Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reýkjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Jóhannes pófi XXIII Það kom greinilega í ljós þegar Jóhannes páfi XXIII lézt fyrir skömmu síðan, að hann hafði áunnið sér slíkra vinsælda og virðinga bæði innan kirkju sinnar og meðal fólks almennt út um allan heim að fá munu dæmi til slíks. Samúðarbréf og skeyti bárust til Róm frá þjóðhöfðingjum allra landa nema Kína. Blöðin, sjónvarp og útvarp fylgdust svo að segja með hverju andvarpi páfans meðan hann var að deyja og fluttu síðan langar greinar um hann látinn. Heimurinn virtist kveðja hann með miklu meiri söknuði en fyrirrennara hans, hinn lærða og virðulega Pius XII. Áhrif páfans er ávalt mikil, því hann er höfuð rómversku kaþólzku kirkjunnar, sem telur um 558 milljónir manna, en áhrif Jóhannesar XXIII virtist ná langt út fyrir vébönd kirkju hans. Þetta er því furðulegra þegar þess er gætt að hann var um 77 ára þegar hann var hafinn í sitt háa em- bætti og sat í páfastól í tæplega fimm ár, skemur en nokkur annar páfi síðan Pius VIII var kjörinn 1829 og lézt 20 mán- uðum síðar. Kardinálarnir, sem kusu Jóhannes XXIII munu hafa talið að hann yrði nokkurskonar bráðabirgða páfi; hann var orðinn gamall maður og ekki líklegur til hrófla of mikið við föstu fyrirkomulagi páfadómsins, þar til annar og meiri maður kæmi til sögunnar, en þar skeikaði þeim. Jóhannes páfi var af bændafólki kominn og lét ekki mikið yfir sér. Hann var hvorki talinn stór gáfaður né sterkur í guðfræðinni, en hitt bar hann með sér, að hann var einlæg- ur í trú sinni og framúrskarandi kærleiksríkur og elsku- legur í framkomu sinni við alla menn, en eins og skáldið segjir: „Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Það var hið hlýja og samúðarríka hjartalag Jóhannesar páfa sem vísaði honum veginn í hinu ábyrgðarmikla em- bætti. Hann mun hafa verið gæddur góðri skynsemi — good common sense. — Honum var sjálfum ljóst að hann átti ekki mörg ár ólifað og hann notaði þau ár, og þau völd og áhrif er embættið veitti honum til að efla góðvild, frið og einingu manna og þjóða á meðal. Hin mörgu reynsluár er hann átti að baki í ýmsum embættum í mörgum löndum höfðu aukið sjálfstæði hans og víðsýni; hann lét ekki alda- gamlar siðvenjur páfastólsins hefta sig; hann opnaði dyr og glugga og hleypti fersku lofti inn í páfagarð. Hann heimsótti fangabúðir, spítala og ýmsar mannúðarstofnanir til að hugga og gleðja þá, sem bágt áttu; hann þráði náið samfélag við meðbræður sína. Þegar hann samdi páfabréf sín, Móðir og kennari og Friður á jörðu stílaði hann þau ekki venju samk'væmt til trúbræðra sinna og preláta rómversku kirkjunnar; þau voru stíluð til allra góðviljaðra manna og þóttu þau meistarlega samin. Mesta afrek Jóhannesar páfa var þingið í Róm 1962. Hann boðaði saman æðstu menn rómversku kirkjunnar um allann heim, ennfremur voru boðnir á þingið forystumenn annara kristinna kirkjudeilda frá mörgum þjóðum, einnig þjóðunum austan járntjaldsins svonefnda. Tilgangur þingsins var tvennskonar: að koma á ýmsum breytingum innan kaþólsku kirkjunnar þannig að siðir hennar og starfsemi yrði meir í samræmi við nútímann og í öðru lagi að efla sátt og einingu innan hins kristna heims. 