Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Side 3

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Side 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964 3 — Business and Professional Cards — Viðlal við dr. Bjarna Framhald frá bls. 2. þó verið vestra í 2—3 kyn- slóðir, og það mæti mjög mik- ils tengsl sín við ísland. „Þó mér hafi persónulega verið tekið mjög vel, hvar sem ég fór“, sagði forsætis- ráðherra, „vil ég taka það fram, að mér var fyrst og fremst fagnað sem fulltrúa þjóðarinnar. Ég get ekki á stuttum fundi gert fulla grein fyrir ferðalaginu öllu, þótt ég muni e.t.v. gera það síðar, en mér finnst staða íslendinga vestanhafs og það álit sem þessi fámenni hópur hefur aflað sér þar, svo merkileg, að á því væri vert að vekja athygli. Það er mikils vert fyrir land okkar að eiga þarna svo marga trygga vini, marga hverja í trúnaðarstöðum. Þetta er akur, sem við eigum að plægja, en láta ekki falla í órækt. En við verðum einnig að láta Vestur-lslendinga verða vara við áhuga og vel- vild af okkar hálfu.“ Þá gat forsætisráðherra þess, að sér hefði, sem full- trúa lands og þjóðar, verið mikil virðing sýnd af kana- dískum stjórnvöldum, og einnig bandarískum. Hann kvað heimsókn sína til Wash- ington hafa verið óformlega. Hann hefði átt leið um land- ið, og hefði verið boðinn til Washington í sambandi við það. Kvað dr. Bjarni þetta ó- rækan vott virðingar af hálfu Bandaríkjanna fyrir landi og þjóð. Hann kvaðst og vilja geta þess, að auk þess, sem Loft- leíðir hefðu boðið þeim hjón- um ferðina vestur um haf, hefði félagið einnig boðið þeim allar flugferðir innan Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherra var spurð- ur um heimsókn hans 1 Hvíta húsið. Hann sagði að þeir Johnson forseti hefðu spjall- að um daginn og veginn, en engin vandamál borið á góma, enda hefði ferðin ekki verið farin til þess. Hinsveg- ar hefði Dean Rusk svarað öllum spurningum sínum varðandi ástandið í alþjóða- málum í hádegisverðarboði utanríkisráðherrans. Þá sagði forsætisráðherra: „Það er ótrúlegt, hvað ég hitti marga menn vestra, sem komið höfðu til íslands. Er Johnson forseti heilsaði fólk- inu fyrir utan hliðið á Hvíta húsinu, þá var þar fyrir miðju maður, sem kvaðst hafa verið í tvö eða þrjú ár á íslandi á stríðsárunum, og lét vel yfir dvölinni". Loks gat forsætisráðherra þess, að Grettir Johannson, ræðismaður, og kona hans hefði fylgt þeim hjónum á ferðalaginu í Kanada, og lagt á sig mikið erfiði við fyrir- greiðslu. „Ég get ekki nóg- samlega rómað viðtökur allar vestanhafs,“ sagði forsætis- ráðherra að lokum. „Svo margir lögðu sig fram við að gera ferð okkar sem ánægju- legasta að þeir verða ekki upp taldir, né heldur hinir, sem báðu fyrir kveðjur og góðar óskir hingað heim“. Mgbl. 29. ágúst. Fréttir frá íslandi Hákarl ræðst á bát Höfn, Hornafirði 26. ágúst. — Sá óvenjulegi atburður gerðistær m.b. Hafbjörg NK 7, sem stundar humarveiðar frá Höfn, var að enda við að draga inn humartrollið, að mjög harður hnykkur kom á bátinn og hélt skipstjórinn, að bátur hefði siglt á skip sitt. Raunin var önnur. Stór og mikil skepna hafði hlaupið upp á bátinn og brotið rekk- verkið og vatnafestingu og gátu skipsmenn ekki greint annað en að þetta mundi vera hákarl. Allt gerðist þetta með leifturhraða og fór hákarlinn út af hinni hlið bátsins. Haf- björg er 25 smálestir. Segir skipstjórinn, Ari Sigurjóns- son, að hefði slíkur atburður gerzt fyrr færu engar sögur af honum. Humarveiðin er frekar treg, en mikið virðist vera af síld á miðunum og mun hún senni- lega vera smá. ☆ Stór bruni