Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1963
Ævisögubrol:
Magnúsar Sigfússonar Baker
Ævisögubroi, riiað efiir frá-
sögn hans sjálfs af séra Alberl
Krisijánssyni.
Magnús var fæddur að
Stóru-Seylu í Skagafirði 18.
nóv. 1866. Voni foreldrar
hans: Sigfús Sölvason, bóndi
þar, og Sigríður Guðmunds-
dóttir, kona hans, ættuð úr
Húnavatnssýslu. Hafði hún
misst foreldra sína tveggja
ára gömul og var alin upp hjá
Halldóri Magnússyni og Guð-
rúnu Þorleifsdóttur, er
bjuggu að Geldingaholti í
Skagafirði.
< Þau Sigfús Sölvason og Sig-
ríður byrjuðu búskap sinn að
Stóru- Seylu árið 1860 og
bjuggu þar þangað til 1871, er
þau fóru búferlu að Hátúni,
sem var hjáleiga frá Glaum-
bæ. Þar andaðist Sigfús 18.
apríl 1872, úr lungnabólgu er
hann fékk upp úr sjóvolki í
kaupstaðarferð að Sauðár-
króki. Var hann á bát með
öðrum manni og hvolfdi bátn-
um. Komst Sigfús á kjöl og
varð bjargað, en félagi hans
drukknaði. Svo var þó af Sig-
fúsi dregið, að hann veiktist
af hrakningum þessum og
andaðist eins og áður segir.
Sigríður hélt þó áfram bú-
skapnum til næsta árs en
seldi þá bú sitt fyrir 1000
specíur og fór til Ameríku
með drengi sína fjóra: Halldór
15 ára, Sigfús 14 ára, Magnús
7 ára og Guðmund 4 ára.
Lentu þau fyrst í Quebeck,
en héldu þaðan til Toronto
með járnbrautarlest. Þar
skiptist hópurinn. Fór um það
bil helmingurinn með séra
Páli Þorlákssyni til Mil-
waukee, en hinn hópurinn til
Rosseau í Muskoka héraði.
Þar var „emigrantahús".
Hafði stjórnin ætlazt til, að
Islendingar næmu land í hér-
aðinu, en þegar þeir fóru að
svipast um, leizt þeim að
landkostir væru rýrir.
Fyrstu tíu dagana fengu
karlmennimir vinnu við að
ryðja veg gegnum skóginn út
í hina fyrirhuguðu nýbyggð.
Kaup var 50 cent á dag. Kon-
urnar höfðust við í Emi-
grantahúsinu á meðan, en
urðu að ganga út í bæ til mál-
tíða. Þegar ekkert varð úr
nýlendustofnun, fóru flestir
til Parry Sound í atvinnuleit.
Fimm eða sex munu þó hafa
keypt land í Muskokahérað-
inu.
Þennan vetur 1873—74 fékk
Sigríð'ur vinnu fyrir eldri
drengina. Unnu þeir fyrir mat
sínum vetrarlangt. En þegar
fram yfir nýár kom voru
peningar hennar á þrotum.
Fékk hún þá vinnu sem bú-
stýra hjá tveimur skozkum
mönnum, sem áttu bújörð rétt
utan við bæinn. Var með þeim
piltur 14 ára gamall og fékk
Sigríður einnig að hafa með
sér yngsta drenginn Guð-
mund, en Magnús varð eftir í
Emigranlahúsinu. Skiptu fjöl-
skyldurnar, sem þar voru, því
á milli sín að sjá um hann,
þannig að hann var sína vik-
una hjá hverjum. En þær
fjölskyldur, sem út á landið
fórur tóku einnig þátt í þessari
umsjá með Magnúsi að sínu
leyti.
í þessari vist var Sigríður í
þrjá mánuði. Bárust þá fréttir
frá Parry Sound um að þar
væri góð atvinna, og lagði
hún af stað þangað fótgang-
andi með Magnús son sinn.
Voru það um 25 mílur vegar.
