Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Próf. Askell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as second class mail by the Post OflHce Department, Ottawa, and for payment of postage in cash. Dr. Unnsteinn Slefánsson: íslenzkar hafrannsóknir (Erindi flutt á fundi lestrarfélagsins Vestri í Seattle 3. okt. ’62) Island rís úr sæ í norðanverðu Atlantshafi milli Græn- lands og Skotlands. Stytzta leið til næsta lands er um 180 mílur, þ.e.a.s. að austurströnd Grænlands. Frá sunnanverðum Austfjörðum til Færeyja eru um 270 mílur en tæpar 350 mílur frá Langanesi til Jan Mayen. Island er því sannkölluð úthafseyja, „föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæ- frerans harðleikna taki“, eins og Einar Benediktsson kvað. Fyrstu heimildir um hafstrauma við Island er að finna í fornsögum vorum. Landnáma greinir frá því, að Ingólfur Arnarson hafi varpað öndvegissúlum sínum fyrir borð, er hann kom í landsýn,’ og látið svo ummælt, að þar vildi hann taka sér bústað, sem þær ræki að landi. Skip hans lenti við Ingólfshöfða, en öndvegissúlur hans bárust vestur með landi, fyrir Reykjanes og inn Faxaflóa til Reykjavíkur, þar sem Ingólfur gerði síðar bæ sinn. Það er athyglisvert, að aðrir landnámsmenn, sem fylgdu dæmi Ingólfs, t.d. Þórður skeggi, Hrollaugur Rögnvaldsson og Þórólfur Mostrarskegg, leituðu allir öndvegissúlna sinna í sömu átt og hann gerði, þ. e. vestur með landi. Á svipaða lund er frásögnin í Egilssögu um kistu Kveldúlfs, sem varpað var fyrir borð undan suðurströndinn austanverðri, en fannst í Borgarfirðí syðra. Þannig má ljóst vera, að landnámsmenn vorir hafa þekkt í aðalatriðum hafstraumana við Suður- og Vesturland. Þeir sem bjuggu við Norður- og Austurströnd landsins, hljóta að hafa vitað af reynslu, hvernig ísrekinu var venjulega háttað. Einnig í þessum landshlutum hafa menn því snemma öðlazt þekkingu á gangi hafstrauma. Ýmis konar reköld, bæði suðrænar trjátegundir, hnetur, ávextir og smíðisgripir, bentu mönnum snemma á uppruna Atlantssjávarins, er nær upp að ströndum landsins. í ferða- bók Eggerts og Bjarna er allnákvæm lýsing á einstökum viðartegundum, sem berast til íslands. Virðist það skoðun Eggerts, að nokkur rekaviður komi frá Rússlandi, en mest þó frá Ameríku. Þá skýrir Eggert frá hnetum þeim af suð- rænum uppruna, sem nefndar voru lausnarsteinar og segir frá hjátrúnni, sem bundin var við þá. Hnetur þessar telur hann flestar komnar frá Vestur-Indíum. Telja má, að kerfisbundnar athuganir á ástandi sjávar og straumum á íslenzkum hafsvæðum hefjist fyrst upp úr miðri 19. öld, með rannsóknum danska flotaforingjans Irmingers. A grundvelli margskonar athugana sýndi hann fram á, að nokkur hluti hins hlýja Atlantssjávar streymi norður á bóg- inn að suðurströnd Islands, og frá honum liggi svo grein norð- ur með vesturströnd landsins. Þessi hluti Atlantshafsstraums- ins hefur síðan hlotið nafnið Irmingerstraumur. Benti Irm- inger réttilega á, að hinum hlýja straumi sé það að þakka, hversu milt loftslag er á íslandi miðað við hnattstöðu, og að hafís sést að heita má aldrei við Vesturland sunnan Bjarg- tanga. A síðari helmingi 19. aldar voru gerðir út fjölmargir út- hafsleiðangrar til norðurhafa, og jókst þá þekking manna á eðli sjávar hröðum skrefum. 1 lok aldarinnar voru straum- kerfin við ísland þekkt í aðalatriðum. Eiginlegar fiskirann- sóknir hófust við Island upp úr aldamótunum fyrir forgöngu dönsku ríkisstjórnarinnar og í samráði við Alþjóða hafrann- sóknarráðíð, sem þá var nýstofnað. Danir framkvæmdu þar mikilsverðar byrjunarrannsóknir, en athuganir þeirra voru þó æði slitróttar fram til ársins 1924. Stórvirkastur allra ein- staklinga, sem unpu að fiskirannsóknum á þessum árum, var dr. Bjarni Sæmundsson, og má segja, að hann hafi lagt grundvöll að síðari tíma fiskirannsóknum við Island. Arið 1931 réðist dr. Árni