Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1963 7 Anna Með undarlegum hætti hef- ur þetta erindi eftir Bjarna Thorarensen sótt á mig síð- ustu dagana: f>á eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá, — en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má: en angan horfin innir fyrst, urtabyggðin hvers hefur misst. Bjarni gerir ekki ráð fyrir því, að hljóðlátt fall ilmandi smáblóms og hrun hávaxins meiðar í stormviðri geti ver- ið einn og sami atburður, að eikin og fjólan geti verið eitt. Og þó hefur fregnin um hið sviplega lát Önnu Borg, — meðal svo margra sorgartíð- inda, sem gerzt hafa á skömm- um tíma, — í senn bergmálað sem reiðarslag um ísland og vakið orðlausan söknuð eins og eftir horfna blómaangan. J>ví að Anna var einmitt hvorttveggja, eik og fjóla, — stórbrotin listakona, sem hafði klifið þrítugan hamar hraðrar vinnu til frægðar og frama, markvís og viljasterk, i Borg en um leið viðkvæm og ljúf og gædd ógleymanlegum kvenlegum yndisþokka. Eins og hún kunni að taka gæfu og gleði opnum örmum, gat hún líka með fágætu þreki boðið byrginn örðugleikum, sem virtust ofurefli. Hún reyndist fær um að standast áfall, sem varð ekki um flúið né yfir- stigið, og breyta afleiðingum þess í nýja sigra á nýjum sviðum. Engin hætta er á því, að ísland gleymi, hvað það lét af hendi rakna, þegar Anna Borg, gerðist dönsk leikkona. En hins má ekki síður minn- ast, hvernig Danmörk reynd- ist henni. Framar öllu má ísland þakka eiginmanni hennar, hinum aldna stór- meistara norrænnar leiklistar, Poul Reumert, sem var henni janfmikils virði í blíðu og stríðu, örugg stoð og nærgæt- inn vinur og félagi. Til hans, af öllum þeim sem mikils hafa misst, hljóta nú hugir okkar að leita með innileg- astri samúð. Sigurður Nordal. Morgunblaðið 19. apríl. Fréttir frá íslandi Alþingiskosningar á íslandi Á fundi ríkisráðs í Reykja- vík í dag gaf forseti íslands, að tillögu forsætisráðherra, út forsetabréf um að Alþingi skuli rofið frá og með 9. júní 1963 og að almennar kosning- ar til Alþingis skuli fara fram þann dag. Frétt frá ríkisráðsritara. Tíminn 6. apríl. ☆ Á vegum bókaútgáfunnar Eddu á Akureyri er komin út Ferðabók eftir þau hjónin Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóra, og frú Sigríði Thor- lacius. Hafa þau á síðustu ár- um gerst all víðreist um ver- öldina, og lýsa í þessari ferða- bók ýmsum þáttum þeirra ferðalaga. Þetta er allstór bók, víða komið við og í henni allmargt mynda. Þættirnir eru frá þremur heimsálfum, Evrópu, Asíu og Ameríku. Þar er lýst nautaati á Spáni, kynnum af blökkumönnum og Indíánum í Bandaríkjunum, humarveið- um í Maine, sagt frá Samar- kand, hinni fornfrægu borg Alexanders mikla í Mið-Asíu, ferð frá Libanon til Bombay á Indlandi og þaðan til Nýju Delhi. Þá er og komið við í Feneyjum og farið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington og höll Indlandsforseta. Loks er ferðaþáttur frá Hawaii. ☆ Fjármarka fróðasti maðurinn Hjörleifur Sigfússon, sem lengst af gekk undir nafninu Marka-Leifi, var jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju fyrir um það bil hálfum mánuði. Séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ jarðsöng. Mikið fjölmenni var við útförina, enda var Hjörleifur vel þekkt- ur í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum og víðar um land. Upprekstrarfélögin í þess- um sýslum kostuðu útförina, en