Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964 GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadottirín i Skáldsaga ... Yfirsetukonan snéri máli sínu til Þorgeirs: ,,Þú ættir að reyna að hafa þau áhrif á konuna þína, að hún gerði það fyrir þín orð að leggja drenginn á brjóst. Það er svo ósköp mikið hollara og nota- legra fyrir barnið“. „Ég efast ekki um að hún gerir það“, sagði Þorgeir. „Nei, það geri ég aldrei“, svaraði sængurkonan. „Það er sama hver nauðar um það. Ég er búin að líða nóg fyrir þennan strák, þó að hann fari ekki að naga á mér brjóstin“. Það vissu líka allir, sem við- staddir voru, nema yfirsetu- konan, að það þýddi ekkert að minnast á það meira. Þorgeir kom inn í húsið á hverjum degi og sat þar dá- góða stund. Hann settist alltaf á rúmið, sem litli sonurinn var í, en það var rúmið henn- ar Gunnhildar. Ástríður tók fljótlega eftir því. „Það er eins og þú sjáir ekkert nema þennan strák, eins og hann er þá geðslegur", sagði hún. „Ég skal svei mér fá mér ærlegan sprett fram eyrarnar, þegar ég fæ að fara á fætur fyrir kerlingarhrotunni, þess- ari yfirsetukonu. Faxi minn verður farinn að týna niður að hlaupa“. „Hann verður þess viljugri, þegar þú reiðir litla soninn til skírnarinnar", sagði faðir hennar kankvís. „Heldurðu kannske að ég fari að reiða hann til kirkj- unnar? Hann má víst vera nafnlaus fyrir mér“, sagði Ástríður. „Talaðu ekki svona gáleys- islega“, sagði móðir hennar, „en það verða þá einhver ráð með að koma honum til kirkj- unnar, þó að þú gerir það ekki“. „Þorgeir gerir það þá“, sagði Gunnhildur. „Ég sé það á honum, að hann ætlar að verða góður við litla dreng- inn“. „Náttúrlega skal ég reiða hann“, sagði Þorgeir, „en ég verð bara blóðhræddur um að ég missi hann“. „Gunnsa lætur alveg eins og köttur yfir kettlingum, þegar hún er að sýsla við strákinn — hún malar og mjálmar", sagði Ástríður. Þorgeir fór að tala um eitt- hvað annað, svo að þessum óviðkunnanlegu orðaskiptum lyki. Yfirsetukonan gat ekki verið nema fimm daga, en hún varaði Ástríði við að fara of snemma á fætur, þótt henni fyndist hún vera orðin hress. Hún hafði haft talsvert Vald yfir þessari óbilgjörnu konu, en þegar hún var farin, varð hún ekkert annað en ó- þægðin og daginn eftir klæddi hún sig og fór alla leið út á hlað. Hún hló að fyrirbænunum í móður sinni. Ekkert varð henni þó meint við þetta gáleysisflan, eins og foreldrar hennar nefndu hátterni hennar. Ef hún heyrði í syni sínum, skipaði hún systur sinni að troða einhverju upp í hann, svo að hann gerði sig ekki vitlausa. Þorgeiri var þungt í skapi yfir framferði hennar, eins og svo oft áður, enda sagði hún, að hann væri uppstoppaður með fýlu, sjálfsagt út af því að hún væri laus við að kveljast nótt og dag af hans völdum. Það skyldi verða fyrsta og síðasta barnið, sem hún gengi með. Hann bjóst við, að það yrði heppilegast, en sagði það þó ekki upphátt. Hann var farinn að læra að stilla sitt bráða skap til að reyna að hafa frið á heimil-i inu. „Nú verða tíu dagar í kvöld síðan strákgerpið fæddist", sagði Ástríður einn daginn. „Á morgun ber að messa á Stað. Þá fer ég til kirkju og skal