Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963 5 HJÖRTUR PALSSON: (SLENDINGADAGSLJÓÐ Flutl á 74. íslendingadeginum á Gimli, Manitóba 5. ágúst 1963. Sjá! Enn fer dagur eldi um bláa voga, og enn er bjart um Gimli og Víðines. Og djúpt í brjósti Islands eldar loga og ylja þeim, sem gamla sögu les. Við komum til að minnast sögu og siðar og sýna rækt þeim arfi, er með oss býr, því rödd hans enn í eyrum vorum niðar og á sér tón, sem bæði er hreinn og skír. Við komum hingað feðra og mæðra að minnast, sem mátu Islands rödd í sögu og brag, því enn er jafnan góðum gott að finnast og geta haldið íslendingadag. En lát ei gleymast, þó að þynnist flokkur og þyngist róður tímans vindum mót, að afltaug sú, er saman bindur okkur skal sífellt tengd við íslands hjartarót. Með tómar hendur hér á þessum slóðum þeir hófu landnám fyrir tæpri öld. Þó sannaðist á lífi þeirra og ljóðum, að landið, sem' þeim fram á ævikvöld var efst í hug og hjartað löngum þráðiN var hólminn litli bakvið úfinn sæ — og lítil þjóð, sem stríð við heiminn háði, en henti aldrei lífsvon sinni á glæ. Hér gafst þeim land að ryðja, rækta og byggja í regni og sól með dug frá strönd að strönd. En engum dugði á liði sínu að liggja, því leiðin gat á stundum orðið vönd. En strit þeirra og basl við bjálkakofann skóp barnsins gleði, er óx úr grasi þar, þó sorg og harmi beri vitni vofan, sem væng sinn þandi yfir Sandy Bar. En ævintýrið er þó naumast bundið við ofurlítinn blett þess fósturlands, sem löngum fékk í fjærstu myrkur hrundið jafnt fátækt, kvíða og vantrú íslenzks manns, því andinn lét ei færa sig í fjötra, en flaug hvað hæst á andvökunnar nótt og kunni að láta Klettafjöllin nötra, — um kjark og manndóm þangað enn skal sótt. í skáldsins ljóðum átti íslenzk saga og íslenzkt mál sinn vígða helgireit og gaf oss þá og gefur alla daga jafnglæsilegt og mikið fyrirheit urh það, sem getur gerzt með smáum þjóðum, sem gæta þess að ávaxta þann sjóð, sem ásamt þeirra sögu, list og ljóðum er lykill þess að vera sjálfstæð þjóð. Og því má enginn íslendingur gleyma, hve auðvelt er að týna sjálfum sér, ef líf og saga sú, er gerist heima, er sjaldan munuð, þar sem landinn fer. Og megi um vötn og velli blærinn bera þau boð til yðar allra fjær og nær, að allt, sem íslenzkt var, skal íslenzkt vera og verða meðan íslenzkt hjarta slær. Hvers virði er þá að vera íslendingur í veröld, þar sem stærðin ræður ein, gegn rétti og mannúð beinist byssustingur og barnsrödd dagsins kafnar skær og hrein? Þótt vígöld sprengjum veröld þína girði og veki ugg um land þitt, fjöll og sjó, er hugur þinn samt bundinn bláum firði og bleikri stjörnu í haustsins þöglu ró. Sjá! ísland væntir þess, að þeir, sem vilja, að þeirra nafn sé lengi við það tengt um aldur megi skynja glöggt og skilja svo skírum hug, að eigi verði rengt, að eiti er landið ástum vorum bundið og aðeins kært í skuggsjá þess, er var, og enginn getur föðurland sitt fundið, sem fæst ei til að leita sjálfur þar. Caroline Gunnarson: Víðar reimt en á íslandi Það er sízt að undrast þótt sungið hafi í Rimmugígi Skarphéðins eða atgeirnum Gunnars þá er von var um blóð á egg eða odd, fyrst af því fara sannar sögur að fjörkipp- ir færist í værukæra hefla í Glace Bay, Nova Scotia, ef 3að stendur til