Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 3 Litið um öxl Úldrællir úr Lögbergi og Heimskringlu frá fyrri árum Valið hafa Jóhann G. Jóhannson kennari og dr. Thorvaldur Johnson Úr Lögbergi 30. oki. 1913: Blaðið Heimskringa hefir skift um eigendur. B. L. Bald- winson, sem lang mest átti í blaðinu, hefir selt, en keypt hefir félag all margra manna, og eru 'þessir nefndir: B. Skaptason, Marino Hannes- son, Skúli Hansson. Séra Rögnvaldur Pétursson er einn af hinum nýju eigendum blaðsins og verður ritstjóri þess framvegis að sögn. ☆ Fundur var haldinn þriðju- dagskveldið 28. okt. undir stjórn Thos. H. Johnson, þar var skorað á Vestur Islend- inga að styrkja hið fyrirhug- aða Eimskipafélag íslands. Meðal þeirra sem mæltu mál- inu til styrktar voru S. Thor- waldson frá Riverton, J. J. Bildfell, séra F. J. Bergmann og B. L. Baldwinson. ☆ Úr Heimskringlu, 29. oklóber 1903: Árni Sveinbjörnsson og Jóhannes Sveinsson komu í síðastl. viku frá Yukon hérað- inu eftir rúmlega 2 ára dvöl þar. Þeir líta mjög vel út og láta vel af verunni vestra. Ekki kváðust þeir hafa orðið fyrir neinu stóru happi þar, en þó grætt talsvert meira en þeim hefði verið mögulegt hér eystra. Þeir segja ísl. vestra hafi varið miklum tíma til gullleitar og vinnu á lóðum sínum, en engin þeirra orðið fyrir verulegu happi, og í mörgum tilfellum hafi námur þeirra ekki borgað tilkostnað- inn við vinnuna 'í þeim . . . Þeir segja nú orðið mjög fá tækifæri til að finna gullauð- uga bletti þar vestra ... 4 eða 5 íslendinga eru enn á leið- inni að vestan og aðrir þegar farnir þaðan og eru nú á Kyrrahafsströndinni, þar á meðal Capt. Jónas Bergmann, sem nýlega fór frá Yukon og ætlaði að finna systur sína í Seattle. Guðjohnsens-bræður segja þeir að hafi sýnt frá- bæran dugnað í gullleit sinni vestra. Þeir fóru á síðastl. vori frá Dawson og festu sér námulóðir Bandaríkjamegin í 40 Mile héraðinu og Vinna þar nú. — Kaup er nú vestra 40c um tímann og fæði, eða 70c án fæðis . . . Bréf frá London Framhald frá bls. 2. stefndu að mildari refsingum skeið hefir hún átt þátt í risi og falli konunga og stjórn- málamanna í Bretlandi. Stuttu áður en Macmillan veiktist og fór frá völdum barst honum hörð gagnrýnis- yfirlýsing frá Mánudags- klúbbnum, sem er félagsskap- ur þeirra sem lengst eru til hægri í íhaldsflokknum. Einn aðalmaður þessa félagsskapar er Salisbury lávarður. Þegar Butler var fræðslu- málaráðherra átti hann drjúg- an þátt í fræðslulöggjöfinni, sem sett var 1944, og sem var ýmsum hægrimönnum flokks- ins þyrnir í auga. Eftir kosn- ingaósigurinn 1945 vann Butler að því að endurskapa afstöðu flokksins gagnvart þeim félagslegu umbótum, er þá voru að hefjast í heilbrigð- is- og tryggingarmálum og skyldum viðfangsefnum.' Af hægri mönnum flokksins var hann þá talinn of vinstrisinn- aður. Þegar Suezinnrásin var gerð 1956, sem varð Eden að fótakefli, fylgdi Butler að vísu stjórninni, en grunur lék á að honum hefði ekki verið Suez- ævintýrið að skapi. Og það tímabil, sem hann var innan- ríkisráðherra í stjórn Mac- millan gerði hann margvís- legar endurbætur á refsilög- gjöfinni í samræmi við nú- tímaþekkingu sem yfirleitt og fræðilegri sakamanna- hjálp, og þessar endurbætur voru margar hverjar illa séð- ar meðal þeirra manna sem trúa á almætti refsinga. Öllum áhugamálum sínum hefir Butler fylgt með hægð og gætni en mikilli festu. Hann hefir því verið erfiður andstæðingur, þeim er móti honum stóðu í flokknum, og sjaldan gefið á sér höggstað. Vafalítið er að hægri armur flokksins hefir lagst eindregið á móti vali hans. Hið nýja forsætisráðherra- efni — þVí forsætisráðherra verður hann ekki fyr en hon- um hefir tekizt að mynda stjórn — er af gamallri skozkri aðalsætt, sem lítt hef- ir haft sig í frammi á stjórn- málasviðinu, en gengt mörg- um ábyrgðarstöðum heima í