Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 1
l^eimsimngla Stofnað 14. ian„ 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1963 NÚMER 18 Gullbrúðkaup Fréttir fró Arborg Námumálaráðherra Þann 23. marz siðast liðinn hátíðleg stund, sem lengi mun ■ fór fram hátíðleg athöfn í geymast í minni þeirra sem Mr. og Mrs. J. B. Jonhson Á sunnudaginn 5. maí verð- ur haldið upp á fimmtíu ára hjúskaparafmæli hinna mætu og vinsælu hjóna Mrs. og Mrs. J. B. Johnson á heimili dótt- ur þeirra og tengdasonar, Mr. og Mrs. L. Stevens 32 — 4th Ave., Gimli, Man., frá kl. 2 til 5 e.h. og frá 7 til 9 um kvöldið. Þau Jón og Jakobína John- son voru gefin saman í hjóna- band á Gimli 3. maí 1913. Þau ráku stórmyndarlegt bú að Birkinesi norður af Gimlibæ í 32 ár, og þar ólu þau upp sín gjörvulegu börn, átta að tölu. Elzta son sinn, Björn, mistu þau árið 1942. Hann var í þjónustu flughersins í Evrópu. Barnabörnin eru 21. Jafnframt búskapnum hefir Jón rekið fiskútgerð á Mani- tobavötnunum og gerir enn. Fyrir nokkrum árum seldu þau hjónin bújörð sína og reistu sér fallegt heimili í Gimlibæ og hafa átt þar heima síðan. Þau hjónin eru frábærilega gestrisin og fé- lagslynd. Margir hafa notið ógleymanlegra ánægjustunda á Birkinesi og á heimilum þeirra í Gimjibæ. Þau hafa veitt forustu í málum lú- terska safnaðarins, íslenzka lestrarfélagins, þjóðræknis- félagsins, og hafa stutt Lög- berg-Heimskringlu drengi- lega. Við vitum að þeirra hjóna verður maklega getið síðar hér í blaðinu. Hinir mörgu vinir þeirra fjær og nær munu óska þeim innilega til hamingju í tilefni þessa j merkisáfanga og árna þeim blessunar. Tilkynning frá Mennfamálaráðuneyfinu Menntamálaráðuneytið hef- ur ákveðið að veita stúdent eða kandidat af íslenzkum ættum, búsettum í Kanada eða Bandaríkjunum, styrk til náms í íslenzkum fræðum í heimspekideild. Háskóla Is- lands frá 1. október 1963 til 1. maí 1964. Nemur styrkur þessi 24,500.00 íslenzkra króna. Styrkurinn er miðaður við að nægja fyrir fæði, hús- næði og námsbókum. Náms- manninum mun verða útveg- að húsnæði í stúdentagarði og fæði í mötuneyti stúdenta, hvort tveggja gegn venjulegu gjaldi, sem greiðist af styrkn- um. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi er beðið að aug- lýsa styrk þennan og gera til- lögu til menntamálaráðuneyt- isins fyrir 1. júlí n.k. um, hverjum skuli veita hann. Styrkþegi þarf að vera kom- inn til Reykjavíkur 1. október og stunda nám sitt til 1. maí 1964. Þess skal getið, að menntamálaráðuneytið býður árlega fram nokkra styrki til erlendra stúdenta frá ýmsum löndum, og verður efnt til sérstaks kynningarnámskeiðs fyrir þá að Laugarvatni 23.— 30. september í haust. Dvöl hinna erlendu stúdenta á þessu námskeiði er ókeypis og er þeim ráðlagt að sækja það, þótt það sé engin skylda. Fluttir eru fyrirlestrar þarna um ýmis efni og farið til ná- lægra staða, svo sem Þing- valla, Skálholts og að Geysi í Haukadal. Er tilgangurinn með þessu námskeiði að veita hinum erlendu náms- jnönnum nokkrar almennar upplýsingar um ísland, áður en háskólakenn’slan hefst. í þessu námskeiði er náms- manninum frá Vesturheimi velkomið að taka þátt, ef hann æskir. F. h. r. Birgir Thorlacius /Ámi Gunnarson * * * Umsóknir og meðmæli sendist til ritara Þjóðræknis- félagsins, Mrs. Hólmfríðar Danielson, 869 Garfield St., Winnipeg. Arborg, Man. Var þá vígt hið hið nýja elliheimili sem nefn- ist „St. Benedict’s Manor“. Var þar margt um manninn; nálægt 500 munu hafa verið viðstaddir. Sister Justina, for- stöðukonan bauð gestina vel- komna. Dr. George Johnson kom þar. fram fyrir hönd fylkisstjórnarinnar. Fór hann vinsamlegum orðum um starf Benedictine Sisters bæði hér í Arborg í undanfarin 50 ár, og eins á Gimli og víðar í þessu fylki. Síðap skar hann borð- ann og lýsti því yfir að nú væri heimilið tekið til starfa. Reyndar hefur það verið starfrækt síðan síðast liðið haust, og er öllum heimilt að beiðast þar inngöngu, hverrar trúar sem er, þó það sé starf- rækt af „Sisters of the Order of St. Benedict“. 