Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. AGÚST 1962 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Phiíip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and íor payment of postage in cash. Ávarp fjallkonunnar að Gimli, Manitoba 6. ágúst 1962 Ég, fjallkonan, fulltrúi ættlands yðar og erfða, fagna komu yðar á þennan iðgræna völl, og býð yður velkomin. Mörg yðar eruð hingað komin um langan veg. Þér eruð hing- að komin vegna ti'lfinninga, sem hrærast í hjörtum yðar. Annars vegar eru minningar frá liðnum árum, hins vegar samfélagsþörfin hið innra með yður. Eins og fugiar loftsins fljúga suður til sólbjartra landa er hausta tekur, knúðir af innri eðlishvöt, eða eins og pílagrímar ferðast um lönd og álfur ti'l að heimsækja staði, til þess að finna sálum sínum frið og samfélagsþrá sinni fullnægju, þannig eruð þér hingað komnir. Þetta er yður, börnum mínum, helgur staður, GIMLI! staður, helgaður af starfi og fórnum horfinna kyn- slóða. Hvað er það þá, sem þér heyrið og sjáið, er hingað kemur? Þér sjáið tákn þess lands, sem mörg yðar hafið aldrei augum litið. ÉG ER ÞAÐ LAND Þér sjáið fagran krossfána blakta við stöng. Fáninn er tákn þess og sönnun, að þjóð mín er frjáls og fullvalda, hann er einnig ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóðin á fegurstar. Hvort heldur sem börnin mín heyja lífsbáráttu sína við brim og úfnar öldur hafsins, í sveitum mínum eða sjávarþorpum er krossfáninn fagri þeim eldstólpi um nætur og skýstólpi um daga, tákn framtaks og einingar. Blái liturinn táknar enn fremur blámóðu fjalla minna og llt hafsins við strendur mínar. Rauði liturinn táknar það lífsstríð, sem börn mín hafa háð í þúsund ár, og þær fómir, sem þau hafa borið fram á altari velmegunar og þjóðarheilla. Hvíti liturinn táknar hreinleika hugarfarsins, iþví að hvar sem böm mín ala aldur sinn, leitast þau jafnan við að bera hreinan skjöld. Ég er yður þakklát fyrir að þér hafið lyft tákni lands míns og þjóðar að hún á þessum stað. Þér sjáið hér einnig ný málverk, sem gefa yður nokkra hugmynd um stórskorna drætti ásjónu minnar. Þessar mynd- ir rifja upp minningar í brjóstum þeirra, sem aldir em upp í skauti mínu. Þér munið blómgaða bala, og létta fugla- kliðinn; þér munið ámar og fljótin, og þunga fossaniðinn; þér munið iðgrænar hlíðar með litlum silfurtærum lækjum, sem hoppa og dansa um leið og þeir lifa og deyja. Þér munið himingnæfandi jöklana, sem nóttin faðmar með breiðum skuggum og sólin kyssir svo heitum kossi, að þeim vöknar um augu; þér munið nóttlausa voraldar veröld, þar sem víð- sýnið skín. Margt hefir breytt um svip og færzt úr skorðum í rás aldanna, en svipur minn er enn hinn sami og þá er hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son á eyjunni við yzta haf. Það er enn þá frjálst í fjallasal og fagurt í skógardal, himinninn er enn sem fyrr heiður og blár og hafið er skín- andi bjart. Þegar þér komið hingað, heyrið þér rödd, sem mörgum á meðal yður er nú orði'nn ókunn og að mestu framandi. ÉG ER SÚ RÖDD Röddin er hljóðfall þeirrar tungu, sem börnin mín hafa mælt frá upphafi sögu minnar og sagna. Sú rödd mun ávallt talin, af þeim er skynja þrótt hennar, hugnæm og hrein, og nú hljómar hún til yðar úr runni minninganna, sem þér eigið um feður og mæður, sem ef til vill hvíla nú í skauti kjörlands síns og fósturmóður. Þeir ættu að geyma arf- inn sinn, sem erfa þeirra tungu. En þér sjáið fleiri myndir og þér heyrið aðrar raddir í dag og það eru myndir og raddir, sem mörgum á meðal yðar eru kunnar og einkar kærar. Það eru táknmyndir hinna fogru og frjósömu landa, sem þér byggið nú og rödd þeirrar móður, sem elur yður við barm sinn. Enda þótt þér helgið þenn- an dag að nokkru leyti end- urminningum hins liðna, og gleðjið þannig móðurhjarta mitt með kærleiksóði yðar í söng og sögu, breytir það engu um hollustu yðar við þau lönd, sem hafa borið yður á örm- um sér og veitt yður marg- þætta blessun. Þau eru yður og börnum yðar lönd framtíð- arinnar. En móðurstolt mitt og metnaður er fólginn í þeirri fullvissu, að ég hefi veitt yður arfleifð, sem mun reynast yð- ur holl innstæða á komandi tímum. Á þessum hátíðisdög- um, sem þér kenmiö við mig, örvast mér von að framtíð yð- ar og niðja yðar slitni ekki úr tengslum við fortíðina, og að vér megum öll halda hópinn, þótt hafið skipti löndum. Eitt sem styður þá von, er það hversu gágnkvæmar heim- sóknir á meðal niðja minna báðum megin hafsins, færast nú í vöxt. Mamnvænlegur hóp- ur vestmanna hafa nýlega glatt oss með heimsókn. Ann- ar hópur úr mínum heimahög- um er nú staddur hér og nýt- ur gistivináttu yðar. Slíkar heimsóknir treysta bróður- böndim og efla samfélag vort; hafi þeir Iþökk, er að þeim standa. Hinn tignasti meðal sona minna, forseti míns unga lýð- veldis, hefir nýlega verið gest- ur á meðal yðar. Hann hefir, í mínu nafni, vottað yður þakkir fyrir athafnir yðar og afrek. Þér hafið borið út hróð- ur ættlands yðar og stofnþjóð- ar. Þér hafið látið hið nor- ræna menningarljós skína á vettvangi allra þjóða. Ég vona og bið að það Norður- ljós megi ávallt leiftra yfir landi og lýðum hér. Minnizt þess, kæru börn mín, að þótt margt sé á hverf- andi hveli á meðal vor, þá mun hugur minn gagnvart yð- ur aldrei breytast; er þér veit- ið mér áheyrn á hátíðisdögum