Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 1
Högber g; - ^eimsfer ingla Stofnað 14. ]an.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963 .-va&gS*. NÚMER 38 Dr. K. J. Austman látinn Hinn kunni og vel metni læknir Kristján J. Austman varð bráðkvaddur í Toronto, á mánudaginn 7. okt. 1963, en þar voru þau hjónin í heimsókn hjá Kristjáni syni s í n u m . Banameinið var hjartabilun. Dr. Austman var fæddur í Glenboro, Man., 25. sept. 1890. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, alþingismaður og ritstjóri, og Þóra Þorvarðar- dóttir ættuð úr Borgarfirði suður. Kristján var stjúpson- ur Jóns Austmans, er gekk honum í föðurstað. Fjölskyld- an átti heima úti á landi um skeið, en flutti síðan til Winnipeg 1912 og þar hlaut Kristján menntun sína. Hann lauk Bachelor of Science prófi við Manitoba háskólann og gekk síðan í Kanadíska herinn, vorið 1916 sem undir- foringi. Vegna heilsubilunar fékk Kristján lausn úr herþjónustu haustið 1917, og þegar heilsan leyfði hélt hann áfram námi og lauk prófi í læknisfræði 1921. Um þetta leyti kvæntist hann Jólöfu Thorsteinsdóttur Oddssonar fasteignasala hinni ágætustu konu og lifir hún mann sinn. Dr. Austman stundaði fyrst lækningar í Winnipeg í tvö ár og síðan í Wynyard í 10 ár. Þá fór hann til Englands til sérfræðináms í augna- eyrna- og nefsjúkdómum og rak síð- an lækningastofu í Medical Arts byggingunni í fjölda mörg ár. við ágætan orðstír. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst þjónaði hann í Kana- díska hernum sem Medical Officer. Og varð síðan læknir við hermannaspítalann í Deer Lodge, Winnipeg. Dr. K. J. Auslman Hann lifa einn sonur, Kristján í Toronto; tvær dætur, Mrs. Edward Purdy (Thora) í California og Mrs. Joseph Chrabaszcz í Winni- peg; þrjú barnabörn; ein syst- ir, Mrs. Ásta Oddson í Winni- peg og einn bróðir Jón Aust- man á Deer' Lodge spítalan- um. Dr. Kristján Austman var gáfaður maður, átti mikið og fágætt bókasafn, unni góðum bókmenntum, ekki sízt ís- lenzkum; hafði þýtt skáldsögu og fleira eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Hann var og gef- inn fyrir ættfræði og liggja eftir hann handrit í þeirri grein. Útförin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 2 e.h. á fimmtudaginn; Dr. Valdimar J. Eylands flytur kveðjumál. Bardals annast útförina. Fréftir frá fslandi Búa á víxl í London og Moskvu S o v é z k i píanóleikarinn Vladimir Ashkenazy skýrði frá því í dag, að hann og kona hans, Þórunn Jóhannsdóttir, hefðu ákveðið að búa á víxl í London og Moskvu. „Skyldur mínar við ættjörðina sitja í fyrirrúmi“, sagði Ashkenazy, „en þegar konan mín og ég fórum til Moskvu snemma á þessu ári, söknuðum við son- ar okkar mjög“. Ashkenazy hefur skýrt vinum sínum frá því, ,að hann vilji að sonur hans, Vladimir, alist í Bret- landi og gangi í skóla þar en ekki í Sovétríkjunum. Ashkenazy er nú í London og hefur leikið á nokkrum hljómleikum þar. Hann og kona hans tóku ákvörðun um að stofna tvö heimili, annað í London, hitt í Moskvu, eftir mikla umhugsun. Vísir 24. sept. ☆ Safna fé til Skálholtsskóla í Danmörku hefur verið sett á fót nefnd í þeim tilgangi að styrkja byggingu skóla í Skálholti. Hér fer á eftir kafli úr bréfi nefndarinnar: „1 þakkarskyni fyrir hið mikla framlag Islands til nor- rænnar menningar, hafa verið settar á fót nefndir í Finn- landi, Noregi og Danmörku, í þeim tilgangi að safna fé til stuðnings hugmyndinni um skóla í Skálholti. Þegar haft er hugfast hið nána samband íslands og Danmerkur um aldaraðir, hlýtur að þykja mjög eðlilegt, að Danir vilji einnig leggja skerf til endur- reisnar Skálholts. Til þess að skerfurinn verði af mörkum lagður, er nefndinni komið á fót. Markmiðið er að gjöf Dana nemi að minnsta kosti 200 þúsund d. kr.“. Mgbl. ☆ Grundarmál 1 gær komu til Akureyrar 5 hæstaréttardómarar, þ e i r Lárus Jóhannesson, forseti dómsins, Árni Tryggvason og Gizur Bergsveinsson og vara- dómararnir Ármann Snævarr og Þórður Björnsson. Auk þess komu 3 hæstaréttarlög- menn, Benedikt Sigurjónsson, Páll Lindal og Páll S. Pálsson, og Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari. I morgun fóru þeir fram í Eyjafjörð, því að þar eru málaþrætur uppi. Á Grund eru tvö býli. Eigendur að Grund I eiga Holt, hálft Holts- kot og helming af jörðinni Miðhúsum. Deilan er svo risin milli eigenda á þessum þrem-> ur jörðum og bóndans á hinu Grundarbúinu. vegna landa- merkja. Dómþing í hæstarétti verð- ur svo sett kl. 10 í fyrramálið í Landsbankasalnum á Akur- eyri í Grundarmálinu. Og er það í fyrsta skipti í