Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Það eru nú kannske engin vandræði að heimsækja hann í þessa steinhöll, sem hann er búinn að byggja. Það er dá- lítill munur eða þetta bæjar- kríli, sem þau hafa búið í“, sagði Gunnvör. „Býr hann í þessu húsi öllu?“ spurði Vilborg og virti nýja steinhúsið fyrir sér út um gluggann. „Við sáum þar enga hreyfingu og þorðum því ekki að gera vart við okkur, svo að við rangluðum hingað“. „Það var svei mér gott, að þú leizt hér inn til mín“, sagði Gunnvör. „Ég vona að þú þiggir hjá mér kaffi, þó að heldur sé hér fátæklegt um- horfs og lítið um að vera“. „Við ætlum að drekka kaffi þarna í steinhúsinu“, sagði Elínborg. „Og höfum þess vegna enga þörf fyrir kaffi hjá þér núna“. „Eigum við ekki samt sem áður að slá í það að drekka kaffi hérna hjá henni Gunn- vöru. Ég væri vel ánægð með þá ákvörðun. Það er víst hvort sem er enginn heima í nýja steinhúsinu þarna“, sagði Vil- borg. „En ég hef nú hugsað mér að koma út allri fáþykkju og úlfúð á milli þín og þessara mæðgina“, sagði Elínborg. „Mér þykir svo vænt um h a n n, þennan hálfbróðir minn, síðan hann þarna í fyrravetur brauzt yfir fjallið í stórhríðinni með meðölin handa pabba, að ég hefði hreint beðið hans, ef hann hefði verið mér vandalaus". „Svona glamrar þetta unga fólk“, sagði Vilborg og brosti ofurlítið þvinguðu brosi. „Þetta hefði þótt heldur frekjulegt í mínu ungdæmi“. Gunnvör hló. „Þarna var hún þó svipuð Bensa í svörum“, sagði hún. „Jæja“, sagði Vilborg. „Hvernig fellur þér svo kaup- staðarlífið Gunnvör mín?“ „Mér fellur það vel að flestu leyti, nema ég þægi að hafa meiri mjólk. Samt er ég ekki allslaus. Ég fæ eina mörk á dag hjá Signýju í Bjarnabæ. Hún verður sjálfsagt alltaf kennd við þann bæ, þó að hún sé flutt þaðan. Fyrir það þvæ ég utanyfirfötin af piltunum hennar. Og svo ætla ég að hjálpa þeim við mótökuna, þegar þar að kemur. Svo verð ég náttúrlega að taka sjálf upp mó í félagi við einhvern. Nú kemur það til sögunnar, að hugsa sér fyrir eldsneyti“. „Náttúrlega fylgir það sjálfsmennskunni“, sagði Vil- borg. „Er hún ekki tengdamóðir hans Bensa míns, þessi kona, sem þú færð mjólkina hjá?“ spurði Elínborg. „Jú, hún er móðir Siggu. Dauðans rola. Alltaf stynj- andi yfir öllu, konustráið. Ég gæti vel ímyndað mér, að dóttir hennar líktist henni með aldrinum“, sagði Gunn- vör. „Byggði hann yfir þau líka, tengdaforeldrana?“ spurði Vilborg. „Nei, þau byggðu neðri hæðina. Þetta eru svo sem engir vesalin^ar. Strákarnir alltaf á sjónum og Jónas líka“, sagði Gunnvör, og gaf olíu- vélinni hlýlegt auga. „Má ég nú ekki fara að skerpa á katlinum, Vilborg mín, þó að heldur verði það ómerkilegra sem með því verður borið, hjá því sem þú ert vön að bera fyrir þína gesti“. Vilborg leit til dóttur sinn- ar. „Hvað segir þú um það, Elínborg mín?“ spurði hún. „Ég ætla mér að drekka kaffi hjá þessum ungu hjóna- efnum, ef þau eru heima. Annars þigg ég auðvitað kaffi hjá Gunnvöru“, sagði Elín- borg. Gunnvör færði sig út að gluggganum. „Þarna er Hallfríður farin að hengja út þvottinn sinn, og þarna er Sigga að þurrka úr gluggunum. Hún ætlar nú víst ekki að láta óhreinkuna verða í kringum sig, sú stúlka. Hún er alveg sérstaklega þrifin“, sagði Gunnvör. Vilborg færði sig þá líka út að glugganum. „Er þetta Hallfríður. Sú er þó grönn og spengileg ennþá“, sagði hún, meira við sjálfa sig en Gunnvöru. „Já, þetta er nú hún Hall- fríður, sú gæðakona“, sagði Gunnvör. „Ég heyri enga manneskju hnjóða í hana, og er þó margt skrafað hér á reitunum stundum“, sagði Gunnvör og leit út undan sér á Vilborgu. „Þá skulum við fara, mamma“, sagði Elínborg. Þær sveipluðu sjölunum um sig og gengu út. „Ég lít inn til þín, þegar ég fer“, sagði Vilborg. Gunnvöru langaði til þess að fylgjast með þeim, en kunni ekki við það. Elínborg stakk hendinni undir handlegg móður sinnar eins og hún byggist við, að hún þyrfti á stuðningi að halda. Ef til vill hefur dótt- urina grunað, að þessi fáu spor mundu vera móður henn- ar þung, kannske þau allra þyngstu, sem þessi stórlynda og stolta kona hafði stigið á lífsleiðinni. Hallfríður sneri baki við þeim og