ríða hart til að sýna, hvort maður þarf margar vikur til að ná sér eftir barns- burð“. „Góða, láttu engan heyra þessa fjarstæðu“, sagði móðir hennar, „þú ferð ekki til kirkju fyrr en drengurinn verður skírður, en hann er allt of ungur enn til þess að fara með hann“. „Ég anza nú ekki svona löguðu. Það skyldi nú þurfa að fara með hann fram að Stað til að láta hann grenja“, sagði Ástríður. „Ef Þorgeir vill ekki fara með mér, fer ég bara ein“. „Áin er mikil og vex sjálf- sagt í nótt“, sagði faðir henn- ar. „Þá bara sundríð ég hana“. „Þú segir þetta nú ekki í alvöru, Ástríður mín“, sagði gamli maðurinn auðmjúkur og biðjandi. „Þú skalt nú sjá“, sagði hún hróðug. Þorgeir lét sem hann heyrði ekki til hennar. Líksöngur er það Það fyrsta, sem vakti eftir- tekt morguninn eftir, voru þungar drunur í Buslu, sem valt áfram kolmórauð. Hamrarnir bergmáluðu lík- söng hennar, „því að líksöng- ur er þetta“, sagði Hjálmar bóndi og gekk út og inn ó- styrkur með blaktandi skegg eins og alltaf, þegar áin lét svona. „Það kemur eitthvað hræðilegt fyrir á þessum sólarhring — það bregzt ekki“, bætti hann við skjálf- raddaður. Þorgeir gat ekki ráðið við það, að honum sjálf- um féll illa að heyra til ár- innar. Líklega var hann að smitast af hjátrúnni, sem þetta heimili var svo fullt af. Hann hugðist eitt sinn vera búinn að ráða þessa torráðnu gátu um ána. Það var af því að hraundrangur stóð í ánni rétt fyrir neðan túnið og þeg- ar flóð var í henni voru sí- felld boðaföll og vatnsstrókar út um drangann. Af því bjóst hann við að drunurnar stöf- uðu. En það þýddi lítið að bera slíkt fram fyrir það Hraunhamrafólk. „Ég er nú búinn að vera hérna við hliðina á henni alla mína tíð“, sagði Hjálmar. „Ef það væri sem þú álítur, heyrðist sjálfsagt helzt til hennar, þegar hún er í vexti, en nú kemur það stundum fyrir, að til hennar heyrist, þegar hún er á helluís. Nei, þú þarft ekki að láta þér detta í hug að þú ráðir þessa gátu, Þorgeir minn“. Þorgeir gekk til fjárhúsa, þó að lítið væri þar að gera, nema gefa hrútunum. Nú voru þrjár vikur af sumri og búið að sleppa hverri skepnu í fell- ið nema þeim. Þegar hann kom heim aftur, stóð kona hans spariklædd í bæjardyr- unum. Foreldrar hennar stóðu þar yfir henni vand- ræðaleg á svip. Þorgeir þótt- ist vita, hvað nú væri að vera. „Jæja, þarna kemurðu“, sagði Ástríður, þegar hún sá mann sinn. „Hér stend ég kirkjuklædd eins og þú sérð. Ég ætla að standa við það, sem ég sagði í gær. Mér þyk- ir líklegt, að þú komir með mér eins og hver annar al- mennilegur eiginmaður". ólinni utan um eina stoðina í bæjardyrunum. „Eina ráðið væri að biðja hana að fara“, sagði Þorgeir. „Mér er svo sem sama, þó að ég ríði með þér fram að ánni, en ég fer ekki að kæfa mig í henni þér til samlætis, ef hún er ekki reið. En sjálfsagt ætlast þú þó ekki til þess að ég fari í tóftarfötunum“. Hjálmar gamli hristi höfuð- ið og gekk inn í stofu. „Þú þarft líklega ekki að vera lengi að búa þig“, sagði Ástríður. „Ég gæti trúað því, að þú ættir eftir að iðrast eftir þetta flan, Ástríður mín“, sagði móðir hennar. Meðan Þorgeir var að raka sig og klæða sig í sparifötin reyndu hjónin enn á ný að telja Ástríði hughvarf, en það bar engan árangur. Hún hló aðeins að þeim. Gvendur var búinn að söðla hesta þeirra ungu hjónanna og reiðhestinn húsbóndans. „Ætlar þú að verða sam- ferða, Hjálmar minn?