fjallskilastjórár báru kist- una úr kirkju. Hann var tæplega 91 árs, þegar hann lézt. Með Hjörleifi er farinn einn af sérkennilegustu mönnum sinnar tíðar. Hann kunni upp á sína tíu fingur öll mörk í tveim sýslum og meira til. Hann var hin lifandi marka- skrá, sem kvað upp úr um heimkynni kindarinnar jafn- skjótt og honum var tilkynnt markið í réttinni. Hjörleifur fór sína síðustu ferð í Stafs- rétt í haust, — þótt fótsár væri hann orðinn eftir mörg gengin spor um Skagafjörð og yfir Vatnsskarð. AB. 19. márz. ☆ Skálhollssöfnunin í Noregi I einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Skúla Skúlasyni fréttamanni Mbl. í Noregi segir, að þar í landi hafi verið safnað 175.000 krónum, norsk- um — eða rúmlega einni milljón kr. ísl. — til lýðhá- skóla í Skálholti. Umsjón með fjársöfnuninni hefur séra Harald Hope á Ytre Arna. Er hann meðal er- lendra gesta, sem boðnir hafa verið til þess að vera við vígslu Skálholtskirkju 21. júlí í sumar, en þá er jafn- framt fyrirhugað að horn- steinn skólans verði lagður. Spring In Manitoba By Gus Sigurdson Take me back to Manitobá Now that spring is in the air When the frost and snow have vanished And the fields lie damp and bare; When the brush of blooming nature Paints the land for weeks and weeks, And the shades of green are showing Growth around the ponds and creeks. Take me back and let me wander On a smiling April morn, Through the fields of Manitoba, In the land where I was born. Take me back across the mountains O’er the rolling prairies breast, Back to good old Manitoba And the Gateway to the West. Leave me loose and let me wander North between the lakes afar, Let me gaze in brilliant sunshine On the jewels that they are; Think, how often their abundance Fed the hungry, sick and worn In the early days of struggle, In the land where I was born. Take me back to Manitoba In the spring-time of the year There is, Oh, so much I cherish That my memory holds dear — The croaking of the bull-frogs, And the cawing of the crows — All the wild and verile beauty That my Manitoba knows. At this time, when oak and poplar Their bright greenery adorn, Take me back to Manitoba, To the land where I was born. VANCOUVER B.C. — APRIL 1963. Flugslysið Frá bls. 5. Jónsson, hvað hefði slegið hann mest þegar hann kom á slysstaðinn, svaraði hann hik- laust: „Hvað vélin var gjör- samlega sundurtætt". Ekki er Mbl. kunnugt um hver brezki farþeginn, Baume að nafni, var, en þess má þó geta að samkvæmt upplýs- ingum sem blaðið hefur feng- ið var bróðir hans á skíðum einhvers staðar í Noregi. Ung- frú Ilse Hochaphel var þýzk að ætt og hafði verið ráðin bréflega til heilsuhælisins í Hveragerði. Rakst hún á aug- lýsingu í þýzku blaði þess efnis og sendi inn umsókn og var ráðin. Hún var því þegar hún fórst að taka við starfi í ókunnu landi. Hún var dóttir borgardómarans í Hilders í Þýzkalandi. Þorbjörn Áskels- son útgerðarmaður var á leið frá Hollandi þar sem hann var að ganga frá kaupum á nýjum báti fyrir h.f. Gjögur í Grenivík. Báturinn hélt heim- leiðis á laugardag. Margrét Bárðardóttir, dóttir Bárðar Isleifssonar arkitekts fór utan í skóla í fyrrasumar og kynnt- ist þar unnusta sínum, dönsk um manni. Opinberuðu þau nýlega trúlofun sína. Að því er Mbl. hefur fregnað hafði Margrét nokkrum sinnum frestað förinni heim til ís- lands þangað til nú að hún tók sér far með