að þeir kom- ist í að smíða líkkistur. Það væri, satt að segja, full fróðlegat fyrir þá íslendinga, sem þykjast eiga einkarétt á mergjuðustu draugatrú heimsins, að fletta upp í hinu Kanadísku þjóðsagnasafni dr. Helen Creightons í hrás- laga kulda á þungbúnu haust- kveldi. Vistlegra væri þó að láta ljós loga yfir lestrinum, og hráslagi í lof-ti gæti orðið harla nærgöngull, nema þá, ef hægt væri, með eigin hendi, að hressa upp á lifandi eld með við eða kolum. Máske eru gildar ástæður fyrir því að fólk á austurströnd lands vors hélt fast við æfagamla keipi hvað upphitun húsa snertir. En hér sit ég límd við stól- inn með þriðju útgáfuna af bók dr. Creightons í hendi. Upplögin sem prentuð voru 1957 og 1959 seldust upp von bráðar, og mér er sagt að hið þriðja gangi einnig ört upp. Slíkt er ekki algengt um Kanadískar bækur. Er því ekki trútt um að einhverjir af vorri raunsæu þjóð eigi það til áð liggja í draugasögum Víst er um það, að dr. Chreighton er kona traust- menntuð í háskólum landsins, er stór fróð um allt sem lítur að þjóðsögum, þjóðsöngvum og öðrum menningararfi þjóð- ar vorrar, hefir haft forstjórn á menntadeild við King’s Col- lege í Halifax og er útskrifuð í mannfræði ofan á allt annað. Hún er alin upp í Dartmouth, Nova Scotia, þekkir sitt fólk og ann því. Hún fer mjúk- um samúðar höndum um efnið og lætur sögumenn sína jafnan hafa orðið. Þessvegna ber á skemmtileg- um svipbrigðum í stíl og blæ sagnanna. Má segja að sög- urnar hafi nærri ósjálfrátt oltið henni í skaut af vörum aldraðs fólks frá því hún fyrst hóf ferðir sínar um byggðir Nova Scotia 1928 til þess að ná fornum þjóðsögum á segulband og forða þeim frá glötun gleymskunnar. Hér kennir margra grasa. Ýmsir taka til orða sem reynslu hafa haft af öndum, svipum og fyrirboðum, og oft- ar en einnu sinni hafa þeir sýnt sig, hinir fordæmdu varðmenn, er um ótalin ár hafa nauðugir, og oft sneidd- ir höfðinu, gætt hinna gífur- legu fjársjóða er sjóræningj- ar eiga að hafa grafið víðs- vegar um Nova Scotia. Það er svo reimt í þessari bók að það ar jafnan togað í tær á mönn- um þar sem þeir liggja á bæn í svefnhúsum sínum, af því einu að hinir framliðnu þykj- ast eitthvað þurfa að kvabba á jeim. Dr. Creighton telur Kelt- nesku fólki dulrænu í blóð borna, og segir Skota vera ófreska mjög. Kveður hún eldri sjómenn oft hafa átt Dessari gáfu lífið að launa. Sjáum nú hann Ephraim Doan. Hann liggur upp í koju út á skútu í Shellburne, N.S., þegar hann, allt í einu heyrir mastrið falla niður. Hann fer að athuga þetta, en sér þá strax að allt er með feldu og ekkert hefir raskast. En Ephraim gamli skildi þegar á hann var yrt. Hann gekk af skipi og fór ekki fyrirhugaða ferð til Boston. Þetta var í desember 1888. Hafrok mikið skall á og skipið fórst Kona Godfreys skipstjóra hefir merkilega sögu eftir manni sínum. Það flaug í hann pappírspakki þar sem hann lá fyrir í koju sinni, og hugði hann stýrimann vera að hrekkja sig. En þá er hann leit við, sá hann að blossaði eldur á stærð við mann upp- úr miðju gólfi og þaðan var yrt á hann. „Þú ferst ef þú íylgir þessu skipi. Farðu ekki þessa ferð, og muntu þá deyja heima hjá þér í hárrri elli.