Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963 7 hentur, og nú var klukkan orðin þrjú eftir hádegi. ,Ég má til að fara að byrja á kistunni/ sagði hann, ,og ég verð að komast af. án hef 1- anna.‘ Ég vissi að slíkt var ómögulegt, opnaði nauðugur koffortið og fékk honum heflana. En ég beið ekki boð- anna að koma frá mer koffort- ínu eftir þetta, um það máttu vera viss.“ Víðar reiml en á íslandi Framhald írá bls. 5. töku mál að smíðatól veltist um og geri skarkala nokkru áður en að til þeirra er tekið til að smíða utanum lík. Á Morrison heimilinu í Marion Bridge var til kista sem geymd voru líkklæði, svona til vonar og vara. Hún opnaðist ætíð af sjálfri sér áður enn eitthvað þurfti í hana að ' sækja. En greinilegustu söguna af þesskonar ,heflagangi‘ hefir dr. Chreighton eftir öldruðum hjónum í Glace Bay sem heita Mr. og Mrs. Bagnall. „Þegar við vorum ung“, sagði gamli maðurinn, „þá smíðaði maður sjálfur utan- um þá framliðnu, en til þess að gjöra þetta sæmilega þótti þurfa sérstaka hefla. Faðir minn, sem var smiður, hafði flutt til Bandaríkjanna. Hafði hann skilið eftir smíðatólin sín í húsinu og beðið að senda þau á eftir sér. Þau biðu al- búin ferðarinnar í læstu kof- forti með koparspöngum. Tóm, vóg þessi hirzla um 150 pund. Hún var ekkert létt, skal ég segja þér!“ „Nú var það eitt kalt kveld í febrúar, þegar við hjónin höfðum tvo um tvítugt, að við komum seint heim. Ég átti ekkert við að kveikja upp í eldstæðinu, því við fórum beint í rúmið. Við vorum varla lögst fyrir þegar við heyrum skarkala niðri, en þar var ekkert fyrir nema verk- færi föður míns, afar þung, í þungri kopar-girtri kistu. Þrisvar sinnum rauf þettað þunga hljóð þögnina. ,Hvað var þetta?‘ spurði konan. ,0, það hefir eitthvað raskast til þarna niðri/ sagði ég. En ég vissi hvað hér var á seiði og ákvað að í þettað sinn skildi ég ná yfirhöndinni og venja smíðatól föður míns af vond- um vana.“. „Það kom ekki að mér ó- vörum morguninn eftir þegar föðurbróðir minn kom og sagði lát afa míns. Kvaðst hann ætla að smíða utanum gamla manninn, og falaði hefla föður míns til verksins. Ég synjaði honum um lánið, sagðist vera búinn að búa um koffortið, sem satt var, og það yrði strax að komast af stað til föður míns. ,Ég fæ þá hefla hjá John Hardy,1 sagði frændi. Þangað var 20-mínútna gang- ur og þangað fór hann fýlu- ferð. Heflarnir voru í láni í 12-mílna fjarlægð. ,Ég fer að finna McKinnon/ sagði karl, þá, og nú skammaðist ég mín, því til McKinnons voru þrjár mílur og engir bílar í þá daga. Ég hefði getað náð heflunum úr kofforti föður míns á fáum mínútum, en ég vildi komast hjá að hleypa þeim í líkkistu fjalirnar. Mér fannst endilega að ef þeir yrðu af sprettinum í þettað sinn myndu þeir kannske þegja um návist dauðans þar eftir.“ „Aftur kom frændi tóm- Hentugt að kaupa þau Þér getið keypt Canada Savings Bonds fyrir peninga út í hönd eða með afborgunum. Notið Payroll Savings Plan við vinnuna — eða hjá bönkum, viðurkenndum fé- sýslumönnum eða lánsfélögum. Þau fást fyrir $50, $100, $500, $1,000 og $5,000 og takmörkuð við $10,000 á mann. Þau hæfa kaupgetu allra! Auðvelt að skipta þeim Þér getið skipt Canada Savings Bonds hvenær sem er fyrir full- virði og áfallna vexti. Þegar þér þarfnist reiðupeninga þurfið þér ekki annað en að fylla inn útlausn- ar eyðublaðið á verðbréfinu og afhenda það banka þínum. Þú færð peninga þína tafarlaust. Canada Savings Bonds eru betri en reiðufé. Ágæt að geyma þau Þér fáið vexti á Canada Savings Bonds 1. nóvember ár hvert — 4%% fyrstu tvö árin; 5% hvert næstu 6 árin og 5%% hvert síðustu 4 árin — vextir að meðaltali 5.03% á ári ef verðbréfin eru geymd þar til þau falla í gjalddaga. Á 12 árum nieð samanlögðu vaxtafé verður hvert $100 Bond $161.00 virði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.