Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Síða 5

Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Síða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MAÍ 1961 5 AlilJeAHAL IWENNA ^igríður Thorlacius: Fra starfi kvenfélaga á íslandi Sigríður Stefánsdóttir Thorlacius, fædd 13. nóvember 13 að Völlum í Svarfaðardal, dóttir hjónanna séra Stefáns aldvins Kristinssonar prófasts (Stefánssonar að Yztabæ í risey) 0g Sólveigar Pétursdóttur Eggertz. Nam í Samvinnu- ^olanum í Reykjavík og stundaði síðan um nokkur ár verzl- onar- 0g skrifstofustörf. Hefir þýtt barnabækur o. fl. úr er- ondum.málum, m. a. þýtt og flutt í útvarp skáldsöguna „The iking Heart“ eftir Laura Goodman Salverson. Skrifað blaða- §leinar 0g yiðtöl undanfarin ár fyrir dagblaðið „Tímann“ og n°kkur tímarit. í útgáfustjórn „Húsfreyjunnar“, tímarits Venfélagasambands íslands. Gift Birgi Thorlacius ráðu- neytisstjóra. ☆ ☆ ☆ Mörg kvenfélög hafa starf- asði lengi á íslandi. Vinna með ýmsu móti að vel- ^ oarmálum heimilanna og ers konar mannúðar- og nienningarmálum. Heildar- f ^ulag félagsstarfsins er ^annig að í sveitum og kaup- , °öum eru félög, er skipa sér í kéraðasambönd, en þau y§gja upp landssamband, nefnist Kvenfélagasam- ^ar>d íslands. Annað hvert ár 0Itla fulltrúar sambandanna Sarnan á landsþingi Kvenfé- L gasambandsins, en þau ár, landsþing er ekki haldið, ^ haldinn formannafundur. , síðasta landsþingi, sem dið var haustið 1959, mættu u fulltrúar frá 18 sambönd- 2^ °S einstökum félögum, en f félög voru þá alls í Kven- e agasambandinu. erPfdi fulltrúa á landsþing s UUndinn félagatölu hvers kdmbands og því á Bandalag a^enna í Reykjavík þar jafn- lesta fulltrúa, enda eru 19 c °g aðilar að því. hinyrÍr skemmstu var hald- ^ aðalfundur þessa banda- h gs’ en að honum loknum k að mér að ef til vill kr- u lesendur Lögb.-Heims- , lnglu áhuga fyrir að heyra fvr]b af starfi samtakanna f^rr °g nú. Málefnaval banda- mgfns í Reykjavík hlýtur að s ° ast af staðháttum þar, fll 1 ma segja, að grunntónn- kv SG binn sami í starfsemi enfélaganna um land allt. hefUt ^eirra mála, sem mest kve«f-1VerÍð fa§nað meðal u , elaga, er það, að nokkur þ( i aniarin ár hefir verið í r ^ra þjónustu heimilis- la bnautur, sem ferðast um sk ið arið °g belclur nam- he?* 1 fjölmörgu, sem að 4h millshaldi lýtur. Er mikill flejgi • yakandi fyrir að fá slr ]f]. ráðunauta, en til þess l^vIt]r fe- Fyrir atbeina í fv6n °ia®asamhandsins voru húVra SamÞykkt tög um orlof til 0g mun það koma ramkvaemda smátt og smátt á vegum nefnda frá kvenfélögunum. Vík ég þá að lauslegu ágripi af sögu Bandalags kvenna í Reykjavík. Það var stofnað árið 1917 með þátttöku 9 fé- laga og var fyrst hugsað sem landssamband, þó aldrei yrði af því. Strax á fyrsta stjórn- arfundinum var hreyft hug- mynd um sameiginlegt funda- hús og aðsetursstað fyrir kvenfélög bæjarins. Teljai konur það fyrsta vísi að hug- myndinni um Hallveigarstaði, fyrirhugað félagsheimili kvenna. Það mál hefir orðið þungt í vöfum, til þess hefir verið safnað stórfé, en hvorki verið fullmótuð hugmyndin um starfsgrundvöll, né hafizt handa um húsbyggingu. Árið 1917 mæltist banda- lagið til að bærinn tæki að sér sorphreinsun fyrir bæjar- búa. Það hlutaðist til um að vinnuhjú kæmust á kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningar sama ár og árið 1918 stóð bandalagið ásamt fleiri kven- félögum að því, að kosin var kona í bæjarstjórn. Var það Tnga Lára Lárusdóttir. Veturinn 1918 var harður mjög á íslandi, sem kunnugt er. Þá beitti bandalagið sér fyrir hjálparstarfsemi í bæn- um, úthlutaði m. a. fatnaði til þeirra, sem verst voru staddir, svo og nokkrum pen- ingagjöfum. Síðar á árinu var haldið hjúkrunarnámskeið á vegum bandalagsins og sama ár voru rædd ýmis merk mál, sem bandalagið barðist lengi fyrir, svo sem stofnun fæð- ingardeildar og barnahælis. Bandalagið gerðist aðili að Alþjóðakvennasambandinu og fór formaðurinn, frú Steinunn Bjarnason til London á fund sumarið 1919. Þá tók ferðin til London hálfan mánuð. Það var 1921, sem banda- lagið beitti sér fyrir því, að sumardagurinn fyrsti var gerður að fjársöfnunardegi til hjálpar börnum og hefir þeirri venju verið haldið síðan. Af þeirri starfsemi spratt svo Barnavinafélagið Sumargjöf, sem stofnað var 1924. Fyrsti formaður þess var Steingrím- ur Arason kennari. Það félag hefir unnið ómetanlegt starf, efnt til leikskóla og dagheim- ila víða í bænum og annast enn