Milljónatjón varð í gær í Reykjavík, er mjölskemma við fyrirhugaða síldarverksmiðju Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar á Grandagarði áður Faxaverksmiðjan, gjör- eyðilagðist í elsvoða. — Hafði Eimskipafélag Islands hluta af skemmunni á leigu undir ýmsan varning, m.a. plastefni, hamp, pappír og hjólbarða, en í hinum hlutanum voru vélar úr síldarverksmiðjunni. Talið er, að neisti úr útblást- ursröri vörulyftu hafi tendr- að eldinn, sem magnaðist óð- fluga. Lagði mikinn, kolsvart- an reykjarmökk yfir Reykja- vík og átti slökkviliðið í erfið- leikum með að athafna sig sakir reyks og hita. Stóð slökkvistarfið yfir í sex tíma og tóku þátt í því milli 50 og 60 slökkviliðsmenn. Standa gaflar skemmunnar enn uppi, en segja má að allt annað hafi brunnið til kaldra kola. Fró Vancouver, B.C. Framhald frá bls. 1. Hambley spilaði á orgelið. Consul ísl. Jón Sigurdson sýndi gestunum svo kirkjuna, sem er mjög fagurt Guðs hús, og vönduð bygging að öllu leiti. Að Höfn En nú var komið kvöld, og var nú keyrt með gestina á Höfn, þar sem kvöldverður beið þeirra. Og mikið vorum við öll hér á heimilinu búin að hlakka til að mæta for- sætisráðherranum Bjarna, og frú Sigríði, og Birni, og þá líka Consul Gretti og frú Lalah. Allir voru hér spari- klæddir í sitt bezta, „og gleð- in skein á vonar hýrri brá“. Þegar gestirnir höfðu borð- að kvöldverðin, komum við öll — heimilisfólkið, inn í stóra salinn og voru þá born- ar í kring kaffiveitingar fyrir alla. Mr. J. S. Johnson, forseti heimilisnefndarinnar, reis úr sæti og kynnti gestina fyrir okkur og bauð þá velkomna, og bað síðan forsætisráðherra Bjarna að koma fram, og flutti hann þá mjög fallega ræðu. Það var eitthvað svo undur bjart og hlýlegt, allt sem hann sagði, að mér er óhætt að segja áð við vorum hrifin! Svo gengu þessir gestir, forsætisráðherrann Bjarni, frú Sigríður og Björn, og þau Consul Grettir og Lalah mann frá manni, allt í kring um salinn, heilsuðu öllum með handabandi, og töluðu stundar korn við hvern og voru ekkert að flýta sér. Ég veit að mér er alveg óhætt að þakka þeim innilega fyrir komuna á Höfn — sú stund verður okkur ógleymanleg, hin fagra ræða, og hið hlýja og innilega viðmót þeirra var sannur sólargeisli. Það var líka gaman að hitta Johann- son’s hjónin aftur — ég var þeim dálítið kunnug í Winni- peg. Vissulega er Consull Grettir Johannson glæsilegur fulltrúi íslendinga hér í álfu — eins og faðir hans var á undan honum. Guðlaug Jóhannesson. Framhald. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviOslit yOur? Fullkomin lækning og velliöan. Nýjustu aO- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. SkrifiO SMITH MFG. Company Dept. 234. PrMlon. Onl 0ff. SP 2-950»—SP 2-9500 Rh SP 4-4751 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE DAME Wvddlnfl Bouqunts - Cut Flowort Funorol Doaignt - Coroogos Boddinfl Plants S. L. Stofanooo—JU 6-7229 Mn. Albort J. Johnoon ICELANDIC SPOKEN Goodman And Kojima Electric ELICTRICAL CONTRACTORS 384 McDermot Ave., Winnipeg 2 WH 2-7759 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-4633 Erenings ond Holidayt Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Residential ond Commorciol E. BENJAMINSON, Monogor ASCEIRSON Points & Wallpapers Ltd. 696 SARGENT AVE. Builders' Hardware, Points, Varnishes, Wallpapers SU 3-5967—Phonflfl—SU 3-4322 Canadian Hsh Producers Ltd. J. H. PAGE, Monaging Dlrector Wholesale Distributors of Frooh ond Frozon Flsh 111 CHAMBERS 5TREET Offieo: Bus.: SPruco 5-04(1 SPruco 2-1917 FRÁ VINI

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.