Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1966, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1966 Úr borg og byggð Dr. I. G. Arnason, skóla- stjóri Luxton miðskólans hér í borg var heiðraður af Lux- ton Home and School Associ- ation með móttökufagnaði í skólanum á þriðjudagskveldið í tilefni þess að hann er að leggja niður störf. Fjöldi kennara, nemenda og vina hans sóttu þennan mannfagn- að. * * * Allen Olson kennari, kona hans og tvö börn þeirra komu til bæjarins 25. apríl frá Kaduna, Nigeria, þar sem hann hefir verið kennari í tvö ár, í heimsókn til foreldra og annara vina og vandamanna. Ekki urðu þau mikið vör við stjórnar byltihguna fyrir nokkrum mánuðum. Allt var friðsamlegt í Kaduna. Þau fara til baka um miðjan júní og verða þar eitt ár enn. * * * Mrs. Halldóra Jakobson fór til Islands í fyrri viku í heim- sókn til bróður síns, Alberts Goodman. Hún gerði ráð fyrir að dvelja þar þrjá til fjóra mánuði. * * * Miss Helen Björnson, Sel- kirk, Man., dóttir Mr. og Mrs. Pete Björnson lauk flugfreyju prófi nýlega í Montreal og mun starfa fyrir Air Canada. * * * Jens Magnússon var út- nefndur fyrir Selkirk kjör- dæmi sl. laugardag til að sækja fyrir Social Credit flokkinn í hinum væntanlegu fylkiskosningum í Manitoba. * * * Kvenfélag Fyrsta Lúterska Safnaðar efnir til sölu á lifra- pylsu og blóðmör fimmtudag- inn, 19. maí, klukkan 1:30 e. h. í neðri sal kirkjunnar. Kaffi verður á boðstólnum. * * * The Ladies' Aid of the Unitarian Church of Winni- peg will be holding their Spring Tea on Thursday, (today) May 12, 1966 from 2:00 to 4:00 p.m. in the T. Eaton Company Assembly Hall, Seventh Floor. There will be a sale of Home Baking, Bazaar Items and a White Elephant table, also lifrapylsa and blóðmör. * * * The Jon Sigurdsson Chapter I.O.D.E. will hold it’s Annual Bridge Party at the Lower Auditorium of the Unitarian Church. Banning at Sargent, Monday, May 16 — starting at 8 p.m. There will be prizes for bridge and whist as well as door prizes. General Conveners: Mrs. Ben Heidman, Mrs. P. H. Westdal. * * * ÞAKKARORÐ Innilega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér hluttekn- ingu við fráfall míns ástkæra sonar Þórs O. Hallson: lækn- unum og hjúkrunarkonun- um, er stunduðu hann með svo mikilli alúð í hans langa sjúkdómsstríði, Páli Hallson og konu hans fyrir þeirra miklu aðstoð og öllum þeim er sendu blóm og samúðar- skeyti. Síðast en ekki sízt þakka ég séra Philip Péturs- syni fyrir hans hlýju hugg- unarorð við útförina. Ég þakka ykkur öllum af hjarta. Anna Hallson. Dánarfregnir PÁLL JÓNSSON 18. nóv. 1885—23. des. 1965. Páll Jónsson, bóndi í Siglu- nesbyggð, var sonur Jóns Jónssonar, þingmanns, frá Sleðbrjót í Norðurmúlasýslu á íslandi. Hann var fæddur að Sleðbrjót 18. nóv. 1885. — Móðir hans var Guðrún Jóns- dóttir frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Páll ólst upp í heimahúsum að Sleðbrjót og Bakkagerði, fluttist með foreldrum og systkinum til Vopnafjarðar og síðast, árið 1903 til vestur- heims. Sezt var fyrst að í Mary Hill byggð, en tveimur árum seinna var flutt til Siglunes, og búið þar síðan. Páll nam þar land, og stund- aði búskap og fiskiveiðar, auk annars, sem að höndum bar. Alls voru systkinin sjö, en nú við fráfall Páls, eru fimm þeirra dáin, — Björg (Mrs. Bjarni Thorsteinson); Ragn- hildur (Mrs. Thorsteinn Guð- mundson) Leslie, Sask.; Ingi- björg (Mrs. Björn Eggertson) Vogar; og einn bróðir, Guð- mundur. Á lífi eru einn bróðir, Jón, Siglunes, og ein systir, Helga (Mrs. Arnason); Wpg. Páll giftist aldrei. Hann var góður nágranni, og góður vin- ur, einlægur og trúr. Síðustu árin, er heilsan var farin að bila, varð tengdasystir hans, Anna, kona Jóns, honum hjálpsöm á margan hátt, og létti fyrir vanmátt hans. Auk systkinanna tveggja, lifa hann átta systkinabörn. Páll dó 23. desember, s.l. og kveðjuathöfn fór fram, flutt af sér Philip M. Petursson, 28. des. frá sveitarkirkjunni á Vogar, að mörgum vinum viðstöddum. Enn er landnámsmaður fall- inn frá. En minning hans lifir í góðum verkum, vinskap og tryggð. — P. M. P. * * * Snæbjörn S. Johnson, Ar- borg, Man. fyrv. oddviti Bif- röst sveitar andaðist 6. maí 1966, eftir langvarandi veik- indi, 83 ára að aldri. Hann var fæddur á Fjöllum í Keldu- hverfi og fluttist ársgamall með foreldrum sínum, Snorra Jónssyni og Kristjönu konu hans, vestur um haf 1883 og settust fjölskyldan að við Is- lendingafljót. Hann stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni og dýraveiðar í norður Canada þangað til 1913, þá giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði og stofnuðu þau heimili nálægt Arborg og stundaði MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. hann búskap í 60 ár. Hann var jafnframt oddviti sveitarinn- ar í 10 ár; formaður North Star Creamery í 17 ár, for- maður og skrifari bænda- félags Framnesbyggðar í mörg ár; var í safnaðarstjórn og skólaráði — í einu orði sagt, góður og gegn borgari. Auk konu hans lifa hann þrír synir, Snorri, Kristján og Kjartan, allir í Arborg; níu barnabörn og einn bróðir, Erlendur. Hann missti Njál bróður sinn og systur sína Mrs. Unni Sigvaldason 1965. