Lögberg-Heimskringla - 14.02.1963, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 14.02.1963, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Já, þetta er hún“, sagði Gunnvör. „Sigga, komdu hingað og heilsaðu henni Herdísi á Litlu- Grund, móður hans Hrólfs, sem sendi þér gæðinginn góða“, sagði hún og brosti íbyggin til Siggu. Sigga heilsaði k'onunni með handabandi. „Líkaði þér ekki vel við þann skjótta?“ spurði Herdís. Málrómurinn var líkastur því, að hún skipaði henni að hæla klárnum. „Jú, hann var ágætur“, sagði Sigga. Við höfum ekki séð þig á hestbaki síðan þú komst í ná- grennið“, sagði húsfreyjan á Litlu-Grund. Sigga svaraði henni eins og syni hennar fyrir stundu síð- an: „Ég hef aldrei beðið um hest“. „Beðið um hest?“ hnussaði í konunni. „Það skyldi nú þurfa að biðja um hest. Ég get nú sagt þér það, stúlka mín, að þó að ég búi á Litlu-Grund og sé kotungsdóttir en ekki prests, hafa ekki vinnukon- urnar mínar þurft að biðja um hest, ef þær hafa þurft að bregða sér bæjarleið: Farðu út fyrir merkin á næstu kross- messu. Þar munt þú ekki þurfa að biðja um hrossalán“. „Ég gæti nú trúað því, að ég sýndist hægfara á spildunni með ykkur, þessum dugnaðar- forkum, sem þar ganga að verki“, sagði Sigga með góð- látlegu brosi. „Ég hef verið heilsulaus lengst af ævinnar, og þoli þess vegna ekki mikið“, bætti hún við. „Ég hef ekki getað séð, að þú værir nein hornreka á spildunni“, sagði konan. „Ég trúi ekki öðru en hægt væri að koma roða í kinnarnar á þér með kjarngóðu fæði. Af því stafar heilsuleysið í unga fólk- inu, að það fær ekki annað en skilvindu-undanrenninguna í sveitinni, en fiskruslið í kaup- stöðunum. Trúir þú því, að ég er ekki farin að flytja ennþá skilvindu inn í búrið mitt. Svona er ég nú á eftir tíman- um og gamaldags. Hún er heldur ekki blágrá mjólkin, sem ég læt út á, heldur rauð- bleik af rjóma. Og svo færi ég frá þar til og með. Hvernig lízt þér á það, stelpa mín. Taktu eftir herðunum á honum syni mínum, ef þú hefur ekki þeg- ar gert það. Sýnist þér hann líta út mér til skammar eða sóma. Er það ekki nokkur munur eða skrokkrenglan á bóndasyninum á S t ó r u - Grund“. „Sigga, Sigga!“ var kallað ofan frá karlmannahópnum á grundunum. Og Tryggvi bróð- ir hennar kom hlaupandi í átt- ina til þeirra. Sigga flýtti sér á móti honum, dauðfegin að losna við þessa frekjulegu kerlingardræsu. Þau systkinin heilsuðust með kossi og hröð- uðu sér upp á grundirnar. „Hvaða strákgrey er nú þetta?“ spurði Herdis Gunn- vöru. „Ég gæti bezt trúað, að þetta væri bróðir hennar. Hún átti von á að finna hann hér“, sagði Gunnvör. „Náttúrlega. Það er sama súrmjólkurandlitið og á henni“, sagði Herdís með lítils- virðingarsvip. Svo bætti hún við: „Hvernig fellur þér við íana í samverki?“ „Hún er ágætisstúlka, en heldur þreklítil sem von er. Ég reyni, svona þér að segja, að hlífa henni við því erfið- asta“, sagði Gunnvör. „Hvernig líkar þeim hús- bændum þínum við hana?“ „Vel, held ég. Ekki heyri ég annað, enda þakka ég þeim það ekkert. Hún hefur staðið /ið þvottabalann á sunnudög- im eða saumað og bætt. Það aru færri vinnukonurnar, sem það mundu gera nú orðið", svaraði Gunnvör. Herdís reigsaði heim að réttarveggnum aftur. Systkinin leiddust hægt upp grundirnar, ánægjuleg á svip yfir endurfundunum. „Hvernig hefur þú það, Sigga mín? Þú kemur aldrei út í víkina. Ertu nokkuð svona bærileg til heilsunnar?" spurði hann. „Ég hef það gott. Hvernig líður mömmu og pabba?“ „Þeim líður ágætlega. Pabbi hefur þénað vel á sjónum í sumar“. „En Jónu frænku og Siggu dóttur hennar?