Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Síða 8

Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Síða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MAÍ 1961 Úr borg og byggð Mr. og Mrs. J. T. Beck fóru suður til Grand Forks um helgina í heimsókn til Dr. Richards Beck. ☆ Herbergi til leigu með eða án húsgagna. Óskað eftir eldri manni eða konu. — Mrs. R. Davidson, 639% Langside. ☆ Mrs. Gwen Geirholm hefir nýlega verið skipuð umboðs- maður á Gimli fyrir Unem- ployment Insurance Commis- sion (Atvinnuleysistrygging- ar). Hún veitir aðstoð við að f^'lla út umsóknir fyrir at- vinnuleysistryggingar og á viðtal við það fólk, sem óskar þess. Þjónusta hennar í þess- um efnum er ókeypis. Hún hefir við höndina öll þau eyðublöð, sem þörf er á til að sækja um atvinnuleysistrygg- ingar. ☆ Belel Building Fund Mr. and Mrs. J. G. Bjarna- son, Riverton, Man., $5.00. In memory of a friend, Stefania Halldorson, Lulu Island, B.C. Meðtekið með þakklæti. K. W. Johannson, féhirðir ☆ Ferming Ungmenni þau, sem hér greinir, verða fermd við ár- degismessuna í fyrstu lút- ersku kirkju næstk. sunnu- dag 21. maí: Anderson, Fern Kathleen Cooney, Louise Carolyn Eliasson, Melba Marina Johnson, Jennifer Ann Johnson, Lauranne Sigrid Johnson, Patricia Gail Johnson, Ruth Wynn Roed, Ingrid Marlene Stevenson, Maureen Ann Stoutenberg, Carol Ann Tomasson, Clara Lue Bann, Franklin Walter Bjarnason, Blair Joseph Dyck, Barry Darryl Einarson, Douglas Thorstein Einarson, Grant James ' Melnyk, Richard Stephanson Olafson, Donald Edvald Olafson, Douglas Bergthor Paulson, Byron Ronald Pollock, Gerald Asgeir Sigurdson, Ronald George Stiller, Harry Steve Swanson, Alan Ragnar. ☆ Kjörinn forseii Prairie Fisheries Federalion Á ársfundi ofangreinds fé- lags, sem haldinn var í Win- r.ipeg 2. maí, var Mr. D. F. Corney, forstjóri Northland Fish Ltd., Winnipeg, kjörinn forseti félagsins. Þessi samtök fiskifélaga og fiskikaupmanna voru stofnuð 1947 og hefir Guðmundur A. Jónasson eig- andi og forstjóri Keystone Fisheries Limited lengst af verið forseti þeirra. Óskað eftir bókinni Ættar-1 skrár, sem samin var af Bjarna Thorsteinssyni. Þeir, sem eiga hana og vilja láta hana af hendi, skrifi: Gretti Eggertson, 123 Princess St., Winnipeg 2, Man. Gjafir til elliheimilisins Stafholt Icelandic Society of Northern California, in memory of Raymond Bushnell $10.00 Stafholt Auxiliary (toward payment of mixer) 50.00 Staff (toward pay- ment of hospital bed) 60.00 Mrs. Marion Irwin 500.00 Mrs. Rósa Casper 10.00 Mrs. Emma von Renesse 5.00 Mr. and Mrs.- S. Hrut- fjord, in memory of neighbors Frank Fosberg and William West 10.00 Kvenfélagið Eining í Seattle 100.00 Úr dánarbúi Guð- mundar heitins Pétursonar, Minnesota 2663.00 Guðmundur Pétursson, sá er síðastur er á gjafaskránni hér að ofan og sem minntist Stafholts í erfðaskrá sinni á svo höfðinglegan hátt, var sonur séra Stefáns Pétursson- ar prests á Desjamýri og víð- ar og konu hans, Ragnhildar B j a r g a r Metúsalemsdóttur frá Möðrudal á . Efra-Fjalli. Liggja hinir ágætustu ætt- stofnar að báðum þeim hjón- um. Er því ekki að undra, þó meðal niðja þeirra, bæði