Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1963 Gullbrúðkaup Framhald frá bls. 5. hvernig þau fóru að því, eins og það hefir komið mér fyrir sjónir. Una Friðný, móðursystir mín, dóttir Jónasar Thor- steinssonar og Lilju Frið- finnsdóttur sem bjuggu í Djúpadal í Geysisbyggð, og Jón, sonur Páls Halldórsson- ar og Jónönnu Jónsdóttur sem bjuggu á Geysir í sömu byggð, Tcvæntust þann 8. maí 1913. Þau hófu búskap sinn á Vall- holti í Geysisbyggð, bjuggu þar í nokkur ár, og fluttu síð- an að Geysir, bernskuheimili Jóns, þar sem þau hafa búið síðan. Þau tóku við gömlu, góðu heimili foreldra Jóns, en fylgdust vel með tímunum og tókst að koma upp nýtízku búi og byggja eitt myndarleg- asta heimilið í byggðinni, þar sem þau ólu upp fimm mann- vænleg börn. Ég átti heima á Brekku fyrir handan þjóðveginn og kom oft að Geysir, stundum í einhverjum erindum, stund- um í heimboð. Ég tók eftir því hve allt var snyrtilegt og vel til haft á heimilinu. Á sumrin gaf að líta stórann, vel hirtann garð, þar sem ótal tegundir af ávöxtum og blóm- um voru ræktaðar, fallega buska og dásamlega falleg blóm hér og þar í kringum húsið. Inn í húsi var allt hreint og gljáandi og prýtt með blómstrandi'jurtum. Una og Jón hafa bæði sérstakt lag á því að rækta jurtir, og eru samhent í því að prýða heim- ilið á þann hátt. Ég hef varla aldrei komið að Geysir svo að þau hafi ekki haft fallegt blóm til að sýna, og seinast í fyrrakvöld sýndi Una mér tvær yndislegar „African Vilolets“ í fullum blóma. Já, fegurð og smekkvísi er áreið- anlega eitt atriðið í grund- velli þeim sem gullbrúðhjónin hafa byggt á. Ég tók einnig eftir því hve gestrisin Una og Jón voru og samhent í því að skemmta gestum sínum. Hvenær sem foreldrar mínir, bræður mín- ir og ég komum þar í sérstakt heimboð, var skrafað um alla heima og geima, það var spil- að á spil, það var sungið og spilað með á orgel fyrr á ár- um en á píanó síðarmeir. Eftir því sem raddir okkar barn- anna þroskuðust, var sungið með röddum, svo var skemmt með samspili af þeim sem voru að læra að spila á píanó, fiðlu eða önnur hljóðfæri. Ti tilbreytingar, þá tókum við börnin og unglingarnir þátt í ýmsum leikjum, inni eða úti, og ólmuðust eins og börnum er títt. En hvað sem við vor- um að hafa fyrir stafni, þá var því fljótlega sleppt þegar sezt var að borðum, þar sem rausnarlegar og gómsætar veitingar voru æfinlega born- ar fram. Okkur þótti öllum mikið varið í þessar heim- sóknir og við systkinin gleym- um þeim aldrei. Gullbrúðhjónin eru bæði söngelsk og hneygð fyrir hljómlist, sérstaklega af því taginu sem kallast „classical". Una spilaði á orgel og hefir íallega söngrödd. Hún söng mikið við ungbörnin sín, ég man eftir þyí að heyra hana syngja við Valdimar og Sig- rúnu, en þau fæddust eftir það að við urðum næstu nágrann- ar. Uppáhaldslög hennar voru, „Vögguljóðin“ eftir Jón Frið- finnsson, „Sólskríkjan“, „Vor- ið er komið“, ög mörg fleiri. Jón hefir góða bassarödd og getur lært raddir eftir nótum. Þau sungu bæði við messur þegar kringumstæður leyfðu. Jón var einnig í öðrum söng- flokkum sem æfðir voru í byggðinni, þar á meðal í söng- flokki þeim, sem Jóhannes sonur hans æfði í mörg ár með aðstoð Lilju systur sinn- ar, og sem fenginn var til þess að syngja í öðrum byggðum, t.d. á Gimli á Islendingadags- hátíðum, þar