Varð nú Guðmundur eftir á
Emigrantahúsinu. En Sigríð-
ur gat hagað svo til ferð sinni,
að hún heimsótti á leiðinni
eldri drengina, sem voru í
vistum, og gat hitt þá að máli.
Var um það bil hálfnuð leið-
in þar sem Sigfús var, og
höfðu þau Magnús þar næt-
urgisting, en héldu svo áfram
ferðinni næsta dag til Parry
Sound.
í þessari ferð vistaði hún
Halldór sem vikadreng á
gistihúsi í Parry Sound og
fékk einnig loforð um vinnu
fyrir Sigfús við sögunarmyllu
fyrir 5 cent á dag. Þóttist hún
nú hafa komið ár sinni vel
fyrir borð, og sneri til baka
til Rosseau, til að sækja far-
angur sinn. Samdi hún við
póstinn, að flytja sig með
næstu ferð til Parry Sound,
og tók hann einnig drengina,
sem í vistum höfðu verið, á
leiðinni.
Fyrst eftir að hún kom til
Parry Sound, varð hún að
hafast við á Emigrantahúsinu
þar. En ekki leið á löngu þar
til hópur af skozku fólki kom
þangað og settist þar að.
Flúði þá Sigríður með sitt
skyldulið og leigði hús sem
mylnufélagið átti. Var það eitt
af allmörgum húsum sams-
konar, sem félagið hafði látið
byggja yfir verkafólk sitt. Var
það helzta atvinna hennar, að
ganga út í þvottavinnu eða
taka þvott heim til sín fyrir
verkafólkið í kring.
Þarna bjó Sigríður í fimm
ár. Eldri synir hennar tveir
fóru til Collingwood, því að
þar þótti þeim betra til at-
vinnu, en yngri drengirnir
voru með móður sinni.
Fyrsta sumarið, sem hún
var í Parry Sound, missti hún
yngsta son sinn, Guðmund, af
slysi. Datt hann út af bryggju
og drukknaði. Það sama sum-
ar kynntist hún Englendingi
að nafni Richard Baker og
giftist honum um haustið. Var
hann fæddur og uppalinn í
Birmingham á Englandi og
hafði lært þar byssusmíði.
Vann hann í myllunni á dag-
inn, en gerði við byssur heima
hjá sér á kvöldin. Hann var
nokkru yngri en Sigríður og
hafði ekki verið giftur áður.
Eignuðust þau einn son, en
hann dó í fæðingunni.
Þegar það þótti sýnt, að
þeim yrði ekki fleiri bama
auðið, vildi Richard Baker
taka Magnús sér í sonar stað
og gekk hann síðan undir
nafninu Magnús Baker.
Seinna tók Halldór bróðir
hans einnig upp Baker’s nafn-
ið.
í Parry Sound var Magnús
í skóla nokkuð á fjórða vetur.
Stóð sá skóli yfir fimm vetrar-
mánuðina. Voru kennslustof-
ur tvær í skólanum og tveir
kennarar. Kenndi annar yngri
börnunum 1—4 bekk, en hinn
þeim eldri 5—8 bekk. Vel
gekk Magnúsi í skólanum.
Venja var að gefa þrenn verð-
laun eftir hvert námskeið,
oftast bækur. Magnús á enn
tvær af þessum bókum. Er
önnur þeirra: Geordie’s Tryst,
a Tale of Scottish Life, gefin
út í London af The Religious
Tract Society. Á hana er
ritað:
Magnús Sigfússon, lst Prize
for Reading, March 29th ’77
(ætti að vera ’78). Hin bókin
er „Ant at Sea, and other
Stories, by two authors“. Á
hana er ritað: ,,2nd Prize, for
proficinecy in all subjects in
2nd Div. of Junior Class
awarded to Master M. Sigfus-
son. — W. F. Crichton,
teacher."