Friðriksson í þjónustu Fiski- félags Islands og starfaði sem ráðunautur þess til ársins 1937, er Atvinnudeild Háskólans var stofnsett og hafrannsóknir fengnar Fiskideild í hendur. Varð dr. Árni fyrsti forstöðu- maður íslenzkra hafrannsókna 'og vann þar mikið brautryðj- andastarf, sem rannsóknirnar hafa síðan búið að. Fyrstu ár- in störfuðu aðeins tveir vís- indamenn og fáeinir aðstoðar- menn á Fiskideild, en eftir síð- ari heimsstyrjöld bættust fleiri sérfræðingar og aðstoð- armenn í hópinn. Alls eru nú starfandi um 30 manns við stofnunina. • Megintilgangur hagnýtra fiskirannsókna er að afla þeirrar þekkingar, sem nauð- synleg er til skynsamlegrar nýtingar hinna einstöku fiski- stofna. Skynsamleg nýting er sú veiði, sem hvorki tekur of mikið né of lítið úr stofninum. Sé tekið of mikið, er um of- veiði að ræða, en hún kemur fram í síminnkandi aflamagni, þótt sóknin sé aukin. Á hinn bóginn hefur hófleg veiði sömu áhrif á stofninn og grisj- un skógar. Það er ekki æski- legt að stofninn verði of stór, því að það leiðir til svo harð- rar samkeppni um fæðuna; að dregur úr vexti einstakling- anna. Skynsamleg nýting fiski- stofnanna byggist á þekkingu, sem aflað er með kerfisbundn- um athugunum á eðlisháttum stofnins sjálfs, áhrifum um- hverfisins og áhrifum veið- anna á hann. Hver þessara þriggja meginþátta krefst ýt- arlegra undirstöðurannsókna. Skal nú getið þeirra helztu, og nefnd fáein dæmi um þann ár- angur, sem þær hafa borið að því er snertir íslenzkar fisk- veiðar. Rannsóknir á umhverfi fisk- anna eru aðallega fólgnar í athugunum á hinum eðlis- fræðilega (fysiska) og efna- fræðilega (kemiska) ástandi sjávarins, þ.e. sjávarstraum- um, hitadreifingu og efnum sjávar. Slíkar rannsóknir höf- um við kallað einu nafni sjó- rannsóknir. Sjálfstæðar ís- lenzkar sjórannsóknir hófust undir stjórn Fiskideildar árið 1947. Hef ég haft með höndum þessa grein hafrannsóknanna. Áherzla hefur einkum verið lögð á rannsóknir á land- grunnssvæðunum, aðallega seint á vori og í sumarbyrjun um það leyti sem síldarvertíð hefst að jafnaði við Norður- land. Rannsóknirnar hafa einnig náð til úthafssvæða, sem lítið eða ekkert hafa verið könnuð áður, svo sem haf- svæðið milli Islands, Græn- lands og Jan Mayen. 1 ljós hefur komið, að straumkerfið á svæðinu milli Islands, Græn- lands og Jan Mayen er með talsvert öðrum hætti en gert er ráð fyrir á eldri straum- kortum. Þessi þekking er mikils virði til að skýra sveiflur í ástandi sjávarins á síldveiðisvæðunum. Þá hafa athuganir leitt til þeirrar á- lyktunar, að sjávarhiti á síld- armiðunum sé að mestu leyti kominn undir innstreymi At- lantssjávar norður Jyrir land, en sá sjór sem kominn er úr hafinu sunnan og vestan landsins er tiltölulega hlýr og mun hlýrri en sjórinn, sem kemur að norðan frá svæðinu milli Grænlands og Jan May- en. Þá hefur verið hægt að sýna fram á, að mögulegt er að spá fyrir með sæmilegri nákvæmni um sjávarhitann á austursvæðinu norðanlands út frá vindáttinni í hafinu vestan íslands að vori. Slíkir spá- dómar geta haft hagnýtt gildi þar sem vitað er, að síldveiðin í ágúst er að nokkru háð sjáv- arhitanum á svæðinu. Of langt mál yrði að skýra nánar frá þessum niðurstöðum, sem birtar eru í doktorsritgerð minni, sem prentuð var á þessu ári. Útbreiðsla fiskistofna er að miklu leyti komin undir sjáv- arhita. Mikil áherzla hefur því verið lögð á hitamælingar, bæði í yfirborði sjávar og djúplögum. 