Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1963 Gullbrúðkaup Gimli, Man. Það vakti athygli Gimlibúa sunijudaginn 5. maí síðastl. þar sem tvö brúðkaup voru sama daginn, sitt hvorumeg- in á strætinu, í skakkhorn hvert við annað; silfurbrúð- kaup öðrumegin en gullbrúð- kaup hinumegin. Silfurbrúð- kaupið áttu þau Mr. og Mrs. Halldór Pétursson. Hann er fæddur og uppalinn á Gimli og á hér marga kunningja og vini. Þetta brúðkaup var á heimili Dr. og Mrs. Ingi- mundsson. En hitt var gull- brúðkaup heiðurs hjónanna Mr. og Mrs. J. B. Johnson á Gimli. Sá gleði samfögnuður var á hinu vel þekkta og glæsilega heimili dóttur þeirra og tengdasonar, Mr. og Mrs. Laurence Stevens. Börn þessara hjóna tóku á móti gestunum með sínu glaðlega viðmóti. Samsætið var „opið hús“ (open house), sem eldra fólkið kann ekki eins vel við. En úr því það er nú tímans móður, þá hlítur það að vera gott, að heilsast og kveðjast, flýtir er lögmál lífsins nú á tímum. Brúðhjónin heilsuðu þennan dag hátt á þriðja hundrað manns. Stór brúókaupskaka stóð á miðju borði með öllu sínu skrauti og fegurð um- kringd af fullum diskum af alskonar góðgæti, sem ís- lenzkar konur hafa orð á sér fyrir að undirbúa og frambera við slík tækifæri. Ingólfur Bjarnason flutti fallegt ávarp frá Bókafélaginu á Gimli, og þakkaði fyrir vel unnið starf og stjórn brúð- gumans í því um mörg ár. Næst flutti Mr. Frank Olson þeim fallegt kvæði frumsamið af honum sjálfum. Frank er vel hagmæltur þó lítið beri á því. Þá voru lesin árnaðarskeyti frá: Duff Roblin, Premier of Manitoba; Errick F. Willis, Lieutenant Govemor; George Johnson, M.D., Minister of Health; L. B. Pearson, Prime Minister of Canada; John Diefenbaker, Leader of Op- position; Eric Stefanson, M.P., Gimli; Walter J. Lindal, dóm- ari; J. T. Thorson, dómari; Mr. and Mrs. Richard Beck; Mr. and Mrs. Guðman Levy, Winnipeg; Mr. and Mrs. Walter Johannson, Pine Falls; Jon Steven, Alberta; J. -W. Barrie, Montreal; Lucy and Eldedge, California. Hér eru talin nöfn allra barna Johnson hjónanna: Guðrún Arnbjörg, gift Laurence Stevens, Gimli; Sigmundur Joseph, kvæntur Florence Rocket, Riverton; Pálína Hólmfríður, g i f t Gerald Morse, Winnipeg; Dr. Jóhann Vilhjálmur, kvæntur Charlotte Harrison, Illinois; Helgi Óli, kvæntur Shirley Johnson, Winnipeg; Lára Thórey, gift Denis McCarthy, Winnipeg; Josephina Guð- björg, gift' Dr. Gordon Cleg- horn, Winnipeg; Anna Jónína, gift F/O William Silvester, Nova Scotia. Júlíus Björn, féll í seinna stríðinu 1942 í þjón- ustu flughersins. Svo var gullbrúðhjónunum gefið öll ósköp af dýrmætum og vöncjuðum gjöfum, bæði frá börnunum og frá vinum og vandafólki. Það yrði of langur listi að telja það upp hér eða nöfn gefenda. Hérmeð fylgir það sem und- irritaður talaði til brúðhjón- anna. * * * Kæru brúðhjón! Guð blessi ykkur og stóra barnahópinn ykkar. Það er gleði og ánægja okk- ar allra að sjá ykkur og börnin ykkar á þessum heiðursdegi ykkar. Þetta gullbrúðkaup er sönn ánægjustund vina ykk- ,ar hér í dag. Mig langar til að mega nefna fjölskyldu ykkar Birkines fjölskylduna, af því það var ykkar fyrsta landnám eða landareign, á fegursta útsýni Nýja íslands. Hér eiga heima orð Stephans G., „Þar sem víðsýnið skín.