Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 Séra Robert Jack: Fréftabréf Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún. 20. okt. 1963. Sumarið á íslandi er liðið og bráðum byrjar vesturinn. Það m'á segja að sumarið, að minnsta kosti hérna á Vatns- nesinu væri lítið sem ekkert og haustið svipað. Síðan um 20. sept. hefur það snjóað öðru hvoru og höfum við fengið rigningu inn á milli til að hreinsa snjóinn undir næstu 'hríð. Og til viðbótar kom fellibylurinn Flora til okkar um daginn en var sem betur fer í eyðingu þó vindur færi upp í nær 11 vindstig eða um 70 mílur á klukkustund eða meira. Það var ekki skaði af þessu og Flora hélt áfram sína leið suður fyrir ísland. (Flora gerði mikið tjón í Cuba). Það snjóaði síðast í dag en frostið ekkert svo snjórinn bráðnaði jafn óðum að hann kom til jarðar. Ég öfunda ykkur í Mani- toba að hafa fengið Indian summer og 70—80 stig á þess- um tíma árs er sannarlega gott. Sláturstíðin víðsvegar á landinu heldur áfram og verð- ur sennilega ekki lokið fyrr en um mánaðarmót. Heyið er, yfirleitt með minna móti í haust, þessvegna má búast við tiltölulega lítið af lömbum verði sett á. Landbúnaður á þessu landi þó ekki fjölþætt- ur er svo mikið undir veðr- inu kominn. T.d. mest allt sumarið var ís fyrir utan Húnaflóa og í sept. ráku nokkrir borgarísjakar inn í flóa, fram hjá okkur á Tjörn, og festust ekki fyrr en þeir voru komnir skammt frá Hvammstanga. Hver segir að maður búi ekki á íslandi? Þegar ég var í Reykjavík fyrir stuttu heimsótti ég merkilega stofnun sem hefur tvær deildir, á Gunnarsholti í Rangarvallarsýslu og í Víði- nesi, rétt fyrir innan höfuð- staðinn. Á þessum tveim stöð- um talaði ég yfir mönnum sem hafa með ofdrykkju að stríða, menn sem hafa orðið Alcholistar. Sumir þerira hafa tapað öllu vegna áfeng- isnautnar, eignum, fyrirtæki, konu og börnum (í skilnaði), manndóm og virðingu. Þess- um mönnum er hjálpað á margan hátt til að yfirstíga ástríðu sína og er þeim mikið að þakka sem vinna á þessum tveim stöðum og einnig for- stöðumönnum A.A. hreyfing- unnar í Reykjavík sem heim- sækja þessa sjúklinga. Guð- mundur Jóhannsson bauð mér með sér á þessa staði, og er hann einn af fremstu mönn- um í A.A. á íslandi, ágætur maður, er framúrskarandi duglegur og vakandi í þessu líknarstarfsemi. fró íslandi Á Gunnarsholti er líka til- raunastöð landbúnaðarins. Þar sá ég korn á ökrum sem vantaði sól en þó vel vaxið. Þar sá ég nýja verksmiðju sem ætlar að framleiða hey- kökla og svo hjálpa bændum sem eru heylitlir eða eru heylausir. Þar sá ég stærsta tún hér á landi og held ég að það sé yfir 4 mílur að lengd; allt grasið ræktað upp úr sandi. Og þar sá ég alfallegustu kindur sem ég hefi séð á ís- landi. Ríkið hefur sjálfsagt látið mikla peninga í Gunh- arsholt og notað hæfiieika ungra vísindamanna og einn þeirra er Björn Sigurbjörns- son sem er graduate frá Mani- toba Háskóla og er nú í Vienna þar sem hann mun vinna um skeið við rannsókn- ir. Hitti Jakob Kristjánsson og konu hans frá Winnipeg um borð í Akraborg milli Akra- nes og Reykjavíkur. Þau eru nýfarin frá íslandi eftir rúm- lega 5 mánaða dvöl. Þau litu vel út og höfðu skemmt sér vel hérlendis. Þau ætluðu til Ottawa, til sonar síns og fjöldskyldu hans þar sem þau ætluðu að vera í hálfan mán- uð áður en þau koma heim til Winnipeg. Ég hitti líka Englending frá Rochdale, sem er að setja upp nýjar iðn- aðarvélar í ullarverksmiðju í Álafoss og í Hveragerði. Hann hefur víða komið í sömu erindum og var hann ánægð- ur hérna. „Nice people and a nice place“, sagði hann mér. Það voru vissulega sorgar- fréttir að vita um andlát vin- ar míns, Percy Helgason frá Winnipeg. Lítið datt mér í hug þegar ég kvaddi hann 12. júní að hann myndi fara svo fljótt úr þessum heim. Síðan ég fyrst kom til Kanada 1953 hefi ég mjög oft notið gest- risni hans og ágætu konu hans, Fay, á heimili þeirra á