2500 manns sóttu þingið. Ekki er enn vitað hve mikinn árangur þetta þing hefir borið, en víst ber það vott um stórhug og góðvilja Jóhannesar páfa. Þar sátu fulltrúar frá grísk-kaþólsku kirkjunnum og öðrum kirkjum í Sovietríkjunum. Páfinn vildi ekki gera upp á milli þjóðanna; hann vildi ekki taka þátt í kalda stríðinu; hann vildi fremur efla bróðurlegan kærleika en að sakfella menn fyrir misgjörðir þeirra. Hann reyndi að „Skapa úr klakanum læk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glæða í brjóstunum bróðerni og sátt, bræða úr heiptinni kærleikans mátt.“ Hinn víðfeðmi söknuður, sem kom í ljós við fráfall Jó- hannesar páfa XXIII bar vitni um að hinn sterki bróðurlegi kærleiki er hann bar til allra manna hafði fundið hljóm- grunn í hjörtum hinna ólíklegustu og óskyldustu manna, kristinna og heiðinna, víðsvegar um heiminn; hann sannaði með lífi sínu, að ekki er þörf að örvænta um framtíð mann- kynsins, ef leitað er til þess góða, sem í hverjum manni býr. Dr. Karl Strand: Bréf fro Eftir fimbulvetur á brezka vísu hefir sumarið loks komið hægt og hikandi. Lengi fram eftir vori voru tíðar hrím- nætur, vorgróðurinn dapur og á eftir tímanum, og loftið kalt. Þessi loftkuldi og afleiðingar hans voru eins og smækkuð mynd af þeim vorkomum, sem flestir miðaldra og eldri Norðlendingar á Islandi munu minnast, þegar hafísinn lá skammt undan norðurströnd íslands og sérhver andvari af hafi var eggbitur, þungur dragbítur á framför gróðurs og dýra. Þótt frostið í Suður- Englandi verði sjaldan nema 2—4 stig er loftsrakinn, sem kuldanum er samfara, nægur til þess að vekja hrollkennd- ar endurminningar þessara hafísa, hjá þeim, sem alizt hefur upp skammt norðan heimskautsbaugsins. Nærri liggur að kalda hafrænan, sem streymir upp Tempsár- lægðina freisti Islendingsins að skygnast til hafs eftir landsins forna fajnda. Sú barátta, sem skapast hefir milli gróðursins og kuld- ans undanfarnar vikur hefir á vissan hátt verið einstæð og undursamleg með að fylgj- ast, ólík gróðurkomu þeirra tuttugu og tveggja vora, sem sá er þetta ritar hefir fylgst með í þessu landi. Venjulega er grasið grænt allan vetur- inn, þegar loftið hitnar taka beykitré og lindir að laufg- ast, sýringar og kirsuberjatré að blómgast, hægt og hægt, naumast án þess að tekið verði eftir fyrr en allt stend- ur í fullum blóma. í vor biðu hnapparnir á trjánum í Victoria Grove, þar sem þetta er ritað, dögum saman eftir sólinni, líkt og samanhnipr- aðir hvítvoðungar í loftkuld- anum. Heimdallur heyrði gras vaxa á jörðu, en segja mátti að hægt væri að sjá trén springa út, þá loksins er sól- in kom, hinn fyrsta heita sól- skinsdag lifnaði trjáaröðin í götunni, kastaði gráum kufli frá hádegi til miðaftans og skrýddist grænum, eins og kvikmynd fyrir augum þess er á horfði. Um áttatíu ára skeið hafði ekki slíkur vetur, sem hinn nýliðni heimsótt Lundúna- borg. Fyrr á tímum voru frosthörkur algengari, sjá má í fornum bókum um London London frásagnir um ísalög á Themes- á þar sem gengið var til leikja, heilir uxar steiktir við bál á ísnum og hverskyns gaman um hönd haft. Nú leggur ána ekki meir, þar sem hún fellur 1 gegnum borgina, en ofar í landi var hún ísi lögð um skeið í mestu kuldunum, jarðbönn voru víða um landið og samgöngur tepptar. Sú gamla aðferð að hita híbýli með opnum eldum reyndist ónóg og dýr á þess- um vetri, æ fleiri hita nú hús sín með olíumiðstöð eða rafmagni, og sérstaklega hef- ur þessi vetur vakið háværar kröfur um bætt húsakynni, strangara eftirlit með hús- byggingum og betri hagnýt- ingu eldsneytis. Síðustu 1—2 ár hafa orðið gagnger straumhvörf í bygg- ingamálum Lundúna. Til skamms tíma hafa háar bygg- ingar ekki verið leyfðar, og borgin hefir breiðst út jafnt og þétt yfir reginsvæði. Reynt hefir verið að stemma stigu við þessarri útþenslu