vissi ekkert um ná- vist þeirra fyrr en þær buðu henni góðan daginn. Hún sneri sér að gestunum og þekkti strax, að þar var kom- in gamla húsmóðir hennar frá Fjalli. Hina konuna bar hún engin kennsl á. Lakið, sem hún hafði ætlað að fara að hengja á snúruna, datt úr höndum hennar ofan á bal- ann. Elínborg rétti henni hend- ina, heilsaði henni og sagði til nafns síns. Hallfríður tautaði nafn sitt í hálfum hljóðum, og bætti við: „Ég er nú meira en hissa“. Þá rétti Vilborg henni hend- ina. „Ég þarf víst ekki að segja þér, hver ég er, Hallfríður mín, þó að langt sé liðið síðan við höfum sést“. Svo kyssti hún Hallfríði lauslega á kinn- ina. „Komdu nú blessuð og sæl. Það er nú svoleiðis“, hélt hún áfram og sleppti ekki hálf kaldri hendi Hallfríðar úr lófa sínum, „að henni dóttur minni leizt svo vel á hann son þinn í fyrra vetur, að hún get- ur ekki hugsað til þess, að nokkur óvild eigi sér stað á milli okkar hér eftir. Við er- um komnar til þess að sækja heimboð til ungu hjónaefn- anna. Vonandi eru þau heima?“ Vilborgu létt'i um andar- dráttinn, þegar hún var búin að koma þessu út fyrir var- irnar. Hallfríður stóð þögul og hálf ringluð og horfði ofan í þvottabalann. „Hún er heima, kærastan hans sonar míns“ sagði hún eftir nokkra þögn. „Hvað segir þú, Hallfríður mín“, sagði Elínborg. „Ert þú ekki fús á að fyrirgefa og sættast?“ „Guð komi til“, sagði Hall- fríður óstyrkri röddu. „Hvað á ég að fyrirgefa. Ég sem er hin seka, það veiztu þó. En ef mamma þín getur fyrirgefið, tek ég fúslega sáttum og hefði gert það fyrir löngu“. Vilborg þrýsti hönd hennar og kyssti hana í annað sinn. „Það hefðum við átt að gera fyrir langa löngu“, hvíslaði hún lágt. I j H Púlí HIN NÝJA (f== SÍMASKRÁ MANITOBA- FYLKIS verður tilbúin snemmo í nóvem- ber. Simooskrifendum á eftir- fylgjondi stöðum verSo send sín eintok snemmo i nóvember. SELKIRK BRANDON PORTAGE LA PRAIRIE dauphin the PAS flin FLON ímm TELEPHONE SUBSCfí/BEfíS: At the following points your Provincia/ Directory has been mai/edto you through your local Post Office: Alexander Alonsa Altona Amaranth Anola Arden Arborg Ashern Austin Baldur Basswood Beausejour Belmont Benito Beulah Binscarth Birch River Birtle Bissett Boissevain Bowsman Brookdale Brokenhead Camperville Carberry Carman Cartwright Chatfield Churchill Clanwilliam Clear Lake Clearwater Lake Cowan Cranberry Portage Crandall Crane River Crawford Park Cromer Crystal City Cypress River Darlingford Deloraine Inwood Oak River Sifton Dominion City Kelwood Oakbank Sinclair Douglas Kenton Oakburn Snowflake Duck Bay Killarney Oákville Snow Lake Dugald Kleefeld Ochre River Somerset Eddystone La Broquerie Petersfield Souris Eden Lac du Bonnet Pierson South Junction Elgin Langruth Pilot Mound Southport Elie Letellier Pinawa Sperling Elkhorn Liþau Pine Falls Sprague Elm Creek Lockport Pine River Starbuck Emerson Lorette Piney Pipestone Pleasant Valley Steep Rock Erickson Lundar Steinbach Eriksdale Lyleton Stephenfield Ethelbert Lynn Lake Plum Coulee Stonewall Falcon Lake Fisher Branch MacGregor Mafeking Plumas Stony Mountain Strathclair Fork River Manigotogan Rapid City Sundown Foxwarren Manitou Rathwell Swan Lake Fraserwood Marquette Rennie Swan River Gilbert Plains McAuley Reston Teulon Gimli McCreary Rivers Thompson Gladstone Meadow Portage Riverton Tilston Glenboro Medora Roblin Tolstoi Goodlands Grahamdale Melita Miami Roland Rorketon Treherne Grand Beach Middleboro Rossburn Vassar Grand Rapids Miniota Russell Vidir Grandview Minitonas Ste. Agathe Virden Greenland Minnedosa Ste. Anne Vita Gretna Minto St. Claude Vogar Grunthal Morden St. Jean Waldersee Gull Lake Morris St. Laurent Wanless Gypsumville Neepawa St. Lazare Warren Hadashville New Poplarfield St. Pierre Waskada Hamiota New Sarum Ste. Rose du Lac Wawanesa Hartney Newdale San Clara Whitemouth Hazelridge Ninette Sandilands Winkler Headingley Niverville Sanford Winnipeg Beach Hecla Norway House Shilo Winnipegosis Holland Notre Dame Shoal Lake Woodlands Inglis Oak Lake Sidney Woodridge MAVSIITOBA TELEPHOIME 5VSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.