Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monireal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of postage in cash. Ingibjörg Jónsson: Þjóðhátíð í Vestmanneyjum Það er ekki laust við, að ég hafi fengið aðkenningu að „heimþrá“ daganna, er við vorum að búa „túrista“ út- gáfuna til prentunar, sem sér- staklega er helguð íslands- förum. Ég hefi átt því láni að fagna að heimsækja ís- land þrisvar sinnum, síðast í sumar sem leið í boði bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, og hefi notið þar mikillar gest- risni og gleði. Ég hafði áður eygt Vest- manneyjar af Kambabrún og þar sem ég er eyjarskeggi sjálf hafði ég fengið löngun til að kanna þær. Ég vissi lítið um þær annað en það, að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður íslands hafi elt þrælanna, er drápu Hjör- leif félaga hans, til eyjanna og allir Vestmanneyjingar sem flutt hafa vestur síðan, þó ekki væru þeir Mormónar. Af lestri íslenzkra blaða var mér kunnugt um hinar stór- kostlegu framfarir í Eyjum síðan um aldamót og að Eyja- menn eru m i k 1 i r fram- kvæmdamenn og sjógarpar og hafa verið frumkvöðlar að ýmsum nýungum á sviði sjáv- arútvegsins, svo nú eru Vest- mannaeyjar stærzta fiskistöð landsins. — Með allt þetta í huga hlakk- aði ég mjög til ferðarinnar og þegar til Reykjavíkur kom flaug ég samdægurs til Vest- mannaeyja. Ég verð að játa að mér var ofurlítið órótt á þessu flugi, gat ekki áttað mig á, að á þessari litlu klettaeyju væri nægilega löng flugbraut, þótt Vestmannaeyjar drap hann suma en hinir urðu svo skelkaðir að þeir hlupu fyrir björg. Við þessa óláns- menn eru eyjarnar kenndar, því þeir voru Vestmenn (frá írlandi). — Eitthvað hafði ég lesið um „Tyrkjaránið“ — um sjóræningjanna frá Algeirs, er myrtu eða námu á burt um helming eyjabúa árið 1627 og er minningin um þann hörmu- lega viðburð enn fersk í hug- um íslendinga. En svo koma líka Vestmannaeyjar allveru- lega við sögu Vestur-íslend- inga. Úr Eyjum fluttu þeir íslendingar, er fyrstir stofn- uðu nýlendu í Vesturheimi, (ef undanskildir eru forn-ís- lendingar, er námu lönd á Grænlandi og í Vínlandi) en það voru Mormónarnir er fluttu til Utah 1854 og reynd- ust hin mestu þrekmenni og ágætir borgarar, svo og þeir flugfarið væri ekki ýkja stórt, e. t. v. myndum við rekast á klettavegg eyjarinnar, en við svifum niður eftir hálftíma eins léttilega og fluga. — ís- lendingar fljúga nú lands- hornanna á milli og lenda á hinum ólíklegustu stöðum, „íslenzki Faxinn (hesturinn) var um aldaraðir þarfasti þjónninn og „Faxar“ Flug- félags Islands leitast við að gegna sama hlutverki." Á flugstöðinni tóku þeir á móti mér, Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri, sem er jafnframt alþingismaður Vestmanna- eyja og Friðfinnur Finnsson, en á heimili hans var mér bú- in gisting. Við ókum heim þangað, og tók ég eftir að ís- lenzka flaggið blakti þar við hún vegna hins væntanlega hátíðahalds; húsfreyjan frú Ásta Sigurðardóttir, sem var búin einkar fallegum íslenzk- um búningi fagnaði okkur. Skömmu síðar fórum við til kvöldverðar á hótelinu, en þar voru samankomnir allir bæj- arráðsmennirnir og konur þeirra. Bæjarstjórinn bauð gestinn velkomin, ennfremur flutti Jóhann Friðfinnson bæjar- fulltrúi ávarp. Það var á- nægjulegt að kynnast þessum vingjarnlegu íslendingum. í samræðunum yfir borðum komst ég að, að þarna voru við borðið fjórir ritstjórar, sem gáfu út blöð í hjáverkum, en ekki reglulega, aðallega. þegar kosningar voru í aðsígi og studdu þau þá sinn stjórn- málafl#kkinn hvert, en þau voru öll prentuð í sömu prent- smiðjunni; samkomulagið virtist í bezta lagi. Á leiðinni heim óku Finns- son hjónin með mig til Her- jólfsdals, en þar átti að halda hátíðina. Það er fagur og sér- kennilegur staður — ofurlítill dalur umluktur á þrjá vegu af fjöllum og hamraflugi. Dal- fjall hringbeygir sig kringum dalinn og hinumeginn er ann- að hrikalegt fjall, hlíðarnar klæddar iðgrænum grasflák- um, og