Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan broinar Dadda hugsaði um myndina af afa og ömmu á Fagranesi, sem alltaf stóð á kommóð- unni hennar mömmu heima í Látravík. Þar var afi með stórt, hvítt brjóst og fínlega snúið yfirvaraskegg. Og amma í upphlut, feit og falleg eins og mamma. En þessi leiðin- legi málrómur gat tæplega tilheyrt svo myndarlegum manni. Nú heyrðist gengið upp stigann og líklega komið með kaffi, annað hvort til afa gamla eða þeirra. Það var víst til hans. Og ekki var verið að bjóða honum góðan dag heldur. „Þarna kemur kaffið þitt,“ var sagt höstum rómi. „Það var mikið! Ég er alveg svefnlaus og hef verið að sál- ast úr kaffiílöngun í alla nótt. Ekki væri nú mikið, þó að lát- inn væri kaffisopi á brúsa hérna við rúmið mitt, svo að ég gæti fengið mér sopa á milli dúranna, en slík nota- legheit þekkjast ekki á þessu heimili,“ nöldraði gamli mað- urinn. „Var það gert á elliheimil- inu?“ spurði Lovísa. „Nei, auðvitað var það ekki gert þar. En má ég spyrja: Er til of mikils mælzt af börnun- um sínum, þó að þau séu ofur- lítið nærgætnari og notalegri en vandalausar manneskjur, eftir að maður er búinn að dekra við þau alla ævi þeirra?“ „O, líklega ekki,“ svaraði Lovísa. „Kannske hún taki þig til sín hin dóttirin og verði notalegri við þig en systir hennar. Hún kom hingað í gærkvöldi að norðan.“ „Hver? Hún Maríanna?“ spurði gamli maðurinn. „Áttu nema tvær dætur?“ „Nei, það á ég ekki. Svo það hefir þá verið hún, sem var að læðast hér upp stigann. Ég kannaðist heldur ekki við það fótatak,“ sagði öldungurinn. „Hún var nú alltaf fniklu hlý- lyndari en Málfríður." Svo heyrðist hlaupið niður stigann. Lovísa vinnukona hafði sjálfsagt annað að gera en sitja og skrafa við karl- angann. Nokkru seinna kom hún inn til mæðgnanna með morgunkaffið. Setti það á lít- ið borð hjá Maríönnu og lét það ráðast, hvort systUrnar gætu náð í það eða ekki. „Heyrðu, góða mín,“ sagði Maríanna sínum sætasta rómi, „Málfríður litla má alls ekki drekka kaffi; hún verður að fá mjólkurglas.“ „Því miður er engin mjólk til í húsinu og ég hef engan tíma til að fara út í búð,“ sagði Lovísa og fór fram. „Ég er aldeilis hissa,“ sagði Dadda. , „Og ég get líklega drukkið kaffið,“ sagði Málfríður. „Þið getið þó líklega ekki búizt við því, að hér sé hægt að þamba mjólk eiris og í sveitinni.“ „Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins, að eiga engan mjólkurdropa í húsinu,“ taut- aði Maríanna hneyksluð. „En brauðið! Ein smurð sneið handa hverri og ein kaka. Við verðum víst jafn hungraðar, þó að við fáum þetta,“ sagði Dadda. „Ég er hissa á þér, mamma, að fara að setjast hér að, hjá þessari systur þinni.“ „Það er ekki um annað að tala, fyrst íbúðin okkar er ekki til, nema að Tómas geti eitthvað hjálpað okkur. Vertu svo bara glöð og ánægð á svipinn eins og þú ert vön að vera,“ sagði móðir hennar. Systurnar klæddu sig og fóru fram á ganginn. Þar var gluggi, sem sneri út að göt- unni og sýndi þeim alla henn- ar dýrð. Bíll eftir bíl rann fram hjá og fólkið gekk í hóp- um eftir gangstéttunum. Það var nokkuð dimmt í lofti og húðarigning. Kvenfólkið var með allavega skrautlitar regn- hlífar. „En þau fínheit! Ekki eig- um við svona fallegar kápur og regnhlífar. En hvað margt fólk er hér á götunni," sagði Málfríður. „En út í rigning- una er ómögulegt að fara. Við verðum að dúsa inni í allan dag.