Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 Úr borg og byggð Nírœð oq einu ári belur Frú Ólína Björg Chrisiian- son, að 402 Clandiboye Ave. átti nýlega 91 árs afmæli og hélt frændlið hennar og vinir upp á afmælið á sunnudaginn 20 október. Hún flutti frá ís- landi til Kanda með foreldr- um sínum 1883 en þau voru Ólafur Guðmundsson Nordal og Margrét ólafsdóttir kona hans, og voru meðal stofn- enda lúterska safnaðarins í Selkirk. Frú ólöf hefir tekið virkan þátt í starfi þess safn- aðar í rúm 70 ár og fyrsta kvenfélag safnaðarins var myndað á heimili foreldra hennar. Hún er heiðursmeð- limur kvenfélagsins og hefir verið starfandi í Trúboðs- félaginu síðan það var stofn- að. Fyrri eiginmaður frú Ólínu var Sigurður Árnason (Anderson) og eignuðust þau sjö börn; elztur þeirra var O. T. Anderson heitinn, mikils- metinn prófessor við Mani- tobaháskólann í fjölda mörg ár. Sigurður dó 1902 aðeins 37 ára. Frú Ólína giftist í annað sinn Kristjáni Christ- ianson og eignuðust þau tvær dætur. Hún missti hann 1917. Þótt frú Ólína Björg Christ- ianson hafi ekki farið var- hluta af sorgum og mótlæti á langri ævi er hún enn lífs- glöð og ern, fylgist vel með því sem er að gerast og sjálf bakaði hún afmæliskökuna fyrir afmælisveizluna. Lög- berg-Heimskringla ó s k a r henni til hamingju með af- mælið. ☆ Reliable young woman over 20 for general house work. New home in Winnipeg. Must be fond of children. Private room and shower. Excellent wages. Write to Mrs. H. Kofsky, 771 Oak Street, or phone WH 2-5123. ☆ New Democralic félagskap- urinn í Selkirk Sambands- kjördæmi efnir til mikillar veizlu föstudagskvöldið 8. nóvember. Þetta verður í Arborg og byrjar klukkan hálf sjö. Aðalræðumaðurinn verður Douglas Fisher, þing- maður fyrir Port Arthur kjör- dæmið. Nóg verður þarna að borða og dansleikur verður hafinn klukkan níu, svo að fólk geti skemmt sér eftir ræðuhöldin og máltíðina. ☆ Canada Savings Bonds Enn birtist í blaðinu aug- lýsing um þetta ágæta tæki- færi að leggja aflögu peninga sína í sparisjóð með því að kaupa Canada Savings Bonds, sem gefa af sér ríflega vexti og eru algerlega tryggð gegn því að þau falli í verði. Það má draga út peninga fyrir þau hvenær sem er, ásamt áföllnum vöxtum. Vextirnir nema 5.03 procent á ári ef þau eru geymd í 12 ár. Betel Building Fund Mrs. Thura Olafson, 167 Hespler Ave, Wpg., $5.00 — In loving memory of Margret Thorbergson. Mr. og Mrs. Joe Laxdal, 5701 Roblin Blvd., Charles- wood, Man. — $25.00. Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man., féhirðir byggingarsjóðsins. ☆ Civil Defence says: — Have you , read “Eleven Steps to Survival” and the other available literature on Civil Defence. There are copies for your family at: Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Dánarfregnir Bergman Floveni Jónasson, Lundar, Man., lézt 21. október 1963 á Eriksdale spítalanum, 77 ára. Hann var fæddur í Riverton en átti heima í Lundarbyggðinni í 65 ár ' og stundaði búskap. Hann lifa tvær systur, Miss Theodora Jónasson að Lundar og Mrs. S. S. Johnson í Arborg. Út- förin frá lútersku kirkjunni að Lundar, jarðaður í Otto grafreitnum. ☆ Krisiinn Ármann Krisiinn- son, 76 ára, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Arbrog 22. október 1963. Hann var fædd- ur að Geysir og var þar bóndi þar til hann lagði niður störf og flutti til Arborg 1952. Hann lifa kona hans Hólmfríður; tveir synir, Albert í Arborg og Thorsteinn að Geysir; þrjár dætur, Maria — Mrs. G. Boundy að Geysir, Kristín — Mrs. Njáll Gíslason og Beatrice — Mrs. V. Gudmund- son báðar í Arborg; einn bróð- ir, Helgi Sigurdson, Hnausa; tvær systur, Mrs. Dísa Thor- steinson, Geysir og Miss Vig- dís Sigurdson í California; 15 barnabörn. Útförin frá lú- tersku kirkjunni að Geysir og jarðað í byggðar grafreitnum. ☆ Mrs. Sigurrós Júlíana Dens- ley, 47 ára, eiginkona Harold Densley, 407 Superior Ave., Selkirk, lézt 17. október 1963. Auk eiginmanns hennar, syrgja hana fimm dætur, Mrs. Sylvia Kindzierski í Arborg, Mrs. Joyce Haunter, Winni- peg, Lorraine, Irene og Margaret; tveir synir, Solli og Edward í Selkirk; tveir bræð- ur, Sveinn Gudmundson í Ontario og Kris Gudmundson í Riverton; þrjár systur, Mrs. Inga Gíslason, Selkirk og Mrs. Jónína Jónasson og Mrs. Thorbjörg Matthews, móðir hennar, Mrs. Sessilja Gud- mundson og átta barnabörn. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Riverton og jarð- MESSUBOÐ Fyrsla lúlerska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. settning í Riverton grafreit. Séra R. L. Magnússon jarð- söng. ☆ Einar Jón Magnússon, 401 Lake Ave., Selkirk, Man., andaðist á Princess Elizabeth spítalanum eftir langvarandi vanheilsu, 24. október 1963, 73 ára. Hann flutti frá íslandi til Kanada 1910 og settist fyrst að á Hnausum en flutti til Selkirk 1916 og átti þar heima til æviloka. Hann unni íslenzkunni og íslenzkum menningarmálum, var styrkur stuðningsmaður íslenzku vikublaðanna og Þjóðræknis- félagsins, veitti deildinni „Brúin“ í Selkirk lengi for- ystu. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Ólöfu; fjóra sonu, Jón, Einar, Magnús og Victor, allir búsettir í Selkirk; þrjár dætur, Mrs. Ernest Nicol (Lily) í Selkirk, Mrs. Bud Wilbur (Florence) í California og Mrs. Stan Baty (Sylvia) í Edmonton; sextán barnabörn; tvær systur og einn bróðir á íslandi. Útförin frá lútersku kirkjunni í Sel- kirk, séra W. Bergman stýrði kveðjuathöfninni með aðstoð Dr. Valdimars J. Eylands. Fréttir frá íslandi Sölur á íslenzkum peningum I síðastl. viku komst upp um stórfelldar ólöglegar söl- ur á íslenzkum peningaseðlum erlendis. — Fjárhæðirnar sem um er að ræða skipta hundr- uðum þúsunda króna og er vitað a.m.k. tvær sölur með nokkurra vikna millibili nú í sumar. 1 annað skiptið voru seldaf um 300 þús. ísl. krón- ur, í hitt um 350 þús. kr. Það var gjaldeyriseftirlitið sem komst að þessu. Að því er Mbl. hefur fregn- að er á þessu stigi málsins enn ókunnugt, hvort fleiri menn eru við málið riðnir en sá sem annaðist söluna er- lendis eða hvort það er í tengslum við önnur fjár- glæframál. Þess má geta hér að lokum, að samkvæmt reglugerð um sölu á íslenzkum peningum mega ferðamenn búsettir hér- lendis aðeins flytja út og inn í landið 2500 kr., en ferða- menn búsettir erlendis mega hins vegar flytja inn allt að kr. 5000 og taka með sér við brottför allt að kr. 2500. — Öðrum aðilum, að meðtöld- um bönkum, er óheimilt að flytja íslenzka peninga inn og út úr landinu, nema leyfi Seðlabankans komi til. Mgbl. 15. okt. 1963. Þar sem áður flæddi sjór, eru nú rækiaðar karlöflur Við brugðum okkur í vik- unni suður á Álftanes og lit- um þar á kartöflugarð, sem segja má, að unninn hafi verið úr greipum Ægis, því fyrir nokkrum árum lá þar allt undir sjó. Nú er á nesinu fimm hektara kartöfluakur, og er uppskeran ágæt, því jarðvegurinn virðist auðugur af öllum efnum, og heppileg- ur til kartöfluræktar. Árið 1952 og ’53 var hlaðinn varnargarður í hinn svo- nefnda Dugguós, eða Bessa- staðaós á Álftanesi, og fékkst við það mikið land, sem áður hafði allt verið undir sjó, en fyrir . innan þennan garð myndaðist einnig tjörn sú, sem kölluð er Bessastaðatjörn og ræktaður er í lax. Það var Sveinn Björnsson fyrrverandi forseti, sem lét hefjast handa um gerð garðs- ins, og hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti áfram verki hins látna forseta. Þar sem nú er kartöflugarðar voru einu sinni mógrafir norðurbæjanna á Álftanesi aðallega Landakots og Breiðabólstaðar, en í stór- streymi gekk sjórinn alla leið þangað upp. Svo var einnig gerður varnargarður fyrir vestanáttinni fyrir nokkrum árum, og á enn eftir að fram- lengja hann nokkuð svo hann nái að garðinum, sem er fyrir Dugguósi, en við það fæst enn nokkurt land til ræktunar. Sett var niður í garðinn, sem er eign Erlends Sveins- sonar lögregluþjóns, 6. júní og hefur verið unnið við upptöku undanfarna viku. Jarðvegur er þarna auðugur af öllum efnum og hefur uppskeran verið góð. — 1 fyrra, en þá var fyrst sett niður í þennan garð, varð uppskeran sumsstaðar í honum 16 til 17 föld, og þykir víst ekki ónýtt að fá svo góða uppskeru. Auk kartaflanna eru þarna ræktaðar rófur og hafa þær sprottið mjög vel í sumar. Tíminn 5. okt. Off. SP 2-9509—SP 2-9500 Res. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE DAME Wedding Bouquets - Cut Flowers Funerol Designs - Corsoges Bedding Plonts S. L. Stefanson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN ROSE THEATRE SARGENT of ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday ^penhagen Heimsins bezto munntóbak Why nol visil ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Lid., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniioba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Lid. 315 Hargrave Sireel. Winnipeg 2, Man. WHilehall 2-2535

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.