stór tjörn er í miðjum dalnum. Þetta er stórkostleg- ur og fagur samkomusalur gerður af náttúrunnar hönd- um. Umhverfið var svo dul- rænt að ég hefði vart undrast þótt bergið lykist upp og út gengi álfakóngur með drottn- ingu sína og hirð, eins og í álfasögunum er gömlu kon- urnar sögðu okkur krökkun- um í gamla daga. Friðfinnur bennti mér á fiskihellana sem voru áfastar fjallinu hátt uppi. Þar breiddu Eyjabúar fisk sinn til þerris í fyrri tíð og þangað flúðu margir undan sjóræningjum 1627 og földu sig þar. Friðfinn- ur er sögufróður og naut ég þess. — Herjólfur Bárðarson var fyrsti landnámsmaður Vestmanneyja og reisti bæ sinn í þessum litla dal; þar var skjólgott og betra vatnsból en annarstaðar í Eyjum. Herjólf- ur notaði sér þessi hlunnindi og seldi nágrönnum sínum vatn, er þeir urðu uppi- skroppa. Hann átti dóttur, er Vilborg hét, hina vænstu konu og þótti henni faðir sinn nokkuð harðdrægur og stalst til að gefa fólki vatn og annað sem það þarfnaðist. Eitt sinn sat hún úti og var að verpa skó; kom þá hrafn og tók ann- an skóinn. Vilborg elti hrafn- inn, en þegar hún var komin spölkorn frá bænum, hljóp skriða mikil niður úr fjallinu yfir bæinn og gróf allt lifandi og dautt, einnig Herjólf. Vil- borg hafði vikið góðu að hrafninum og bjargaði hann þannig lífi hennar. Marga aðra sögustaði sýndi Frið- finnur mér síðar og jók það ekki lítið á ánægju heimsókn- arinnar. — En nú þótti mér dagurinn orðinn nokkuð langur, hafði lítið sofið síðan á hótelinu í New York og var fegin að ganga til hvílu í hinu nota- lega heimili þeirra hjóna, sem er fallegt að sama skapi, því frú Ásta hefir prýtt það með undurfögrum hannyrðum sín- um. Ég svaf í turnherbergi, ,fast og lengi eins og Þyrni- rósa, þó annað væri ólíkt með okkur. Það var mikilfengleg fegurð sem við mér blasti úr .turnherberginu um morgun- jnn, en þaðan sást til þriggja átta. Heimaklettur stór og hrikalegur, há fjöll til vinstri og til hægri sjórinn glampandi í sólskininu og grænkollótt Elliðaey. Að morgunverði loknum labbaði ég strax niður að höfninni, hafið hefir seiðandi aðdráttarafl. Heimaklettur var lengra í burtu en mér sýndist í fyrstu. — Það var einkenni- )ega fátt fólk á götunum; það var eins og bærinn lægi í dvala. Nokkrir fiskimenn sá ég við höfnina sem voru að bæta net sín, en allir fiskibátar voru bundnir við bryggjurnar og öll fiskihúsin lokuð. Mér var sagt að undanfarna mánuði hefði verið gífurlegt annatímabil í Eyjum, unnið hefði verið fram á rauða nótt og stundum allan Sólarhring- inn í öllum fjórum frystihús- unum, að fiskimagnið sem borist hefði á land síðan um áramót hefði verið jafnmikið og allt árið á undan. Það varð því að samkomulagi að allt fólkið tæki sér hvíld samtím- is og um leið gat það notið Þjóðhátíðardagana eftir vild. Þjóðhátíðin er mikilvægur þáttur í lífi Vestmanneyjinga. Sú fyrsta var haldin árið 1874, en þá var minnst þúsund ára afmælis Islandsbyggðar og þá kom Kristján konungur IX og fékk landinu eigin stjórnarskrá. Efnt var þá til mikilia hátíðahalda á Þing- völlum og um land allt, en Vestmannaeyjingar eru þeir einu, sem haldið hafa þessa hátíð árlega síðan, enda eiga þeir tilvalin stað fyrir hana. Hún hefst á föstudegi snemma í ágúst og lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöldi. Kaupstaðurinn tæmist þessa d a g a . Vestmannaeyjingar skilja við hin fallegu og þægi- legu heimili sín og flytja bú- ferlum í Herjólfsdal og gista þar í tjöldum sínum. Hátíðin er orðin þeim einkar kær. í hátíðarblaði þeirra segir: f,Margur eiginmaðurinn á sín- ^r fegurstu æskuminningar tengdar við þessi hátíðahöld í Perjólfsdal, sem ganga næst jólunum í augum fjölmargra.“ — Árið 1960 kom mikil hval- vaða til Eyja og var hafist handa að reka hana á land. Var búið að vinna að nokkr- um hluta hvalanna þegar Eyjabúar áttuðu sig á því, að Frh. bls. 5. Nokkrir fiskibátar Vestmannaeyjinga, Heimaklettur í baksýn

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.