Hrímfaxa. Westhjónin búa í Kaup- mannahöfn, en voru á leið til Islands til að vera við ferm- ingu fyrsta barnabarns síns dóttur-dóttur, 21. þ.m. Einka- dóttir þeirra býr hér í bæ ásamt manni sínum Marteini Frederiksen. Frú West er ís- lenzk en hefur um árabil ver ið búsett í Danmörku. Frú Anna Borg var á leið til ÍS' lands að því er dönsk blöð herma og hugðist m.a. heim- sækja son sinn Stefán, sem er stýrimaður á togaranum Pétri Halldórssyni. Hann er nú landi og fer til Kaupmanna' hafnar á fimmtudag. Áhöfn Hrímfaxa var þessi: Jón Jónsson, flugstjóri 45 ára, kvæntur. Lætur eftir sig eitt barn. Hefir starfað hjá Flugfélagi íslands síðan í árs byrjun 1948. Ólafur Þór Zoega, flugmað- ur 27 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Hóf stör:’ hjá F.í. 1. maí 1957. Ingi Guðmundur Lárusson loftsiglingafræðingur 23 ára kvæntur og lætur eftir sig 2 börn. Hóf störf hjá F.l. 15 marz 1961. María Jónsdóilir, flugfreyja 30 ára. Lætur eftir sig dóttur Hóf störf hjá F.í. 1. maí 1956 Helga Guðrún Henckell, flugfreyja 25 ára. Hóf störf hjá F.l. 1. maí 1962. Morgunblaðið 17. apríl Beinkröm, skyrbjúgur og blóðleysi enn útbreidd í Evrópu Hungursneyð hefur ekki komið upp í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. En sjúkdómar, sem stafa af skorti, eru enn almennir, með því að lönd álfunnar eru fjarri því að vera jafnefnuð, og auk þess er til fátækt og fáfræði í löndum sem eru vel vegi stödd efnahagslega, segir forstjóri Evrópu-skrif- stofu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), dr. Paul J. J. van de Calseyde, í boðskap sem hann birti í til- efni af Alþjóðaheilbrigðisdeg- inum 7. apríl s.l. Beinkröm (rakitis) er al- geng um alla Evrópu einfald- lega vegna þess að mæður vita ekki, hvers konar mata- ræði hæfir börnum bezt. Sama á við skyrbjúg og blóð- leysi, sem enn eru alltíð. Mörg lönd hafa gefið skýrslur um vanhöld og vöntunarsjúk- dóma, t.d. jurtahvítuskort, pellagra, skort á C-vítamínum og járni, segir dr. van de Calseyde. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl var í ár helgaður efn- inu „Hungur — sjúkdómur milljónanna", og var hann einkum miðaður við ástandið þróunarlöndunum — helm- ingur jarðarbúa fær of lítið að borða, vegna þess að ým- ist er magn eða gæði matar- ins ófullnægjandi. En löndin, sem lengra eru a veg komin, hafa einnig sín næringarvandamál. Dr. van de Calseyde leggur áherzlu á, að lausnin á vandamálum vanhalda og rangrar næring- ar liggi fyrst og fremst á sviði uppfræðslu almennings og menntunar lækna og hjúkrunarkvenna á þessum tiltekna vettvangi. Sé fáfræði að nokkru leyti orsök vöntunarsjúkdóma í Evrópu, hvað á þá að segja um ofát og leti? Þessi fyrir- bæri eiga sök á hinum fjöl- mörgu tilfellum óffitu, sem læknar verða nú að fást við. Þau stuðla líka að alvarleg- ustu sjúkdómum Evrópu hjarta- og æðasjúkdómum. í löndum sem búa við góð lífskjör er offita algengasti næringarsjúkdómurinn og á meiri sök á vanheilsu manna ep samanlagðir þeir sjúkdóm- ar sem starfa af bætiefna- skorti. Það er sérstaklega eftirtektarvert, að offita með- al barna og unglinga færist stöðugt í vöxt í öllum löndum Evrópu. Civil Defence says: — It is better to be prepared and not need it, than to need it and not be prepared. Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Enginn skyldi trúa þeim sem tvær svuntur brúka.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.