Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JÚNI 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDIs ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Líklega vegna þess, að þú hefur skammast þín fyrir að láta yfirvöldin ganga eftir meðlaginu hjá þér. En áreið- anlega hefur þú sár séð eftir hverri krónu, sem fór í það. Mamma hefur lagt það fyrir. Ég ætla að kaupa mér vélbát fyrir það. En náttúrlega fengi ég aldrei bein úr sjó á þá fleytu, ef blessaður karlinn hann afi minn, hefði ekki gefið mér svolítið til viðbótar. Það fé var gefið af góðum huga, því að hann var ágæt- ismaður og gjörólíkur þér. Lifði heiðarlegu lífi og datt aldrei í huga að véla saklausa unglinga út í frillulifnað og reynast þeim svo eins og argasta þrælmenni, þegar í óefni var komið“. Bárður horfði hissa á þenn- an orðhvata son sinn, sem snaraðist nú fram úr húsinu og skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Hann efaðist ekki um, að sterkasta löngun hans hefði verið að gefa sér duglega utan undir. Gunnvör þeytti frá sér rokknum og flýtti sér fram í búr til húsbændanna. Það þýddi ekkert að tala við Siggu. Flún anzaði engu. En mikið gat þó strákómyndin verið óforskammaður, því að áreiðanlega hafði hann verið að r-fast við karlinn hann föð- ur sinn, þennan ágætis- og myndarmann sem hann var. Hann mætti þó sannarlega vera upp með sér yfir því, að eiga annan eins föður. Bjarni bóndi sat frammi í búri, og kona hans var að hella upp á könnuna handa gestinum, þegar Gunnvör kom með þessi miklu tíðindi inn fyrir þröskuldinn. „Hvað ertu að segja? Er Bensi rokinn út?“ spurði Bjarni. „Já, reyndar. Og hann skellti hurðinni svo fast á eft- ir sér, að ég hélt að hún myndi brotna. Og Sigga stokkroðn- aði, alveg eins og blóðið ætlaði að springa út úr kinnunum á henni, stelpugreyinu. Náttúr- lega skammast hún sín fyrir strákasnann“. „Hvað svo sem skyldi Bárð- ur hafa viljað honum? Varla hefur hann gert sér erindi hingað út eftir til þess eins að þakka honum fyrir, að hann sótti meðölin“, sagði Gunn- vör. Þessu svaraði enginn. Bjarni stóð nú upp og fór inn til gestsins, þar sem hann gekk fram og aftur um gólf- ið, þungur á brún. „Sittu maður, kaffið er al- veg að koma“, sagði Bjarni. „Ég hefði getað sparað mér þetta ferðalag“, sagði gestur inn. „Það er meiri ofstopinn, sem hann er, þessi piltur“. ,Það hefur farið orð af því“, sagði Bjarni. „Ég hef ekkert nema gott af honum að segja. Hann hefur verið fjarska prúður þessar vikur, sem hann hefur verið hér. Það er áreiðanlega mikið mannsefni í honum“. „Það getur svo sem verið. Máltækið segir, að það verði oft góður hestur úr göldnum fola“, sagði Bárður dræmt. Friðrika kom inn með kaff ið og drakk með þeim bænd- og veginn við gest sinn. En unum og skrafaði um daginn hann var fátalaður. Það var auðséð, að hann var í slæmu skapi. Þegar hann stóð upp og þakkaði hjónunum fyrir kaff- ið, hljóp Sigga fram úr stof- unni. Gunnvör bað hann fyrir ákaflega hlýjar kveðjur til alls heimilisfólks hans. Hún sagði húsmóður sinni það, að hún væri nú svo kunnug svipnum á honum Bárði að hún hefði séð, að hann væri í þungu skapi. „Aumingja maðurinn, sá fékk nú orð í eyra hjá synin- um, þegar hann hefur nú sjálfsagt ætlað að vingast við hann“, rausaði hún sárgöm. „Hann hefði fyrr átt að vera búinn að sýna honum þau vinahót", sagði Bjarni. „Hún hefði nú sjálfsagt ekkert verið ánægð yfir því, hún Vilborg mín blessunin, ef hann hefði farið að setja íramhjátökustrákinn sinn á sama stól og hjónabandsbörn- in. Það geta sjálfsagt allir skilið hennar hlið á málinu“, sagði Gunnvör hnakkakert. „Hann hefði sjálfsagt getað farið á bak við hana með það, ef hann hefði haft löngun til þess“, sagði Bjarni. Hann hafði gaman af að stæla við Gunnvöru. „Við skulum nú ætla að hún hefði ekki frétt það, Bjarni sæll. En flest allt, sem fara á leynt, frétta munu lýðir, stendur einhvers staðar“, sagði hún. Þá kom Sigga inn og sam- ræðurnar urðu ekki lengri. „Þú bara flýðir baðstofuna, þ e g a r þessi myndarlegi tengdafaðir þinn fór að kveðja“, sagði Gunnvör á- sakandi. „Þess meira hefur þú feng- ið af kveðjum hans“, sagði Sigga. „Ójá, víst kvaddi hann mig bærilega, blessaður karlinn. Það er víst óþarfi fyrir son hans að hreykja sér hátt, því að aldrei verður hann eins myndarlegur og hann faðir hans“. „Hann verður mikið mynd- arlegri“, sagði Sigga hlæjandi. En Gunnvör hristi bara höfuðið yfir svona mikil- mennsku, enda gerði rokkur- inn henni það til óþæginda, að gleypa þráðinn úr greip- um hennar. „Fjandans ólán er þetta. Og nálin horfin frá brúðunni. Hvernig skyldi þetta fara?