sögunni sem dómþing Hæstaréttar er háð utan Reykjavíkur. Og er það skv. laga heimild frá í vetur. Er þetta sögulegur at- burður. Mgbl. 25. sept. ☆ Hríðarveður gekk yfir allt land í gær 1 gær var vonzkuveður um land allt með snjókomu eða slyddu. Lokuðust margir fjall vegir Norðanlands, Vestan og Austan, svo sem Siglufjarðar- skarð, Þorskafjarðarheiði Möðrudalsöræfin og Odds^ skarð. Vaðlahéiði og Öxna- dalsheiði voru þó færar stór um bílum með ‘ keðjum og í gærkvöldi var orðið eins ástatt á Holtavörðúheiði, hún var vart fær smábílum. Hellis- heiði var vel fær, en dálítið hált þar. Þetta óveður gengur yfir á versta tíma, því víðast hvar á landinu eru göngur og réttir. og hafa gangnamenn fengið versta veður á fjöllum. Sunn- anlands, þar sem var slydda á láglendi, en snjókoma á fjöll- um og uppsveitum, voru gangnamenn á leið með rekstra sína niður og hrepptu hrakninga. T.d. urðu Biskups tungnamenn að moka sér leið með fjallsafnið niður Blá- fellshálsinn í fyrradag og voru í gær á leið niður byggðina Framhald á bls. 2. When Dr. Baldur Kristjan- son was named executive di- rector of the Manitoba Econ- omic Consultative Board re- centy, Ottawa reporters de- scribed the appointment as an “important catch” for Prem- ier Roblin. Those who know Dr. Krist- janson won’t quarrel with this appraisal of his worth. He is highly regarded as a planner, economist, and administrator. His arrival here from his government post in Ottawa /# Kristjanson Influence By Val Werier ii one,” he says, “you make a phone call in the evening.” The story of Dr. Baldur Kristjanson begins at Gimli, where he and his five broth- ers and two sisters were born. They derived their strong sense of social consciousness from their parents, who grew up in proverty and emigrated to Gimli from Iceland before the turn of the century. Books rate high As with many Icelanders who emigrated here, books rated high with the Kristjan- sons. Their mother, still in Gimli, explains the emphasis put on education: “It was the only thing we thought couldn’t be Framhald á bls. 2. Dr. Baldur Kristjanson spells a renewal of what can oe called the “Kristjanson in- fluence” in public affairs. He joins five other brothers in the west in public service. All have taken Ph.D. courses in agricultural economics, of whom two still have to write their theses. His brother economists are Chris, chief of the economics division of Manitoba Hydro; Al, senior rural development specialist for Manitoba; Bur- bank, deputy assistant agri culture minister of Manitoba; Larry, executive assistant to the chief commissioner of the Canadian Wheat Board; Leo research associate at the cen- tre for community studies at the university of Saskatche- wan. National assei Some regard the Kristjan- son family in the light of a national asset. It is a phen- omenon which arouses awe in the minds of other econo- mists and sometimes gives the impression that the Kristjan- son family has cornered the market. “It’s a little embarrassing,” says one brother. “We bump into each other all over the place in our work.” There are advantages too. “If you’re up against a tough Pan American Games 1967 Society Stjórnarvöld landsins, fylkja og borga í Kanada eru nú þegar farin að undirbúa meiri háttar hátíðarhöld fyrir árið 1967 í tilefni þess að þá verða liðin 100 ár frá því að austurfylki Kanada samein- uðust og öðluðust stjórnarskrá The British North America Act — er síðan hefir verið í gildi fyrir þau fylki sem síðar bættust við — allt landið. Fyrir nokkrum mánuðum tókst borgarstjóra Winnipeg, Stephen Juba að koma því til leiðar að íþróttasamkeppni allra landa vesturálfunnar — Pan-American Games, sem þreytt eru fjórða hvert ár færu í þetta skipti fram 1 Winnipetg. Til þess að þetta megi heppnast og fara vel fram er þörf á geysimiklum undirbúningi; og hefir Mr. Juba í huga að mynduð verði 1500 manna nefnd til að ann- ast hann. En nú þegar hefir hann fengið nokkra menn sem kunnir eru fyrir skipulegging- ar hæfileika sína til að taka sæti í 25 manna nefnd bæði til að útnefna fólk í þessa 1500 manna nefnd og sem aðal framkvæmdarnefnd þessa starfshóps, er nefnist, Pan-American Games 1967 Society. Dr. P. H. T. Thorlakson var einn hinna fyrstu er Stephan Juba borgarstjóri leitaði til, vegna þess hve hann er kunnur fyrir hæfileika sína og fórnfúst starf í þágu menn- ingar- og framfaramála borg- arinnar og hefir nú Dr. Thor- lakson tekið sæti í stjórnar- nefnd Pan-American Games 1967 Society.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.