Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próí. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Phiíip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Askell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðimeytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Autborlzed as second class mali by the Post Offlce Department, Ottawa, and for payment of postage ln cash. DR. RICHARD BECK: Hetjusaga íslenzks sveitaþorps Síðan ég fyrir tæpum áratug kom fyrst í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, ásamt með Berthu (Unu Kristbjörgu) heitinni konu minni, sem þaðan var ættuð í móðurætt, hefir mér þótt vænt um Þykkbæinga, og metið þá að því skapi meir, sem ég hefi kynnst þeim betur og merkilegri sögu þeirra. Því var mér það mikið ánægjuefni, þegar mér barst til eyrna sú frétt, að Árni Óla rithöfundur, sem löngu er góðkunnur fyrir bækur sínar um söguleg og þjóðleg efni, væri að skrifa bók um Þykkvabæ. Þessi nýja bók hans kom út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs í Reykjavík síð- astliðið haust, og barst mér um hátíðarnar, en anna vegna hefir mér eigi unnizt tími til að vekja athygli á henni fyrri en nú. Bókin heitir Þúsund ára sveitaþorp (Úr sögu Þykkva- bæjar í Rangárþingi). Eins og inngangsorð og heimildaskrá höfundar bera með sér, þá hefir hann viðað að sér efninu úr mörgum áttum, bæði úr bókfestum heimildum og eftir upp- lýsingum, sem hann hefir aflað sér frá fróðum mönnum í byggðinni, og víðar austur þar, er góð skil kunna á sögu hennar. ' Árni byrjar frásögn sína með því að vitna til Landnámu um hina fornu búendur á landsvæði því, sem hér um ræðir, og áður hét Þjórsárholt, en nú nefnist Holt. Vekur það eftir- tekt lesandans, að flestir af landnámsmönnunum á þessu svæði voru af keltneskum uppruna, enda er það höfundin- um tilefni til ýmissa athyglisverðra spurninga, meðal annars um það merkisatriði, hverjir hafi gert móbergshellana, sem mjög margir eru á þessum slóðum. Eftir lýsinguna á Þjórsárholtum og hinu forna landnámi þar, rekur höfundur sögu Þykkvabæjar sjálfs eftir því, sem heimildir eru fyrir hendi, og kemst svo að orði í málsbyrjun þess meginhluta bókarinnar: „Þykkvabær er langelzta sveit- arþorp á íslandi, og var eina sveitaþorpið hér á landi um 900—1000 ára skeið.“ Færir höfundur síðan rök að þeirri fullyrðingu sinni, svo að undir hana virðast renna traustar stoðir, þótt Þykkvabæjar sé fyrst getið, að því er höfundi er kunnugt, í máldaga Oddakirkju árið 1270. ÖII er þessi saga Þykkvabæjar annars næsta fróðleg, og jafnframt skipulega og vel í letur færð, eins og vænta mátti frá hendi Árna Óla, enda augljóst, að hér hafði hann fengið í hendur söguefni, sem honum var ágætlega að skapi. Kem- ur þetta 'glöggt fram í kaflanum „Hin vályndu vötn“, þar sem því er lýst eftirminnilega, hvernig stórvötnin Markar- fljót, Þverá og Rangárnar tvær, flæddu hvað eftir annað yfir byggðina í Þykkvabænum, svo að við borð lá, að hún gjöreyðilegist, ef að Þykkbæingar hefðu eigi snúist til varnar gegn ofureflinu jafn hetjulega og raun ber vitni. Þreklaus- ara fólk og gætt minni þrautseigju, að ógleymdri djúpstæðri átthagaástinni, hefði áreiðanlega runnið af þeim hólmi. En það er Þykkbæingum til eilífrar sæmdar, með hve miklum hetjuskap þeir háðu harða og langa baráttu við vötnin, og hvernig þeir báru að lokum sigur úr býtum á þeim vettvangi. Hin prýðilega lýsing Árna á þeim grundvallarþætti í sögu Þykkbæinga, „Baráttan við vötnin“, er þá einnig bezti og áhrifamesti kafli þessarar merku bókar hans. Trúi ég ekki öðru, en að mörgum fleirum en mér hitni um hjarta við lestur þeirrar hetjusögu fámenns íslenzks sveitaþorps, sem þar er skráð. Og síðan Þykkbæingar höfðu unnið það afrek vorið 1923 að stífla Djúpós, og þar með sigrað í baráttunni við eyðingar- öfl stórvatnanna, hafa þeir stöðugt færst í aukana, bæði um stórum umfangsmeiri túnarækt og þá ekki síður um kar- töfluræktina, sem þeir reka með nýjustu vélum og í svo stórum stíl, að löngu er landfrægt orðið að verðugu. öllu þessu lýsir Árni skilmerkilega og haria ítariega í bok smm. EKki gieymir hann heldur að bregða Dirtu á andiegt lii ÞykKbæinga og menmngar- iega viðieitni þeirra. Sérstak- ir kaíiar ijatia um presta þeirra aö iornu og nyju, um Kirkju þeirra og skota, en nvorttveggja Der natt í sveit- ar- og ieiagsim peirra. Margvisiegan annars konar irooieik um pykkvaoæ er aö xinna t DOKinni, svo sem í Kananum um sjosokii pykK- oæinga lyrr a timum, er var mer, gormum sjomanm, minn- issiæour iestur. /ionr Kanar i seinm hiuta DOKarinnar naia tnm aö tiama sKemmtnegan irooieiK, en nenm iykur meo einkar geöþeKKn tysingu a vmaiegu umnvertinu í pykk- vaDænum, en oneitaniega er utsýn iogur þaöan a Djortum degi, þegar vei sér tii íjalla- hringsins í fjarlægð. Og þá er það fólkið sjálft í Þykkvabænum. Það átti lengi, auk harðsóttrar baráttunnar við vötnin, að stríða við mik- inn misskilning annarra Is- lendinga og andvígt almenn- ingsálit, eins og Árni lýsir réttilega og af íullum skiln- ingi og samúð í bók sinni, án þess þó að oflofa Þykkbæ- inga á nokkurn hátt. En þeir hafa fyrir löngu síðan sigrast á skilningsleysi og lítilsvirð- ingu landa sinna, og njóta maklegrar virðingar þeirra fyrir dugnað sinn, framfara- hug og samvinnu heimafyrir, og aðra góða kosti. Þeir hafa einnig átt og eiga ágæta for- ystumenn, eins og fram kem- ur ágætlega í kaflanum „Nokkrir framámenn.