1 rannsóknaleið- öngrum Fiskideildar er því fylgzt nákvæmlega með sjáv- arhitanum. Skarpar hitabreyt- ingar ráða miklu um göngur síldarinnar. Þéttustu torfurn- ar finnast að jafnaði á blönd- unarsvæðunum, á mótum heitu og köldu straumanna. Auk þess sem sjávarhiti ræður miklu um útbreiðslu fiski- stofna, hefur hann einnig á- hrif á vöxt þeirra. Eins og kunnugt er, hafa á þessari öld orðið þær mestu veðurfarsbreytingar á norður- hveli jarðar, sem skráð saga greinir. Koma þær fram í hækkandi lofthita og minnk- andi hafís. Segja má, að lands- ins forni fjandi, hafísinn, hafi vart sézt við strendur Islands síðast liðin 30 ár. Svipaðar breytingar hafa einnig orðið í yfirborðshita sjávar og öruggt má telja, að veðurfarsbreyt- ingarnar hafi einnig haft áhrif á sjávarhita í djúplögum. En samfara þessum breytingum á loftslagi og sjávarhita hafa einnig orðið gagngerar breyt- ingar á dýralífi við strendur landsins. Þannig hefur hrygn- ingarstöðum þorsksins fjölgað. Talið er, að fyrir 1920 hafi hrygningin (akmarkast að mestu leyti við Suður- og Vesturland, en segja má, að eftir 1930 hrygni þorskur allt í kring um landið. Þá hafa út- breiðslusvæði suðlægari teg- unda við ísland stækkað til muna síðustu áratugi, og nýrra hlýsævartegunda hefur orðið vart í vaxandi mæli. Meðal aðalviðfangsefna ís- lenzkrar fiskifræði, eru athug- anir á styrkleik hinna ein- stöku árganga fiskistofnanna, athuganir á dánartölu stofns- ins, merkingar, vaxtarmæl- ingar og kynstofnagreiningar. Á undanförnum árum hafa verið gerðar merkingar á helztu nytjafiskum við ísland og hafa þær stóraukið þekk- ingu okkar á göngum þeirra. Má hér einkum nefna síldar- merkingarnar, en á því sviði eru íslendingar forvígismenn meðal Evrópuþjóða. Merking- arnar hafa sýnt, að samhengi er milli Norðurlandssíldarinn- ar og norsku síldarinnar. Merkingar á þorski hafa verið framkvæmdar um langt skeið. Hafa þær veitt miklar upp- lýsingar um göngurnar og álag veiðanna á stofninn. Þorsk- merkingarnar hafa því reynzt haldgóð sönnunargögn í deil- unni um réttmæti friðunar- ráðstafana okkar. Einnig hefur verið mikið merkt af skarkola og ýsu. 1 því sambandi má t.d. nefna, að merkingar í Faxa- flóa sýndu, að bæði skarkoli og ýsa alast upp í flóanum, en leita þaðan út er þau hafa náð þroska. Þessar niðurstöður staðfestu því réttmæti þeirrar ákvörðunar að loka Faxaflóa fyrir botnvörpuveiðum. Aukin veiði hækkar dánar- töluna í stofninum og getur fljótlega leitt til ofveiði, ef um mikið nýttan fiskistofn er að ræða. Gerð veiðarfæranna hefur einnig mikil áhrif á grisjun stofnsins. Stækkun möskva í botn- vörpu hefur t.d. þau áhrif, að smáfiskur sleppur í gegn og bjargast, en eftir verður stærri og verðmætari fiskur. Þetta getur haft bein áhrif á afkomu útgerðarinnar: verð- mætari fiskur, minni tafir, og að lokum fæst einnig sá fiskur, sem bjargað var, þegar hann hefur náð hæfilegri stærð. Þannig er hugsanlegt, að auka aflamagnið með skynsamleg- um ráðstöfunum án þess að auka sóknina, en slíkar ráð- stafanir verða að sjálfsögðu að byggjast á niðurstöðum ýtar- legra rannsókna. Rannsóknir á þorskstofnin- um við Island hafa sýnt, að það er að heita má beint sam- hengi milli sóknarinnar á stofninum og heildardánartölu hans. Með núverandi sókn á íslandsmið er dánartalan um 60%. Hægt er að sýna fram á, 4/5 hlutar þessarar tölu er af- leiðing veiðanna, en 1/5 af náttúrlegum dánarorsökum. Út frá þessari vitneskju má áætla, að íslenzki þorskstofn- inn geti gefið af sér hámarks- afla er nemur 600—650 þús- undum tonna árlega miðað við venjulegar aðstæður. Skarkolastofninn við Island er sígilt dæmi um ofveidda fisktegund. Fyrstu ár þessarar aldar var mikil skarkolaveiði við Island, en fór brátt minnk- andi vegna síaukinnar sóknar. Á árunum 1914—1918 mátti heita, að stofninn væri alfrið- aður, enda jókst veiðin stór- lega að stríðinu loknu. En bráðlega sótti í sama horfið. Heimsstyrjöldin síðari var nýtt friðunartímabil fyrir kol- ann. Rétt eftir stríðið var skar- kolaveiðin miðað við fyrirhöfn rúmlega ferfalt meiri en á ár- unum fyrir stríð. Hófst nú gengdarlaus sókn að nýju, og var svo komið árið 1952, að veiðin miðað við fyrirhöfn, var litlu skárri en þegar hún var minnst á árunum fyrir síð- Frh. & bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.