Magnús vann sjálfur fyrir
skólakostnaði sínum við snjó-
mokstur á morgnana og við
að bera inn vatn og eldivið í
gistihús þar á staðnum. Á
sumrum vann hann við að
ferma skip, sem fluttu borð-
við til hafna sunnan stórvatn-
anna í Bandaríkjunum. Vann
hann stundum ellefu klukku-
tíma á dag og fékk í kaup 50
cent.
Áður en skóli var úti fjórða
veturinn fluttist Baker vest-
ur til Winnipeg með konu
sína og stjúpson. Endaði þá
skólanám Magnúsar, fyrr en
hann hefði sjálfur kosið. Þá
var hann 13 ára.
Ekki hafði fjölskyldan
nema mánaðardvöl í Winni-
peg, heldur fluttist suður fyr-
ir landamærin og settist að í
Pembína. Þar bjuggu þau
Sigríður og Magnús í tjaldi
um sumarið, en Richard
Baker fór að vinna við járn-
brautarlagningu á St. Paul,
Minneapolis og Manitoba
Railway. Var brautin þá kom-
in til St. Vincent. Kom Baker
ekki heim fyrr en um haustið.
En þetta sumar hugkvæmdist
Magnúsi að hefja atvinnu-
rekstur fyrir eigin reikning.
Keypti hann sér skósvertu og
bursta, smíðaði sé kassa og
setti hann sig þannig á lagg-
irnar sem skóburstari. Komu
þau cent, sem hann vann sér
inn á þennan hátt, í góðar
þarfir til viðbótar því, sem
móðir hans gat unnið fyrir,
því að á þessu urðu þau að
lifa um sumarið.
En nú varð að hugsa fyrir
hlýrra húsnæði áður en vetur
gengi í garð. Fór móðir hans
því niður að Rauðánni, þar
sem hún hafði frétt um autt
hús. Fann hún þar lítið
bjálkahús og leizt vel á stað-
inn þar á árbakkanum. Eig-
andinn vildi gjarnan selja
húsið, því að Hudson Bay
félagið hafði afmarkað þarna
bæjarstæði, sem hét West
Lynne, en nú heitir Emerson,
og hafði þetta hús lent rétt
sunnan við merkjalínuna
milli Canada og Bandaríkj-
anna. Að vísu hafði Sigríður
enga peninga til að leggja út
fyrir húsið, en fékk það þó til
íbúðar í þeirri von, að maður
hennar keypti það, er hann
kæmi heim um haustið. Þetta
varð úr. Richard Baker keypti
húsið, en flutti það yfir braut-
ina á lóð, sem hann fékk þar.
Síðan þiljaði hann það utan
og innan og gerðu þau hjónin
sér þar vistlegt heimili.
Þarna bjuggu þau tíu ár.
Var þorpið nefnt Huron City,
en hvarf úr sögunni síðar. Þá
var engin brú á Rauðánni á
þessum slóðum, en ferja var
beggja megin landamæralín-
unnar. Nokkrir íslendingar
höfðu sezt að í West Lynne,
en ekki munu þeir hafa búið
þar nema fá ár. Munu flestir
þeirra hafa flutzt til Argyle-
byggðar, sem þá var að hefj-
ast.
Halldór Sigfússon, sonur
Sigríðar hafði flutzt til West
Lynne, byggt sér þar hús og
fengið atvinnu hjá Hudson
Bay félaginu, við litla hveiti-
myllu. Kona hans hét Anna
Árnadóttir. Bjó Jóhann
Magnús, sonur Halldórs,
stundum hjá ömmu sinni.
Einnig var þar annað fóstur-
barn: Sigríður Jónsdóttir. Var
Jón, faðir hennar náfrændi
Sigfúsar, fyrri manns Sigríð-
ar, og hét hún í höfuðið á
fóstru sinni. Hafði faðir henn-
ar dáið frá henni og fleiri
börnum í Winnipeg. Þessi
Sigríður varð seinni kona
Guðmundar Goodman, er
lengi bjó í Bellingham. Býr
hún þar enn ekkja, eftir að
hafa alið upp mikla fjöl-
skyldu. Þessi Sigríður var
dóttir Jóns Jónassonar og
Önnu ðigríðar Stefánsdóttur
frá Geldingaholti í Skaga-
firði og hafði hún komið að
heiman með foreldrum sínum
1883.