með því að varðveita opið svæði, grænt belti, hringinn í kring- um borgina, en innan þessa beltis er byggingaland nú að þrotum komið. Bygging há- húsa hefir verið leyfð og á síðustu mánuðum hafa risið stórbyggingar hér og þar, sem gnæfa hátt upp úr hverfum þeim, sem reist voru á Vic- toríu- og Georga-ftímabilun- um. Undanfarnar vikur hafa þrjú slík stórhýsi verið tekin í notkun, glæsilegar bygging- ar í nýtízku stíl. Hin fyrsta er Wickers House, Millbank Tower, sem stendur á norður- bakka Thamesár, skammt frá þinghúsinu og Westminster Abby, spengileg bygging, 33 hæðir, reist úr steinsteypu en klædd stáli og gleri. Það mun vera fyrsta stórbyggingin í borginni sem er steypt, til þessa tíma hefur múrsteinn nær eingöngu verið notaður. Millbank Tower er skrif- stofubygging og einkafyrir- tæki. Önnur stórbygging er hús Nýja-Sjálandsstjórnar- innar, New Zealand House, sem reist er til opinberra þarfa, er nokkuð þyngri og virðulegri á svip og aðeins 20 hæðir, gler í steinrömmum hið ytra, en innan fagurlega skipulögð, háir marmara- klæddir salir og súlnagöng með útsýn til allra átta. Þriðja stórbyggingin er Hil- ton Hótel í Park Lane, sem nú er nýtekið til starfa, 28 hæðir og átta milljóna sterl- ingspunda met í gistihúss- íburði, umdeilt að ytra útliti en óumdeilanlega í allra fremstu röð sem gistihús, veizlu- og veitingastaður. Tuttugu og þrjár hæðir eru gistiherbergi og íbúðir, sem kosta frá fimm upp í fimmtíu og tvö sterlingspund yfir nótt- ina, aðrar fimm hæðir eru gildasalir og vínstúkur. Efst er gildaskáli, sem veitir út- sýni yfir mikinn hluta borg- arinnar. Þeir sem dvalið hafa í Lundúnum munu minnast al- þekktra gatnamóta þar sem Knightsbridge, Brompton Road og Sloane Street sker- ast. Við þessi gatnamót eiga senn að rísa þrír skýjakljúfar allt að 40 hæðum, sem þegar hafa verið nefndir Hlið Vest- urborgarinnar — The Gate- way to West End. Þegar Harold Macmillan tók við forsætisráðherrastörf- um af Anthony Eden fyrir sex árum og fjórum mánuð- um síðan voru viðsjár í lofti og til voru þær raddir, sem spáðu því að hann yrði ekki mosavaxinn í 10 Downing Street. Síðan hafa mikil vötn fallið til sævar og á ýmsu oltið, en um miðjan þennan mánuð hafði Macmillan tek- izt að sitja sem forsætisráð- herra lengra óslitið tímabil á friðartímum, en nokkrum öðrum brezkum forsætisráð- herra á þessari öld. Mr. Asquit var forsætisráð- herra óslitið frá 1908 til 1916. En tvö ár af því tímabili voru stríðsár. Gladstone sat við völd í meira en tólf ár sam- tals, en á fjórum tímabilum. Atlee var vjð völd sex ár og þrjá mánuði á friðartímum, en varð þá að efna til nýrra kosninga vegna þeirrar erfiðu aðstöðu er skapaðist af því hve þingflokkur hans hafði lítinn meirihluta. Störf forsætisráðherra Bret- lands hafa stórkostlega aukizt á síðustu áratugum. Það lík- amlega og andlega erfiði, sem starfinu fylgir gerir það að verkum að ekki einungis þarf þrekmenni til að standast það heldur og einnig persónu- leika, sem ekki einungis nýt- ur þess að standa í orrahríð- um, en getur einnig þraukað langt fram á nætur er því er að skipta og risið upp hinn hressasti eftir aðeins fárra tíma hvíld. Stjórnarferill Macmillans hefir ekki ætíð átt meðbyr að fagna og persónuleg aðstaða hans hefir oft verið örðug. Það hefir því komið honum vel, að hann á í ríkum mæli þá persónulegu eiginleika sem skapa langsætan forsæt- isráðherra. Hann nýtur þess að stjórna og standa í stríði á svipaðan hátt og fyrirrennar- Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.