Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1962 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Bensi lét sem hann heyrði ekki hróp hans og fór að kasta fiskinum upp í fjöruna. Hann setti allt sitt traust á Hannes gamla. Ragnar greip einn fiskinn og henti honum í sjóinn, rétt við hliðina á gamla mann- inum, sem studdi við bátinn með annarri hendinni, en kastaði fiskinum upp með hinni. Fiskurinn flaut burtu. Þá greip Ragnar annan og ætlaði að láta hann fara sömu leið. En þá þreií Hannes gámli til hans og hótaði að kasta honum sjálfum í sjóinn, ef hann hagaði sér ekki eins og vera bæri. Svo sleppti hann takinu á honum svo harka- lega, að hann hrasaði ofan í fiskhrúguna. Félagar hans höfðu sig burtu, en Ragnar labbaði á eftir þeim, hálf skömmustu- legur á svip. Nokkru seinna vaggaði Hannes gamli inn í búðina og spurði utanbúðarmanninn, hvort hann mætti vera að því að vigta nokkra fiska. En hann neitaði1 því. Það var fað- ir Ragnars. Og ætlaði hann sér með þessu að ná sér niðri á Bensa fyrir hönd sonar síns. „Nú, jæja,“ sagði gamli maðurinn. „Mér stendur svo sem á sama. Keli er farinn að taka á móti fiski fyrir Johann- sen kaupmann í Straumfirði, eins og í fyrra. Það er aðeins svolítið lengra að flytja hann á vigtina þangað.“ Svo gekk hann út. „Skyldi hann segja það satt, karlasninn, að Keli sé farinn að taka fisk,“ tautaði Sigur- björn í hálfum hljóðum. Bensi var að leggja af stað heim að bænum hans Hannes- ar gamla eftir hjólbörum til þess að flytja fiskinn til Kela, sem hafði aðsetur sitt talsvert sunnar í víkinni, þegar kaup- maðurinn sjálfur kom fram á bryggjuna og bauð góðan daginn og bætti við brosandi: „Hvernig er aflinn hjá þér, Benedikt litli? Þú ert ekki gamall, þegar þú ferð að telj- ast til útgerðarmanna. Þú leggur fiskinn líklega inn hjá mér, en ferð ekki að fara með hann suður til Kela. Það yrði ólíkt erfiðara.“ „Víst er það styttra að koma honum þarna upp í fiskhúsið," sagði Hannes, „en hann nenn- ir ekki að vigta fiskinn, utan- búðarþrællinn hjá þér.“ „Hann er dálítið mislyndur, og hefir víst ekki heldur ver- ið búinn að heyra, að Keli væri farinn að taika fisk suð- ur í skúrunum,“ sagði kaup- maðurinn og reyndi að vera hlýlegur. „Hún er lífseig einokunar- stefnan hjá ykkur,“ sagði gamli maðurinn styggur. „Hann hefir hugsað sér að gera allan fiskinn ónýtan fyr- ir drengnum, ef Keli hefði ekki verið kominn hingað. Svona er hugsunarháttur hans.“ Kaupmaðurinn lét sem hann heyrði ekki til gamla manns- ins, heldur klappaði Bensa á öxlina og sagði: „Þú leggur inn hjá mér, Bensi litli, og verður stór- inneignamaður eins og hann faðir þinn. Hann er einn af beztu viðskiptamönnum mín- um.“ Bensi hrökk við, þegar kaupmaðurinn nefndi föður hans. „Ég legg inn hér einungis vegna þess, að það er þægi- legra fyrir mig,“ sagði hann. Svo var allur fiskurinn fluttur upp í fiskhúsið og veg- inn þar. Þannig gekk það til allt sumarið. Bensi var orðinn inneigna- maður, þegar fiskurinn dýpk- aði á sér og báturinn var sett- ur upp að bæjarveggnum í Bakkabúð og breitt yfir hann. Þar var hann venjulega geymdur allan veturinn. Gréta í Móunum var gul af öfund yfir velgengni nágrann- anna. „Það er dálítill munur að eiga svona duglegan son, sem færir aðra eins björg í búið, eða við hinar, sem megum horfa á strákana okkar ólmast allan daginn, ef þeir fara þá ekki í sveitina til þess að láta hálf drepa sig þar af þræl- dómi og fá ekkert í staðinn, sem teljandi er. Hallfríður þarf ekki að kvíða því, að hún fái ekki út í vetur, þó að hún hafi ekki lagt mikið að sér í sumar, síðan fiskvinnan hófst,“ rausaði Gréta við sam- verkakonur sínar frá sumrinu. „Það hefði nú sjálfsagt verið líkt, sem hún hefði fenglð eftir hann, ef hann hefði ekki verið svona stöndugur, að geta