Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MAI 1961
MINNINGARORÐ:
Ragnhildur (Benónýsdóttir) Stevens
F. 17. maí 1891
D. 5. janúar 1961
Ragnhildur Stevens var
fædd 17. maí 1891 að Kambs-
hóli í Víðidal í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin Benóný Jónsson
og Jóhanna Guðmundsdóttir.
Faðir hennar var tvíkvæntur.
Af fyrra hjónabandi hans
voru þrjú hálfsystkini hennar,
Guðrún, Sveinn Ágúst og
Elízabet Þórunn. Elízabet gift-
ist Jóni Jónssyni í Huppahlíð
í Miðfirði í Húnavatnssýslu.
Var hún mesta myndarkona.
Þessi þrjú hálfsystkini dóu öll
á íslandi. Alsystkini Ragn-
hildar eru: Valdimar K. Ben-
ónýsson skáld — hann bjó
lengst að Ægissíðu á Vatns-
nesi, V.-Húnavatnssöslu, en
dvelst nú í Reykjavík; Svein-
björn Ágúst Benónýsson
skáld, er múrari að iðn, átti
heima á ýmsum stöðum í V.-
Húnavatnssýslu til þrítugs-
aldurs, en flutti þá til Vest-
mannaeyja og hefir átt þar
heima síðan; Guðrún María
Benónýsdóttir skáldkona, hún
býr að Hvammstanga, Vestur-
Húnavatnss.; Steinvör Ben-
ónýsdóttir, hún er gift Sig-
urði Pálmasyni kaupmanni á
Hvammstanga; Ólafía, systir
þeirra, er dó á íslandi; Sigríð-
ur Benónýsdóttir, hún var gift
Jóni Jónssyni frá Hrísum í
Víðidal, fluttust vestur um
haf árið 1901 og áttu heima á
ýmsum stöðum í Norður-
Dakota og Manitoba, hún dó
vestan hafs árið 1917, en Jón
lézt í Selkirk-bæ 22. marz
1960; Torfhildur Benónýs-
dóttir, Mrs. Jim Crout — hún
er búsett í McCreary, Mani-
toba.
Foreldrar þessara systkina
voru bæði hagmælt og gekk
sú gáfa í ættir. Benóný Jóns-
son var smiður góður, og hafa
dóttursynir hans hér á Gimli
flestir orðið góðir smiðir.
Tólf ára gömul kom Ragn-
hildur frá íslandi til Winni-
peg og hélt til hjá Jóhannesi
Bergmann og konu hans, sem
höfðu þar gistihús, þangað til
hún fékk ferð til Norður-Dak-
ota. Vann hún þar í góðum
vistum í nokkur ár, þaðan
kom hún til Gimli.
Þann 14. apríl 1912 giftist
hún Jóni Hans Stevens. Jón
keypti landið Fjón af föður
sínum, kapteini Jóni Stevens.
(Nafnið Fjón var landinu gef-
ið árið 1876 af Magnúsi Jóns-
syni frá Silfrastöðum í Skaga-
friði, sem fyrstur nam það
land, en fluttist þaðan
snemma á árum til Dakota.)
Á Fjóni reistu ungu hjónin
bú, bjuggu þar í þrjátíu og
fimm ár og eignuðust níu
mannvænleg börn. Árið 1947
brugðu þau búi og fluttu til
Gimli-bæjar, og áttu þar
heimili ætíð síðan.
Ragnhildur Stevens var |
mikilhæf kona, vel að sér bæði
til munns og handa, og starfs-
kona mikil .Árið 1930 gekk
hún í Mínerva kvenfélagið,
var forseti þess 1943-45 og
starfaði þar vel eins og henni
var lagið. Eftir að hún kom
til Gimli, var hún í stjórnar-
nefnd þjóðræknisdeildarinn-
ar. Hún var meðlimur lút-
erska safnaðarins og starfaði
mikið og dyggilega fyrir
kirkjuna. Einnig var hún for-
seti djáknanefndar um árabil
k I
Ragnhildur (Benónýsdóttir)
Sevens
og var í þeirri nefnd til ævi-
loka. Ragnhildar Stevens er
sárt saknað af öllum vinum
og samferðafólki, sem þekktu
hennar trausta og trúa þrek.
Öllum vildi hún rétta hjálpar-
hönd í erfiðleikum. Hún
mátti ekkert aumt sjá, svo að
hún ekki reyndi að bæta böl
þess.
Ragnhildur lézt á Johnson
Memorial sjúkrahúsinu á
Gimli 5. janúar 1961 af afleið-
ingum hjartabilunar. Útför
hennar fór fram frá lútersku
kirkjunni á Gimli 7. janúar,
að miklum mannfjölda við-
stöddum. Séra L. I. Nadiger
flutti kveðjumál.
Hana syrgja eiginmaður
hennar, John; fimm synir:
William, búsettur í Richmond,
B.C., kvæntur Margaret Thor-
steinsson, Laurence, kvæntur
Guðrúnu Johnson, Franklin,
kvæntur Emily Magnússon,
Ellert, kvæntur Önnu Árna-
son, Walter, kvæntur Betty
Thornton, allir búsettir í
Gimlibæ; einnig fjórar dætur:
Violet, Mrs. Kris. Benedict-
son, búsett í Winnipegborg,
Ruby, Mrs. Norman Albert-
son, Flora, Mrs. Tryggvi
Erickson, Esther, Mrs. Guðni
Magnússon, búsettar í Gimli-
bæ. Tuttugu og sjö barnabörn
sakna ástríkrar ömmu.
