Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1966 5 Ræða Hannesar Kjartanssonar Framhald af bls. 4. ísland er ekki lengur þekkt einungis fyrir okkar gömlu, óviðjafnanlegu bókmenntir — heldur sem nútíma land, sem liggur miðsvegar milli einræðisríkjanna í Austur-Evrópu og hinna voldugu lýðræðisþjóða í Norður-Ameríku. Þrátt fyrir breyttar aðstæður er ég þess fullviss, að það er ósk okkar allra, að sambandið milli íslendinganna, þeirra sem hér búa og þeirra, sem á íslandi eru, megi vera sem bezt og lengi haldast. Víst er það, að við á íslandi erum stolt af frændum okkar í Kanada og munum ekki gleyma þeim erfið- leikum, sem þeir áttu við að etja og þeirri þrautseigju og karlmennsku, sem þeir sýndu. Ég vil ljúka orðum mínum með því að fara með kvæði eftir séra Jónas heitinn Sigurðsson. Kvæðið, sem hann kall- aði „Vestur-íslendingar“, lýsir betur en flest annað komu landnemanna til Vesturheims, baráttu þeirra og sigrum: VESTUR-ÍSLENDINGAR Við komum með trefil og klæddir í ull og kunnum ei enskuna að tala. Við áttum víst langfæstir góz eða gull, né gersemar Vesturheims dala. — Með sauðskinn á fótum og sængurföt heit, með sjal og með skotthúfu’ og poka; — við fluttum þá útgerð í óbyggð og sveit og „Enskinn“ við báðum að þoka. Að fötum og útliti ’inn hérlendi hló og hæddist að feðranna tungu. En haídgóð var íslenzka útgerðin þó í eldrauna lífsstarfi þungu. — Við kunnum ei verkin, við áttum ei auð, og ekkert í landsmálum skildum. En Stór-Bretann sjaldan við báðum um brauð, því bjargast og menntast við vildum. En höndin var kreppt eftir hafrót og slátt og herðarnar bognar af lúa. Á sveitinni átt höfðu of margir bágt, og örbirgðin flesta mun kúga. — En íslenzki farþeginn flutti þó arf í farangri öreigans vestur: að hvar sem hann dvaldi við strit eða starf eða stjórnmál, — þá reyndist hann beztur. Við þriðjungshvörf aldar — með erlendri þjóð, hinn íslenzka Beina-Hött* sjáið: Þau hörðustu lífspróf í heimi’ ann stóð, og hérlenda flimtið er dáið. — Nú kennir hann málið, sem kunni’ hann þá ei, við kirkjum og skólum fékk tekið; og settist við stýrið, er Stór-Bretans fley í strand hafði nálega rekið. Þó týndust hér íslenzkir treflar og skór, ei tapast má þjóðernið lýði. því munið, vor andlegi arfur er stór og útgerðin haldgóð í stríði. Og seljið ei íslenzkar sögur né ljóð við svikamynt trúðanna slægu: en varðveitið ómengað ættjarðarblóð og íslenzku tunguna frægu. *Sbr. sögu Hrólfs kraka. FRÁ MINNESOTA Framhald frá bls. 1. Frú Hanna Duncan var ný- lega að selja húseign sína að 3536 36th Ave. South, Minnea- polis, og mun hún flytja um mánaðamótin inn á elliheim- ili, er stofnsett var af Norsk- lútersku kirkjunni, Ebenezer Home. Verður Hanna áttræð í janúar næstkomandi. Heitir hún Jóhanna Stefanía, fullu nafni, og missti Clyde Duncan, mann sinn, fyrir 18 árum. — Hanna er dóttir Stefáns Ous- man, lengi bónda í Minneota- byggðinni, og Rósu Kristjáns- dóttur, konu hans. Rósa, sem dó hjá dóttur sinni í Minnea- polis fyrir 25 árum, þá 92 ára, var dóttir Kristjáns í Stóra- dal og systir séra Benedikts á Grenjaðarstað. Hanna á einn bróður á lífi í Minneota, John Ousman, bráðum 85 ára, lengi kornkaupmaður þar. * * * Nokkrir landar á þessum slóðum hafa „skroppið“ til Is- lands í sumar. Kunnugt er um ferð þeirra hjóna, Ingvars M. Guðmundssonar og frú Lúlu, með þriggja vikna dvöl á ís- landi í júnímánuði. Eiga þau heima