keypt bátinn og verið eins duglegur á sjónum og raun varð á,“ var vanalega svarið, sem konurnar gáfu við þess- um athugasemdum hennar. „Hann hefir sjálfsagt ekki borgað mikið í bátnum. Þor- björg hefir sjálfsagt gefið honum harm. Það er ekki svo l'ítill vinskapurinn á milli þeirra, hvern endi sem hann kann að hafa. Það veit sjálf- sagt enginn. Ekki ómögulegt að hann yrði eitthvað hláleg- ur eins og vanalegt er hjá Þorbjörgu." Við þeim spádómi áttu kon- urnar ekkert svar. Þeim var flestum orðið vel til mæðgin- anna í Bakkabúð, því að marg- an málsverðinn höfðu þær fengið frá þeim þetta sumar. Yfir höfuð breyttist álitið á Bensa hjá flestum kaupstað- arbúum eftir því sem hann kom oftar að landi með góðan afla. Hann hafði svo mikinn áhuga fyrir sjómennskunni, að hann lenti aldrei í erjum við drengi fyrirfólksins. Þó að hann væri daglega rétt hjá þeim, létu þeir hann í friði. Ragnar, sem all.itr álitu að væri lakastur í hópnum, var heldur ekki heima þetta sum- ar. Honum var oftast komið í sveit á sumrin, ef hægt var. Eftir þetta góða og aflasæla sumar kom haustið, kalt og leiðinlegt, með sífelldar rign- ingar og rosatíð. Þá var varla hægt að koma út fyrir dyr, án þess að vökna í fæturna, því að þá þekktist ekki annar fótabúnaður en íslenzkir skinnskór, nema á sjómönn- um. Og heldri menn áttu auð- vitað stígvél úr leðri. Oft lak þá svo mikið í baðstofunum, að varla var hægt að halda rúmfötunum þurrum yfir nóttina. Óvíða var þó ástandið lak- ara en í Bjarnabæ. Jói litli var sífellt lasinn, eins og vanalega, þegar hann gat ekki verið úti við. Sigga var hreyk- in af Bensa, eins og hann væri bróðir hennar. Hún heyrði að mæðurnar töluðu um hann sem fyrirmynd við syni sína. „Þú átt að vera eins dugleg- ur og hann Bensi og eins góð- ur við mömmu þína og hann er, aumingja strákurinn," var ekki óvanalegt að heyra til Grétu í Móunum, þegar Kjart- an og bræður hans voru ekki sem ákjósanlegastir við hana. Þetta góða álit breyttist þó skyndilega einn daginn. Það var einn af þeim fáu sólskins- dögum, sem komu þetta haust. Bensi var búinn að ná sér í nokkrar torfur og var að þékja eldhúsið hjá mömmu sinni. „Þeir láta það ógert hús- bændurnir, sem eldri eru en hann Benedikt litli, að þekja kofana sína. Það sýnir eins og annað, hversu góður sonur hann er,“ sagði Gréta í Móun- um. Hún var að klemma upp þvott á snúrurnar í Bjarna- bæ, ásamt Önnu frá Mýri, sem hafði haldið undir balann með henni ofan eftir. Bræðumir í Móunum og fleiri krakkar voru að leika sér kringum Bakkabúð. Þar var vanalega aðal leikvöllur þeirra. Kjart- an var að hjálpa Bensa við að koma torfunum upp á bæinn. Þá kom ferðamaður ríðandi innan úr kaupstaðnum með marga reiðingshesta í taumi. Hann fór af baki og kastaði kveðju á krakkahópinn og færði sig heirn að dyrunum á Bakkabúð. Þetta var myndar- legur sveitamaður, fannst Siggu litlu. Og sjálfsagt var hann ríkur fyrst hann teymdi svona marga hesta. Hann talaðd hátt við krakk- ana í fyrirmannlegum rómi: „Er það ekki einhvers stað- ar hérna, sem kona á heima, Haillfríður að nafni?“ Krakkarnir góndu á hann, án þess að svara. Þá hentist Bensi ofan af bænum og færði sig fyrir bæj- ardyrnar. Hann var orðinn svo breyttur, að krakkarnir störðu á hann, alveg hissa. Það var kominn á hann sami svipur- inn og augnaráðið og þegar strákarnir voru að erta hann til reiði fyrst eftir að hann kom í víkina. Gesturinn hafði yfir sömu spurninguna og áður: „Býr ekki Hallfríður Rafns- dóttir á þessum bæ?“ „Hún er ekki heima,“ svar- aði Bensi. Það er eins og hann ætti erfitt með að koma orðunum út yfir varirnar. „Nú, á hún ekki heima hérna í kaupstaðnum?