Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1961
5
'W
AlitSAiHAL
rVENNA
Ávarp fjallkonunnar
Butt af frú Ellen Magnússon á íslendingadeginum
á Gimli, 7. ágúst 1961.
Herra forseti, heiðruðu ís-
^ndingar!
Island heilsar yður á þessari
? Jðar stund, og flytur yður,
Ur ,°lskvalausum huga, móð-
0 ,arnað sinn, og að frægðar-
^ h ^Saerir yður við sól og
vfi -að gleyma hvorki ætt
r né uppruna, en minnugir
g6ra þeirrar speki og skyn-
j Uldar> er foreldri yðar, að
°rnu og nýju, öðlazt höfðu
S yður að erfðum eftir látið.
^erig minnugir hins forna
^ynstofns, er göfgastur hefir
°rmn verið um norður heim.
g, ^lnnlzt raunsæis hans og
d aPgerðar, tryggðar hans og
oren§lundar, hugdirfðar hans
§ siðferðisfestu, frelsisholl-
s u °g aðalmennsku.
Jitið, að helgustu minning-
nar eru knýttar við liðin ár,
^®r sem varðveita þekkingar-
,n þúsunda ára. Að gleyma
*lrn vlð aðkallandi störf, er
§!ata lífinu.
hvVitÍð °S munið það, að
°rt sem þér eruð heima-
enn e^a framandi, við hvað
þé^ -^er el§i® húa, eigið
aðr'^Urianci saml’ jnfnt sem
a rir nienn, er nært hefir
ar « ^ðar’ auðgað ímyndun-
Veitt *ðar’ lyft huga yðar’
^ yður frændur og vini, og
erf'A-1116^ yður úaglega brauði
ve.lt.isins — lífsins brauði, er
agX lr yður styrk og þrek til
orfa fagnandi við lífinu.
bfeð^ ^etta föðurland yðar er
1 a himni og jörðu, og
Sem þér eruð saman
hvar
0 1111)1 111 þess að minnast þess
, ®ttar yðar, þá eruð þér á
ÞV) staddir, því,
íett þú langförull legðir
, vert land undir fót
C, h“gur og hjarta
Pms heimalands mót.“
að missa ekki af samhengi æv-
innar, að missa ekki af sjálfum
sér í fortíðarlausu og fram
andi landi. Sigur fylgdi þeirri
baráttu! Þeir fóru ekki til
þessa lands, til þess að glata
lífinu, heldur til þess að finna
það.
Berið þið einnig gæfu til
þess og guða hylli!
Aðgreiningin kynni þá að-
eins að vera sú, eftir staðhátt-
um, að á einum staðnum en
ekki hinum eru:
„Blómgróin björgin
sérhver bald-j,ökull hlýr.“
Berið ætt yðar vitni. Sýnið
hvers anda þér eruð. Leggið
yður alla fram í hinni örlaga-
þrungnu' framtíð til þess að
vernda frelsi og mannréttindi,
frelsi einstaklingsins — og þá
mun yður vel farnast, land
yðar hið nýja hljóta blessun
af komu forfeðra yðar, og þér
njóta sæmdar og virðingar í
ættir fram.
„Móður orð
Ber þú mögur héðan
Ok lát þér í brjósti búa:
Iðgnóga heill
Skalt of aldr hafa
Meðan þú mín orð of mant.“
Fegurðarsamkeppni í Long Beack
Sunnudaginn 23. júlí, þegar
hin stórkostlega skrúðganga
fór fram í Long Beach í sam-
bandi við hina nú árlegu feg-
urðarsamkeppni þar í borg,
já og þegar Sigrún Ragnars-
dóttir, klædd búningi fjall-
konunnar hrópaði úr hásæti
sínu — „Komið þið öll bless-
uð og sæl, það er dásamlegt
að vera hérna og nýt mín vel
— blessuð". Hinum fáu, sem
skildu hana, hefir án efa hitn-
að um hjartaræturnar. Sigrún
stóð sig alveg prýðilega í
gegnum hina ólgandi hreins-
unarelda, sem þessar 52 feg-
urðardísir frá jafnmörgum
löndum urðu að keppa við á
þessum alþjóða vettvangi.
Sigrún var ein af 5 í síðustu
úrslitum auk þess fékk hún
verðlaun, þegar hún kom
fram í samkvæmiskjól (síð-
um).
