Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 07.02.1963, Blaðsíða 1
Ilögberg-ftetmsímngla Stofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1963 NÚMER 6 Dr. S. E. Björnsson: Eggert Grettir Eggertson sextugur Lögber^-Heimskringla birt- ation. Hann hefir um mörg ár ir í þetta sinn mynd af einum átt sæti í stjórn Eimskipa- þeirra manna, sem hefir getið félags Islands og var um skeið sér góðan orðstír á athafna- sviði þjóðarinnar á síðari ár- um. Vil ég í fáum orðum gera nokkra grein fyrir lífi hans og starfi. Maðurinn, sem hér um ræðir er Eggert Grettir Eggertson, nú til heimilis á 78 Ash St., Winnipeg, Manitoba. Grettir var fæddur í Winni- peg 9. febrúar 1903, og voru foreldrar hans Árni Eggertson fasteignasali og fyrri kona hans Oddný Jónína Jakobs- dóttir. Auðvitað er það nú algengt að menn verði sextugir, og venjulega er það ekki með fréttum talið; en stundum er þó brugðið út af venjunni og tómlætið lagt til síðu, og er það vel, þegar góðir menn eiga hlut að máli. Ef íslendingasögur væru skrifaðar nú, í annað sinn, þá held ég að sá maður, sem hér um ræðir yrði sagður „snemma fyrir öðrum sínum jafnöldrum, og líklegur til stórræða", og yrði sú umsögn og spádómur ekki fjarri sanni. I fornöldinni voru stórræðin aðallega innifalin í því, „að fara á hring með víkingum“, eins og Egill kvað; en þau sem hér um ræðir eru annars eðlis og uppbyggilegri fyrir mann- félagið. *)„Eftir að hafa lokið prófi í rafmagnsfræði (B. Sc og E.E.) frá Manitoba háskóla með heiðri, 1925, starfaði Grettir sem verkfræðingur í Banda ríkjunum, Canada og á íslandi. Hann átti heima í New York í 13 ár, og stofnaði þar verk- fræðilega skrifstofu 1942. Var hann um skeið verkfræðilegur ráðanautur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveit- um ríkisins og Rafmagnseftir- litinu 1 Reykjavík. Hann starf- aði að Ljósafossvirkjuninni, Laxár og Skeiðsfossvirkjun- unum, Sogsvirkjuninni og nýju Elliðaárstöðinni. Hvarf hann svo til Canada árið 1948. Forstjóri fyrir E. G. Eggertson Inc., Engineers, New York, N. Y., Western Elevator Co., Ltd., Winnipeg og Power & Mine Supply Co., Ltd. í Winni peg. Þá var hann um skeið forseti safnaðar Fyrstu lú- tersku kirkju i Winnipeg og Elliheimilisins Betel á Gimli. Gjaldkeri og einn af stofnend- um Canada-Iceland Found- forseti Thule Ship Agency Inc., í New York. Hann hefir verið í stjórn St. Charles Country Club í Winnipeg og í Þjóðræknisfélags stjórn um eitt skeið. Er hann og meðlim- ur í ýmsum verkfræðinga- félögum og mörgum öðrum félögum, sem ekki verða talin *) Vestur Islenzkar Æviskrár. Eggert Grellir Eggertson hér. Hann er Frímúrari og um eitt skeið var hann forseti ís- lendingafélagsins í New York. Kona hans, Irene, er af ensk- um ættum, fædd í Kansas City í Bandaríkjunum." Það, sem nú hefir verið skýrt frá, sýnist að vera ærið ævistarf, og þeir sem þekkja manninn efast ekki um að það muni hafa verið vel af hendi leyst. Frásögnin ber það ótví- rætt með sér, að hjá þessum athafnamanni hafa áhugi, mannkostir og hæfileikar far- ið saman og gert hann að for- ustumanni á ýmsum sviðum meðal samborgara hans. Vinir Grettis, sem orðið hafa honum samferða gegn um ár- in kannast bezt við hann sem drenglundaðan gáfumann, eins og hann á kyn til. Betri einkunn en það er naumast hægt að ná. Þess ber að geta sem gert er og það er bæði gott og þarflegt að kynna sér og öðrum ævistarf slíkra manna. Árnaðaróskir vina og samferðamanna has, á þessum tímamótum ævi hans, eru því hugheilar og innifela þakkar- orð fyrir dáð og drengskap hans á mörgum liðnum árum. Finnur Jónsson Fréttir fró íslandi Ágrip innl. frétta vikunnar 27. jan. 1963. 1 byrjun síðastliðinnar viku og fram á miðvikudag var yf- irleitt hæg suðlæg átt og milt, en þó oft vægt frost á norð- austanverðu landinu. Á mið- vikudag gekk í vestanátt og kólnaði. Þegar leið á daginn var víða kominn stormur með éljagangi vestan til á landinu en björtu veðri á austurlandi. Á föstudag gekk vestanáttin niður og hlýnaði nokkuð á suður- og vesturlandi. 1 gær var suðvestanátt og hafði hlýnað verulega á Norður- og Austurlandi. Á hádegi var t.d. 9 stiga hiti á Egilsstöðum og hafði hlýnað þar um 15 stig á 12 klukkustundum. Oft var mikil hálka á veg- um þessa dagana. ♦ * * Velta Útvegsbanka íslands jókst um 72 milljarða króna á sl. ári, eigið fé bankans nemur nú rúmum 100 milljónum króna og ákveðið hefur verið að byggja fjórar hæðir ofan á gamla bankahúsið í Austur stræti í Reykjavík og verður sú nýbygging 7000 rúmmetrar. Ákveðið hefur verið, að bank inn setji á stofn útibú í Kefla- vík. * * * Flugfélag Islands hefur tek- ið að sér flugferðir til stöðva a austurströnd Grænlands með vistir, póst og ef til vill fartþega. Ekki er hægt að lenda á þeim slóðum nema flugvél, sem búin er skíðum, og verða nú skíði sett á flugvélina Gljáfaxa, er hefja mun þessar ferðir í byrjun marz. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hélt nýlega aukafund og var þar greint frá því að heild- arframleiðsla frystihúsa í þeim samtökum hafi nú num- ið 62.800 lestum árið 1962. Slys urðu mörg í vikunni. Á fimmtudaginn urðu tvö banaslys í grennd við Reykja- vík. Ungur maður, Magnús Einarsson búfræðiráðunautur, Reykjavík, beið bana í árekstri bifreiða á Vesturlandsvegi milli Korpúlfsstaða og Blika- staða. Þrettán ára stúlka, Hild ur ólafsdóttir, Kópavogi, varð fyrir bíl á Reykjanesbraut Kópavogi og beið bana. — Á mánudaginn varð sex ára telpa í Hafnarfirði, Lára ólafsdótt- ir, fyrir bíl og beið bana. Fimmtán skipverjar á tog- aranum Röðli veiktust hastar- lega er togarinn var á veiðum fyrir sunnan land. Einn þeirra Við höfðum því miður ekki náð í mynd af Finni Jónssyni þegar afmælisblað Lögbergs fór í pressuna sl. viku, okkur er því ánægjuefni að geta birt hana nú, en eins og Dr. Tryggvi J. Oleson skýrði frá í grein sinni, Ritstjórar Lög- bergs var Finnur Jónsson að- stoðarritstjóri blaðsins í mörg ár og aðalritstjóri í eitt ár. Hann far fæddur 1868, son- ur Jóns bónda að Melum í Hrútafirði Jónssonar sýslu- manns Jónssonar og konu hans Sigurlaugar Jónsdóttur að Helgafelli í Vatnsdal Ólafsson- ar. Hann fluttist vestur um haf árið 1893 og kvæntist ári síðar Guðrúnu Ásgeirsdóttur dannebrogsmanns Finnboga- sonar og Ragnhildar Ólafs- dóttur. Varð Guðrún forustu- kona í ýmsum félögum kvenna; Kvenfélagi Fyrsta úterska safnaðar; Bandalagi lúterskra kvenna, Jon Sigurd' son I.O.D.E., Hannyrðafélag inu og fl. Finnur Jónsson rak um langt skeið íslenzka bókaverzl un hér í borg, og tók mikinn þátt í félagslífi íslendinga, einkanlega Fyrsta lúterska safnaðar, var í safnaðarstjórn í mörg ár og tók virkan þátt í starfi kirkjufélagsins, var fé- hirðir þess í tólf ár og í öðrum embættum þess. Finnur Jónsson andaðist 1955. „Mér virtist ávalt nokkur höfðingjabragur á Finni, ef til vill má segja um hann með sanni að hann var .herramaður af gamla skólanum*. En það var góður skóli gamallar, rót- gróinnar ættar forystu- og framkvæmdamanna, og þessi Finnur Jónsson kvistur ættarinnar bar í ýmsu vott um uppruna sinn.“ V.J.E. Börn þeirra hjóna, á lífi, eru — Anna — Mrs. John P. Duncan, og J. Ragnar John- son, lögfræðingur og ræðis- maður Islands í Toronto. Snæbjörn Aðils, Reykjavík, lézt áður en náðist til læknis. Það kom í ljós að veikindi þessi stöfuðu af því að- lekið hafði kælileiðsla nálægt há- setarými fram á skipinu, en kæliefnið sem notað er í þessu kerfi skipsins er methyl- chlorid, og eitrar það and- rúmsloftið, ef lekur. Þeir, sem veikst höfðu, voru settir í sjúkrahús í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Sjóprófum í málinu er ekki lokið. Á miðvikudags m o r g u n brann íbúðarhúsið að Borg í Skriðdal, og bjargaðist heim- ilisfólk nauðulega út um glugga á efri hæð hússins. Á mánudaginn brann íbúðarhús- ið að Fiskinesi skammt frá Drangsnesi. (Úr Morgunblaðinu) Reglubundnar flugsamgöngur við Færeyjar Flugfélag íslands mun í vor hefja reglubundnar ferðir milli Færeyja og þaðan til Bergen og Kaupmannahafnar og einnig milli Færeyja og Glasgow, Handriiasafn Landsbóka- safns flyiur í ný húsakynni Handritasafn Landsbóka- safns hefir nýlega verið flutt í sal þann á neðstu hæð safn- hússins, sem Náttúrugripasafn hafði áður til umráða. Gólf- flötur þessa nýja samastaðar safnsins er um 130 fermetrar að flatarmáli, og verða hand- ritin geymd í 42 tvöföldum stálskápum, sem standa þétt saman í fjórum röðum öðrum megin í salnum og hreyfast eftir rennibrautum. Skápa- samstæðunum er hægt að loka með einu handtaki og eru því engin handrit í opnum hillum. Skápa þessa hefir Ofnasmiðj- an h.f. í Reykjavík smíðað eft- ir sænskri fyrirmynd, og eru þeir vandaðir að allri gerð. Járnhlerar eru fyrir öllum gluggum geymslunnar. Áætl- að er, að téðir skápar rúmi um 70Ó hillumetra, svo að þama verður hægt að geyma til við- bótar handritum gamlar bæk- ur prentaðar og fágæt rit og verðmæt. Handritasafnið er nú um 12.000 bindi og bögglar. Skrá- setjari safnsins er Lárus Blöndal bókavörður. Frh. bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.