Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ^eintékrtngla Slofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 NÚMER 41 Séra Haraldur Sigmar, D.D. lótinn Þessi ljúfi og vinsæli kenni- maður lézt á spítala í Kelso, Wash. 29. okt. 1963. Hann var fæddur 20. október 1885 og var því rétt 78 ára. Hann fluttist barn að aldri með foreldrum sínum vestur um haf 1883, en þau voru Sigmar Sigurjónsson frá Einarsstöðum í Reykjadal og Guðrún Kristjánsdóttir frá Séra Haraldur Sigmar D.D. Hólum í Reykjadal. Fjölskyld- an settist að í Argylebyggð og þar ólzt séra Haraldur upp, einn af ellefu systkinum. Hann stundaði nám við Wesley College í Winnipeg og síðan við Maywood presta skólann í Chicago og var prestvígður 1911. Hann þjón- aði söfnuðum Islenzka lúterska kirkjufélagsins í Wynyard, Sask., í Norður Dakota, í Vancouver og í Blaine, Wash. Árið 1931 var hann kjörinn vara-forseti kirkjufélagsins og árin 1943— 1947 var hann forseti þess. Háskóli hans sæmdi hann Doctor of Divinity nafnbót 1944. Dr. Haraldur Sigmar var framúrskarandi farsæll í prestsstöðunni og naut al- mennra vinsælda, enda mesta prúðmenni. Hann var kvænt- ur Margarethe dóttur séra Steingríms Thorlakssonar og var hún önnur hönd manns síns í starfi hans og stoð hans og stytta, er hann átti við vanheilsu að stríða mörg síð- ari ár^n. Hann lætur og eftir sig þrjá syni, séra Harald í Vancouver, Wash., séra Eric í Camas, Wash. og George í Kelso, og eina dóttur, Marg- aret — Mrs. Kristjánsson í Seattle. Kveðjuathöfn fer fram í dag (fimmtudag) og jarðar- förin í Seattle á föstudaginn. Þessa mæta manns verð- ur nánar minnst síðar í þessu blaði. Frá Norður-Kaliforníu Ný stjórn kosin í félagi Is- lendinga í Norður-Kaliforníu. Aðalfundur Islendingafé- lags Norður-Kalifórníu var haldinn þ. 20. okt. s.l. Nýjar félagsreglur voru lesnar og samþykktar af félagsmönnum og um leið varð félagsskapur okkar hér „incorporated“. Hr. Robert Cartwright, lögfræð- ingur við lögfræðingafélagið Shirley, Saroyan, Cartwright og Peterson, í San Francisco, undirbjó félagsreglurnar og studdist þá aðallega við hina fyrri stjórnarskrá félagsins, enda er hún að mestu leyti óbreytt. Steinþór og Louise Guð- munds, sem hafa tekið að sér það verk, að safna saman og geyma, á vegum félagsins, öllum þeim upplýsingum sem fáanlegar eru um íslendinga hér um slóðir, um ætterni þeirra og sögu, hvöttu menn til að senda þeim slíkar upp lýsingar og fylla út eyðublöð- in, sem þeim hafi verið send í því skyni. Þau hjónin höfðu með sér gesti á fundinum frá San Diego, hjónin Björgvin Kjerúlf Guðmundsson og konu hans önnu. Meðal gesta frá Islandi voru hjónin Guðni Friðriksson og kona hans Hrafnhildur. Síðan fór fram kosning nýrrar stjórnar. Kosnir voru: Jóhannes Sveinson, formaður; Jóhann Sörenson, vara-for- maður; Ingi Baldvinson, g j a 1 d k e r i (endurkosinn); Paula Jakobsson og Halldór Helgason, ritarar og Arnþór Garðarson, fréttaritari. Hinn nýji formaður félags- ins, Jóhannes Sveinson, er frá Winnipeg en hefir verið bú- settur í Gonzales s.l. 35 ár. Hann var formaður fyrir Monterey deild, League of California Cities s.l. ár og er bæjarfulltrúi (city council- man) í Gonzales. Vara-for- maðurinn, Jóhann Sörenson er ættaður og uppalinn á Stykkishólmi, sonur Sörens Valentínussonar og konu hans. Hann hefir búið hér í 3% ár og starfar sem „chef“ við hið þekkta Alta Mira hótel í Sausalito. Kona hans er Lilja Sigurjónsdóttir frá Vatnsleysuströnd. Halldór Helgason er sonur Helga Tryggvasonar b ó k s a 1 a í Reykjavík. Hann hefir dvalið hérlendis s.l. 11 ár og er ný- lega genginn í hjónaband og er kona hans Katla ólafsdótt- ir Ólafssonar, læknis í Hafn- arfirði. Paula Jakobsson er ættuð frá Los Angeles og er kona Vigfúsar Jakobssonar Einarssonar, prófasts. Hinn nýji fréttaritari fé- lagsins er Amþór Garðarson, sem hingað er nýkominn og nemur náttúrufræði við há- skólann í Berkeley. Hann er sonur Garðars Þorsteinssonar heildsala í Reykjavík og konu hans, Þórunnar Sigurðardótt- ur. Arnþór varð stúdent í Reykjavík árið 1957 og hefir lesið dýrafræði við Bristol háskólann í Bretlandi undan- farin 5 ár og lauk þaðan B.Sc. prófi. Arnþór hefir Fulbright ferðastyrk og hyggst dveljast hér í 2 ár. Kona hans er Guðrún Sveinbjarnardóttir og eiga þau hjónin 2 börn og er Guðrúnar og barnanna von upp úr áramótunum. Að lokinni stjórnarkosningu voru fram bornar veitingar af formönnum matar- og fram- reisingarnefndar, þeim frúm Guðrúnu MacLeod og Þór- unni Magnússon. Hákarl, harðfiskur, kindakæfa, tertur og annað góðgæti var borið fram af þessum ágætu kon um. Fundinum lauk síðan með sýningu á einni af hinum