yðar, mun ég mæla við yður á máli kærleikans, og ég bið Alföður að blessa yður öll í nútíð og framtíð. HANNESJÓNSSON: lceland's Unique History and Culture Form of Governmeni in ihe Free Stale The early settlers had come to Iceland in their search for the freedom which t’hey had lost to Harold the Fairhair. And, indeed, they found it in Iceland. Even those soon set free. True to their ideals the Icelanders founded a most in- teresting Free State and a Parliament in 930, which has been called “the Grandmother of Parliaments”. The first settlers took pos- sessión of large tracts of land. Later they divided them among their relatives, friends and followers. In most dis- tricts the early settlers and their descendants were the leaders of the people, settled their disputes and were the actual guardians of peace. The first Govemment and judiciary in Iceland were in the hands of these chiefs, each serving his settlement area, and it was upon their initia- tive and authority that a man named Úlfljólur was sent abroad to prepare a code of law for Iceland. He returned from Norway in 927. At Thingvöllur in 930 his code of law was accepted with little modification and the Icelandic Free State established. According to the Saga of the Icelanders, by Ari Thor- gilsson (1067-1148) the parlia- ment at Thingvöllur in 930 was not the first assembly in Iceland. Previously Thor- steinn Ingólfsson, the son of Ingólfur Arnarson, the first permanent settler in Iceland, had established an assembly at Kjalarnes for his district. Other district assemblies for legislation and judicial admin- istration had also been estab- lished before 930 and the ex- perience gained by those dis- trict assemblies was probably drawn on when the code of Úlfljótur was finally agreed upon in a modified form in 930 as a law of all the land. The Free State consisted of 36 (later 39) local districts or divisions. These districts were called godord. Each of these godord was represented in the Parliment by one man called godi. But the godord, or constituency and judical divi- sion, was not necessarily a limited geographical area. The people could themselves indi- cate which godord they wished to belong to and decide which godi to follow and sup- port. The Parliament assembled at Thingvöllur and here all the godar came with their fol- lowers and many of their rela- tives. The meeting of the Parliament was therfore not only a political event but a great social occasion. Besides the politieal activities pecul- iar to the Parliament, games and sports were pursued, poetry and stories recited, marriages, arranged between the sons and daughters of the leading men. The Parliament had two main functions. First, it was a legislative assembly. Sec- ondly, it functioned as the supreme judici'al institution in the country. As far as ex- ecutive power is concerned that was not in the hands of the Parliament but really in the hands of each individual godi in his district. Thus in 930, or more than seven and a half centuries before the birth of Baron Montesquieu (1689-1755), who advanced his theory of the division of pow- ers within the state in his L'Esprit des Lois, published in 1748, the Icelandic people had actually organized their Free state according to the basic assumptions of the the- ory of the division of the pow- er of the state. In one respect the political system in the Free State was highly oligarchic. Although the godord was a public office, it was treated as a private property. It was hereditary, could be trans- ferred to others, bought and sold. This oligarchic aspect of the political system in the Free State was perhaps the main cause of its downfall. As time went on the godord gradually passed into the hands of a few rich families who later fought for power. This sanguinary struggle was later utitized by the King of Norway, Hakon Hakonarson, who had the ambition to extend his sover- eignty to Iceland—an ambi- tion that materialized in 1262. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar" Hjón nokkur höfðu mikið heyrt talað um, hve oft það bæri við, að eldri böm yrðu afbrýðisöm, þegar nýtt barn bættist á heimilið, vegna þess að flestir, þar á meðal for- eldrarnir sjálfir, létu meira með litla barnið og veittu því meiri eftirtekt og umsjá en hinu barninu. Hjónin ákváðu því, þegar þeim fæddist lítil dóttir, að láta ekki drenginn, sem þau áttu fyrir, drekka þann þeiska bikar, að hann væri sjálfur svo að segja gleymdur, fyrst aninað yngra barn var nú komið á heimilið. Þetta gekk allt að óskum. Litli drengurinn naut sömu umhyggju og ástúðar og áður hjá báðum foreldrunum. En hitt var erfiðara, að stemma stigu við því að gestir, sem komu á heimilið, gæfu litla barninu meiri gaum en drengnum. Eitt sinn sem oftar komu nokkrir kunningjar hjónanna í heimsókn. Þetta fólk hafði ekki séð litlu stúlkuna um hríð, og nú var hún einmitt að byrja að ganga. Athyglin beindist því öll að henni. Gestirnir hrósuðu henni á hvert reipi og gældu við hana. Bróðir litlu stúlkunnar var nærstaddur og sá og heyrði allt, sem fram fór, en enginn gaf sig að honum. Allt í einu kvað við í eyrum gestanna skær barnsrödd, sem sagði: „Ég er nú líka staddur hérna.“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.