héraði. Hann er menntaður í Eton og Oxford, býr stórbúi á jarðeign sinni Coldstream í Skotlandi, en í fjarvist hans stjórnar dóttir hans búinu. Hann er giftur dóttur fyrr- verandi skólameistara í Eton og á fjögur uppkomin börn. Áður en hann tók við lávarð- artign föður síns var hann þingmaður fyrir Lanark, sem er kolanámuhérað, árin 1931 til 1945 og aftur 1950—51. Þegar Macmillan gerði hann utanríkismálaráðherra 1960 var Home lávarður nær ó- þekktur utan héraðs síns og kunningjahóps. Ekki var spáð vel fyrír framtíð hans í ráð- herrastarfi, sem mörgum hefir orðið pólitískur bana- biti. Á þremur árum hefir hann unnið sér nafn innan lands og utan fyrir festu og dugnað. Hann veit hvað hann vill og sparar enga fyrírhöfn að ná marki sínu. Eftir er að sjá hvernig honum tekst á hinu mun víðtækara starfs- sviði forsætisráðherra. Ef hann leggur niður lá- varðartign sína og nær kosn- ingu til neðri deildarinnar þá verður nafn hans Sir Alex- ander Frederick Douglas- Home. Ekki er hentugt fyrir forsætisráðherra að sitja í lá- varðadeild og fá ekki staðið sjálfur fyrir máli sínu í House of Commons. Og svo kynlega vill til að síðasti lávarður sem stjórnaði, á slíkan hátt var af Cecil-ættinni, sem nefnd er hér að framan, Salisbury, sem lét af forsætisráðherrastörf- um 1895. Þegar þetta er ritað er Home lávarður sem óðast að ræða við keppinauta sína um forsætisráðherraembættið, til þess að ná samvinnu þeirra til stjórnarmyndunar. Lítill vafi er á því að það tekst, því ef samkomulag næst ekki gæti drottningin kvatt Wilson til þess að mynda stjórn. Auk þess er aðeins eitt ár í mesta lagi þar til nýjar kosningar fara fram. Og öllum flokkn- um er ljóst að sérhver óein- ing innbyrðis mundi leiða til kosningaósigurs. Home lá- varður mun því hafa nóg að gera næstu mánuðina. London, 18. október 1963. K. S. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON. 681 Banning Street, Winnipeg 10# Manitoba. StyrkiS félagið með þvi að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins fritl Sendist til fjármálaritara: MR. GUDMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba Phone WHiteholl 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. Painting - Decorating - Construction Renovoting - Reol Estate K. W. (BILL) JOHANNSON Manoger 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonosson, Pres. and Mon. Dir. KEYST0NE FISHERIES LIMITED Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortho St. WHiteholl 2-0021 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-4633 Evenlngs ond Holidoys Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Bus.: SPruce 5-0481 SPruce 2-3917 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Aspholt Shingles, Roof repairs, install vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Simcoe St., Wlnnipeg 3, Mon. FRÁ VINI Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro Borristers ond Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage and Garry St. WHiteholl 2-8291 EGGERTSON & EGGERTSON Barristers ond Sollcitors GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Buildlng, Portoge at Voughan, Winnlpeg 1 PHONE WH 2-3149 Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadwoy Ave. WH 3-0361 Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • Office and Warehouse 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 T.R. TH0RVALDS0N REALTY HOUSES - APARTMENTS - BUS. OPPORTUNITIES - INSURANCE - LOANS Office No. 5 MAYFAIR PLACE WINNIPEG 13, MAN. Telephones GR 3-1737 - GR 5-4574 ASGEIRSON Paints & Wollpopers Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hardware, Paints, Varnishes, Wallpapers SU 3-5967—Phones—SU 3-4322 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Residentiol ond Commerciol E. BENJAMINSON, Monoger

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.