“ „Það er ekki góð afkoma hjá þeim. Sigga fór í síldina í sumar, og lét ekkert til sín heyra fyrr en núna fyrir þrem vikum. Þá kom hún heim, og með einhvern strák með sér, sem á víst að heita kærastinn hennar. Og Sigga greyið hefur lengst af verið í rúminu síðan hún kom heim, lítið álitlegri en þú varst hérna um árið. En líklega batnar henni með tím- anum, því að Jóna fer ekkert dult með það, að hún muni Árnaðaróskir . . . til Islendinga í tilefni af 44. ársþingi Þjóðræknis- félagsins, sem haldið verður í Winnipeg 18,- 20. febrúar 1963. ROBERTS & WHYTE DRUGGISTS Sargent al Sherbrook Winnipeg verða amma á næsta ári. Ég man nú ekki í hvaða mánuði erfinginn á að fæðast“. Tryggvi hló að þessum frétt- um, sem hann færði systur sinni. „Alltaf er Jóna frænka jafn óskemmtileg“, sagði Sigga. „Er hún ánægð yfir þessu öllu?“ bætti hún við. „Hún var talsvert hreykin fyrsta daginn, kerlingargreyið. En svo var farið að dofna yfir henni, því að tengdasonurinn gerir aldrei handarvik. Geng- ur alltaf upp á búinn um göt- urnar og reynir oftast að vera fullur. Og ef hann er það ekki alltaf er hann ekkert nema geðvonzkan, segir Jóna frænka. Hún getur nú sjálf- sagt ekki séð fyrir þeim til lengdar, kerlingargarmurinn“. Sigga spurði eftir Hallfríði og Þorbjörgu, nágrannakon- um sínum og vinkonum. „Þær hafa það nú bærilegt", sagði Tryggvi. „Ertu búin að .heilsa Bensa?“ Sigga fann, að hún roðnaði. „Hvar hefði ég átt að heilsa honum?“ spurði hún. „Hann er hérna í réttinni. Fór í göngurnar fyrir Björn á Sléttu, eins og oft áður“, sagði Tryggvi. „Nú er ég hissa. Ég hélt að hann væri ennþá í Noregi, eða ég veit ekki hvar. Mér sýndist áðan maður þarna í réttinni vera svo líkur honum. Sá ekki nema utan á vangann á hon- um. Þóttist vita, að það væri hálfbróðir hans frá Fjalli. Hvernig átti mér að detta í hug, að það væri Bensi. Það verður gaman að sjá hann“, sagði hún brosandi. „Það eru svona tvær vikur síðan hann kom heim, vegna þess að hann var slæmur af einhverri augnveiki, sem hon- um batnaði fljótlega, þegar hann hætti að vera á sjónum“. „Þú segir svei mér tíðindi“, sagði hún, og hjartað fór að slá svo óvanalega hratt í brjósti hennar, því að þarna var Bensi á leiðinni til þeirra. Náttúrlega hafði það verið hann, sem henni hafði orðið svo starsýnt á í réttinni. Hún þekkti- jakkann hans og húf- una. Hann kallaði til Tryggva. „Þarna ertu þá loksins. Ég er búinn að leita talsvert að þér. Það er þó líklega ekki hún Sigga litla, þessi stúlka, sem er hjá þér. Jú, reyndar. Komdu nú blessuð og sæl og þakkir fyrir allt gamalt og gott. Hvernig er hryggurinn núna? Sjálfsagt ekki sem vest- ur, fyrst þú ert komin í sveit- ina'Vsagði hann brosandi, og hélt lengur í hönd hennar en vanalegt var. Welcome Delegates to the Icelandic National League Convention, February 18, 19 and 20, 1963 With Compliments of . . . A FRiEND 857 SARGENT AVE. WINNIPEG. MAN. HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR TIL VESTUR-ÍSLENDINGA á fertugasta og fjórða þjóðræknisþingi þeirra í Winnipeg, sem hefst 18. febrúar 1963. Þökk fyrir drengileg viðskipti á liðinni tíð, og ósk um sameiginlegt hagkvæmt viðskiptasamband á komandi ári. • BOOTH FISHERIES Canadian Co. Ltd. 2nd FLOOR, BALDRY BLDG. PHONE WHitehall 2-8271 WINNIPEG, MAN. ABYRGÐ FORELDRANNA —gagnvart ófengisnautn æskunnar Æskan þarfnast leiðbeininga foreldra sinna og skilnings til að venjast aðhaldi til áfengisnaulnar. Æskan þarfnast foreldra. sem skilja afleiðingar áfengis- neyzlu og geta lagt til heilræði. • Æskan þarfnast og verðskuldar foreldra. sem virða lögin og kenna virðingu fyrir þeim. Svo mælo lög:— „Engin persóna má gefa eða veila þeim áfengi, sem eíti innan við tullugu og eins árs aldur." „Sérhver nersóna innan við tultugu og eins árs aldur, sem hefir í vörzlu sinni áfengi eða neytir þess, er broileg gegn áfengislöggjöfinni, og geiur sætt sekt, er eigi fari yfir hundrað dollara." (Liquor Control Act, Seclion 170). Hafið hugfast:— Fleslir ofdrykkjumenn byrja að drekka á unga aldri. Enginn má lála sig það henda að tefla refskák um fram- tíð æskunnar. Þetta er ein þeirra auglýsinga, sem birtar eru í þágu almennings að tilstuðlan MANITOBA COMMITTEE / on AECOHOt EDUCATION iDepartment of Education, Room 42, Legislative Ðuilding, Winnipeg 1. M.CA.E. 13.-7

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.