ágætu Hal Linker litkvik myndum frá íslandi. Næsta samkoma félagsins verður grímuball þ. 2. nóv. næstkomandi, og verður það haldið í American Legion Hall, 2800 Taraval St. í San Francisco og hefst kl. 8.30 síðdegis. Utan Arnþórs Garðarssonar, sem fyrr getur, er einnig ný- kominn hingað annar ungur námsmaður frá Islandi. Hann er Jón Birgir Jónsson, sonur Jóns Benjamínssonar, hús- gagnagmiðs í Reykjavík og konu hans, Kristínar Jóns- dóttur. Jón les verkfræði, tók fyrri hlutann við Háskóla Is- lands, stundaði síðan nám við Hafnarháskóla í 2Vz ár og lauk þaðan prófi. Hann er hér á styrki Rotary International en sá styrkur er veittur einum Islendingi annaðhvert ár. Jón mun dveljast hér við háskól- ann í Berkeley til næsta vors . Að svo mæltu kveð ég les endur Lögbergs-Heimskringlu með hlýju og óska eftirmanni mínum góðs gengis í starfinu, Virðingarfyllst, Gunnhildur S. Lorensen röGFÉRaTHÍlMSKRÍNGÍÁ Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það KARL STRAND: Bréf frá London 18. okt. 1963 Þegar Harold Macmillan sagðl formlega af sér for- sætisráðherrastörfum um há- degisbilið í dag, 18. október, og Elizabeth drottning kvaddi Home lávarð til forsætisráð- herrastarfs, lauk í bili þung- um fæðingarhríðum i'nnan Ihaldsflokksins brezka, þó enn sé óséð hvernig móður og barni heilsast. Síðustu mánuðina hafa all- miklar viðsjár verið innan flokksins, þótt hljótt færi framanaf. Síðan 17. júní, dag- Inn sem Macmillan barðist fyrir ráðherraheiðri sínum í Dinginu útaf Profumomálinu hafa flokkadrættir þessir færst í aukana og hópar hafa skapast utanum ákveðin for- sætisráðherraefni, sumpart vegna persónulegs fylgis og vináttu, væringa, sem eiga sér langan aðdraganda, og loks eftir pólitískri stöðu hvers ráðherraefnis innan flokksins. Eftir 17. júní hékk staða Macmillans á bláþræði, og það svo mjög að mörg Lundúna- blöðin töldu það aðeins tíma- spurningu hversu lengi hann sæti. En bláþráðurinn reynd ist seigur, og vel var á hon' Elect-ed by Academy Dr. Arnold W. Holm, 1220 Wellington Cresent Winnipeg, has been electec affiliate fellow of the Ameri can Academy of Pediatrics He has met the academy’s ellgibility requirements for special training and experi- ence, certification by the American Board of Pediatrics high ethical and professional standing, clinical experience and productivity in pedri actics activities. Dr. Arnold is the son of Sigurd and Sigríður Holm of Lundar, Man. He is the grandson og Daniel anc Kristjana Sigurdson, pioneers in Grunnavatnsbyggð. um haldið. Macmillan var fullkomlega ljóst að frestur á meiriháttar aðgerðum var tækifæri til viðreisnar ef vel var á haldið. Vafalítið er, að margir flokksmenn hans, sem styrktu hann með atkvæði sínu 17. júní gerðu það ein- ungis í því skyni að gefa hon- um tækifæri till þess að hverfa frá völdum innan skamms með fullum heiðri. Þennan frest notaði Macmillan af allri sinni baráttukænsku og ná- inni þekkingu á flokki sínum, fylgjendum jafnt og andstæð- ingum. I fyrstu sveigði hann undan nægilega til þess að vekja samúð þeirra, sem skilja vildu aðstöðu hans. Utan úr kjördæmum landsins bárust æ fleiri raddir honum til styrktar. Innan skamms íafði ný andófsalda risið sem lagðist móti því að gera for- sætisráðherran sekan sam- nefnara fyrir mistök allra þeirra er hlut áttu að máli í Profumohneykslihu. Fyr en varði tók hirin gamli Mac- millan að færast í sitt fyrra horf, slá í borðið og segja: „Hingað og ekki lengra“ þeg- ar færi gafst. Þeir sem biðu eftir brottför hans úr ráð- herrastóli gerðust æ lang- eygðari. Og vikurnar liðu ein af annarri. Ef til vill var engum jafn ljóst og Macmillan sjálfum, hversu sterkan bakhjarl hann átti í þeirri óeinirigu er ríkti innan flokksins um eftirmann hans. Sá vafi einn, var nægur til þess að tefla djarft. Flokks- þing íhaldsflokksins var í vændum og búifct var við að Macmillan tilkynnti þar á- form sín um það hversu lengi hann ætlaði að fara með leið- sögu flokksins. Lítill vafi er á því, að honum var það fylli- lega ljóst að á flokksþinginu yrði það auðsætt hversu erfitt yrði að finna eftirmann, sem allir gætu sætzt á. Sú ræða, sem tilkynna átti áform Mac- millans var hinsvegar aldrei haldin. Hann veiktist eins og kunnugt er í upphafi flokks- þingsins, og varð að ganga undir uppskurð. Engin veit hver áform hans voru, en sem sjúklingur gat hann ekki haldið áfram störfum. Hann ákvað því að segja af sér þeg- ar í stað er flokkurihn hefði valið sér nýjan leiðtoga. Venjulega eru flokksþing íhaldsflokksins fyrirmynd sátta og samlyndis. Innan- flokks deilumál hafa jafnan Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.