Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Síða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLÁ, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964 Minning: Guðmundur Fr. Guðmundsson 10. ágúst 1891 — 24. seplexnber 1963 „Mikilyægt að eiga svo marga trygga vini vestanhafs" segir dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kominn úr Vesturheimsför sinni. Það hefir dregist nokkuð að minnast Munda. — Undir því nafni var hann bezt þekkt- ur. — Nú er bráðum liðið ár frá því að ástvinirnir, kunn- ingjamir og nágrannarnir fjölmenntu til að kveðja hann í hinzta sinn og fylgja hon- um til grafar. Nei, við syrgjum hann ekki. Það væri of mikil eigingirni og sjálfelska. Hann, sem var orðinn svo þreyttur og mátt- vana, hefir nú öðlast lang- þráða hvíld og frið. En við söknum hans. Söknum hans svo sárt; eiginkonan, ástvin- arins blíða og trausta, börn- in, föðursins umhyggjusama, systkinin og nágrannamir, leiðtogans og ráðdeildarinnar. Við söknum samverustund- anna. Hvert heldur þær voru á hans fjölmenna og gest- risna heimili, eða þegar hann, stundum, leyfði sér frístunda til heimsókna. Þá bar oft margt á góma. Lífsgleðin Ijómaði á brá og kímnisgáfan varð sjaldan þurausin. Ekki þurfti heldur að efast um sam- úðina. Mundi var fæddur tíunda ágúst 1891. Hann var elstur af tíu börnum þeirra'Friðriks Guðmundssonar frá Syðra- lóni á Langanesi í Norður Þingeyjarsýslu og seinni konu hans, Þorgerðar Jónsdóttur úr sömu sýslu. Með þeim fluttist hann til Canada vorið 1905. Fyrst settist fjölskyldan að í Winni- peg, Man. en um haustið 1907 flutti hún til — sem þá var-nýlendu Vatnabyggðanna í Sask. á heimilisréttarland Friðriks, í grend við, þar sem nú er smábærinn Mozart. Þar dafnaði Mundi vel og óx fiskur um hrygg. Hann var náttúrunnar barn í orðsins fyllsta skilningi og lagði síðar undir sig mikið land og varð umsvifamikill bóndi. Á unglings árum sínum var hann gleði maður mikill. Söngröddin var þróttmikil og viss, danssporið fjörugt og óhikað. Hann var vel máli farinn og æfðist snemma í að koma fram á ræðupalli. Var sterkur og stórhuga. Átti mörg áhugamál og kjarkur- inn virtist óbilandi. Hann las mikið af góðum bókum og reyndi að fylgjast, eftir mætti, með helstu alheimsmálum. Þeim hætti hélt hann til þess síðasta. Það vár þó alltaf sveitin hans og fólkið þar, sem var honum kærast. Þar átti starfssviðið að verða. Ekki sniðgekk ástar gyðj- ann Munda. í febrúar 1931 giftist hann Emmu Braaten, konu af norskum ættum. Sambúð þeirra var stutt. í apríl 1937 misti hann hana frá þremur ungum börnum, eftir aldursröð; Mildred Agnes, nú gift Dr. Al. Geetter, Boston, Mass., Frederick Theodore, kvæntur Thoru Carol Sigurdsson, Yorkton, Sask., Emerson Long, kvænt- ur Marlyn Grace Burch, býr á föðurleifð sinni í grend við Mozart, Sask. Eftir konu missirinn bjó hann með ráðskonum þar til 17. júlí 1943, að gyðjan leiddi á fund hans og gaf honum hina fögru og gáfuðu núlif- andi ekkju hans, Líneik Josa- fatsson. Þá hefði hann getað sungið með skáldkonunni góðu, sem kann svo vel að færa hugsanir okkar í bún- ing: „Jú, ég hef áður unnað, en aldrei svona heitt.