Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1966 7 Frá Ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1. Þinglausnir fóru fram kl. 16 á fimmtudag. Forseti Samein- aðs þings Birgir Finnsson flutti yfirlit um störf Alþing- is og Eysteinn Jónsson færði forseta þakkir. Því næst las forséti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson upp forsetabréf um þinglausnir og sagði þing- inu slitið. Alþingi, sem nú hefur lokið störfum, var áttugasta og sjötta löggjafar- þing. Þingið stóð samtals í 159 daga og var haldin 221 þingfundur, 89 í neðri deild og 84 í efri deild og 48 í sam- einuðu þirigi. 82 frumvörp voru afgreidd sem lög, þar af 60 stjórnarfrumvörp og 22 þingmannafrumvörp. — Fram voru bornar 47 þingsályktun- artillögur. Alls voru 202 mál til meðferðar á þinginu, en tala prentaðra þingskjala varð 724. * * * Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands hófst í Reykjavík á fimmtudag. Það kom fram í ræðu fram- kvæmdastjóra, Björgvins Sig- urðssonar, að öll verkamanna- og verkakvennafélög hefðu sagt upp kaup- og kjarasamn- ingum miðað við fyrsta júní, en engar skriflegar kröfur hefðu enn borist. Fram- kvæmdanefnd Vinnuveitenda- sambandsins og fulltrúar Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna áttu 3. maí fyrsta fund sinn með fram- kvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins um væntanlega samninga. * * * Á f u n d i borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag var lögð fram framkvæmda- og fjáröflunaráætlun Reykjavík- urborgar fyrir árin 1966 til 1969. — Heildarframkvæmdir borgarsjóðs og borgarfyrir- tækja á þessu tímabili nema tveimur milljörðum 427.5 milljónum króna. Á síðustu fjórum árum var upphæðin einn milljarður 747.7 milljónir króna. * * * Unglingaregla IOGT á 80 ára afmæli á morgun. Mun reglan vera elzti félagsskapur barna og unglinga á íslandi. * * * Menntamálaráðherra hefur skipað deildarstjórnir Vísinda- sjóðs. Dr. Sigurður Þórarins- son er formaður raunvísinda- deildar og dr. Jóhannes Nor- dal formaður hugvísinda- deildar. * * ♦ Hótel Loflleiðir íók form- lega til starfa 1. maí. Á laug- ardag var haldin í sölum húss- ins veizla fyrir 1500 manns. í hótelinu eru 108 herbergi og hefur smíði hússins tekið 15 og hálfan mánuð. Loftleiðir hafa óskað eftir að fá að fljúga frá íslandi til annarra Norð- urlanda með Rolls Royce-flug- vélum sínum, en til þessa hefur félagið aðeins fengið að nota Cloudmastervélar á þess- ari flugleið. * * * í vikunni byrjaði Flugfélag íslands flug til Faéreyja með Fokker Friendship- skrúfu- þotu. Félagið fékk leyfi til þess að fljúga einu sinni í viku til Færeyja, Björgvinjar og Kaupmannahafnar en að auki verður flogið milli Færeyja og Glasgow. * * * Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur byrjað framleiðslu á kögglafóðri fyrir varphænur, en það er heilfóður sem inni- heldur öll nauðsynleg nær- ingarefni. * * * Á íundi verðlagsráðs sjávar- útvegsins 30. apríl sl. náðist samkomulag um lágmarks- verð á síld í bræðslu á Norður- og Austurlands-svæðinu. Frá 1. til 31. maí 163 krónur fyrir hvert mál, eða ein króna og 15 aurar fyrir hvert kíló- Gráar gærur hafa nú um skeið verið allgóð verzlunar- vara og mun meira virði en aðrar gærur. Þess vegna þykir bændum eftrisóknarvert að eiga sem mest af gráum lömb- um til frálags. Rannsakaði Stefán Aðalsteinsson fyrir nokkrum árum, hvernig grár litur erfist, og kenndi bænd- um ráð til þess að fá margt grárra lamba, án þess að eiga margt af mislitum ám, er gefa af sér verðminni ull en hvítar. Hefur það, sem þar var til kostað, vafalaust skilað góð- um arði. En grái sauðarliturinn er ekki nýr af nálinni á landi hér. Hann hefur fylgt íslenzka sauðfjárstofninum frá upphafi byggðar í landinu. Þegar Víga-Styr vá Þórhalla á Jörfa og bóndi sá, sem kom á jörð- ina eftir hann, mæltist til þess að börnin fengju nokkrar föðurbætur, sagði hinn harð- svíraði manndrápari við pilt- inn, sem hann hafði svipt föð- ur sínum: „Eigi hef ég bætt víg mín hingað til dags, og verður það nú hið fyrsta sinn, sem ég geri það. í sumar sögðu griðkonur mínar þar vera hrútlamb eitt, grátt að lit, ullarrýjað, er eigi vildi þrífast. Nú sýnist mér það rétt á komið, að sveinn þessi hafi lambið í föðurgjöld- in, en eigi mun hann frekar af mér fá.