. júlí með feitum fyrirsögnum. ☆ Um 30 landfræðingar ferð- uðust um ísland í lok júlí og um 60 landfræðingar í byrjun ágúst. Voru þessir menn frá ýmissum löndum og eru þetta hinar fyrstu alþjóðlegu fræðsluferðir um Island. Er talið að þær muni auka veru- Á 93. afmælisdegi Kanada, 1. júlí s 1., minntist Canadi- an Broadcasting Corporation dagsins með því að útvarpa frá 289 útvarpsstöðvum um- hverfis hnöttinn fræðsluskrá um Kanada og kanadisku þjóðina, er nefndist We Are This Land. Fulltrúar frá eftir- greindum þjóðarbrotum tóku þátt: Indíánum, Eskimóum, Frökkum, Skotum, Englend- ingum, Gyðingum, Úkraníu- mönnum og Islendingum. Þá komu fram fulltrúar frá ýms- um stéttum: bændum, list- málurum, tónlistarfólki, rit- höfundum, og hjón, sem lýstu venjulegu kanadisku fjöl- skyldulífi. Að lokum flutti landstjóri Kanada, Major- General G. P. Vanier, ávarp. Hinn kunni rithöfundur og útvarpsþuluf, Mr. Blair Fra- ser stjórnaði þessum útvarps- lið, sem var hvorutveggja í senn fróðlegur og skemmti- legur. Að sjálfsögðu urðu öll sóttir hesta, sazt hjá ám, svifalétt á mjúkum tám. Eldri og stærri fótum frám flóstu út um engi og haga. Svo kom langrar ævi önn, alvaran með kröfum sínum, — alltaf trú og alltaf sönn, aldrei brást þú skyldum þínum. Þótt á lokkinn legðist fönn lifirðu ung í huga mínum. Er þú seinast heldur heim hugir fylgja vina þinna, innilegri þökk frá þeim þú ert búin til að vinna. Er til Guðs þú heldur heim hugir fylgja vina þinna. Páll Guðmundsson lega áhuga á landfræði og jarðfræði íslands víða um heim. ☆ Nýlega er komin út ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness, sem hann nefnir Paradísarheimt, og fjallar hún um íslenzka Mormóna, þá er fluttust til Utah. í auglýsing- unni er bókin talin „mesta skáldverk aldarinnar“. ☆ Karlakór Reykjavíkur í sjö vikna söngför Karlakór Reykjavíkur fer 6. söngför sína til útlanda í haust — að þessu sinni til Bandaríkjanna og Kanada. — Frh. bls. 8. ávörpin stutt vegna þess hve margir tóku þátt. Grettir Leo Johannson konsúll talaði fyrir hönd íslendinga og fylgir hér ávarp hans: “My name is Grettir Leo Johannson. I was born in Win- nipeg of Icelandic parents. My people, the Icelandic Canadians, entered Canadian history in large numbers dur- ing the settling of the prairies after Confederation. But our first visit dates back to the year 1000 A.D., when Leifur, son of Eric the Red who had settled in Greenland, discov- ered the North American con- tinent. Three years later, Thorfinnur Karlsefni sailed from Greenland for the New World and founded a settle- ment. During the winter of 1004 his son Snorri, the first European child on this con- tinent, was born. This first settlement had to be aban- doned, but the Icelandic peo- ple preserved the story of their early connection with this country in their famous Sagas. When in the 19th Century they again sailed for the New World, they gave their settle- ment in Nova Scotia the name MARKLAND, the name Thor- finnur had given it nine cen- turies previously; and they named their first weekly newspaper in Winnipeg LEIFUR. Canadians of Icelandic ori- gin cherish their racial tradi- tions of law and liberty. With the other Nordic peo- ple, we have made ourselves very much at home in this northern land. We are part of its people, of its history, and of its culture.” Afmælisdags Kanada minnzt

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.