Lögberg-Heimskringla - 14.02.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 14.02.1963, Blaðsíða 1
Hö glíer g - ^eimsfertn gla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, EIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1963 NÚMER 7 Fjölmennið á ársþing og skemmtanir Þjóðræknisfélagsins Bréf frá séra Robert Jack Tjörn, Vatnesi, V.-Hún. 1. feb. 1963. Kæra Ingibjörg og lesendur Lögbergs-Heimskringlu. Um daginn fékk ég langt bréf frá kunningja mínum í Skotlandi. Hann byrjar bréfið á því. Ég kenni sannarlega í brjósti um þig, því nú veit ég hvað það er að búa við kulda. í dag er 11 stig fyrir neðan og ég tek bara út . . . Frá öllum löndum á Ev- rópu fáum við fréttir um mikinn kulda og afleiðingar hans, rafmagnsleysi, sprungn- ar vatnspípur, hungur og jafn- vel dauði. En hérna á íslandi ríkir ein- muna tíð, mjög gott veður, lítið frost eða hiti til skiptis. Þegar ég var í Reykjavík um daginn steig Brezkur við- skiptamaður úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli og sagði við íslendinginn sem tók á móti honum. „Nú er gaman að vera' kominn í heitara lofts- lag.“ En í öllum þessum hita er eitthvað að. Vegirnir um landsbyggðirnar, að minnsta kosti hérna í sýslunni eru mjög þungir og sumstaðar ill- færir vegna bleytu. Samt halda menn víðast hvar upp á Óskað upplýsinga um Dalamenn yestan hafs Séra Jón Guðnason skjala- vörður í Reykjavík, sem jafn- framt er einn af mestu ætt- fræðingum á íslandi, gaf út fyrir nokkrum árum mikið og merkilegt rit Slrandamenn, og gerði íslendingum vestan hafs þar góð skil. I fyrra vetur kom út eftir hann tvö stærðar- bindi af ævsikrám Dalamanna (Dalamenn). Nú er hann að búa undir prentun þriðja bindi þessa rits, og verður seinni hluti þess: Dalamenn í Veslurheimi, þ.e. vesturfarar. Er honum annt um það, því að hann er maður framúr- skarandi vandvirkur, að þessi hluti ritsins nái til sem flestra, helzt allra, Islendinga vestan hafs, sem ættaðir eru úr Dala- sýslu. Fyrir hönd séra Jóns vil ég því biðja Dalamenn hér í álfu, þ.e.a.s. fólk, sem fætt er í Dalasýslu eða ættað þaðan, að senda honum skriflegar upp- lýsingar um vesturfara úr Dölum, um búsetu þeirra (heimilisfang) hér vestra, maka og börn, sem og dánar- dag og dánarár þeirra, sem látnir eru. Líka væri vel þegið að fá myndir af vesturförum eða þá fjölskyldumyndir, því að séra Jón vill láta myndir fylgja æviskránum, eftir því sem frekast er unnt. Vona ég, að hlutaðeigendur bregðist vel og greiðlega við þessari málaleitun. Heppileg- ast væri að senda umbeðnar upplýsingar beint til séra Jóns, en utanáskrift hans er: Séra Jón Guðnason, Glaðheimum 18, Reykjavík. Kjósi menn það fremur, geta þeir sent upplýsingar og myndir til undirritaðs, sem kemur þeim síðan til séra Jóns, sendanda að kostnaðarlausu. Með fyrirfram þökk fyrir góðar undirtektir og aðstoð 1 þessu máli. Richard Beck, Syngja á kveldsamkomum Mrs. Evelyn Allen Miss Margarei Jónasson þorrablót og koma saman, um þessar mundir til að skemmta sér, borða íslenzkan mat og drekka brennivín. Það er ‘tradition’ sem deyr seint meðal íslenzku þjóðarinnar. Vetrarvertíðin er hafin á öllum stöðum landsins en lítið gefur á sjó enn vegna brælu á hafinu. Ég hef heyrt sagt að það vanti fólk til að vinna í verbúðum og manna báta. Eitt veit ég fyrir víst að það er nóg að gera á íslandi eins og er, og sumsstaðar er illt að framkvæma, því það vantar hendur. Það eru breyttir dag- ar á íslandi með það, því það var áreiðanlega annað þegar þið eldri fluttust héðan fyrir mörgum árum. Já, gamla landið, eins og mörg önnur lönd, hafa breyzt til batnaðar síðustu áratugi. Bílaumferð er ein stór breyting og nú í þessum mán- uði hafa verið óvenjulega mörg dauðaslys á vegum landsins. Það var skemmtileg Forseti Þ j óðr æknisf élagsins Dr. Richard Beck litmynd sýnd hérna í húsinu í gærkveldi. Hún var frá Utah og sáum við gamlar slóðir landa sem fluttust þangað yfir 100 árum síðan. Við höldum slíkar sýningar öðru hvoru og koma bændur og fólk þeirra frá bæjunum í kring. Okkur líður öllum vel og biðjum gærlega að heilsa. Ég þakka kærlega fyrir blaðið sem ég fæ reglulega og Ice- landic Canadian. — Hjartans þakkir, Hjálmur. Ykkar einl. Robert Jack. Ræðumenn á kveldsamkomum þjóðræknisþingsins Sigurður Magnússon Aðalræðumaður á Lokasam- komu Þjóðræknisfélagsins Dr. Hugh H. Sanderson Flytur ræðu á samkomu Icelandic Canadian Club Rev. Krislján Róbertsson Ræðumaður á Frónsmótinu Frá Suður- Kennsla í Islenzku og Is- lenzkum bókmenntum hefur nú farið fram í s.l. 25 ár í Há- skóla Kaliforníu U.C.L.A. I vor verður afmæli þess minnst í háskólanum með mikilli við- höfn og í fullum skrúða! Árið 1938 þegar Dr. Eric Wahlgren (afi hans og amma vóru sænsk) var boðið að tak- ast á hendur kennslu í nor- rænu og sænsku í U.C.L.A. í Los Angeles. Kom hann beint frá Háskólanum í Chicago. Síðan hefur fleirum kennur- um bætt 'í lið hans við kennsl- Kaliforníu una. Dr. Wahlgren nú verið prófessor árum saman og heldur áfram að kenna gamla íslenzku eins og að hann orðar það! Ef til vill frá íslenzku sjónarmiði er það einkenni- legt •— að mörg hundruð stúdentum í s.l. 25 ár hafa verið kennd fræði • í óbundnu máli. Eddu skáldskap og yrk- isefni um eitt og annað í enskum þýðingum með stúd- entum sem hafa náð mismun- andi menntastigum einkum þeim sem að hugsa sér að taka Ph. D. próf lesa þetta á frum- málinu undir verndarvæng Dr Wahlgren, en þetta er hluti af námi þeirra til þess að fá skýr- teini í heimspeki. Á s.l. 5 mán- uðum hafa 97 menn og konur 4 af þeim Ph. D. studentar og 93 sem að eigi voru komnir eins langt í náminu kennt á ensku bókmenntir og menning íslands sem að flestum var áður alveg hulið. Prófessor Wahlgren les íslenzku eins og að hún hefur verið rituð fyrr og síðar, en veigrar sér við að tala hana sökum ónógrar æf- inga og skorts á að vera með fólki sem að talar Islenzku. Frh. bls. 2. J

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.