“ Lineik var þá sjálf ekkja og fjögra barna móðir. Hún ól hin ungu og móðurlausu börn hans upp sem sín eigin væru og hefir ætíð síðan borið hita og þunga dagsins með allri fjölskyldunni. Mundi þjónaði í fyrri heimsstyrjöldinni frá vorinu 1916 til stríðsloka. Kom heim 1919 og tók þá strax til bú- starfa. Aldrei hafði sveitin hans búið yfir meiri mögu- leikum og hér vildi hann leita gæfunnar. Hann þráði að verða góður og nýtur borgari þessa mikla lands. Fékk stjórnarstyrk hermanna til jarða- og jarðyrkjuvélakaupa. Festi kaup í frjósömum bú- jörðum og þó sóknin yrði stundum hörð brást aldrei trú- in og traustið á landið. Hon- um tókst að sigrast á lánar- drottnum sínum og verða bjargálna. Frá því hann fyrst byrjaði búskap, dró hann hvorki af kröftum né tíma til góðra fé- lagsmála og fyrirtækja. Lagði sig kröftuglega fram til allra bænda samtaka; var hrepp- stjóri í mörg ár og síðar odd- viti sveitarinnar. Þetta var oft töluverðum vanda vafið og ekki æfinlega þakklátt starf, ekki sízt á kreppu tíma- bilinu, þegar margir þörfn- uðust hjálpar en oftast tóma- hljóð í fjárhirzlu sveitarinn- ar. Þó reyndu flestir að skilja aðstæðurnar. Svo fékk eymd og basl margra sveitunga hans mikið á hann að það mætti líkjast andlegri mar- tröð. Þá urðu andvöku næt- urnar margar. Trúarbrögð var eitt af því sem Munda var ekki fjölrætt um, þó munu þeir fáir sem eiga heilsteyptari eða hreinni trú. Hann var ekki kirkju- rækinn og enginn prestadýrk- ari; hætti jafnvel við, eink- um eftir þátttöku sína í stríð- inu, að finnast of margir prestar gjöra sig ánægða með að prédika og kenna það sem þeir höfðu lítil skilyrði til að þekkja. Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, ræddi um stund við fréttamenn blaða og útvarps í skrifstofu sinni í gær. Greindi ráðherrann þar frá för sinni til Kanada og Bandaríkjanna, en forsætis- ráðherrahjónin komu heim úr þeirri för í gærmorgun, svo sem kunnugt er. Forsætisráðherra gat þess í upphafi máls síns, að vegna hins mikla áhuga Vestur-ís- lendinga fyrir málefnum ís- lands, hefði hann fengið gleggri hugmynd um stöðu þeirra vestanhafs, en hann hefði áður haft. Forsætisráðherra sagði, að svo sem allir vissu, hefði för þeirra hjóna fyrst og fremst verið farin til þess að taka þátt í hátíðahöldum vegna 75 ára afmælis íslendingadagsins, en þau hátíðahöld hefðu farið fram í Gimli, nokkru utan við Winnipeg. Þar hefði mik- ill mannfjöldi verið saman kominn, eða um 5000 manns. En að auki kvaðst forsætis- ráðherra hafa ferðazt nokkuð um hágrenni Winnipeg og til nokkurra annarra staða í Kanada. „Það er rétt að taka það fram“, sagði forsætisráðherra, „að V.-íslendingar eru Kan- adamenn, þótt þeir séu af ís- lenzku bergi brotnir. Þetta Hann var — eins og fyrr er sagt — fyrst og fremst náttúr- unnar barn. Trúði á „guð í al- heimsgeimi og guð í sjálfum sér.“ Lagði sig af alhug fram til að kynnast og halda lög- mál náttúrunnar. Þar, sem annarsstaðar, afsakaði van- þekking engann. Hann trúði sterkt á kraft bænarinnar. Ekki þó þess eðlis að lögmál lífsins raskaðist eða eðlileg framrás forgengist fyrir bæn- ir skammsýnna manna, held- ur til þess að framkalla hið bezta og sterkasta — guðseðlið — í sérhverjum, og þá, auð- vitað, því fleiri sem ákölluðu og treystu, því máttugri bæn- in. Systkini Munda, sem enn eru á lífi eru, eftir aldurs röð: Laufey Oberman (hálfsystir), nú á íslandi, Helga, gift Jens Elíassyni, Winnipeg, Man., séra Jóhann Friðriksson, Erik- son, Man., Ingólfur, Ericks- dale, Man., Jón, Coalmont, B.C., Arnþrúður, gift H. J. Stefánssyni, Winnipeg, Man. og Aðalbjörg, gift F. G. Ober- man, Indonesia. „Við horfum yfir hafið um haust af auðri strönd." „Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Fyrir hans samfylgd er lífið okkur, að vísu kröfuharðara, en tilgangsríkara. Helga Eliasson. eru menn, sem hafa unnið sér mikið álit á þeim stöðum, sem þeir starfa. Miðað við fæð þeirra, hafa þeir skapað sér slíka aðstöðu, að hún er þeim og ættlandi þeirra til sóma.