“ Ég hugsa að Birkines tang- inn eigi draumaríka sögu, því þar er hægt að sjá hina feg- urstu glitrandi geisla hinnar guðdómlegu náttúru þegar hún rís úr dvalardraumi vetr- arins. Þá getum við sagt að fegurð sumars feli mann í faðminum sínum góða. Já, út- sýnið er fagurt þar. Þaðan sjást landnámsstöðvar, og meira að segja hin ógleyman- lega lending þeirra, sem ávalt lifir í huga okkar. Það voru fleiri kostir við landnám þitt en fagurt út- sýni. Landið er frjósamt og fagurt, og veiðin beið þín í vatninu fyrir framan land- steinana. Vel valið landnám, J. B. Þar hafa haldist í hend- ,ur hjá þér framsýni og fyrir- hyggja- Auðlindir Winnipeg- vatns hefir þú fært þér í nyt í ríkum mælir, þó oft hafi sú .atvinna þín verið erfið og hörð, eins og annnara er hana stunda. Birkines hjónin eru ekki að slá um sig eða sýnast. Þau sigla í hægum byr í mannfé- laginu. Og mér er sagt að það sé ættareinkenni þeirra beggja; og mun það vera rétt mælt. Staðfesta, trygglyndi og trúmenska — það eru góðir mannkostir. Og það er dá- samlegt þegar svo leiðis velj- ast hjón saman. Þau hafa unnið af trúmensku og dugn- aði í svo fjölmörgum velferð- armálum Gimli bæjar, Og aldrei þurft að ganga eftir fjárhagslegum styrk frá þeim; hann hefir komið án þess. Þau hafa bæði tilheyrt Lúterska söfnuðinum á Gimli, og stað- ið þar framarlega. 1 safnaðar- nefnd hefir J. B. verið í fjöldamörg ár og er það enn. Ég vann með honum í þeirri nefnd í mörg ár, og sem for- seti hennar í nokkur ár, og reyndist mér tillögur hans jafnan happadrjúgar. En stundum fannst mér hann seinn til svars. Hann kunni áreiðanlega þetta spakmæli, ,,Farðu hægt svo þú komist áfrarn", og það líka að „flas gerir engan flýtir.” En þegar hann kom með sína tillögu þá. bar hann hana fram með þeirri stillingu og rósemi að eftirtekt vakti. Ég ber ávalt hlýjan hug til hans fyrir þá samvinnu. Ég veit að þú hefir staðið framarlega í mörgum velferðarmálum þessa bæjar, en sökum fjarveru minnar frá Gimli í tuttugu ár, er mér ekki unt að rekja þá sögu ítarlega. Ég veit einnig að þið hafið styrkt mörg velferðamál utan Gimlibæjar, eins og t.d. þúsund dollara gjöf ykkar til íslenzka kennslustólsins við háskóla Manitoba í Winnipeg; og sem talsmaður L.-H., og styrkt það vel fjárhagslega; og veitt góðan stuðning ís- lenzka Þjóðræknisfélaginu vestan hafs, og einnig þjóð- ræknisdeildinni á Gimli; mér er ekki kunnugt um fjárfram- lög ykkar til tveggja mann- úðar fyrirtækja hér: bygging lútersku kirkjunnar og nýju Betel byggingarinnar, en heyrt hefi ég að þið hafið styrkt bæði fyrirtækin með góðri upphæð. J. B. var einn af stofnend- ;um íslenzka bókafélagsins á Gimli og í þeirri nefnd frá byrjun, og forseti þess frá 1952 til þessa dags. 1 graf- reitsnefnd hefir hann starfað í fjölda mörg ár og er í henni enn. Hann hefir verið í ótal .nefndum. Ég vildi bara að ég vissi í hvaða nefnd hann hefir ekki verið. Eitt hefir mér verið sagt af hans samverkamönnum, að J. 3. hafi gengið rösklega fram í m á 1 u m fiskisamtakanna. Hann vildi ná rétti sínum hjá þeim sem sýndu yfirgang í þeim málum, og stóð fastur fyrir í þeirri viðleitni. Þá vil ég minnast á Mrs. Jósepbínu J o h n s o n , sem vanalega er kölluð Bína. Hún á langa og merka sögu sem ekki verður sögð hér. Hún var tvennt í senn, húsmóðir og húsbóndi, í fjarveru manns hennar; varð að gæta bús og barna. Og fórst það eins á- gætlega og ykkur er öllum kunnugt um. Ég er viss um þegar J. B. fór að líta yfir bú- stjórn hennar eftir margra mánaða fjarveru hans við fiskveiðarnar, þá hefir hann hugsað og sagt: Engin er sem þú, og engin Bína nema þú. Bína hefir verið í djákna- íiefnd lúterska safnaðarins á Gimli í fjölda mörg ár, og for- ,seti nokkur ár. Ég veit að hún hefir verið góður tals- maður þeirra, sem andstreymi lífsins hefir þjakað, og erfið- leikum eru bundnir, og það hefir Gimli djáknanefndin sýnt í starfi sínu. Ekki er ég viss um, með öllum verkum Bínu, að nútímans konur kærðu sig um að bera gjafa- böggla fótgangandi frá Birki- nesi til Gimli. Þá voru ekki brautir heflaðar hvorki að sumri eða vetri. En það var ekkert til fyrirstöðu fyrir Bínu, því hún vissi að það var þunnt ofan á brauðsneið- unum hjá sumu fátæka fólk- inu á Gimli. Jæja, Bína mín, nú situr þú í þriðja sinn á