á ís- landi og í Ameríku, sé að finna margt af vel gefnu mannkostafólki, enda er það svo. I þessu sambandi vildi ég benda á bækling, sem gefinn var út í Reykjavík árið 1945 af niðjum þeirra, er stofnað höfðu til veizlu í Reykjavík árið áður, í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli Ragnhild- ar. Nefnist bæklingurinn Ald- arminning. Er hann með myndum og hefir inni að halda ætt og uppruna Sefáns og Ragnhildar, helztu æviat- riði og umsagnir um þau, og að síðustu niðjatal. Bækling- urinn er prentaður í prent- smiðju Jóns Helgasonar, og er ég vissum að margir ættglögg- ir Vestur-lslendingar hefðu gaman af að eiga hann. Guðmundur Pétursson dó barnlaus. Enda minntist hann fleiri vestur-íslenzkra menn- ingar- og mannúðarstofnanna en Stafholts i erfðaskrá sinni með stórum fégjöfum. Kærar þakkir öllum vinum og styrktarmönnum Stafholts. í umboði nefndarinnar, A. E. Krlstjánsson MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. Kvennasíðan Kvennasíða blaðsins lagðist niður um skeið vegna þess að ritstjóra blaðsins vannst ekki tími til að- sinna henni, en nokkru síðar bar svo vel í veiði, að Dr. Valdimar J. Ey- lands lét blaðinu í té hina vinsælu ferðasögu sina og fyllti hún rúm kvennasíðunn- ar í marga mánuði og saknaði enginn hennar á meðan á „æv- intýrinu" stóð. En eitthvað varð að taka til bragðs til þess að viðbrigðin yrðu ekki of mikil, þegar ferðasögunni lyki, og var því ákveðið að vekja upp kvennasíðuna í þeirri von að hægt væri að afla henni svo mikils efnis frá velunnurum blaðsins, að hún héldi áfram að koma út vikule^a. Við áttum tal um þetta við nokkrar konur með þeim ár- angri, að nú er fyrirliggjandi efni fyrir kvennasíðuna í nokkrar vikur, og erum við þeim, er lagt hafa það til,- innilega þakklát. Sérstaklega metum við mikils þann góð- hug, er frú Sigríður Thorla- cius hefir sýnt blaðinu með því að senda kvennasíðu þess tvær greinar og birtist önnur þeirra í blaðinu þessa viku. Við höfum ekki enn náð til allra þeirra kvenna, sem gætu aðstoðað við blaðið á þennan hátt, þær eru margar. Við biðjum þær að hafa kvenna- síðuna í huga, stuttar greinar frá þeim, á íslenzku eða ensku, yrðu þakksamlega þegnar. íslandsíarar. Margir Vestur- Islendingar sækja nú heim til æskustöðva sinna á íslandi. Á mánudaginn, 15. maí, flugu heim með Loftleiðum þeir bræðurnir Jónas Th. Jónas- son, þekktur Winnipegbúi, og Björn Th. Jónasson frá Ash- ern, Man. Þeir fluttust á barnsaldri með foreldrum sín- um til Kanada og hafa ekki séð ættlandið síðan. Með sömu flugferð fóru Hjalti Jónsson frá Stony Hill og móðir hans, Margrét Jóns- son. Þótt hún sé níræð, lét hún engan bilbug á sér finna. Hún flutti til Kanada fyrir 60 árum og hlakkaði mjög til að hitta systur sína á íslandi. Arthur A. Anderson, um- boðsmaður Continental Trav- el Bureau hér í borg, skipu- lagði ferðalög þessa fólks. Dánarfregnir Mrs. Sarah (Sigrún) Smith lézt á Princess Elizabeth spít- alanum í Winnipeg 9. maí 1961, og var komin yfir tírætt. