Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized a$ second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postoge in cash. Frú Jakobína Johnson skóldkona Það var árið 1935 að ég sá Jakobínu Johnson skáldkonu í fyrsta sinn. Hún var á íslandi í boði Sambands íslenzkra kvenfélaga og Ungmennafélags Islands. Auglýst var í blöð- unum í Reykjavík að hún myndi flytja ljóð sín í Iðnó tiltekið kveld. Ég dvaldi þá á íslandi, hafði lesið talsvert um og eftir þessa Vestur-íslenzku skáldkonu. Vitaskuld lét ég mig ekki vanta á samkomuna. Þar var húsfylli. Ég geymi enn í minni myndina af henni þegar hún gekk fram á pallinn, lítil, léttstíg, ljúf á svip og falleg — og svo undur ungleg, þó hún væri sex barna móðir. Hún flutti kvæðin Islenzk örnefni. íslendingur sögufróði, Hugsað fil Sl. G. St.. Leifur heppni. Spörfuglinn, Vögguljóð og fl. — Ljóðin og frábær túlkun þeirra hreif áheyrendur og létu þeir fögnuð sinn óspart í ljósi. Frú Jakobína Johnson er áttræð í dag. Ég heimsótti hana fyrir nokkrum vikum síðan og þá flutti hún fyrir mig hið ljúfa ljóð, er nú birtist á framsíðu Lögbergs-Heimskringlu, — Ég vissi naumast af því. Ljóðið er í samræmi við þann áfanga sem hún hefir nú náð á æviskeiðinu, en einkennilegt var það, að þegar ég virti hana fyrir mér, fannst mér hún lítið hafa breytst frá því fyrst ég sá hana; hún er enn falleg og undursamlega ungleg. Á henni sannast hið fornkveðna, „fögur sál e.r ávalt ung.“ Upplýsingar um æviferil frú Jakobínu er að finna í ís- lenzku blöðunum, í bókinni Vestan um haf, með heildarsafni ljóða hennar, í Who is Who of American Women og víðar. Hér munum við lítillega minnast þess bókmennta- og menn- ingarstarfs, sem mun halda nafni hennar á lofti löngu eftir að hún er horfin úr augsýn þangað, „er sólin sezt ei framar“. Frú Jakobína hefir verið nefnd Söngvasvanurinn á Kyrra- hafsströndinni af þeim manni sem dómbær þótti um ljóðlist, og fór hann þannig orðum um ljóð hennar: „Svo kliðmjúk er ljóð frú Jakobínu að vel má líkja þeim við svanasöng og henni sjálfri við syngjandi svan; fljótt á litið láta ljóð hennar ekki mikið yfir sér, en við nánari athugun verður maður þess brátt áskynja, hve auðug þau eru að sönnu skáldskapargildi, auk þeirrar töfrandi heiðríkju, sem yfir þeim hvílir; ást til Islands og íslenzkrar tungu er henni í blóð borin eins og ljóðin bera svo glögg merki um.“ — E.P.J., Lbg. okt. 1953. Hin frumsömdu ljóð frú Jakobínu birtust fyrst í íslenzku blöðunum og tímaritum vestan hafs og einnig í blöðum og tímaritum á íslandi, ennfremur ýmsar ritgerðir. Ljóðabækur hennar voru gefnar út á Islandi og eru þessar: Kertaljós, frumsamin ljóð 1938, sem náðu svo mikilli hylli að þau voru endurprentuð 1939. Sá ég svani, frumsamin ljóð með myndum, 1942 og Kerlaljós, heildarsafn frumsamdra ljóða hennar með æviágripi eftir séra Friðrik A. Friðriksson, 1959. Síðan hafa mörg kvæði birst eftir hana í tímaritum og blöð- inn, bæði vestan hafs og austan. Eitt mikilvægasta þjóðræknisstarf frú Jakobínu eru þýð- ingar hennar á ljóðum íslenzkra öndvegisskálda á enska tungu; hún er ein af þeim fáu sem það geta gert, svo vel fari. Stephan G. Stephansson lét svo ummælt: „Hún ein þýðir sem skáld að svo stöddu.