“ Þessi hrakalegu orð urðu honum að fjörtjóni, því að pilturinn svívirti, Gestur Þór- hallason, vann á honum, þar sem hann bakaðist við eld á Jörfa, kominn þangað aftur til gistingar í þessari sömu ferð. Er síðan í minnum orðtakið, sem beitt er, þegar komið hef- ur verið fram maklegri hefnd: „Þar launaði ég þér lambið gráa." gramm, og 1. til 19. júní 190 krónur fyrir hvert mál, eða ein króna og 34 aurar fyrir hvert kílógramm. * * * Á föstudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið óperuna Ævin- iýri Hoíímanns, eftir franska tónskáldið Jacques Offenbach. Þar koma við sögu um 80 manns, einsöngvarar, kór, dansfólk og hljóðfæraleikarar, en þetta er stærsta og dýrasta verkefni sem Þjóðleikhúsið hefur ráðist í. Leikstjóri er Leif Söderström frá Stokk- hólmsóperunni, hljómsveitar- stjóri Bodhan Wodiskó. — Magnús Jónsson fer með hlut- verk Hoffmanns. Á sunndaginn var frum- sýndi Þjóðleikhúsið tvo ein- þáttunga í Lindarbæ, leik- stjóri er Benedikt Árnason. Ferðin til skugganna grænu, nefnist einþáttungur eftir Finn Methling, eina hlutverk- ið leikur Herdís Þorvaldsdótt- ir, hinn þátturinn nefnist Loftbólur, frumsmíð ungs höfundar, Birgis Engilberts. En bændur áttu ekki ein- ungis grátt fé — gráar gærur voru líka útflutningsvara. — Fyrir tæpum þúsund árum var Haraldur konungur Eiríks- son til ríkis kominn í Noregi. Þá var það á sumri einu, að hann sat sem oftar í Harð- angri á Hörðalandi. Kom þá af hafi íslenzkt skip, hlaðið var- arfeldum, gæruskinnum. Vöru þessa ætluðu íslendingarnir að selja, og héldu þeir skipi sínu til Harðangurs, því að þar vissu þeir fyrir mest fjöl- menni og þar væntu þeir greiðastra viðskipta. Það brást ekki heldur, að menn kæmu tli þess að skoða varning þeirra. En þegar til skyldi taka, vildu engir kaupa vararfeldina. Þóttu íslending- unum að vonum illt 1 efni, er farareyrir þeirra varð þeim ekki að fé. En þetta voru menn, sem farið höfðu áður milli landa, og stýrimaðurinn var mál- kunnugur Haraldi konungi. Gerðist hann svo höfðingja- djarfur, að hann gekk á fund konungs til þess að tjá hon- um vandræði þeirra félaga. Konungur tók kvabbi hans ljúfmannlega og kvaðst myndu koma til skips og líta á varninginn. Og nú komumst við að raun um, að gæruskinn- in voru grá, því að konungur spurði stýrimann: „Viltu gefa mér einn grá- feldinn?“ Stýrimanninum var ljúft að þóknast konunginum, sem þegar brá gæruskinninu yfir herðar sér. Hlaut hann ai' þessu atviki kenningarnafn og var nefndur Haraldur grá- feldur. En þegar förunautar kon- ungs sáu, að hann girntist slíkan vararfeld, gerðust þeir einnig fúsir til viðskipta, og þegar konungsbáti var brott róið, bg hafði hver maður í iði hans keypt sér feld af Is- lendingum. Og jafnskjótt og Detta spurðist í bænum, Dyrptust menn til skips, og ' auk svo, að allir feldirnir seldust og fengu þá hálfu færri en kaupa vildu. Þetta er skemmtileg mynd af viðskiptalífinu í norskum ■caupstað á síðari hluta tíunda aldar. Og lengi hefur mann- skepnan verið söm við sig. Það, sem enginn vill nýta, verður allt í einu keppikefli, þegar konungurinn hefur gengið á undan. Það er sama hneigð til eftiröpunar og þeg- ar drengir hér láta sér vaxa síðari