á meðal á þeirri hátíð sem haldin var í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli nýlendunnar íslenzku. Þennan áhuga fyrir hljóm- list glæddu þau hjónin í hug- um barna sinna, sem eru mikl- um hljómlistargáfum gædd. Þau gáfu þeim tækifæri til þess að læra og þjálfa sig eins mikið og mögulegt var, þrátt fyrir mikla erfiðleika, og til- raunir þeirra báru ríkan ávöxt. Þau börnin sem mest gáfu sig að hljómlistinni, Jóhannes og Lilja, tóku mikl- um framförum og létu ljós sitt skína. Þau voru greiðug á það að spila fyrir aðra, bæði í heimahúsum og á opinber- um samkomum. Alda hljóm- listar reis upp á Geysir og flæddi yfir Nýja Island, gleðj- andi hjörtu og glæðandi á- huga fyrir þessari list, og gerðist mikilsvarðandi þáttur í menningabþroska nýlend- unnar. Hin systkinin eru öll söng- hneygð, en hafa minna gefið sig við hljómlistinni. Valdi- mar og Páll eru gæddir góð- um söngröddum. Sigrún er hneygð fyrir hljómlist og hef- ir þjálfað sig í píanóspili og söng, þó hún láti ekki mikið á því bera. Hún spilaði um tíma með systkinum sínum og öðrum í hljóðfæraflokki þeim, sem Jóhannes æfði til að spila á dansleikjum. Una og Jón eru bæði lag- hent og velvirk. Jón hefir unnið jöfnum höndum að öllu því sem að búskap lítur, að- stoðað við smíðar og hjálpað inni í húsinu þegar þess hefir þurft. Una hefir verið snjöll við allt sem að húshaldi lítur, einkar góð matreiðslukona, natin við niðursuðu og bakst- ur. Á sínum yngri árum gerði hún vandaðann útsaum. Ég man eftir dúk með útsaumuð- um jarðarberjum, („straw- berries“), sem hún hafði gert. Mér fannst það mundi ekki vera mögulegt að sauma út neitt fallegra né vandaðra en þennan dúk! Þegar tímar liðu varð hún að leggja niður fín- an útsaum og eyða frístund- um sínum í að sauma og bæta flíkur fyrir fjölskylduna sína, verk sem hún vandaði ekki síður en útsauminn. Þau hjónin innprentuðu börnum sínum þessa vandvirkni, sem endurspeglast í öllu því sem þau taka að sér að gera. Þrátt fyrir miklar annir, erfiðleika og vanheilsu, hafa hjónin á Geysir léð byggðar- málum lið sitt eftir beztu getu. Una starfaði í kvenfélagi Geysir safnaðar svo lengi sem rraftar og heilsa leyfðu. Jón var forseti safnaðarins í mörg ár, vann að því að drífa áfram byggingu kirkjunnar, hafði eftirlit með kirkjunni og grafreitnum um langt skeið. Hann var sunnudaga- skólastjóri um tíma og kenndi einum barnahópnum. Hann uppfræddi fermingarbörn þegar presturinn gat ekki komið því við. Una og Jón hafa haldið fast við sína feðra- trú, sýnt hana í verki, og gert hana að einum þættinum í grundvelli heimilislífsins. Jón var forseti skólanefnd- arinnar í Geysir skólahéraði. Hann studdi ýms byggðar og sveitarmál eftir mætti. Hann er maður skýr og vel máli farinn og var góður talsmað- ur þegar á þurfti að halda. Hann var oft fenginn til þess að halda ræður í veizlum og á öðrum samkomum. Hann er ritfær og stílar vel. Hann er vel lesinn, bæði á ensku og íslenzku, en heldur sérstakri tryggð við íslenzkuna, sem er alltaf töluð á heimilinu. Börn- in lærðu öll að tala og lesa íslenzku áður en þau fóru að heiman. Jón hefir hæfileika til þess að leika og tók oft þátt í leikjum sem sýndir voru í byggðinni og víðar. Hann gerði hlutverkum sínum jafn- an góð skil. Þannig hafa þessi hæfileika hjón byggt hinn sterka