“ Forsætisráðherra minntist og á það, að í Winnipegbórg einni væru gefin út blöð á hvorki meira né minna en 38 tungumálum auk ensku og frönsku, sem væru aðalmálin í Kanada. Sýndi þetta hve mörg þjóðabrotin væru þar í landi. Forsætisráðherra sagði, að raunar væri það ekki sér- stakt að íslendingar héldu tryggð við ættstofn sinn. En hitt kvað hann athyglisverð- ara, hve mikla og verðskuld- aða athygli þeir hefðu vakið á sér miðað við fjölda. 1 Mani- toba fykli væru yfirleitt einn eða fleiri menn af íslenzku bergi í fylkisstjórninni, enda þótt íslendingár væru ekki nema örlítið brot af þeim mikla fjölda, sem byggði fylk- ið. í alríkisstjórninni í Ottawa væri Islendingur ráðherra námumála og tækni, en þau málefni teldu Kanadamenn mjög mikilvæg landinu. Þá væri einn íslendinga þeirra, sem sótt hefðu ísland heim vegna Háskólahátíðarinnar, nú menntamálaráðherra í Manitoba, en því embætti fylgdi mikill vandi og ábyrgð, ekki sízt með tilliti til hinna fjölmörgu þjóðabrota, sem fylkið byggðu. „íslendingar virðast skara þarna framúr í mörgum greinum“, sagði forsætisráð- herra. „í Winnipeg er t.d. rek- in stærsta lækningastofnun á einstaklingsvegum í öllu brezka heimsveldinu. Henni veitir forstöðu Thorláksson læknir, en alls starfa þarna 60 læknar. Og íslendingar skara ekki aðeins framúr í Manitoba, heldur hvar sem þeir eru í Kanada“. Forsætisráðherra sagði og, að þeim fækkaði að sjálfsögðu, sem skildu og töluðu íslenzku. En þó hefði það verið svo á hátíðinni í Gimli, að hann hefði getað gengið á milli manna og haldið áfram að tala íslenzku í heilan sólar- hring. Menn á öllum aldri virtust hafa áhuga á því að heyra íslenzku. Á einum stað í förinni kvaðst forsætisráð- herra hafa þurft að stytta mál sitt, og tala aðeins á ensku. Eftir ræðuna hefði maður einn vikið sér að hon- um, og kvartað yfir því að hafa ekki heyrt mælt á ís- lenzku. Forsætisráðherra sagði, að þótt menn töluðu ekki ís- lenzku sjálfir, væru þeir ræktarsamir varðandi allt sem að íslandi lýtur og stoltir af því að vera af íslenzku bergi brotnir. Hann minntist á að um 200 manns hefðu verið saman komnir í Edmonton, er hann hefði verið þar, og sum- ir langt að komnir. 1 Kletta- fjöllum kvaðst hann hafa gist hjá systursyni Kjarvals, sem þar byggi. Um kvöldið hefði verið haldið samkvæmi þar, og hefðu þar verið 50—60 manns, annað hvort af ís- lenzku bergi brotið eða gift inn í íslenzkar fjölskyldur. Þetta fólk hefði ferðast allt að 200 kílómetrum til þess að geta verið þarna þessa kvöld- stund. Flest Vestur-íslendinganna kvað forsætisráðherra vera fólk komið af Islendingum, sem fluttust vestur um haf á árunum 1870 til 1880 og til aldamóta. Þeir þekktu land- ið lítið, nema þá af afspurn, og þá raunar allt annað Is- land en nú væri. Við Kyrra- hafið kvaðst hann þó hafa hitt nokkra unga menn, sem tiltölulega nýlega hefðu flutzt vestur, og staðið sig þar mjög vel. Allur þorri fólksins hefði Framhald á bls. 3. LEADERS IN QUALITY, COURTESY and SERVICE "YOU CAN WHIP OUR CREAM, BUT YOU CAN'T BEAT OUR MILK." For Scrvice PHONE 233-1441 A. S. BARDAL LIMITED . FUNERAL HOME 843 SHERBROOK ST., WINNIPEG SPruce 4-7474 K. L. Bardol STE 3, BARDAL BLOCK 775-1036 N. O. Bordol 122 HEARNE AVE. VE 2-379?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.