“ Tel ég mér sóma að því að hafa þrýst hönd Sigurðar Ólafsson- ar í Hábæ og átt samtal við hann, en hann var, meðal annars, mikill forgöngumaður þess, að hlaðið var í Djúpós. Söm sæmd er mér það að eiga að vinum þá prýðilegu for- ystumenn Þykkbæinga, Haf- liða Guðmundsson í Búð og Friðrik Friðriksson í Miðkoti, sem og annað frændfólk Berthu heitinnat konu minn- ar, sem fjölmargt er í Þykk- vabænum, að ótöldum öðrum vinum mínum þar í sveit. Þessi saga Þykkvabæjar er snotur bók að frágangi, prýdd mörgum góðum myndum, og eykur það á gildi hennar. Að heimildaskránni er þegar vikið, en kosið hefði ég, að nafnaskrá hefði fylgt svo merkri bók. Hvað sem þeirri smáaðfinnslu líður, þá á Árni Óla miklar þakkir skilið fyrir þessa bók sína og Bókaútgáfa Menningarsjóðs fyrir útgáfu hennar. Hún er góður skerfur og athyglisverður til þjóðar- sögunnar, og minnir á það hver kjarni skaphafnar og manndóms býr með íslenzku þjóðinni. Some Important Dates In lcelancTs History Iceland was settled in the ninth and early part oí the tenth centuries. Until 1262 it was an independent republic, but it then became subject to the king of Norway. In 1380 its rule came under the Danish king. Iceland received control of its own finances in 1874; in 1904 it got home rule, and in 1918 it became independent, though united with Denmark under the Danish throne. On the 17th of June 1944 Iceland once more became a republic. Iceland discovered by the Irish 8th century(?) Arrival of Ingólfur Arnarson, the first settler about 870 The period of the settlement 870—930 The Althing (National Parliament) instituted 930 Discovery of Greenland by Eiríkur rauði (Eric the Red) ............................................ 982 Eiríkur rauði colonizes Greenland 986 Discovery of America by Leifur Eiríksson 1000 The Christian Faith adopted by the Icelandic Althing ............................................ 1000 Thorfinnur Karlsefni attempts to colonize Vinland 1007—1011 Isleifur Gissurarson, first native consecrated as bishop of Iceland 1056 Snorri Sturluson, the great historian 1178—1241 The great literary age and the period when most of the Icelandic Sagas were written 13th century Civil war of the Sturlunga Period 1200—1264 End of the Commonwealth, the Icelanders become subjects of the king of Norway 1262 Iceland came under the Danish crown 1380 Iceland ravaged by the Black Death 1402 The Lutheran Reformation. Death of Jón Ara- son, the last Catholic bishop of Iceland 1550 Commercial monopoly in the hands of the Danes 1602 The Danish king absolute monarch over Iceland ............................................ 1662 Famine and starvation as a result of volcanic eruptions .... 1783—1790 End of Danish commercial monopoly Í787 The Althing abolished 1800 Sea communications obstructed and famine as a result of the Napoleonic Wars 1807—1814 An adventurer called Jörgensen made himself dictator in Iceland 1809 Jón Sigurðsson, hero of Iceland’s liberation 1811—1879 Revival of Icelandic literature with a Romantic trend first part of 19th century The Althing re-instituted as a consultative assembly 1843 Last trade restrictions removed 1854 An Icelandic settlement established in Utah 1855 Some two score Icelanders emigrate to Brazil 1863—1865 Ten to twelve thousand Icelanders emigrate to Canada and U.S.A. 1870—1890 Iceland received a constitution and control of its own finances ................................... 1874 Millenary celebrations of the first settlement 1874 New Iceland, the largest Icelandic settlement in North America founded 1875 National Bank of Iceland founded 1885 Niels F. Finsen awarded the Nobel Prize for his work in medicine 1903 Home rule for Iceland 1904 Telegraphic communications introduced 1906 University of Iceland established 1911 Women allowed the right to vote 1915 Iceland became independent, though still in union under the Danish crown 1918 Icelandic Airways established 1919 Supreme Court instituted 1920 Millenary celebrations of the establishment of the Althing 1930 First trans-oceanic radio exchange program between Icelanders in Winnipeg and Reykja- vík (Dec. 1.) 1938 German troops occupy Denmark, constitu- tional powers deputed to the Icelandic government ......................................... 1940 Iceland occupied by British troops (May 10.) 1940 Sveinn Björnsson elected regent (June 17.) 1941 American Army assumes military protection of Iceland (July) 1941

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.