grund- völl að hjónabandi sínu, með því að vinna að öllum þeim sameiginlegu hugðarefnum, sem ég hefi þegar tiltekið. Þau hafa notið góðrar aðstoð- ar barna sinna sem heima hafa verið í það og það skiftið, einkum Páls, sem altaf hefir heima verið og hjálpað til þess að byggja upp og halda við heimilinu. Þau hafa notið að- stoðar Sigrúnar, á meðan hún var alveg heima og nú, þegar hún skreppur heim frá Winnipeg þar sem hún hefir atvinnu. Þessi góða samvinna á heimili gullbrúðhjónanna, ríkir einnig á heimilum þeirra barna sem gift eru, á heimili Jóhannesar og Olgu, á heimili Lilju og Halldórs Martin, og á heimili Valdimars og Ing- unnar, og náin samvinna tekst á milli allra heimilanna eftir því sem þörf krefst. Ríkidæmi Unu og Jóns er mikið þegar maður lítur yfir hópinn þeirra, börnin og barnabörnin. Þessi hópur er fallegasta og stærsta gullbrúð- kaups gjöfin þeirra, gjöf sem stækkar og tekur framförum. Mér lízt vel á þau öll, á hjúkrunarkonu-efnin, á þau sem eru að læra skrifstofu- störf, á þessi litlu sem ganga á skóla, og sem læra hljóm- list, og á þau minnstu sem enn eru heima. Börnin ykkar hafa beðið mig að túlka hjartans þakk- læti sitt fyrir allt og allt sem HJÓNASKÁL Æ, manstu vin, að okkur oft Fanst indæl þessi jörð, Er heimboð okkur æskan hélt Um allan Skagafjörð, Og sumar gekk með hring á hönd Og haust með brúðar-skart. Þá var oft kátt við kvæði og söng Og kvenna-augað bjart. Þó síðan hafi öldin elzt Um ára-tugi þrjá, Er sumarstund og sólglöð lund In sama eins og þá. Og enn er hægt að leika lag, Um ljóð ef nokkur spyr. Og stúlkur kunna að klappa enn Og kyssa mjúkt, sem fyr. Nú hvílir sumarhúmið heitt Við haustsins þrungna barm, Og leggur yfir land og bæ Sinn ljúfa, mjúka arm Um slegin engi inn um dal, Um akurlöndin bleik Með gróðann árs um gestmilt skgut Og gull á hverri eik. Og hérna inni er lífið ljúft Við ljós og brúðar-skál, Og vinar-koss á hverri vör, Og kvæði í allra sál — Og hver er sá er segja vill, Ef svipast hér í kring: Að vorsins þrá sé hærri hót’ En haustsins uppfylling. Si. G. St. Canadian Pacific 10th ANNUAL Package Tour to the Royal Winter Fair CATTLE JUDGING takes place Saturday, Nov. 16th and our tour has been purposely plaimed so that those arriving Toronto with the nrst group Friday, Nov. 15th can participate in this highlight. TORONTO, NOVEMBER 15 - 23,1963 A Choice of Two Departure Dates Leaving on the Scenic Dome THE CANADIAN from stations in Alberta—November 13 and 14; Saskatchewan and Manitoba — November 14 and 15. RATES AS LOW AS $220.10 from Edmonton and Calgary; $185.50 from Regina and Saskatoon; $165.95 from Winnipeg. Correspondingly low fares from other stations. INCLUDES transportation and berth in air con- ditioned tourist sleeper on train, all meals in DELUXE DINING CAR; SEVEN DAYS at the Royal York Hotel; sightseeing in Toronto and Niagara Falls; season admission to the ROYAL; reserved ticket for the Horse Show and R.C.M.P. Musical Ride; gratuities. Apply early—avoid disappointment. Ask your Canadian Pacific agent for brochure giving full details. He will gladly complete all arrangements for your trip. Make your reservations now. Ca/tadíaa (Pcuufiic TRAIN8 / TRUCKS / SHIPS / PLANC8 / HOTCL8 / TCLECOMMUNICATION* WORLD’S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.