Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Síða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON
Boord of Direcfors' Executive Committee
President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr.
Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip
M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi
Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Bjarnason. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjorn-
son. Grcnd Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Stein-
dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand.
Subscriplion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa,
and for payment of Postage in cash.
Vesfrur-íslenzk tímarit
Lögberg-Heimskringla telur
það skyldu sína að geta um
þau fáu rit, sem gefin eru út
af Vestur-íslendingum, með
það fyrir augum að auka út-
breiðslu þeirra. Þau eru svo
fá, að V.-íslendingar ættu að
hafa ráð á að kaupa þau auk
Lögbergs-Heimskringlu.
Við höfum þegar minnst á
Tímarit Þjóðræltinisfélagsins,
sem kom út í febrúar 1966.
Það hefur inni að halda rit-
gerðir og kvæði, bæði á ís-
lenzku og ensku. Það fæst hjá
Mr. Guðmann Levy, 185
Lindsay St., Winnipeg 9, Man.,
Canada; verðið er $2.00.
Okkur barst Ardís, ársrit
Bandalags lúterskra kvenna,
og lögðum það til hliðar til
náinnar athugunnar þegar
tími gæfist, með þeim afleið-
ingum að það hefir ekki kom-
ið í leitirnar síðan. En úr
þessu verður bætt innan
skamms.
Félagsblaðið, fjölritað blað,
sem gefið er Icelandic Ameri-
can Club of Southern Cali-
fornia er ágætt og fréttaríkt.
Það er á ensku og er Skúli G.
Bjarnason ritstjóri þess. Hon-
um lætur sérstaklega vel að
þýða nýjustu og merkustu
fréttir frá íslandi, enda er
hann nákunnugur á íslandi,
hefir heimsótt ættlandið
mörgum sinnum. Heimilisfang
hans er 3222 Atwater Ave.,
Los Angeles, California 90039,
U.S.A.
í morgun, 5. apríl barst okk-
ur ársfjórðungsritið, The Ice-
landic Canadian — fyrsta rit
ársins 1966 og mun aðeins
dregin athyggli að innihaldi
þess en ekki gerð tilraun til
að ritdæma það, að öðru leyti
en því, að þótt það rit taki og
þýði að staðaldri fréttir úr
Lögberg-Heimskringlu, sem
ekki er tiltökuvert, þá finnst
því ekkert fréttnæmt við þá
nýjung að Lögberg-Heims-
kringla gaf út á þessu ári
fylgiblað á ensku — Annual
Liferary Supplement, sem
varð afar vinsælt. —
Á kápu ritsins er mynd af
Ambassador Pétri Thorsteins-
syni er gefur til kynna helzta
viðburð árs; en hann kom 1
boði Þjóðræknisfélagsins á
ársþing þess. W. Kristjansson
skrifar um hann og heimsókn
hans, en aðalritstjórinn skrif-
ar um frú Oddnýju Thor-
steinsson. Ritstjórnargreinin
Waning Vogue of the Intel-
leclual er eftir Caroline Gunn-
arsson.
Þá er prentuð ræða sú, ev
Eric Stefanson þingmaður
flutti á samkomu Icelandic
Canadian Club 22. febrúar,
Our Parliament in Aclion, þó
hafa verið skorið úr henni
ummæli hans um bicultura-
lism og bilingualism nefnd-
ina, en þar sem ritið hefir
undanfarið ekki verði alger-
lega hlutlaust í því máli virð-
ist hér um lítið skoðanafrelsi
að ræða.
Endurprentuð er grein sú
er birtist í The Financial Post
um fiskiútflutning Keystone
fisheries (einnig endurprent-
ufj í L-H 17 marz). Lelier from
Kenya er frá Mrs. J. W. Dow-
ney. Hún er dóttir Mr. og
Mrá. W. Kristjánsson; maður
hennar er kenn'ari við kenn-
araskóla þar í landi. Bréfinu
fylgir mynd af fj ölskyldunni.
Dislinguished Danish Scholar
Visiis Winnipeg eftir professor
Harald Bessason, er um hinn
merka og skemmtilega profes-
sor, Hans Bekker-Nielsen. —
Four years in Malaysia er um
Rev, og Mrs. Walter J. Moris,
en hún er dóttir Mrs. H. T.
Halvorson í Regina. W. Krist-
jánson ritar greinina og fylgir
henni mynd af fjölskyldunni.
Heimir Thorgrímson skrifar
The Three Midwinter Con-
certs. Ýmislegar aðrar fréttir
eru í ritinu, sem ekki gefst
tími né þörf að skýra frá.
Að þessu sinni eru í því
tvær sögur; The Wolf Skin
Coat eftir Loft Bjarnason og
The Picture eftir frú Elin-
borgu Lárusdóttur, þýdd af
W. Kristjánsson. Loks ritdórh-
ur eftir ‘ Richard Beck um
Westviking eftir Farley,
Mowat, sem fyrst birtist í
Scandinavian Studies.