rekstur þeirra, þó að bæjarfélagið beri nú kostnað- inn af þeim að miklu leyti. Eftir báðar heimsstyrjald- irnar hefir bandalagið tekið þátt í og beitt sér fyrir sam- skotum til hjálpar nauðstöddu fólki víða um heim. Meðal mála, sem snemma var vakið máls á, var nauð- syn þess að hafa kvenlögreglu í Reykjavík. Þykir konunum sem enn sé því máli ekki sinnt sem skyldi og munu halda áfram að láta það til sín taka. samtökunum, en erfitt að sjá hvar staðar skyldi numið. Margar þær, sem hæst bar á fyrstu áratugum aldarinnar, eru fallnar í valinn eða tekn- ar að draga sig í hlé fyrir ald- urs sakir, en nýjar konur koma til starfa, þegar verk- efnin kalla. Mörgum þykir seint sækjast framgangur góðra mála. Þó er víst, að inn- an íslenzkra kvennasamtaka er traustur starfsgrundvöllur, sem laða mun áhugasamar og starfsfúsar konur til þess að v i n n a að velferðarmálum heimilanna. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON Continental Travel Bureau, 315 Horgrove Stw Winnipeg 2 Office Ph. WH 3-5467 - Res. GL 2-5446 GUNNAR ERLENDSSON frá Sturlureykium: Minningarorð Bandalagið h e f i r stutt margar greinar kvenréttinda- baráttunnar, en nú eru þau mál að mestu í höndum Kven- réttindafélags íslands. um foreldra mína ERLEND GUNNARSSON og ANDREUJÓHANNESDÓTTUR Um nokkurt árabil féll starfsemi bandalagsins niður, en var endurvakin 1931. Þá var búið að stofna Kvenfé- lagasamband íslands og því ákveðið að bandalagið sam- einaði kvenfélög og líknarfé- lög í Reykjavík innan sinna vébanda og gerðist aðili að landssambandinu. Þá var hafin barátta fyrir verknámskennslu unglinga í skólum í Reykjavík og að stofnaður yrði húsmæðraskóli í höfuðstaðnum, hvort tveggja með góðum árangri. Nú er sá háttur hafður á starfi bandalagsins, að á aðal- fundum eru kosnar nefndir til að fylgja eftir þeim mál- um, sem á dagskrá eru hverju sinni. Starfa margar nefnd- iinar árum saman, því „sjald- an fellur eik við fyrsta högg“ og oft verður að halda uppi áróðri árum saman til að tryggja framgang mála. Sem dæmi um viðfangsefnin skal ég nefna þau mál, sem rædd voru á síðasta aðalfundi: 1) Gerð myndofinnar ábreiðu, sem bandalagið ætlar að gefa væntanlegu ráðhúsi borgar- innar, 2) heilbrigðismál — í því sambandi fagnað opnun nýs fæðingarheimilis, sem bærinn rekur, 3) kosin orlofs- nefnd samkvæmt nýju lögun- um um orlof húsmæðra, 4) ræddar endurbætur á trygg- inga- og skattalögum, 5) skýrt frá störfum nefndar, sem leit- að hefir eftir möguleikum á stofnun heimilis fyrir ein- stæðar mæður, 6) áfengisvarn- og ýmis uppeldisvandamál, 7) um gæzlu barna, sem dag- heimili ekki annast og ekki eru orðin skólaskyld, en að- standendur hafa ekki tök á að gæta, 9 tilhögun á námskeið- um innan félaga bandalagsins. Þetta er lítið sýnishorn af því, hvernig svona félagsheild starfar og hefir starfað í Reykjavík. Freistandi væri að nefna nöfn margra kvenna, sem borið hefir hátt í kvenna- Sem barn, ég aðeins man þig móðir kær, þín minning ætíð er sem fagur ljómi, er lýsir mér um leiðir, fjær og nær; þín ljúfa, heila skapgerð, — ættarsómi. Ég var svo ungur, ástkær móðir mín, er missti’ ég þig, — þá breyttist líf og dagur. Þín umhyggja og ást í hug mér skín; þín elska til mín sífellt röðull fagur. Ég man þig góði, göfgi faðir minn, þú gekkst mér bæði’ í föðurstað og móður. Þú mildur varst og mætur enn ég finn; ég man svo glöggt, þú ætíð vænn og góður. Þá von þú barst, mér veitti gæfan dug, og vonin sú að sjá mig dáða-hæfan. Þú veittir allt af viti, — bezta hug — mér verndar til, — það var mín stærsta gæfan. Þú faðir lézt í ljósi’ þá ósk til mín, að lífs míns brautin yrði björt og fögur. Þá burt ég hélt, mér blessun fylgdi þín; mig blessar þinn, — um aldur göfgi hugur. ☆ 1 munarheimi minning helg, ein býr — um mætu, göfgu foreldrana mína. Minn hugur, andi, oft til þeirra flýr, þá ástarblessun hlýt, og rökkur dvína. Maí 1961 Rödd hinna frjólsu — R. G. Ingersoll Ei neitt sinn okkar flokkur fer Með falsað mál. Hann vill ei, frómur, sökkva sér 1 svik og tál, Né flækja hugsun fljóðs og manns Með fögrum orðum lygarans. Vor þrá kann háleit hugartök, Og hún er sú, Að eignast sterk og einföld rök, En ekki trú. Sé líf að ending eyðublað, Er okkur fró að vita það. Er myrkur handan hinzta óss, Þá hafnað er? Er dauðinn máske dyr til ljóss, Þá dimma fer? Um svörin Forlög þegja þó: En þeirra bíðum við með ró. — P. B. þýddi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.