“ Þýðing hennar á Ó, Guð vors lands, þykir bera af og hefir hlotið þá viðurkenningu að vera tekin upp í þjóðsöngvabók Sameinuðu þjóðanna. Hin þýddu ljóð hennar hafa birzt í merkum tímaritum, vestan hafs Scandinavian Review, Liierary Digesl og fl. og í bókum Dr. R. Becks — Icelandic Lyrics og Icelandic Poems and Siories og í ýmsum öðrum bókum, sérstaklega barna- söngbókum. — Menningarsjóður íslands gaf út ljóðalþýðing- ar hennar — Norihern Lighls 1959 og hefir bókin að geyma kvæði eftir þrjátíu íslenzk skáld, eitt eða fleiri eftir hvert. Frú Jakobína hefir og þýtt leikritin Lénharð fógeia og Galdra Lofi, er báðar birtust í tímaritinu Poei Lore. Fáir hafa útbreitt þekkingu á ís- lenzkri ljóðlist og bókmennt- um eins vel og Jakobína Johnson. Árið 1930 eða um það leyti að börn frú Jakobínu fóru að stálpast tók hún að kynna Is- land í Seattle og grendinni með því að flytja erindi um landið og þjóðina og lesa upp ljóðaþýðingar sinar. „Margt gerir frú Jakobína eftirsótta sem fræðara og upplesara — gerhyggli góðs menntamanns, aðlaðandi viðmót, málrómur, sem er þýður og þróttmikill í senn, ágæt túlkunargáfa og svo ást hennar á viðfangs- efnunum. Það er sljór maður, sem ekki hlustar og hrífst með, þegar frú Jakobína les upp. Þess hafa gerzt skemmtL leg dæmi, að fólk, sem ekki gat hugsað sér að hafa ánægju af ljóðum, gerði óvænta upp- götvun, þegar það hlýddi á frú Jakobínu.“ — F. A. F. t r I þessu þjóðræknisstarfi varð frú Jakobína svo vinsæl að hún hefir flutt erindi sem tugum skiptir árlega í skól- um, á fundum og samkomum óteljandi klúbba og íélaga, og í útvarpi og sjónvarpi. Oftast kemur hún fram í íslenzka þjóðbúningnum og hefir til sýnis ýmsa listmuni og bækur frá íslandi. Með tilliti til ljóðaþýðinga frú Jakobínu og fyrirlestra hennar um Island var það ekki ofmælt þegar forseti ís- lands, Ásgeir Ásgeirsson sagði um leið og hann afhenti henni Stórriddarakross Fálkaorð- unnar 1959 „Fyrir að færa út takmörk íslenzkrar menning- ar.“ (Árið 1933 var hún sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar). íslenzka þjóðin og stjórn Islands hefir að makleikum auðsýnt frú Jakobínu heiður og vinsemd. Hún hefir iþegið tvenn heimboð til Islands auk heimboðsins 1935. Árið 1948 var henni boðið heim af einni fjölskyldu vina hennar og árið 1959 var henni boðið af ungu fólki, sem dvalið hafði við nám vestur á ströndinni og notið gestrisni og vináttu hennar. Og í hvert skipti sýndi stjórn landsins henni viðurkenningu og vinsemd með dýrmætum bókagjöfum, dvöl á Þingvöllum og síðast með ú t g á f u bókarinnar Noríhern Lights. Vestur-íslendingar hafa og látið í ljósi hug sinn til skáld- konunnar á margvíslegan hátt. Hún er heiðursfélagi í Þjóðræknisfélaginu og Jon Sigurdson IODE félaginu og fl. Hún hefir verið hyllt á afmælisdögum sínum og nú á áttræðisafmæli hennar verða henni haldnar tvær af- mælisveizlur, önnur í Seattle 25. október og hin í Vancouver 2. nóvember. Hlýjar hugsanir hinna mörgu vina frú Jakobínu streyma til hennar á þessum tímamótum; ég flyt henni innilegar árnaðaróskir vegna afmælisins með þakklæti fyr- ir ástúð hennar í okkar garð fyrr og síðar. Tryggvi J. Oleson prófessor Þau sviplegu tíðindi bárust hingað fyrir síðustu helgi, að prófessor Tryggvi Júlíus Ole- son hefði þá í vikunni, 9. október, látizt snögglega á Almenna spítalanum í Winni- peg, rúmlega fimmtugur að aldri. Er mér ekki kunnugt um, að hann hafi kennt sér nokkurs meins, heldur hafi hann í sumar og haust unnið af sama kappi og jafnan fyrr að sögurannsóknum sínum. Hafði hann nýlega lokið samningu 1. bindis sögu Kanada, þeim hluta hennar, er honum hafði verið falinn. En ráðgert er, að sagan verði í nokkrum bindum, og er til ritunar hennar stofnað í minningu aldarafmælis Kan- ada 1967. Tryggvi J. Oleson var fædd- ur 4. maí 1912 í Glenboro í Manitoba, sonur Guðna Júlí- usar Olesons, kaupmanns og friðdómara þar, og Guðrúnar Kristínar Tómasdóttur. Guðni var sonur Eyjólfs Jónssonar og Sigurveigar Sig- urðardóttur, er fóru til Vest- urheims frá Dalhúsum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 1878 