Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 7 Sir John A. Macdonald Frá bls. 5. Brautin kostaði mörgum sinnum meira en áætlað var og varð félagið að fá hjálp hjá stjórninni. Þar að auki var unnið af kappi bæði af Grand Trunk járnbrautarfélaginu og Bandaríkja félögum sem vildu að brautin væri lögð fyrir sunnan stórvötnin — og að þeir legðu til þann partinn — og ýmsum öðrum — að sverta fyrirtækið. Sérstaklega voru vonleysis greinar sendar blöðum á Bretlandi, því félag- ið hafði treyst því að fá pen- inga þaðan. En skuldabréf þess féllu i verði þar til að helzt ó- hugsandi var að selja þau. Það var búið að fá hjálp frá stjórn- inni áður og nú voru hugir þingmanna algerlega á móti því að veita meiri hjálp. En þá kom að því að stjórnin varð að senda her norðvestur í land — langa leið og yfir tor- færur. Van Horne, sem var verkstjóri hjá félaginu sagðist geta komið liðinu vestur á ellefu dögum. Þetta þótti ótrú- legt, en félaginu tókst það, eða sem næst því. Hugur margra snerist nú og tókst Macdonald að fá samþykki þings að hjálpa félaginu, einu sinni enn. Þetta reyndist nóg; Bar- ing Bros. á Englandi tóku að sér að selja skuldabréf félags- ins og lánaðist það afbragðs vel. Héðan af gekk allt ágæt- lega. Forseti Baring Bros. hét Revelstoke lávarður. Félagið nefndi bæ og fjall vestur í Klettafjöllum eftir honum. Brautin varð fullgerð og Brit- ish Columbia varð sjöunda fylkið. Canada náði frá hafi til hafs. British Columbia varð með- limur í fylkja sambandinu 1871 en skilmálunum var ekki fullnægt fyrr en járnbrautin var komin. Sir John hafði unnið fyrir- ætlað verk sitt og þrátt fyrir yfirsjónir sem naumast var hægt að varast, var verkið vel unnið. Hann var áfram forsætisráð- herra þar til hann dó 6. júní 1891. íslenzkar hafrannsóknir Frá bls. 4. ari heimsstyrjöld. Eftir út- færslu landhelginnar 1952, þegar fjörðum og flóum var lokað, tók skarkolastofninn brátt að ná sér aftur. Rækju- og humarveiðar eru tiltölulega ungar atvinnugreinar, en hafa aukizt mjög að undanförnu. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum tegundum við Island fram að þessu, en munu verða auknar á komandl árum. Óttast er, að rækjustofninn í Isafjarðardjúpi sé ofveiddur, og því hafa nýlega verið gerð- ar ráðstafanir, er miða að því að vernda stofninn. Þá hafa undanfarin tvö ár verið gerðir út sérstakir leiðangrar til leita að nýjum rækjumiðum víðs- vegar kringum landið. Síðan á árinu 1956 hefur Fiskideild haft nokkur af- skipti af tilraunum með ný veiðarfæri. Hafa einkum verið reyndar flotvörpur hentugar til vetrarsíldveiða. Eftir lær- dómsríkar en neikvæðar til- raunir fyrstu 3 árin, fékkst loks jákvæður árangur í des- ember 1959. Eru nú talsverðar líkur fyrir því, að mögulegt verði að stunda vetrarsíldveið- ar með flotvörpu. Er sennilegt, að sú vertíð geti staðið frá því í nóvember og fram í apríl. Loks eru nú í undirbúningi til- raunir til að veiða karfa í flot- vörpu. Árið 1954 var hafist handa um leit að karfamiðum á fjar- lægum slóðum, því að karfa- aflinn við Island hafði þá farið þverrandi um nokkurt árabil. Við Austur-Grænland fundust ný mið, sem gáfu karfaveið- unum byr undir báða vængi, a.m.k. í bili. Hafa síðan á veg- um Fiskideildar verið farnir 2—3 leitar- og rannsóknarleið- angrar árlega til fjarlægra hafsvæða. Á þennan hátt tókst að halda í horfinu, en ella hefði mátt ætla, að veiðin hefði farið stöðugt minnkandi, því að reynslan hefur verið sú, að karfamiðin hafa enzt stutt. Árið 1958 var metár í karfa- veiðum íslendinga og var það að þakka fundi nýrra karfa- miða