The Icelandic Canadian rit-
ið fæst hjá Mr. Hjálmar
Danielson, 869 Garfield St.
Winnipeg 10, Canada. Árs-
gjaldið $2.00 á ári. — I. J.
Snjall lærifaðir
Undanfarnar vikur hafa birzt í blaðinu stuttir kaflar úr
íslandssögu Jónasar Jónssonar, sem eru aðallega ættlaðir
þeim lesendum, yngri og eldri, sem aldrei hafa átt þess kost,
að kynnast sögu ættlands síns. í þessum köflum er vísað til
heimilda í íslendingasögunum fyrir þá sem óska að skemmta
sér við lestur þeirra.
Jónas Jónsson, sem átti áttræðisafmæli 1. maí 1965, var
frábær kennari engu síður en stjórnmálamaður og rithöf-
undur. í grein sem Helgi Sæmundsson skrifar um hann í
Alþýðublaðið 2. marz 1966 segir hann meðal annars:
Mig langar að minnast Jón-
asar Jónssonar sem kennara.
Ég nam við Samvinnuskólann
vetrarlangt og get varla
ímyndað mér snjallari læri-
föður. Hann kenndi árla
morguns hvern virkan dag,
og aldrei hefur maður vakn-
að betur. Jónas fylgdi ekki
kennslubókum að hætti ann-
arra. Han fræddi um allt milli
himins og jarðar. Duldist al-
drei, að hann var fjölmennt-
aður og lét sér fátt mannlegt
óviðkomandi. Ræða hans var
eins og elfur, sem flæðir yfir
bakka sína í leysingu, en fróð-
leikurinn seytlaði í nemend-
urna líkt og ástríða. Þessi
slyngi áróðursmaður gætti
löngum hófs í predikunum,
JÓNAS JÓNSSON:
en jós skoðunum úr djúpum
brunni fjölbreytilegrar þekk-
ingar. Og hann þekkti brátt
nemendur sína af eins konar
skynjun. Mig grunar, að Jón-
as hafi ekki þurft að lesa próf-
úrlausnir og þó gefið einkunn-
ir réttlátlega að skilnaði. Sam-
vinnuskólinn varð harla sér-
stæð stofnun að frumkvæði
hans. Menntunin reyndist
margfalt meiri 'en lærdómur-
inn. Jónas Jónsson gæddi
hann íslenzkum svip og al-
þjóðlegum anda. Ég barst
þangað af tilviljun, en tel mér
það gæfu. Samt skolaði mér
þar frá Framsóknarflokknum
og Jónasi Jónssyni. Og það
var að sum leyti Jónasi að
þakka.
| fyrst hrökk undan Haraldi
j konungi til íslands, var Skalla-
grímur. Kveldúlfur faðir hans
hafði verið mikill víkingur á
yngri árum, en síðan sezt að
búi og haft mikla rausn. Hann
átti tvo sonu, Þórólf og Skalla-
grím. Báðir voru þeir miklir
hreystimenn, en annars ólíkir
í flestu. Þórólfur var glæsi-
menni hið mesta, gleðimaður
mikill og virðingagjarn. —
Skallagrímur var ófríður, þög-
ull, vinnugefinn og hneigður
til búskapar.
Þórólfur gerðist hirðmaður
Haralds konungs og þótti mik-
ið að honum kveða. Gerði
konungur vel til hans í mörgu.
Þetta þoldu ekki óvinir Þór-
ólfs og rægðu hann við kon-
unginn. Lagði konungur trún-
að á þennan orðróm, þótt
ósannur væri, veitti Þórólfi
aðför og felldi hann.
Skallagrímur fór að áeggjan
eins vinar síns á fund kon-
ungs til að biðja hann bóta
fyrir bróðurvígið; var þó
ekki slíkt ferðalag að skapi
hans. Þeir Skalagrímur fóru
tólf saman. Valdi hann sér til
fylgdar þá af heimamönnum
og nábúum, sem mestir voru
vexti og sterkastir. En er þeir
komu til hallar konungs,
gengu sex inn en hinir biðu
úti og gættu vopnanna.
Heldur þótti konungsmönn-
um þeir félagar ferlegir ásýnd-
um og líkari þursum en
mennskum mönnum. — Þeir
kvöddu konung sæmilega. —
Hann mælti við Skallagrím:
„Ef þú beiðist bóta fyrir
Þórólf, vil ég, að þú gerist
minn maður og þjónir mér.
Má mér svo vel líka þín þjón-
usta, að ég veiti þér bætur
eftir bróður þinn og aðra
sæmd, eigi minni en honum.
En þá skyldir þú kunna betur
að gæta en hann“.