Simcoe og þegar við hjónin fórum til Vancouver á árun- um voru það foreldrar Fay, Mr. and Mrs. Gunnlaugur Hólm sem sýndu okkur mikla gestrisni og kærleika og einnig frændi Percy sem tók á móti okkur á flugvellinum. Margir sakna Percy og ekki sízt er ég einn þeirra. Frá þessu horni á Norður Islandi sendum við hjónin, Mrs. Helgason og Dale okkar innh legustu samúð. Nú sé ég það að það er byrjað að snjóa töluvert úti, þykkur bakki fyrir norðan og dimmst mjög í kring. Ég slæ botn í þetta að sinni og vona að ykkur öllum líði vel eins og okkur hérna. Við biðjum öll að heilsa. Robert Jack. Bréf fró Framhald frá bls. 1. á undanförnum árum verið jöfnuð í kyrþey, svo eining flokksins væri auðsæ á þing- unum. Stingur þar allmjög í stúf við þing Verkamanna- flokksins, sem löngum hafa verið hávær og róstukennd. Vafalítið er, að á liðnum ár- um hefir Verkamannaflokk- urinn oft gefið höggstað á sér með þeirri opinberu tog- streitu, sem oft átti sér stað, ekki sízt á flokksþinginu sjálfu, milli róttækari afla flokksins annarsvegar, og hægfara hinsvegar. Fyrir frá- fall sitt hafði Gaitskell tekizt að jafna þetta sundurlyndi að mestu. Síðasta þing Verka- mannaflokksins nú í haust hélt þessarri sameiningu ó- skertri undir stjórn Harold Wilsons. Þau málefni, sem líklegust voru til sundur- þykkju, svo sem þjóðnýti'ng og utanríkismál voru að mestu látin óhreyfð. Og eining flokksins um Wilson sem leið- toga var auðsæ. Hér hefur því skipt um hlutverk, því fregnin um á- kvörðun Macmillans að segja af sér gerði þing íhaldsflokks- ins snögglega að nokkurskon- ar kosningafundi, þar sem athyglin beindist meira að ákveðnum persónum en á- kveðnum málefnum. Allir kandídatar forsætisráðherra- embættisins gerðu sér þegar ljóst, að nú var komið að prófdegi, og lítill tími til upp- lestrar. Og ræður þeirra báru þess glögg merki. Kaldhæðni örlaganna réði því hinsvegar, að sá, sem einna minnst lagði í keppniná bar sigur úr být- um. Þeir sem einkum komu til greina sem arftakar Macmill- ans voru R. A. Butler, vara- forsætisráðherra, Hailsham lávarður, Reginald Maudling, fjármálaráðherra, Hume, lá- varður, utanríkismálaráð- herra, sem vafi lék á að kærði sig um starfið og loks nokkrii: aðrir sem fylgdu fast þessum hópi á listanum, svo sem Edward Heath insiglisvörður, Ian Macleod þingforseti o. fl. Nú er það svo að val leið- toga íhaldsflokksins fer fram með nokkuð sérstökum hætti. 1 stað þess að vera kjörin af þingflokknum með venju- legri atkvæðagreiðslu, eins og tíðkast um leiðtoga Verka- mannaflokksins, er hann val- inn með samkomulagi eftir skraf og ráðagerðir leiðandi’ manna flokksins. Sagt hefir verið í spaugi að leiðtogar og forsætisráðherrar fhalds- flokksins væru valdir úti í hornum á Carlton klúbbn- um, en þar koma margir flokksmenn saman til hjals í gamni og alvöru. Val leið- togans hefir farið fram á svip- aðan hátt um langan aldur, og sama aðferð gilti þegar Toryarnir og Whiggarnir London völdu leiðtoga sína. Tilgang- urinn með þessarri aðferð er sá, að komast hjá því að velja mann, sem á harðvítuga and- stæðinga innan flokksins, jafnvel þótt hann fengi meiri- hluta atkvæða. Slíkur and- spyrnuhópur gæti gert starf leiðtogans mjög örðugt, ekki sízt er hann væri forsætisráð- herra, og orðið varasamur kjörfylgi flokksins. Valið milli Macmillan og Butler í janúar 1957 grund- vallaðist tvímælalaust á síð- astnefndu atriði, og enn á ný hefir þetta atriði ráðið miklu. Home lávarður hefir ekki verið verulega áberandi í stjórnmálum fyrr en hann gerðist utanríkismálaráð- herra, og á sér persónulega engan andstæðingahóp — að minnsta kosti ekki til dagsins í dag, hvað sem síðar kann að verða. Naumast hafði Macmillan vaknað eftir svæfingu upp- skurðarins, er hann tók að fást við valið á eftirmanni sínum. Þrátt fyrir andóf lækna sinna hefir hann und- anfarna daga átt viðtöl við fjölda stjórnmálamanna og