Sígrún, sem er fædd í höf-
uðstað íslands, komst á tutt-
ugasta árið á því tímabili, er
keppnin stóð yfir. Hún er
dóttir Ragnars Georgssonar
og Unnar Guðjónsdóttir, sem
munu vera Reykvíkingar í
húð og hár. Auk þess að vera
björt og fögur, er hún sösg-
kona og hefir sungið á Röðli
í Reykjavík s.l. ár.
snjalla og vel viðeigandi ræðu
og færði henni fagran minja-
grip, „Oscar“ frá Islendinga-
félaginu. Sigrún þakkaði fyr-
ir sig á ensku sem íslenzku
og þakkaði Mrs. Swanson
einkum, sem hefði verið sér
sem góð móði^ á þessu tíma-
bili, en að vera hér með svo
mörgum íslendingum og geta
Un arðveltið minningar sög-
astnar^ °S mælið manna heil-
lr á norræna tungu.
á JaII8 ekkert a Það skyggja
eða ftU 603 degi’ 1 famenni
, iolmenni, í orkuraun eða
Va a’ eða hverjum öðrum
„ a’ er yður ber að hönd-
Unú að
^íúöur átti faðir þinn
öHUln göfga . . .
1 þötti ætt sú
yfirmönnum.“
habðrí!fUr yðar fóru yfir
að h utlminn ber því vitni,
fra ei 1 °§ gæfa mun um aldir
þ stafa af þeirri för.
eir áttu hér í baráttu við
Sunnudaginn 6. ágúst hafði
íslendingafélagið samsæti fyr-
ir Sigrúnu í fínu samkomu-
húsi í einum af lystigörðum
Long Beach, og þrátt fyrir
mjög heitan dag komu þangað
um 200 manns til þess að
heiðra, hylla, heilsa og kveðja
hina ungu stúlku. Kl. um 5
var framreiddur mjög góður
matur og kaffi, en með síð-
ustu réttunum fór fram stutt
skemmtiskrá undir stjórn for-
setans, Óla Bachmann, sem
kynnti Sigrúnu og hina mörgu
gesti, suma úr mikilli fjar-
lægð. Stanley Ólafsson ræðis-
maður Islands þakkaði Sig-
rúnu fyrir alla hennar
frammistöðu. Þá flutti frú
Olive S w a n s o n Sigrúnu
Sigrún Ragnarsdóttir
talað íslenzku við svo mikinn
fjölda fólks væri sér mikið
gleðiefni. Þá kom fram frú
Olivía Erlendson Oagir söng
þrjá söngva, „Draumalandið",
„Vienna My City of Dreams“
og svo „God Bless America“
og síðari hluta þess söng f jöld-
inn með henni. Þá komu yfir
20 stúlkur, mjög ungar, hver
og ein í sínum þjóðbúningi,
sungu þær þrjá söngva undir
ágætri stjórn og æfðri.
Á meðal gesta frá íslandi
voru Guðm. Sigmundsson og
frú hans. Eru þau í þriðju
heimsókn til Astu dóttur sinn-
ar í „Sunland“; Lily og Torfi
Leósson frá Vancouver B.C.,
nú á heimleið til Akureyrar
ásamt tveimur börnum sínum;
frú Inga Hurst, er hún dóttir
Eiríks Einarssonar frá
Hvammi í Mýrdal; Þorbjörn
Karlsson verkfræðingur og
kona hans, Svala Sigurðar-
dóttir, með 3 dætur sínar, eru
þau alflutt hingað. En frá At-
lantic City, Ga. voru Björn
Axelsson vekrfræðingur með
ameríska konu sína og dóttur.
Eru þau í heimsókn til syst-
kina Björns, Betu Thomas og
Axels Axelssonar. Eru syst-
kini þessi börn Ólafar Björns-
dóttur og Axels Ketilssonar
frá ísafirði, síðar kaupmanns
í Reykjavík (bæði látin); Mrs.
Lillian Bering Cook frá Min-
neapolis, Minn., var hún með
Mrs. Alice Þorvarðarson Hey-
deriek, áður Minneapolis.
Frá Bakersfield var John
Luther ásamt dætrum sínum;
frá Pasadena var frú Georg-
ína Coleman með eina af
dætrum sínum, er hún kona
David Colemans læknis, en
dóttir Ásmundar Benson dóm-
ara í N. Dak.; frá Las Vegas
Peter Burnson með syni sín-
um, Peter Leonard, og systr-
um, Matthildi Weldei og Jó-
hönnu Feldman (áður Vest-
mannaeyjum). Þá voru þarna
hjónin Ingibjörg Halldórsdótt-
ir og Þorvaldur Steingríms-
son með börnum sínum, Sig-
ríði, Kristínu og Haldóri. Eru
systur þessar báðar fegurðar-
drottningar. Er þessi fjöl-
skylda setzt að hér á næstu
grösum í Hollywood og geng-
ur undir nafninu „Thor“. Þor-
valdur er fiðluleikari og kunn-
ur utan lands sem innan. Vil
ég taka mér bessaleyfi að
bjóða þessa framúrskarandi
fjölskyldu velkomna, ekki að-
eins til Kaliforníu engu síður
í hóp Vestur-Islendinga.