“ „Og ég sem ætlaði að biðja Fríðu að fara með mig þang- að, sem hárið er klippt af manni,“ sagði Dadda. „Ætlarðu að láta klippa af þér hárið?“ spurði Málfríður hissa. „Ég verð að gera það. Ekki get ég látið fólkið hlæja að mér og glápa á mig.“ Málfríður kallaði til móður sinnar. „Heyrirðu, hvað Dadda er að ráðgera? Hún ætlar að láta klippa af sér hárið.“ „Já, ég heyri það. Hún ræð- ur því alveg hvað hún gerir. Ég get ekki sagt, að ég sé ánægð með það. En það eru víst allar stúlkur hér með klippt hár, svo að hana larig- ar til að líta út eins og þær,“ var hið hógværa svar móður- innar. Þá kallaði skræka röddin fyrir innan næstu dyr fram á ganginum: „Maríanna mín! Ég hefði þekkt málróminn þinn, þó að ég hefði ekki verið búinn að frétta, að þú værir hér innan veggja. Ætlarðu ekki að heilsa upp á pabba gamla?“ „Jú, ég er að koma mér í fötin. Svo kem ég til þín,“ kallaði hún á móti. Systurnar biðu með óþreyju eftir að móðir þeirra yrði bú- in að næla á sig húfuna, svo að þær gætu séð þennan skrækróma afa sinn, sem var fyrir innan þessa hvítu her- bergishurð, sem þær þorðu ekki að opna. Þær hvísluðust á um, að hann talaði eins og gömul kona, allt öðruvísi en afi í Látravík. Dadda bjóst við að hann væri sjúklingur. Svo þegar móðir þeirra kom fram og fór inn til gamla mannsins, þokuðu þær sér nær dyrunum. „Ósköp ertu orðin lík henni mömmu þinni, góða mín, nema hvað þú ert ennþá feit- ari en hún var,“ tísti öldung- urinn. „Þetta er nú heldur skemmtilegri búningur en kjólarnir, sem hver manneskja er í, með hárið í þyrli eins og það hafi aldrei verið greitt.“ „Ósköp er þér aftur farið, pabbi minn,“ sagði Maríanna. „Mér finnst þér hafa hrakað svo mikið síðan í fyrravetur.“ „Er það kannske furða, þó að manni fari aftur, þegar maður er lokaður inni hjá hálfvitlausum mönnum, svo árum skiptir, á þesssum gam- almennahælum. Þau ættu heldur að heita fávitahæli,“ sagði gamli maðurinn. „Ég sem hélt að þér liði svo vel þar. Systir mín var svo innilega ánægð yfir því, að þú værir kominn þangað,“ sagði Maríanna. „Já, hún hefir náttúrlega verið ánægð yfir því að þurfa ekki að hugsa um mig eða skipta sér af mér,“ skrækti hann. „Svoleiðis eru börnin orðin á þessum tímum; verða guðs fegin að þurfa hvorki að sjá foreldra sína né heyra til þeirra.“ BRIEFS-JERSEYS-T-SHIRTS FOR MEN KVENNA OG STÚLKNA NÆRFÖT Skyrlur og i brækur fyr- Æ ír 2—4 og 6 i ií % ára stúlkur * rt í hvítar baS- f| I mullar I skyrtur og WSs. 1 brækur fyrir 8 lil ’lpi 1 1G ára slúlkur. I Kvenna skyrtur og f brækur úr fínu I hvítri baðmull, smá ar, miðlungs og ! I slórar "95” UNDERWEAR Ermalausar iþrólla jerseys með stuttbux- um Fáanlegar íÉ fyrir menn fff .jJ! og drengi meg iegju bandi um milt ið og úr jersey : að ofan-stuttar : eða langar erm ar skyrtur og i: brækur t-shirts WORK SOCKS T-skyrtur með slerkum nælon krögum, Agæta: nærskyrlur fyrir brækur með mitl isleigjubandi Smábarna nærföl Skyrtur, vafnar og bundnar eða hnepplar i framan ú/ fínni baðmu fyrir 3—6—9 mánaða, 1 og 2 ára. Fyrir Drengi Penmans hefir ending argóð nærföl sem mæður vilja fá fyrir drengi sína SPARI OG SPORT SOKKAR OTHER PRODUCTS: Merino "95” Underv Merino "71” Underwear; Fleece-Lined Underweor; Penmani Golf Hoie; Penmans Mitts; Penmans Sweaters.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.