Hjartans þakklæti frá eigin-
manni og börnum fyrir alla
ástúð og umönnun á liðinni
tíð fylgir þessari minning.
Guð blessi minningu henn-
ar.
Kristín Thorsteinsson |
Gjafir í byggingarsjóð
Hafnor, Vancouver
Áður auglýst $17,370.85
Mr. og Mrs. S. Grim- son, Vancouver, í minningu um kær- an frænda, Hergeir Danielson, Lundar 5.00
Mrs. Anna Harvey og Mrs. Alma Lar- sen, í kærri minn- ingu um Mrs. Ena Jackson, d. í Van- couver 1961 5.00
Mrs. Helga Thorstein- son, Vancouver, í minningu um ást- kæran eiginmann, Steina Thorsteinson 50.00
John Patrick Lee Thorsteinson, Vanc. 10.00
Mr. Gunnar Johann- son, Wynyard 50.00
Icelandic Men’s Choir, samskot á samkomu 68.00
Afhent á samkomu Icelandic Men’s
Choir: Mr. S. H. Sigurd- son, Höfn $1 ,000.00
Mr. S. Scheving, Höfn 30.00
Mr. Th. Bergman, Höfn 5.00
Mrs. E. Björnson, Höfn 5.00
Mrs. Th. Indriðason, Höfn 2.00
í kærri minningu um Mrs. Stefaníu Halldórson: Mrs. Lóa Skúlason, Vancouver 5.00
Mrs. Ina Johnson, Vancouver 5.00
Mr. og Mrs. Eyford, Vancouver 5.00
Mrs. Kristín Bjarna- son, Steveston 5.00
Mrs. M. Jarvis,
Steveston 3.00
Mr. og Mrs. Joe Sigurgeirson, Steveston 2.00
Mr. og Mrs. Bill Sigurgeirson, Steveston 2.00
Mr. og Mrs. S. J. Sigurgeirson,
Steveston 2.00
D. og P. Sigurgeir- son, Steveston 2.00
Thorsteinn Anderson, Steveston 2.00
Mr. og Mrs. Geo. Robertson, Rich- mond, B.C. 100.00
Mr. og Mrs. O. W. Jóns- son, Vancouver 50.00
Mr. og Mrs. Kris ís- feld, Surrey, B.C. 100.00
Dr. J. Thordarson, Haney, B. C. 100.00
Mrs. Rebecca Speak- man, Vancouver 100.00
Mr. og Mrs. G. Jacob- son, Vancouver 100.00
Mr. og Mrs. C. Björn- son, Burnaby, B.C. 25.00
Mr. og Mrs.1 Erling Bjarnason, Vanc. 100.00
Mr. G. J. Björnson, Vancouver 5.00
Alls $19,313.85
Ýmsar gjafir:
Leirtau frá Mrs. W. H. Gale.
I.eirtau, 10 rúmteppi og 18
koddaver, - 300 pd. af kartöfl-
um frá Mrs. Öllu Warburton.
Hanikjöt frá Mr. B. Sveinson,
Höfn.'
Meðtekið með þakklæti frá
st j órnarnef ndinni.
Mrs. Emily Thorson,
féhirðir,
Ste. 103 — 1065 W. llth,
Seinna koma sumir daga
og koma þó.
☆
Illa sést ofstopinn.
☆ »
Sæll er hver sem sjálfur i®8
sína nauðsyn bæta.
☆
Erfiði og ástundun eru far
sældar foreldrar.
☆ ,
Enginn veit á hvaða stun
Vancouver 9, B.C. mælir.
Subscription Blank
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
303 Kennedy Sl., Winnipeg 2.
I enclose $ for subscription to th®
Iceiandic Weekly, Lögberg-Heimskringla.
NAME ........ ...............
ADDRESS ...........................
City Zone
þegar manntalstökumaðurinn kemur,
aðstoðið hann við að aðstoða
okkur öll!
í Kanada er manntal tekið á hverjum tíu árum. Ef
þetta er í fyrsta sinn að hann kemur til þín, munið>
að hann spyr alla í Kanada sömu spurninga. Meðal
annarra spurninga, mun hann spyrja um nafn,
menntun og atvinnu hvers eins á þmu heimih;
Þegar þessum upplýsingum hefir verið safnað fra
öllum í Kanada, getur þjóðin ráðgert betur framtið
skólanna, opinberra framleiðslutækja og þróun við-
skipta.
Öllum upplýsingum, sem þér gefið manntalstöku-
manninum, er haldið leyndum. Samkvæmt lögum
má ekki nota þær í sambandi við skattálagningu,
herþjónustu, skólaaðsókn eða til að framfylgja sam-
bands-, fylkis-, eða bæjar- og sveitarlögum eða
reglugerðum.
Þegar manntalsmaðurinn kemur á þitt heimili, ger'
ið svo vel og svarið spurningum hans nákvæmlega-
Aðstoðið hann við starfið, sem varðar framtíð okkar
allra.
Birt samkvæmt valdsumboði The Honourable George Hees’
ráðherra viðskipta- og verzlunarmála.