“ spurði Þorgeir hlýlega. „Já, ég get ekki annað séð, hvernig ykkur reiðir af yfir ána“. „Hann ætlar að sjá hvernig okkur tekst að kæfa okkur í ánni“, sagði Ástríður. Þorgeir stillti sig að rjúka ekki upp í vonzku. „Mér finnst þetta svo sem ekki neitt til að vera sérlega kát yfir — að hæða foreldrana sína“, sagði hann kuldalega. „En hvað það er gaman að sjá fýlusvipinn á þér. Þú ert svei mér að verða sama sinnis og hitt dótið. Blóðhræddur við ána. Blessaður sittu heima, hugleysinginn þinn“, sagði Ástríður. „Þú hefðir átt að sitja inni, meðan verið var að leggja á hestana. Ekki er ólíklegt að þú verðir orðin nógu þreytt fyrr en varir“, svaraði Þor- geir og lét sem hann heyrði ekki ertingar hennar. „Ég er engin veimiltíta, þó að þið haldið að ég sé það. Ég vildi nú helzt að karlskepnan færi að hafa sig af stað. Kannske hefur hann farið inn í stofu til þess að reikna út, hvað líkkistan mín komi til með að kosta“, sagði hún og hló ánægjulega, því að nú sá hún, að sigurinn var sinn. Þá kom gamli maðurinn fram úr stofunni. „Mikið er þessi hlátur þinn óviðkunn- anlegur“, sagði hann óstyrk- ur í máli. „Guð gæfi að þessi dagur væri liðinn að kvöldi og ég vissi, hver hlær þá bezt og síðast“. Elín kom þá fram í dyrnar og ámálgaði það enn einu sinni við dóttur sína, að láta nú leiða sig í kirkju, fyrst hún vildi endilega vera að fara þetta. „Ég er búin að segja þér það, að ég anza ekki svona hégiljum“, syaraði Ástríður. „Hvers konar vitleysa er þetta! Þarftu endilega að fara að æða til kirkju núna? Það verða víst fáir, sm leggja í ána núna. Ef þig langar svo mikið á hestbak, að þú getir ekki beðið með það í nokkra daga, geturðu sjálfsagt riðið eitthvað annað. En slíkt finnst mér heldur lítil fyrir- hyggja, nýstigin af barns- sæng. Hvað heldurðu að yfir- setukonan segi ýfir þessu háttalagi?“ sagði Þorgeir stuttlega. „Kannske ert þú jafnskelk- aður við ána eins og þau“, sagði hún fyrirlitlega. „Ef þú þorir ekki, fer ég ein þér til skammar". „Gættu að, hvað þú talar og gerir í guðsbænum“, sagði móðir hennar. „Heyrirðu ekki, hvernig áin lætur?“ „Einmitt þess vegna ætla ég að fara og sýna ykkur, að ég óttast ekki hjátrúarrausið í ykkur. Hvað er að marka, þó að Busla sé mikil? Þið vitið líklega, að Hvarfdalsáin er ekki það hálfa jafn vatnsmikil og hún. Ef þið gerið ekki eins og ég vil, steypi ég mér bara í hana“, sagði Ástríður. „Mikil ósköp eru að heyra til þín, barn. Guð fyrirgefi þér“, sagði faðir hennar. „Ég er ekkert barn lengur og það skal ég sýna ykkur“, sagði Ástríður og lamdi svipu- SKRIFIÐ ÞIÐ EINHVERJUM? Umslag þitt ætti að sýna: Nafnið á persónunni sem þú ert að skrifa. Strætis númerið, strætisnafnið, eða póstkassa númer, íbúðar- eða viðskipta- fjölhýsi, íbúð, ef nokkur. Borg, bæ, þorp, og póst zone ef það er notað, og fylkisnafn. Nafn þitt og heimilisfang efst á vinstra horni. WT200FL

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.