“ Þessu hlýddi Godfrey og annar skipstjóri var ráðinn til ferðarinnar. Skipið skilaði sér ekki úr siglingunni, en forlög Godfreys urðu þau sem fyrir var sagt. „Hefði ungi maðurinn, sem nú segir frá, verið af skosk- um en ekki þýzkum uppruna hefði máske ekki farið sem fór,“ segir dr. Creighton í ein- um kafla bókarinnar. Piltur- inn var á ferð heim, til Broad Cove frá Petite Riviere á þokudimmri nótt, þegar hann sá konu við veginn og stóð hún í ljósum loga. Kveld eitt, aðeins stuttu síðar, heyrði hann angistaróp til móður sinnar er farin var að hátta. Hann reif í ofboði upp hurð- ina að herbergi hennar, og þar stóð hún í björtu báli. Hafði kviknað í útfrá lampa er hún hélt á. Drengurinn skað- brendist við að reyna að bjarga móður sinni en varð of seinn. Þá er að snúa séra að áður- nefndum heflum, og er þá að geta þess að framferði þeirra er ekki eindæmi í Glace Bay. Á norðurströnd þessarar fögru víkur er það lítið til- Framhald á bls. 7. Dánarminning Halldór Jóhannes Stefáns- son var fæddur í Seyðisfirði á íslandi þann 5. marz árið 1882. Foreldrar hans voru þau hjónin Stefán Jóhann Hall- dórsson og Sigríður Sig- mundsdóttir. Árið 1893 flutt- ist Halldór með foreldrum sínum til Ameríku, þá ellefu ára. Þegar til Winnipeg kom fékk hann strax vinnu hjá mjólkursölumanni er Bjarni Torfason hét, við smávik og var hjá honum í þrjú ár. Kaupið sem hann fékk var húsnæði og fæði og tækifæri að ganga á skóla. Þegar Halldór var 17 ára að aldri gerðist hann formaður á seglbát við fiskveiðar á Win- nipegvatni og stundaði veiði á því vatni í 17 ár. Þá fluttist hann til foreldra sinna, sem höfðu numið land í Merwin, Sask. Þar var hann í tvö ár, uns þau fluttu til Winnipeg- ósis, þar sem hann byrjaði fiskiveiðar á því vatni á sín- um eigin bát og sína eigin út- gerð. Þá atvinnu stundaði hann til 67 ára aldurs, að hann seldi bát sinn og útgerð og gerðist aðstoðar fiskiveiða- umsjónarmaður fyrir stjórn- ina. Þá stöðu hafði hann í þrjú ár. Halldór kvæntist 3. október 1916 eftirlifandi ekkju sinni Jörínu Auður Gunnarsdóttur, Friðrikssonar og Guðrúnar Helgu konu hans. Þau eign- uðust 5 börn, sem hér segjir: Gunnar, búsettur í Vancou- ver, B.C.; Mrs. S. Hill (Helga), Flin Flon, Man.; Mrs. A. Fuller (Francis), Toronto, Ont.; Mrs. Leo Lindsay (Connie), Shakopee, Minn., U.S.A.; Mrs. K. Sanderson (Doreen), Dauphin, Man. Systkini Halldórs voru þessi: Vilborg, dáin í æsku; Sigmundur, dáinn um síðustu- aldamót; Sigurður Jón, dáinn fyrir nokkrum árum; Stein- unn Sigurbjörg kona Gísla Magnússonar að Lundar, Man.; Sigurborg, ekkja Tomas Dennison, hún á heima í Burnaby, B.C.; Sigríður Júlíana Ósk, R.N. kona Dr. Núma Hjálmarssonar, Lund- ar, Man. Halldór sálugi var trúr og ástríkur eiginmaður og faðir, virtur af öllum sem honum kynntust, sannur vinur vina sinna. Hann dó á heimili dótt- ur sinnar, Doreen í Dauphin, þann 2. apríl 1963. Jarðaður í grafreit Winnipegosis bæjar. Blessuð sé minning hans. Ekkja og fjölskylda. Vér tignum ísland, óðal feðra vorra, og allar landsins vættir biðjum enn að gefa oss styrk að þreyja langan þorra og þrek til þess að kallast frjálsir menn. Svo megi ísland aldir heimsins lifa og enn fá staðizt tímans Hrunadans, en glaðvær börn þess gullnu letri skrifa sín gleðiljóð um trúna á heill vors lands. Winnipeg í júlí 1963. É

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.