hárlubba, af því að ein- hverjir hafa tekið upp á því úti í löndum, eða fólk þreytir kapphlaup um nýjar gerðir innréttinga og heimilisvéla, af því að það hefur haft spurnir af þeim hjá einhverjum öðr- um. Það er margt, sem hefur breytzt. En maðurinn er sjálf- um sér líkur. Og gráu gærurn- ar hafa fyrr verið tízkuvarn- ingur en núna þessi síðustu ár. Tíminn. Stradivarius Hin frábæru tóngæði þeirra strengj ahlj óðfæra, er Stradi varius, Guarneri og Amati smíðuðu fyrr á öldum, hafa lengi verið mönnum rann- sóknarefni. Fjöldi manna hafa á ýmsum tímum lýst því yfir, að þeir hafi fundið leyndar- dóminn. Allar þessar staðhæf- ingar hafa til þessa reynzt til- hæfulausar. Þó kom nýlega fram á sjónarsviðið maður, sem virðist hafa öðlazt nokkra vitneskju um leyndardóm gömlu meistaranna. Maður þessi er hljóðfæraviðgerðar- maður, en hann hefur lítið Éhiiiiiiiiiiinii viljað ræða uppgötvun sína. Hljóðfæri þau sem hann hefur smíðað tala sínu máli og eru hljóðfæraleikarar frá sér numdir yfir tóngæðum þeirra. Maður þessi heitir Laurence Lamay og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er efn- aður maður og hefur lengi haft það áhugamál, að gera við gömul strengjahljóðfæri. Hann hefur tekið tjl við- gerðar fiðlur og önnur strengjahljóðfæri af beztu tegund. Það litla sem Lamay hefur viljað segja, er að það sé sameiginlegt með öllum hinum gömlu og góðu strengjahljóðfærum, að viður- inn í þeim virðist hafa verið efnafræðilega meðhöndlaður á sérstakan hátt, áður en hljóðfærin voru smíðuð. Hann álítur að þetta hafi fyrst og fremst verið gert til að gera hljóðfærin endingarbetri og til að verja þau skemmdum af raka, en alls ekki til að bæta hljómgæði þeirra. Lamay hef- ur látið fara fram ítarlegar efnafræðilegar rannsóknir á hljóðfærunum og formúlan er nú fundin. Að sjálfsögðu hef- ur Lamay ekki látið hana uppi, en hljóðfæri þau sem hann hefur smíðað úr viði sem hann hefur meðhöndlað sam- kvæmt hinni gömlu formúlu, virðast sanna að hann fer ekki með neitt fleipur. Konsertmeistari í einni af stærstu hljómsveitum Evrópu fékk nýlega lánaða eina af fiðlum Lamay, og eftir að hann hafði reynt hana um skeið var hann ófús að láta hana af hendi og krafðist þess að fá hana keypta. Lamay hefur einnig notað formúlu sína við hljómbotna í slaghörpum og hefur það gefið góða raun. IIIIIIIIIIIIIIIUÉ LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL ISLANDS | OG TIL ALLRA SKANDINAVÍULANDA | S Ráðgerið þér ferð til íslands? Fljúgið þá með LOFTLEIÐUM 1 = og sparið nóg til að dvelja lengur, sja fleira, og njóta þess betur. = = LOFTLEIÐIR bjóða lægstu flugfargjöld til af öllum flugfélög- = = um á öllum árstímum — aðra leiðina eða fram og aftur. Þer = = greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld. Fljúgið í rúm- = s góðu og þægilegu farrými í hraðfara, nýjum Rolls-Royce 400 = S Jet Props beint til íslands, og þaðan með langferða DC-6Bs = S til annara áfangastaða í SKANDINAVÍU. Ókeypis heitar = = máltíðir, drykkir og snacks til boða á hverju flugi. I FRÁ NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - I = SKOTLANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR = 1 - DANMERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. § Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu s og lengra BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda lil Evrópu ICELANDICArnuNEs | igr mDŒHdJMWíjl | = 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York, N.Y. 10020. s PL 7-8585. NEW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO S Fáið upplýsingabækling, farmiða og fl. hjá ferðaskrifsfofu yðar. = iiiiiiiiiniiiii iniiiiiiiiiini Varafeldirnir forun og gróu gæruskinnin

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.