Skallagrímur svaraði:
„Það er kunnugt, hversu
Þórólfur var mér framar um
alla hluti, og bar hann enga
gæfu til að þjóna þér, enda
mun ég ekki það ráð taka,
því ég veit, að ég mundi eigi
bera gæfu til að veita þér þá
þjónustu, sem ég mundi vilja
og vert væri“.
Konungur þagði en setti
dreyrrauðan, og var hinn reið-
asti. Lét hann veita þeim
eftirför, en Skallagrímur
komst undan með naumind-
um heim til föður síns.
Nú sáu þeir feðgar, að þeim
yrði ekki vært í landinu fyrir
fjandskap konungs. Tóku þeir
þá lausafé allt, sem þeir máttu
með komast, og bjuggu tvö
skip til íslandsferðar. Voru
um 30 vígra manna á hvoru.
En báðum fegðum var harm-
ur í hug og vildu ekki fara
svo úr landi, að engin kæmi
hefnd fyrir. Þeir lögðu báð-
um skipunum í leynivog við
eyjar nokkrar, utan við
ströndina.
Eftir nokkra stund bar þar að
fallegt skip, sem konungur
hafði sviksamlega tekið af
Framhald á bls. 8.
íslandssaga
Haraldur hárfagri
Rétt um sama leyti og ís-
land fannst, gerðust merki-
legir atburðir í Noregi. Einn
maður náði yfirráðum í land-
inu, þar sem áður höfðu ráðið
margir smáhöfðingjar. Margir
voru óánægðir með þessa
breytingu og fluttu búferlum
til íslands.
Víða í Noregi eru staðhætt-
ir svipaðir og á íslandi. Þar
eru líka há fjöll, langir og
þröngir dalir og vogskorin
strönd. Samgöngur á landi
voru erfiðar milli byggðanna.
Hvert hérað var heimur fyrir
sig. Yfir því réð einn helzti
stórbóndinn og var kallaður
fylkiskonungur. Það þótti
mikil tign, en lítið vald fylgdi
því, nema herforusta á ófrið-
artímum. í hverri sveit voru
margir gildir sjálfseignabænd-
ur. Þeir voru kallaðir höldar.
Þeir voru ríkir menn, vanir
vopnaburði og sjálfstæði. Þeir
voru einvaldir, hver á sinni
jörð, og ófúsir að lúta boði
annara. Ennfremur voru
margir bændur leiguliðar
stórbændanna. En þeir máttu
sín lítils. Skör lægra vöru
ófrjálsir menn, þrælar og am-
báttir. Það var mest hertekið
fólk og niðjar þess. Þrælarnir
voru réttlausir og gengu kaup-
um og sölum eins og skepnur.
Haraldur konungur hárfagri
sameinaði þetta sundraða
land og gerði á 12 árum, rétt
áður en ísland byggðist, eitt
ríki úr 30 fylkjum. Hann erfði
allstórt fylki norður af Kristj-
aníufirðinum, en allt hitt
vann hann með vopnum.
Hann vellti smákonungunum
úr völdum en setti sjálfur
embættismenn í þeirra stað.
Þeir stjórnuðu byggðunum,
heimtu skatta í nafni kon-
ungs, og þágu laun fyrir frá
honum. Haraldur hárfagri
hafði um sig mikla hirð og
allmikinn fastan her, svo að
mikið fé eyddist í konungs-
garði. Lagði hann því þunga
skatta á þjóðina.
Smælingjarnir beygðu sig,
því að þeir voru illu vanir
fyrr. En sjálfseignarbændurn-
ir kunnu þessum álögum illa,
einkum fasteignarskattinum,
sem konungur lagði á alla arð-
sama jörð. Þótti höldunum
skattur þessi einskonar lands-
skuld, sem benti á, að þeir
væru allt í einu orðnir leigu-
liðar konungs. Og heldur en
þola þá .smán, vildu þeir flýja
land og eignir.
Island var þá nýfundið og
látið vel af landkostum þar.
Þangað fóru margir stórbænd-
ur úr Noregi beina leið. En
fleiri héldu í fyrstu vestur um
haf til Skotlands, írlands og
eyjanna þar í kring. Höfðust
þeir þar við um hríð og herj-
uðu á Noreg til að hefna
harma sinna á konungi. Gekk
svo, unz Haraldur fór herferð
vestur um haf og stökkti vík-
ingum burtu. Fór þá fjöldi af
þessum landflóttamönnum til
íslands. En þessir atburðir
urðu þess valdandi, að til ís-
lands fór mikið af kjarnmesta
fólkinu, sem til var í landinu.
En um leið var það sá hlutinn,
sem óbilgjarnastur var og
verst að stjórna. Og sjálfræð-
ið kom íslendingum síðast á
kaldan klaka.
Skallagrímur
Einn af þeim höldum, sem