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Arborg. Dr. V. J. Eylands aðstoðaði sóknar- prestinn, Rev. J. Northcott. * * * Benedikt Krisljánsson and- aðist þann 17. marz á Matson Lodge, Heimili Salvation Army í Victoria, B.C. Hann var 92 ára. Hann hefur dvalið í nokkur ár á þessu heimili fyrir aldrað fólk sem dóttir hans hefir haft umsjón yfir í mörg ár. Hann var sonur Kristjáns Jörundssonar sem lengi var hreppstjóri í Eyja- hrepp, Snæfellsnessýslu, og fyrri konu hans Sigríðar. Benedikt var skósmiður í Stykkishólmi þar til hann flutti til Vancouver stuttu fyr- ir aldamótin, þar sem hann hefir starfrækt skósmíði og skóbúð þangað til hann lét af störfum. Kona hans, Josie, og dóttir Elsie létust fyrir mörg- um árum, en eftir lifa sonur hans Kristján og dóttir Major Sadie Rankin, í Vancouver, einnig sjö barnabörn. Dóttir hans Sadie hefir haldið þess- ari háu stöðu í Salvation Army í mörg ár á aðalstöðv- um hersins í Toronto og Victoria, B.C. Síðastliðin tvö ár hefir hún starfað á Cor- rectional Services, deild hers- ins í Vancouver ásamt manni sínum sem einnig heldur hárri stöðu í Sáluhjálpar Hernum. Befrel Building Fund Miss S. Joseph, 247 Renfrew St., Wpg. $50.00. In memory of Paul Bardal Mrs. Margaret Elton, 10 Eldon Grove, London NW 3. $50.00. Grund Ladies Aid, Glenboro, P. O. Man. $50.00. Saeunn Bjarnason, Betel Home, Gimli, Man. $10.00. — „Sumargjöf“. From free will offerings at OPEN HOUSE day, May 4, 1966 at the new Betel Home Foundation Home at Selkirk, Manitoba. $206.50. Mr. Albert D. Cohen, 305 Park Blvd., Tuxedo 29. $100.00. Solveig McNeil, 1860 Francis Road, Windor, Ont. $50.00. Meðtekið með innilegu þakklæti fyrir hönd fjársöfn- unarnefndar Betels. K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. Loflleiðahólelið nýja Hið nýja gistihús Loftleiða er stórmyndarlegt og glæsi- legt fyrirtæki. — Fullsetið á gistihúsið að rúma 225 nætur- gesti. Þar eru rúmgóðir og smekklegir veitingasalir, sundlaugar með tilheyrandi baðklefum, gufubaðstofur og nuddstofur. Allur útbúnaður gistihússins er hinn fullkomn- asti, þannig að til fyrirmynd- ar verður að telja. Byggingartími þessa nýja gistihúss var með fádæmum stuttur miðað við hve marg- brotið og vandasamt verk hef- ur verið unnið. Hefur stjórn Loftleiða nú sem fyrr sýnt djörfung og áræði. Frá því að fyrsta skóflustungan var stungin og þar til gistihúsið tók til starfa liðu aðeins 16 mánuðir. Vöxtur og þróun Loftleiða er eitt ánægjulegasta dæmið sem við Islendingar þekkjum um árangur óvenjulegs dugn- aðar og framtaks fárra ein- staklinga. Nokkrir ungir flugmenn stofnuðu þetta fyr- irtæki, sem nú er stærsta einkafyrirtæki landsins. Loft- leiðir hafa borið hróður ís- lands um lönd og álfur. Hið nýja gistihús fyrirtækisins er því til hins mesta sóma og markar eitt stærsta skrefið, sem stigið hefur verið fram á við í gistihúsamáluirr þjóðar- innar. 1. maí. Það er ekki eitt, heldur allt. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write. call or telephone to- day witnout any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont Ave., Winnipeg S. Man. Tel.i GLobe 2-S448 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3, Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows 9 Aluminum combinatíon doors • Sashless Units 9 Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. 9 Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY BETEL HOME FOUNDATION Stjórnarnefnd Betels fagnar því, að geta nú tekið á móti umsóknum frá öldruðu fólki, er óskar inngöngu í nýja heimilið, sem nú er verið að reisa í Selkirk, Manitoba, Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti. Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til: J. V. Jónasson, ritara, 133 Kitson St., Winnipeg 6, Man. UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Si., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ..................................... ADDRESS ..................................

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.