1 athöfninni tóku þátt bæði lúterski presturinn séra Frank Schmitt frá Ardal’s söfnuði og söng flokkur Ardals safnaðar undir stjórn Mrs. Magneu Sigurdson. Einar Gíslason sem lengi hefur verið skrifari Bifröst sveitar gaf skýrslu nefndar- innar sem unnið hefur að því að koma þessu máli í fram- kvæmd, með aðstoð Mr. Noges sem eftirlit hefur með þess háttar málum fyrir hönd „De- partment of Health“. Skýrði hann frá því að Benedictine Sisters hefðu lagt til eignina, sem með styrk frá stjórninni var lagfærð til að mæta kröf- um Department of Health, sem vistfært elliheimili. Byggðar fólki er ætlað að sjá um að skaffa öll innanhúss gögn, og var áætlað að til þess þyrfti $21,000.00. Meirihluti af þeirri upphæð hefur verið safnað, en ennþá.vantar nokk- uð til. Heimilið verður starf- rækt af St. Benedictine Sisters. Eru þær vel þekktar hér í Arborg og grendinni, því þær hafa starfrækt nunnu klaustur og kirkju á þessum slóðum í síðast liðin 50 ár og komi sér vel. Vígsluna framkvæmdi hinn katólski erkibiskup frá Winni- peg, His Grace the Most Reverend Father George Flahiff. Benedictine Sisters önnuðust sönginn. Þegar þessi athöfn var búin var öllum viðstöddum boðið að skoða heimilið í krók og kring. Arborg Women’s Institute sáu um veitingar handa öllum. Voru þar frí samskot og var svo upphæðin gefin heimilinu. Var þessi athöfn í alla staði viðstaddir voru. ☆ Að kvöldi dags þann 23. marz bar við sem oftar að góða gesti bar að garði á, vegum Þjóðræknisdeildarinnar „Esj- an“. Voru það þeir prófessor Haraldur Bessason og dr. Sig- urður Þórarinnsson. Þó lítill tími gæfist til undirbúnings, stofnaði Esjan til samkomu í Sambandskirkjunni í Arborg, og var aðsókn góð eftir á- stæðum, því margt stóð til þann dag í Arborg. Samkomunni stýrði forseti Esjunnar Gunnar Sæmund- son. Prófessor Haraldur Bessa- son kynnti ræðumanninn dr. Sigurð Þórarinnsson. Fjallaði ræða hans aðallega um ís- lenzk eldfjöll og eldgos, og var í alla staði fróðleg og skemmtileg. Einnig sýndi Framhald á bls. 2. Hon. William Benedickson Hið fyrsta verk hins nýja forsætisráðherra, Lesters B. Pearson var að skipa góða og gegna menn í ráðuneyti sitt, og er einn ráðherrann af ís- lenzkum ættum, William Benedickson, þingmaður fyrir Kenora—Rainy River kjör- dæmið í Ontario, hann er Minister of Mines. LEO JOHNSON Presideni of ihe Maniioba Curling Associaiion On Thursday, April 27, Leo Johnson of Winnipeg was elected the president of the Manitoba Curling Association for the year 1963-64. He is considered to be among the curling greats of Canada. In 1934 he won the Canadian champion- ship and was a runner-up in 1946. He has taken three pro- vincial curling championships, in 1934, 1944 and 1946. Dui'ing the war the Brier playdowns were called off at the request of the government. But for that, Leo would have carried Manitoba colors into Canadian arena on three occasions during that period. He is a former president of the Strath- cona Curling Club and an honorary life member. Among his many souvenirs are 14 trophies won in the MCA bon- spiels. Mr. Johnson has also made a name for himself in other athletic activities — baseball and golf; he is a former presi- dent and an honoray life meniber of the Southwood Golf Club. — He is the son of Guðjón and Oddný Johnson, pioneer residents of Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.