að 1347 Oakdale Drive í St. Paul, og er Ingvar sonur Sigurðar Guðmundssonar og konu hans, í Arborg, Mani- toba, og frúin dóttir Valdi- mars Stefánssonar og konu hans, á Gimli. Fundu þau tölu- vert af frændfólki á íslandi og skemmtu sér frábærlega vel í ferðinni. „Nóttlaus voraldar veröldin“ hreif þau mikið, þar sem bjart var allan sólarhring inn. Arne Valdimar Brögger, son- ur frú Helgu Björnson Brögg- er og Arne heitins, kom heim til Minneapolis snemma í þess ari viku, beint frá íslandi, þar sem hann hafði verið aðeins í tíu daga. Hann kom til gamla landsins eftir ferðalag um Ev- rópu, þar sem hann dvaldi lengst í Noregi, hjá skyldfólki í föðurætt. — Frænka hans, Kristín Rannveig Björnson, dóttir Valdimars og frú Guð- rúnar, er væntanleg heim til Minneapolis snemma í septem- ber frá íslandi. Fór hún í júní- mánuði, er hún hafði lokið „high school“ námi, og hefur dvalið hjá skyldfólki og kunn- ingjum á íslandi. Hún sá sig aðeins um í Evrópu, og ferð- aðist mikið á Fróni. Mesta ævintýraferðin var með frek- ar stórum hópi um öræfin, þar sem sandbylur háði ferðalagi um Sprengisand, milli jökla. Kristín fór líka í strandferð með Esjunni, þar sem siglt er inn á flestar hafnir á íslandi, og hafði einnig gaman af því. íslenzkar íornsögur Framhald frá bls. 2. á einu hefir mikil breyting orðið: Þegar hinir fyrstu land- námsmenn komu til íslands, var þar gnægð þess, er kallað var skógur, þ. e. a. s. stór svæði vaxin birki og reyni, nægilega hávöxnum trjám til þess að skýla búpeningi og til þess að útlægir menn gætu falizt þar, jafnvel að þar fengist húsa- viður. Þetta er nú horfið, að smávægilegum leifum undan- skildum. Skógurinn hefir öld fram af öld verið höggvinn til eldsneytis, eða þá að hann hef- ir dáið út. í þessu efni er nú ísland verr á vegi statt en það var á söguöld. Og þar með hefir komið til sögunnar nýr tjón- valdur. Sögurnar geta þráfald- lega bæja þar sem nú er eng- inn bær. Þeir hafa liðið undir lok vegna þess að gróðurinn hvarf — blés upp, svo að vind- ur feykti burt öllum gras- sverði. Sögurnar geta þrásækilega um kornyrkju — um plægingu og sáningu — og mörg öfnefni bera þess enn í dag vott, hve víða hún var stunduð. Það er meira en hugarburður höfund- ar Njálu þegar hann segir frá því, að Höskuldur færi út með kornkippu og sverð til þess að sá okur sinn, eða að Gunnar sæi blieika akra heima á bæ sínum þegar hann leit heim, lagður á stað í útlegð. Það var ekki fyrr en um miðja fjórt- ándu öld að íslendingar gáf- ust upp í viðleitni sinni að rækta handa sér brauðkorn. Að öðru leyti hefir útlit landsins.tekið litlum breyting- um frá því sem var á sögu- öld. í flestum héruðum er svip urinn enn mjög hinn sami. Sérstaklega eru samgöngutæk- in að mestu leyti hin sömu. Enn ríða menn sömu göturnar og landnámsmennirnir fóru; um aðrar leiðir er ekki að ræða. Fyrir þetta er það ekki einungis skemmtilegt að koma til íslands, heldur er það og beinlínis nauðsynlegt til þess að öðlast fullan skilning á ís- lendingasögunum. Þannig er það, að Þorskfirðingasaga greinir frá því, að við brúð- kaup á Kleifum í Gilsfirði var þess gætt, að engar njósnir skyldu berast til Ólafsdals um það sem fram fór. Óðar en gætt er legu þessara tveggja bæja, verður það augljóst, hvernig þetta mátti verða. Svo nátengd er ófölsuð fornsaga iðulega staðháttum héraðsins að gera má sþr grein fyrir því, hvar söguritarinn átti heima, eða þó að minnsta kosti í hvaða átt frá sögustöðunum hann bjó. Villt dýralíf í landinu var ekki fjölskrúðugra á söguöld en það er nú. Innlend dýr voru þar ekki önnur en refurinn, sem mikið er þar af ennþá, og hvítabirnir flæktust þangað stöku sinnum með hafísnum frá norðurskautsslóðum. Land námsmennirnir komu með þau dýr, sem viðhaldið hafa lífi þjóðarinnar til þessa dags: nautgripi, sauðfé og hross. 