Richard Baker stundaði
fiskveiðar í ánni og hjálpaði
Magnús stjúpa sínum við það,
meðan hann var heima. Skóli
hafði verið stofnaður í West
Lynne og ætlaði Magnús að
notfæra sér hann og fékk til
þess leyfi stjúpa síns. En þá
kom það babb í bátinn, að
vegna þess að skólinn var
Canada megin en Magnús bjó
sunnan línunnar, varð að
borga nokkurt skólagjald. Af-
tók Baker það með öllu og þar
með varð þessi von um meiri
menntun að engu.
Annað árið, sem þau bjuggu
þarna, fékk Magnús vinnu við
að bera póstinn milli Emer-
son og West Lynne. Var það
yfir ána að fara á ferju. Um
haustið vildi Magnús fá meira
að gera hjá H.B. félaginu og
bauðst honum að saga niður
eldivið fyrir búðina og sjá um
að þar væri nægur hiti nótt
og dag. Fyrir þetta vildi félag-
ið greiða honum 75 cent á dag.
Þótti stjúpa hans þetta of
lítið, og réðu þeir því kyn-
blending til verksins.
Framhald.
Grafa þeir milljarð?
Eins og Tíminn hefur áður
skýrt frá, leita nokkrir menn
gamals skipsflaks austur á
Skeiðarársandi. Er þar um að
ræða flak hollenzka skipsins
„Het Wapen van Amster-
dam“, sem strandaði þar árið
1667. Farmur skipsins var
geysilega verðmætur og
myndi eftir núverandi gengi
ekki langt frá EINUM MILL-
JARÐI íslenzkra króna, sam-
kvæmt fornu mati, en þar við
bætist vitanlega gildi hugs-
anlegs fundar, sem fornminja.
í dag hófu leitarmenn að bora
niður á þeim stað, er þeir
fundu málm í jörðu, og munu
margir bíða eftirvæntingar-
fullir eftir því, hver árang-
urinn verður.
Forsaga þessa máls er sú, að
árið 1667 var hollenzka Indía-
farið „Het Wapen van Amst-
erdam“ á leið heim til Hol-
lands frá Austur-Indíum, á-
samt fleiri skipum. „Het
Wapen van Amesterdam“
mun þá hafa verið flaggskip
hollenzka flotans, enda mjög
stórt á þeirra tíma vísu, um
1600 lestir. Skipið flutti mjög
dýrmætan farm heim til Hol-
lands frá nýlendunum. Þess
má til dæmis geta, að ballest
skipsins var talin ekta
klukkukopar og á skipinu var
aragrúfi af koparfallbyssum.
í farmi skipsins var að finna
gull, demanta og silfur auk
allskyns dýrmætrar álna-
úöru.
Um þessar mundir var
styrjöld milli Hollendinga og
Englendinga og til þess að
forðast ensk herskip voru
skipin látin sigla vestarlega
norður fyrir Bretlandseyjar,
allt til Færeyja, en síðan suð-
ur að Hjaltlandi, þar sem
ensk herskip komu á móts við
þau. Hinn 16. september var
flotinn þó kominn langleið-
ina norður undir Island og
nóttina eftir skall á aftaka-
veður. Reynt var að hleypa
flestum skipanna til Fær-
eyja, og er vitað að þar fórust
tvö þeirra. „Het Wapen van
Amsterdam" hrakti hins veg-
ar upp að ströndum Islands,
og 19. september strandaði
það á Skeiðarársandi. Ekki er
vitað með neinni vissu um
það, hversu margir voru á
skipinu, en talið er, að um
borð hafi verið a. m. k. 200
Framhald á bls. 3