“ spurði aðkomumaðurinn. „Hún er frammi í sveit,“ laug Bensi. Krakkarnir göptu af undr- un. Þau vissu vel, að Hallfríð- ur var inni í bænum. Gesturinn steig á bak aft- ur og sneri við inn í kaupstað- inn. Bensi greip upp stein og hélt honum í axlarhæð, ekki ósvipað því, að hann ætlaði að gefa gestinum hann í vega- nesti, enda bar svipur hans merki þess, að hann hefði slíkt í huga. Tvíburabræðumir í Móunum gerðu slíkt hið sama. Þeir þrifu upp steina og héldu þeim í axlarhæð eins og Bensi, auðsjáanlega tilbúnir að kasta á sama augnabliki og hann. Það fór ekki fram hjá nein- um, sem nálægir voru, hvern- ig Bensi hagaði sér. Anna frá Mýri setti upp sinn vanalega guðræknissvip og sagði: „Guð hjálpi ykkur að hafa börnin ykkar í návist þessa drengs. Þama ætlaði hann auðsjáanlega að kasta grjóti á eftir bráðókunnugum mann- inum, eftir að hafa logið því að honum, að móðir hans væri ekki heima. Þvílikt innræti er þó hræðilegt. Og angarnir þínir ætluðu að gera slíkt hið sama.“ Gréta kallaði hástöfum: v „Strákar, komið þið undir eins hingað til mín. Ég er að fara heim. Kjartan, komdu með bræðurna með þér. Undir eins, segi ég.“ Þá kastaði Bensi steininum niður fyrir bakkann og synir Grétu gerðu slíkt hið sama. Signý tók svari Bensa. „Hann hefir ekki ætlað að henda í manninn. Hann gerir slíkt aldrei.“ „Hann kastaði steininum niður í fjöru,“ sagði Sigga. En Gréta í Móunum var of reið til þess að gefa orðum þeirra mæðgnanna gaum. Hún kallaði í annað sinn til sona sinna. Þeir komu með ólund- arsvip upp að þvottasnúrunni og spurðu, hvað hún vildi þeim. „Eruð þið að hugsa um að henda grjóti á eftir ókunnugu fólki, eða hvað? Ég skal taka í ykkur, ef þið leggið það ekki niður,“ rausaði hún ofsareið. „Svo skuluð þið ekki fá að koma nærri Bakkabúð á næst- unni, ef ég má ráða. Hallfríð- ur skal fá að heyra, hvernig sonur hennar hagar sér, sem ég er lifandi manneskja.“ „Við köstuðum bara stein- um niður í fjöruna," sögðu* litlu bræðurnir. „Það er ófagurt til afspurn- ar, að láta bráðókunnugan mann sjá, hvernig þið hagið ykkur,“ sagði Anna hæglát- lega. Drengirnir stóðu algerlega skilningslausir yfir öllum þessum ásökunum, og svo rangluðu þeir í áttina heim að Móunum. En Kjartan bróðir þeirra hélt áfram að þekja með Bensa eins og ekkert hefði í skorizt og lét sem hann heyrði ekki til móður sinnar. Ferðamaðurinn var kominn inn í víkina og þéssi óvið- kunnanlegi atburður þokaðist með honum inn í fortíðina. En Gréta í Móunum var jafn reið og áður. Hún kallaði aft- ur til Kjartans, að hann skyldi hypja sig strax heim, eða--- Og Kjartan vissi hvað það þýddi; hann stökk ofan af bænum og hélt heimledðis. „Það skal ekki verða næsta daginn, sem þú verður í slag- togi með Bensa í Bakkabúð. Því skal ég lofa þér og líka efna,“ hvæsti hún. Sigga horfði alveg hissa á Grétu, og skildi ekkert í því, að hún skyldi verða svona reið yfir því, sem henni kom eigin- lega ekkert við. Hún færði sig nær föður sínum, sem sat á kassa í bæjardyrunum, óglað- legur á svip eins og vanalega, einkum þegar hann sat með Jóa litla. Nú var hann allt í einu farinn að brosa að gaura- ^ ganginum í Grétu. Honum var alltaf svo uppsigað við hana. „Hvað gengur nú að þér, Gréta mín?“ sagði hann. „Er ekki eins gott að drengurinn hjálpi Bensa eins og hann sé að ólátast einhvers staðar, engum til gagns?“ „Þú heldur kannske að ég kæri mig um að hann læri þetta fallega framferði af Bakkabúðarstráknum?“ „Hann gæti lært það lakara einhvers staðar annars stað- ar,“ sagði Jónas ertnislega. „Það er víst ekkert ljótt við það, þó að hann hjálpi hon- um til þess að þekja kofana. Hefir ekki lekið hjá þér eins og öðrum héma í nágrenninu. Gætir þú ekki þegið, að Kjartan tæki það eftir honum að þekja kofana hjá þér?“ Gömul eyru illt að heyra. ROSE THEATRE SARGENT ct ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED—

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.