brúðarbekk, sigri hrósandi, og horfir ást- araugum á mann þinn og yn- dæla barna hópinn. — Þegar hjón hafa öðlast það lán og þá blessun að lifa saman í fimmtíu ár þá væri margt til að minnast á. Mér dettur fyrst í hug konan, því hún er lífæð heimilisins. Án hennar er ekkert heimili, því hún er heimilisgleðin. Þessi samfögnuður hér í dag sannar ykkur bezt hlýja hugann og bróðurkærleikann til ykkar, bæði fjær og nær. Og eitt veit ég fyrir víst, að lengi mun lifa á Gimli og nágrenninu hér nöfn Birkines hjónanna, Jóns og Bínu. Lifið svo heil og sæl, og Guð dreyfi sínum björtu geyslum inn á ykkar kær- leiksríka vina heimili. Friðíinnur Lyngdal. Til Mr. og Mrs. J. B. Johnson Gimli, Man., á 50 ára gifiingarafmæli þeirra, 1963. í krafti traustrar elsku, um áratugi fimm, og eining sannrar trúar, fram þið leiddust; og hvort sem leiðin ykkar var dag-björt eða dimm samt Drottins friðarblóm á veginn breiddust. Nú aftansólarljómi á loftið roða slær, og lýsir veginn heim til Föðursala; þar náðin Guðs og friður víst fylling sinni nær, og fjarrist alt sem veldur lífsins kala. Að margra ára samleið þið eigið eftir enn, þess óskum við af innilegu hjarta. Þó burt frá ykkur liggi nú leiðin okkar senn mun ljúf viðkynning ykkar minnið skarta. Kolbeinn og Sara Sæmundsson. Vancouver tíl íslands Júní 1963 Það var fyrir svona ári síð- an að sonur minn George Jóhannesson og fjölskylda hans voru stödd heima hjá mér á West 12th, sem oftar. Daginn áður hafði George komið heim úr flugferð til Noregs, en þangað hafði hann farið með hóp manna „Sons of.Norway“ á „charter trip“ í heimsókn til frænda og vina. Þá segir George við mig, „mamma, ég held að þú ættir að koma á stað „hópferð“ til lslands“! — og uppástungu hans studdi Jim sonur hans af miklum krafti, fannst þetta ágæt hugmynd! Ég segji frá þessu að gamni mínu, vegna þess að samtalið varð upphaf að afskiptum mínum viðvíkjandi íslandsferð þeirri sem farin verður héðan frá Vancouver 13. júní næstkom- andi. Var þá sjálfsagt að ræða málið fyrst við Snorra Gunn- arson, forseta Strandar (deild þjóðræknisfélags ísl. í Van- couver) en hann hafði einmitt verið að leita að upplýsingum og möguleikum um slíka ferð, en þau flugfélög sem hann leitaði til vildu öll fara til New York fyrst, og þaðan til íslands. En Canadian Pacific Airlines, félag það er George vinnur fyrir, fer yfir norður heimskaut sem kallast, í beina línu til íslands og stanzlaust, og einnig voru far- gjöld hjá þeim mun lægri heldur en annarra. En við þessi „charter trips“ er ýmis- legt sem athuga þarf og reglur sem fylgja verður. Fyrst varð að fá samþykkt hjá stjórnar- nefnd Strandar um að Strönd- in stæði fyrir ferðinni og bæri ábyrgð á henni. Gekk það greiðlega — og var strax útnefnd „ferðanefnd“ er tók til starfa tafarlaust. Kom þá í ljós að margir höfðu áhuga á því að heimsækja ísland, sér- staklega svona í hóp góðra vina, á skipulagðri ferð — sem tefði ekki of lengi. Fólk sem vinnur fær venjulega 2 til 3 vikna sumarfrí, og var því afráðið að vera í 3 vikur í túrnum, og reyndist það vin- sælt. Allt gekk eins og í sögu. Innan skamms tíma voru yfir hundrað manns búnir að skrifa sig á farþegalista — og margir fleiri sem voru að í- huga málið. Þá þótti ferða- nefndinni óhætt að taka til framkvæmda í þessu máli, og var þá farið til C.P.A. flug- félagsins og leigð „Britannia jet prop“ flugvél. Með pláss fyrir 110 farþega — sem fara skyldi 13. jún'í 1963, kl. 2.30 e.h., stanzlaust til Islands, á 8 til 10 klukkutímum. Far- gjald er $295.00 fram of aftur. í fyrstu ætlaði ferðanefndin að sjá um allan undirbúning ferðarinnar, taka á móti far- gjöldum o. s. frv. En það reyndist of mikið verk. Vor- Framhald á blg. 3

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.