Klukkan um rúmlega 7
komu saman um 40 manns á
hinu ríkmannlega heimili
þeirra Jóhanns og Dellu (Good-
mansson) Polson á Freeland
St. í Long Beach, en þar er ís-
lenzk gestrisni í essinu sínu
og þar gafst öllum tækifæri
til þess að kynnast Sigrúnu á
ný og hinu nýkomna fólki frá
íslandi úti sem inni á hinu dá-
samlega kvöldi hér á yztu
ströndum Ameríku! Eftir mið-
nætti fóru gestirnir sitt í
hverja áttina eftir einn af
þessum dögum þegar gott er
að vera íslendingur og gaman
að lifa!
Skúli G. Bjarnason
Hjónavígslo
Laugardaginn 29. júlí s. 1.
voru gefin saman í hjónaband
þau Anne Margrethe Thor-
lakson og Robert Henry Bahn-
sen, bæði frá San Francisco.
Athöfnin fór fram í Messiah
lútersku kirkjunni í Redwood
City. Faðir brúðarinnar gaf
brúðhjónin saman og faðir
brúðgumans aðstoðaði, en
báðir eru þeir prestar, sem
látið hafa af störfum.
Að athöfninni lokinni var
ekið til heimilis Dr. og frú
Lawrence H. Arnstein í Ath-
erton, sem er í nokkurra mílna
fjarlægð frá Redwood City.
Var móttaka gesta haldin á
hinu fagra heimili og garði
þeirra hjóna. Frú Arnstein er
dóttir W. A. Albert og konu
hans frá Winnipeg.
Fjölskylda brúðarinnar og
nokkrir vinir voru boðnir til
kvöldverðar á heimili hjón-
anna Ronald Rutherford í San
Mateo, en móðir frú Ruther-
ford, Beatrice Feldsted, og
móðir brúðarinnar, Carolina
Thorlakson, voru systur.
Margrethe Thorlakson er
dóttir séra S. O. Thorlakson
ræðismanns íslands í San
Francisco og fyrri konu hans,
Carolínu Kristínar Thorlak-
son. Hún var fædd í Japan, en
þar var faðir hennar trúboði
í 25 ár. Margrethe tók B.A.
próf í hljómlist frá Washing-
ton háskólanum í Seattle og
M.A. frá San Francisco State
College. Hún starfar sem um-
sjónarmaður með hljómlistar-
kennslu í 11 skólum í South
San Francisco. Hún hefir
sungið með óperu-félaginu í
San Francisco og komið fram
víða sem söngkona, ekki sízt
innan hins íslenzka félagslífs.
Brúðguminn er sonur séra
Andrew Bahnsen og konu
hans og búa þau í Stockton.
Eins og nafn hans bendir til,
er brúðguminn kominn af
dönskum ættum í föðurætt.
Hann stundaði nám við The
University of the Pacific í
Stockton og tók þaðan B.A.,
M.A. og Ph.D. próf, og kennir
nú við Lincoln High School í
San Francisco.
Var mikið um það talað
meðal gestanna, hve hjóna-
vígsla þessi hefði verið fögur
og sérstæð, enda mun það
sjaldgæft, að tveir prestar,
feður beggja, þjóni fyrir alt-
ari og gefi börn sín saman í
hjónaband.
Peier Freuchen
(1886-1957) danskur Græn-
landsfari og rithöfundur.
Peter Freuchen var einu
sinni í veizlu og sat við hlið-
ina á mjög forvitinni konu.
Hún var síspyrjandi, og eink-
um var hún áfjáð í að vita,
hvers vegna hann væri með
tréfót. Hvað hafði orðið af
hinum upphaflega fæti? Höfðu
hákarlar étið hann?
— Nei svaraði Freuchen, ég
át hann sjálfur.
— Guð minn góður! Hvað
segið þér?
— Jú, ég var í Grænlandi,
og ég og félagi minn höfðum
grafið okkur í fönn, við vor-
um gjörsamlega matarlausir
— garnirnar gauluðu af sulti,
og að lokum sá ég engin ráð
önnur en að éta af mér annan
fótinn.
— En félagi yðar?
— Ja, það íór nú illa fyrir
honum, vesalingnum. Hann
varð þarna eftir. Hann kunni
sér ekkert hóf. Hann át sig
gjörsamlega allan.