“ Bensi kom ekki inn aftur fyrr en rétt fyrir háttatíma. Sigga hafði hitað upp mið- degismatinn handa honum, því að Friðrika húsfreyja var komin inn í hjónahús. Hún sagði, að annað hvort yrði Bensi að éta matinn kaldan eða að Sigga yrði að hita hann upp handa honum. Sjálf nennti hún ekki að bíða eftir honum lengur. Daginn eftir komu ferða- menn framan úr sveit með hesta og sleða. Kvenfólk sat á sleðunum. Nú var komin ný kramvara til kaupmannsins. Bensi bað þann, sem léttast hafði á sleða sínum, að taka stúlku með sér út í kaupstað. Það var gamall húsbóndi Bensa. Og hann sagði, að það væri sjálfsagt. Konunni hans, sem var með á sleðanum, þóíti vænt um að fá einhvern til þess að masa við á leið- inni. Gestunum var öllum boðið inn upp á kaffi. Bensi kom inn í búr til hús- freyjunnar og spurði hana, hvort Sigga mætti 'ekki fara alfarin með þessari ferð. Það hefði víst verið svo um talað núna nýlega, að hún þyrfti ekki að vera til vorsins. Friðrika brosti háðslega. „Bjarni var eitthvað að tala um það um daginn, víst fyrir þína hönd, að hún fengi að iylgjast með þér, annars yrð- um við mæðgurnar svo vond- ar við hana, þegar þú værir ekki til þess að halda hlífi- skiidi fyrir henni“, sagði hún. „Þetta hlýtur að hafa skol- azt eitthvað í þér“, sagði hann. „Bjarni hefur aldrei sagt þetta svona. Ég hef ekki reynt hann að neinum ósannindum. Ég sagði aðeins, að Hrólfur sterki myndi fara að venja komur sínar hingað, þegar ég væri farinn, en við Siggu mína á hann ekkert erindi. Þess vegna verður hún að fara héðan, annað hvort á undan mér eða með mér. En ég get ekki farið í dag, þó að ég ætlaði það, vegna þess að eitt hrossið vantar. Mig lang- ar til þess að finna það áður en ég fer“. „Ég skil nú ekki í því, að Sigríður gæti ekki varið sig fyrir Hrólfi, ef hún kærði sig um“, sagði Friðrika. „Þér og ykkur kvenfólkinu hérna tryði ég til þess að loka hana inni í fjósinu hjá hon- um, svo mikill var gorgeirinn í ykkur í vetur, þegar ég rak hann frá fjósdyrunum“, sagði Bensi. Friðrika reiddist keskni hans og svaraði snúðugt: „Ég segi það nú bara eins og mér finnst vera, að hún mætti verða fegin að fá eins duglegan mann og hann er, til þess að vinna fyrir sér“. „En það er hún nú ekki, sem betur fer, fyrir þig og dóttur þína, sem getur þá notið Hrólfs og dugnaðar hans, því að til hennar snýr hann sér, þegar Sigga er far- in. Þess vegna vona ég að þú gefir hana lausa, þó að það sé nokkrum vikum fyrr en um var talað“, sagði Bensi í ertnistón. „Blessaður segðu henni að fara að taka saman föggur sínar. Ég skil ekki í öðru en að heimilið komizt einhvern veginn af, þó að hún endi ekki út árið, sem hefði þó verið ólíkt viðkunnanlegra fyrir hana“, sagði Friðrika. „En hitt býst ég ekki við að þú eigir eftir að frétta, að dóttir mín verði kona Hrólfs á Litlu-Grund“. „Það þætti mér leiðinlegt, ef einhver önnur en hún nyti þessa ákjósanlega mannsefn- is, sem hann er að þínum dómi“, sagði Bensi. „Ég hef aldrei sagt, að hann væri ákjósanlegt mannsefni“, sagði Friðrika reiðilega. „Þó að ég léti það í ljós, að hann væri fullgóður handa Sigríði Jónasdóttur“. „Þá hlýtur hann að vera meira en ágætur handa Stein- unni Bjarnadóttur“, sagði Bensi og hló glettnislega um leið og hann fór út úr búrinu. Heimsins bezta munntóbak ÆTLARÐU AD FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrave St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535-Res. GL 2-5446 NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR Break your trip east r i with a - 4 2 DAYCRUISE - on the GREAT LfiKES! Board a Canadian Pacific steam- ship at Fort William and enjoy two exciting days crossing the Great Lakes to Port McNicoll. Travelling by train? Sailings are twice a week to fit in with your rail schedule. If you go by automobile it can be carried between decks. Sailings from Fort William Saturdays and Tuesdays, from Port McNicoll Saturdays and Wednesdays, June 8th to September 7th inclusive. For further information and bookings con- suit your local Canadian Pacific Agent. Cmadúm (Pacific Tralns / Trucks / Ships / Planes / Hotets / Telecommunicatiom WORLO’S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.