við Nýfundnaland. Það ár nam karfaveiðin 110 þús- und tonnum eða 22% af heild- arfiskafla Islendinga. íslendingar eru ásamt Norð- mönnum brautryðjendur í notkun bergmálstækja (echo- sounding equipment) við hvers konar fiskileit. Hafa skilyrði til síldarleitar batnað stórlega síðan asdic-tækið kom til sögunnar. En asdic er eins- konar láréttur (horizontal) dýptarmælir. Frá því á árinu 1954 hefur verið stunduð skipulögð leit á síldarmiðun- um við ísland til leiðbeiningar fyrir fiskiflotann. Er óhætt að fullyrða, að síldarleitin hefur borið mjög góðan árangur. Á síðustu árum hefur bergmáls- tækjum einnig verið beitt- í vaxandi mæli við sjálfar veið- arnar, og á þann hátt hafa síld- veiðamar orðið miklum mun arðbærari og öruggari at- vinnugrein en áður var, þrátt fyrir stopular göngur. I þessu stutta erindi hef ég reynt að bregða upp nokkrum svipmyndum af íslenzkum hafrannsóknum og gildi þeirra fyrir þjóðarbúið. Hafið um- hverfis ísland er mezta auð- lynd okkar þjóðar, auðlynd, sem ekki þver, sé skynsamlega á haldið. Með aukinni þekk- ingu og tækni standa vonir til að við getum hagnýtt þessa auðlynd í vaxandi mæli, án þess þó að skerða hlut hinna komandi kynslóða í okkar kæra landi. MERCHANTS — LANDLORDS AND HOME-OWNERS Are you doing your part to promote a successful Winter Employment Campaign? Year-round employment is everybody’s business and helps the whole community. Whether you undertake repair or remodelling projects, purchase of service equipment or appliances, or purchase merchandise for your home or business, every dollar spent helps to maintain a worker in employment. Men and materials are readily available now. Your storekeeper can supply materials and your Nat- ional Employment Office the manpower. For advice, or for workers by the hour, the day, or longer, phone the WINNIPEG NATIONAL EMPLOYMENT OFFICE — WH 3-0861. Vince Leah recails \ Sj)orts Columnist, The Winnipeg Trihune utstanding Ictories IN MANITOBA SPORT 1956 Philips frá Ontario 1 f MARfH QTH 'L Manitoba hefir verið lengi þekkt sem curling fylki. Frægir kappar hafa skapað sér nöfn í curling sögunni með leikfimni sinni og stór- sigrum. En engin hefir verið eins dramatísk- ur eins og sigur Bills Walsh 8-7 gegn Alf Philips frá Ontario í 1956 Canadísku lokaleikjunum í Moncton, N.B. Walsh og Fort Rouge leikfélagar hans, A Langlois, Cy White og Andy McWilliams urðu að halda áfram leikjunum gegn Philips eftir hinum ákveðnu leikjum lauk með því að báðir voru jafnir með 8-2 vinningum. Leik eftir leik skiptust þeir á steinum. Philips skoraði tvo í tólfta leik og varð því að leika yfirtima. Reg Mooney frá Ontario renndi inn steini bak við aðra steina og Walsh og hans menn gátu ekki komist að honum. Manitoba fyrir- liðinn reyndi sjálfur með fyrsta skoti að brjótast gegnum granít varnargarðinn fyrir framan stein Mooneys. Þegar hann átti eitt skot eftir ákvað Walsh að taka milljón-dollara tækifæri með því renna steininum í djúpri sveigju í þeirri von að geta ýtt út Ontario steininum en steinn hans yrði eftir inn í hringnum. Walsh steinninn skreið hægt í kringum varnargarðin og svo inn og hitti skotmarkið, Ontario steinninn rann út; Wálsh steinninn á eftir honum en stöðvaðist rétt á takmörkum 12 feta hringsins og skoraði. Curling sérfræðingar sögðu svona skot heppnuðust aðeins einu sinni á ævinni og það gaf Manitoba curling enn einn af sínum frægu sigrum. • O’KEEFE BREWING COMPANY MANITOBALIMITED Numer 2 af framúrskarandi sigrum i iþróttasogu Manitoba. M-931

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.