3. Félagslíf. Sögurnar eru svo samofnar daglegu lífi fólks ins að við kynnumst því ná- lega í smáu sem stóru. Þær segja frá öllu því, er varðar sauðfjárbúskap og fiskveiðar. Við fræðumst af þeim um hina innri tilhögun híbýla og innan hússtörf karla og kvenna. Eft- ir fornsögunum mætti taka saman bækur um þetta, og hefir enda verið gert. Má þar sérstaklega til nefna bók dr. Valtýs Guðmundssonar um húsaskipun á íslandi, en við hana hafa sérfræðingar í rit- um Hómers stuðzt til þess að ráða þá gátu, hvernig háttað hafi verið höll Odysseifs. Um íþróttir ag skemmtanir lærum við mikið af sögunum, um vopnaburð og sund, knatt- leik, hesta-at, o. s. frv., um að sagðar voru sögur og kvæði flutt. Einnig um þetta allt hef- ir verið ritað af lærdómi á ýmsum tungum. Sökum þess, hve háðir Is- lendingar voru bæði sjónum og landjörðinni, segir það sig Sjálft, að þeir gáfu mikinn gaum jafnt veðráttu sem stjörnum. Nýlega hefir sænsk- ur lærdómsmaður fært rök fyr ir því, að þeir voru eina þjóð- in í Evrópu, sem á tólftu öld gerði sjálfstæðar athuganir í stjörnufræði. Framhald í næata blaði. MINNNING: Kristín Thorgilsson 1893—1965. Kristín Thorgilsson andaðist snögglega 27. september 1965 að heimili systur sinnar, Mrs. B. G. Benjaminson, hér í borg. Hún var fædd að Vestfold, Man., 2. marz 1893 og bjó hún þar á heimili foreldra sinna alla ævi sína. Hún var dóttir Málmfríðar og Finnboga Thor- gilsson, er bjuggu í Grunna- vatnsbyggð og síðar á Vest- fold, Manitoba, til æviloka. Finnbogi andaðist 9. nóvem- ber 1931, en Málmfríður 4. janúar 1965, þá 91 árs að aldri. Kristín bjó með Albert bróð- ur sínum og hlynnti að aldr- aðri móður sinni með aðdáun og nærgætni. Hún stundaði heimilið af fyrirhyggju og dugnaði og var sérlega um- hyggjusöm og ástrík í garð þeirra, sem á heimilinu voru. Hennar er og sárt saknað af ástvinahópnum, er ævin- lega naut hlýleika og gestrisni á heimili hennar. Varð missir- inn þeim mun sárari þar sem dauða hennar bar svo skyndi- lega að höndum og vegna þess að móðir hennar hafði þá fyr- ir stuttu verið kvödd hinztu kveðju. Kristín hafði yndi og ánægju af blómum og hélt ávallt lif- andi húsblómum, bæði sumar sem vetur, einnig vann hún mikið að hannyrðum, er voru henni ævinlega til sóma. Hún lætur eftir sig 8 syst- kini. Ein systir, Gíslína, dó í æsku. Óskar, Jón, Ásta (Mrs. H. J.Benediktsson),Norman og Bjarnrún (Mrs. K. J. Sigurd- son), öll á Lundar, Manitoba; Albert á heima í Clarkleigh, Man.; Thorgils að Arborg, Man. og Emilía (Mrs. B. G. Benjaminson) í Winnipeg. Kristínar er sárt saknað af systkinum og skyldfólki og öðrum nákomnum vinum. Útför hennar fór fram frá Lútersku kirkjunni á Lundar 30. september 1965 og var Kristín lögð til hvíldar við hlið foreldra sinna í fjölskyldu grafreitnum að Otto, Man. Rev. Grout þjónaði og Lundar söngflokkurinn að- stoðaði. Systkini hennar og ástvinir munu ávallt blessa minningu hennar í þakklátum hjörtum.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.