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Skúlasonar og Guð- rúnar Guðmundsdóttur, er námu land í Víkurbyggð í Norður Dakota. Bræður henn- ar voru hinir kunnu lögmenn Barði, fyrrum þingmaður í Norður Dakota og um langt j skeið lögmaður í Portland,; Oregon, og Skúli, fyrrum lög- maður í Missoula, Montana. Sigrún var ekkja Richards Smith og áttu þau lengst af' heima í Winnipeg. Haná lifa j tvær dætur, Helen Smith og | Dorothy, Mrs. H. G. Atkin- son, og einn sonur, Max R. | Smith. ☆ Mrs. Clara Steinthorson andaðist eftir langa vanheilsu j 7. maí 1961 að heimili sínu, 295 Elm Street, Winnipeg. Hana lifa eiginmaður hennar, H. Steinthorson, forseti North American Lumber félagsins og sonur þeirra, Dallas, bú- settur í New York. ☆ Mrs. Jona Gunnlaug (Lily) Ingjaldson, að 342 Robinson Ave., Selkirk, Man., lézt 10. maí 1961, 60 ára að aldri. Hún var fædd á íslandi og fluttist með foreldrum sínum til Kan- ada árið 1902. Hún tók mik- inn þátt í félagsmálum í Sel- kirk, í lúterska söfnuðinum íslenzka og kvenfélagi hans; I. O.D.E. félaginu og Business and Professional Women’s Club. Hana lifa eiginmaður hennar, John Ingjaldson; einn bróðir, Thorvarður K. Jbhn- son; tvær systur, Mrs. Laura Cam í Toronto og Mrs. Joseph Kristmanson í Prince Rupert; stjúpfaðir hennar, Eric John- son, Downview, Ont. Útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Selkirk. Séra W. Bergman flutti kveðjumál. „Arfur og ævinf-ýri" Eftirfarandi fréttir hafa borizt frá séra Braga Frið- rikssyni varðandi fyrirhugaða bók Dr. Valdimars J. Eylands: „ . . . Hef ég fengið loka- listann og sendi í dag annað eintakið n o r ð u r . Söfnun áskrifenda hér gengur vel. Við höfum sent lista í ýmsar áttir og greinilega mikill áhugi fyr- ir bókinni, en það mun taka nokkurn tíma að safna saman listunum að nýju og fá heild- artöluna. . . . Ég fór norður 30. apríl og setti bókina, þ- e; handritið í prentun. Sá ágseti bókamaður séra Benjajnm Kristjánsson hefir heitið allr1 aðstoð sinni og er það mef mikill léttir. Við munum síðan lesa prófarkir og sjá um ut- gáfuna að öllu leyti í sam- vinnu við nefndina og prent- smiðjuna, en þeir eru allir af vilja gerðir til að bókin meg1 verða sem bezt að öllum fr»' gangi. Við gerum ráð fyrlIj því, að bókin verði fullbúin 1 ágúst og mun hún þá þegar verða send sjóleiðis til áskrif' enda vestan hafs. Mér þsett1 vænt um, að frétt um þetta kæmi í Lögbergi - He11TlS' kringlu, svo að kaupendur geti fylgzt með, hvernig geng' ur, en við munum leggJ3 fyllstu áherzlu á, að engi1111 óþarfa dráttur verði á útgáf' unni. Ég endurtek beztu þakkU- mínar til ykkar fyrir hina ágætu aðstoð ykkar og hiö , fyrir góðar kveðjur. Mun e& láta ykkur fylgjast með gang1 málanna. eftir beztu föngum- Illir menn verða ætíð sjálf' um sér verstir, fyrr eða síðar- ☆ Gettu betur. ☆ Grunnhygginn ertu. GOOD GOING May 25. 26, 27 RETURN LIMIT — 25 DAYS Return Fares From _____WINNIPEG . In Coaches Only; To Vancouver .. $5Í)-Jj9 To Victoria $63.75 To Nanaimo $62.1° *In Tourist Sleepers: To Vancouver ®66.75 To Victoria .... $72.70 To Nanaimo....... $69,"5 *On payment of tourist bertk fare. Walch for Bargain Fares effective June 22. 23, 24 Train Travel is Low-Cost Travel Full informalion from yoUí Agent

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.