samverkamanna, og King Edward VII spítalinn hefur tekið að sér hlutverk Carlton klúbbsins í bráð. Augljóst var að aðalkeppinautarnir, Butler og Hailsham lávarður áttu sér báðir ákveðna andstæð- ingahópa. Reginald Maudling, sem er 46 ára mun hafa þótt of ungur og þótt hann sé að ýmsu leyti vel til starfs fall- inn og hafi allstóran fylgj- endahóp innan þingflokksins, einkum meðal yngri þing- manna, hefir stefna hans ekki mótazt enn fyllilega svo vafi kann að leika á hvorum armi flokksins hann mundi fylgja. Heath, sem vafalítið hefir marga kosti forsætisráðherra- efniis, dugnað, þolinmæði og æðrulaust skaplyndi, er ó- giftur — sem er talinn hér mikill bagi forsætisráðherra — og á þar að auki talsvert af málefnalegum andstæðingum innan flokksins, síðan hann var aðalfulltrúi stjórnardnnar í samningaumleitunum við Efnahagsbandalagið, sem fóru út um þúfur, þótt frammi- staða hans þar væri með ágæt- um. Hailsham lávarður var fyrr- um þingmaður neðri deildar- innar — House of Commons — áður en hann tók nauðugur við erfðatign föður síns og fluttist upp í lávarðardeild- ina. Frá upphafi barðist hann fyrir því að lávörðum væri leyft að afsala sér tign sinni og gerast kjördæmaþingmenn, en þegar loks sú lagabreyting komst á nú nýverið, beið Hailsham átekta og afsalaði sér tign sinni þá fyrst er Mac- millan lýsti því yfir að hann færi frá. En síðan um alda- mót hefir það verið talin nær að bíða tækifæris. Um 300 ára sjálfsagður hlutur að for- sætisráðherra ætti sæti í neðri deildinni. Þetta hik Hails- hams þótti bera nokkurn tækifærissinnasvip. Hailsham, sem nú mun taka upp sitt fyrra nafn, Quintin Hogg, er duglegur baráttumaður, hefur unnið mikið fyrir flokk sinn og nýtur mikils persónufylgis víðsvegar um landið. Hann er hinsvegar skapheitur nokkuð, lætur tilfinningar sínar stund- um lokka sig út í orð og gerð- ir, sem ráðsettari mönnum flokksins er ekki að skapi, og hefur á ýmsan hátt skapað sér andstæðinga, sem synja þess algerlega að styðja hann til forsætisráðherrastöðu. Að síðustu ber að nefna þann mann, sem af ýmsum var tal'inn líklegastur erfingi Macmillan, og sem nú í annað sinn á æfinni hefir staðið á þrepskildi nr. 10 Downing Street en orðið frá að hverfa. Þessi maður er varaforsætis- ráðherrann, R. A. Butler. Hlutlaus áhorfandi mundi vænta þess að Butler stæði betur að vígi en nokkur annar núverandi ráðherra, að bera sigur úr býtum í tafli þessu. Um áraskeið hefir hann gengt virðingar- og ábyrgðarstöðum, verið boðinn og búinn að hlaupa í skarðið, bæði fyr og nú, er forsætisráðherrar hafa fallið úr fatinu, og vinnuþrek hans, skaplyndi og þekking er óumdeilanlega af bezta tæi. Eigi að síður á hann sterkan andstæðingahóp, sem nær einvörðungu er í hægra armi flokksins, og sú andstaða á langa sögu og djúpar rætur. Hér verður aðeins stiklað á örfáum atriðum. Þegar Anthony Eden sagði af sér störfum utanríkismála- ráðherra árið 1938 í mótmæla- skyni gegn undanlátssemi Chamberlains gagnvart ein- ræðisherrum álfunnar, fylgdi aðstoðarráðherra Edens hon- um og sagði einnig af sér. Það var Cranborne lávarður. Við starfi Cranborne tók Butler, þá ungur og upprennandi stjórnmálamaður. Vafalítið er, að Butler, sem ekki er mikill hernaðarsinni, hefiir trúað því að komast mætti hjá styrjöld. Öllum er kunnugt hversu Chamberlain stjórnin lét ginnast. Þegar valið milli Macmillan og Butler fór fram er Eden lét af stjórn 1957, var Cranborn orðinn höfuð ættar sinnar, Ceoilættarinnar, bar nafnið Salisbury lávarður og réði ásamt Winston Churchill mestu um endanlegt val for- sætisráðherrans. Naumast þarf að leiða getur að því hverjum Salisbury fylgdi að málum. Svo fóru þó leikar að skepnan reis upp á móti skap- ara sínum. Salisbury gerðist ráðherra í stjórn Macmillans, en lenti í andstöðu við hann og hvarf úr stjórninni. En Cecilættin hefir ætíð kunnað Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.