og settust að í Nýja-Is- landi. Fæddist Guðni þar 22. maí 1882, en fjölskyldan flutt- ist tíu árum síðar til Argyle. Hefur Guðni minnzt foreldra sinna í grein um þá í bókinni Foreldrar mínir, Reykjavík 1956. Kristín, móðir Tryggva, var fædd að Hólum í Hjaltadal, en fór unglingur vestur um haf og lifir enn, 86 ára gömul, en Guðni lézt 1957. Þau Guðni og Kristín voru bæði bókhneigð og áttu all- gott safn íslenzkra bóka, er Tryggvi las margar spjald- anna á milli. Heyrði ég hann oft minnast eftirlætisbóka sinna frá æskuárunum. Guðni gaf út vikublað á ensku tólf ár, en ritaði jafnframt á ís- lenzku þætti úr sögu byggðar- lagsins. Átti Tryggvi því skammt að sækja áhuga sinn á ritstörfum og sögufróðleik. Tryggvi lauk meistaraprófi við Manitobaháskóla vorið 1936, og voru aðalgreinar hans, að ég held, latína og saga. Hann kenndi 1936—38 við Jóns Bjarnasonar skól- ann í Winnipeg, en sneri sér jafnframt að frekara sögu- námi. Haustið 1946 var hann ráðinn prófessor í sögu við United College í Winnipeg, en hafði þá um nokkur ár verið kennari (lecturer) í þeirri grein við háskóla British- Columbiafylkis í Vancouver. Tryggvi lauk doktorsprófi við Torontoháskóla í febrúar 1950 og hafði áður dvalizt langdvölum þar eystra við rannsóknir sínar. Fjallaði rit- gerð hans um þátt í stjórn- lagasögu Breta á 11. öld, hið svokallaða Witenagemot. Var ritgerðin prentuð í Toronto 1955 og hét: The Witenagemot in the Reign of Edward the Confessor. — Hafa skoðanir fræðimanna um þetta „mót hinna vitru“, skipan þess og hlutverk, verið mjög skiptar, en viðurkennt er, að Tryggvi hafi þar varpað nýju ljósi yfir margt. Lýkur próf. Jón Jó- hannesson t. a. m. miklu lofs- orði á þetta verk Tryggva í ritdómi í Skírni 1956. Tryggvi hélt áfram rann- sóknum sínum á sögu Breta í tíð Játvarðar góða (1042— 66), var vetrarlangt í Boston 1956—57 og annan vetur á Englandi 1961—62. Hlaut hann fyrra veturinn styrk Guggenheimstofnunarinnar í New York, en hinn síðara styrk Rannsóknarráðs Banda- ríkjanna (American Sci'ence Research Council). Tryggvi tók í Englandi öðrum þræði til við samningu 1. bindis sögu Kanada,, er áður var getið. Kom hann þar m. a. enn að efni, er hann hafði lengi fengizt við, Vínlands- ferðir hinar fornu. En Tryggvi hafði endur fyrir löngu tekið að sér það stórvirki að snúa á ensku verki Jóns Dúasonar um Landkönnun og landnám Islendinga í Vesturheimi (Rvík 1941—47). Vann hann það bæði af atorku og vand- virkni og samdi við það fjölda athugagreina. Þótt Tryggvi sæi bresti í verki' Jóns, mat hann það mikils vegna hins gífurlega fróðleiks, sem þar er saman kominn. Hefur lengi staðið til að prenta vestra þýðingu Tryggva og vonandi, að það takist að lokum. I skýrslu sögufélagsins kanadiska 1954—55 er erindi eftir Tryggva um The Vikings in America, og í öðru riti sama félags (The Canadian Historical Review) telur hann helztu rit og ritgerðir um þetta efni að mestu á tíma- bilinu 1939—54 og leggur um leið nokkurn dóm á þær kenningar, er þar koma fram. Af öðrum greinum, er Tryggvi hefur ritað og varða að einhverju eða öllu leyti íslenzk efni, má t. d. nefna: Polar bears in the Middle Ages (Hvítabirnir á miðöld- um), Canadian Hist. Review 1953; þrjár greinar um bóka- söfn íslenzkra kirkna á 14. og 15. öld, Speculum 1957, Nor- disk tidskrift för bok och biblioteksvásen 1958 og 1960; A Note on Bishop Gottskalk’s children (Um börn Gottskálks biskups), Studia Islandica, 18 hefti 1960. Þótt Tryggvi væri sérfræð- ingur í miðaldasögu og færi t. a. m. svo langt á vit hennar, að hann tók kaþólska trú, lét hann sig sögu samtíðar sinnar

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.