Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Side 1
Hö gberg - ^etmsfer íngla Stoínað 14. Unu. 1888 Siofnuð 9. sept., 1886 80. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 NÚMER~34 Jón Sigurdson félagið 50 óra Dr. S. E. Björnson og frú Eg heilsa ykkur ekki í fyrsta sinni og ekki í síðasta skipti, prúðu hjón, svo góða vini að geyma sér í minni er geislum líkast fyrir innri sjón. Svo breið er aldrei áin vina milli að ekki verði hugarfari lent og gömul kynni halda sinni hylli, þó hárin liggi ellisnjóum fennt. Sem þakkarvott er hátíð skylt að halda — og hátíð sú er brúðkaup ekta gulls, því þörf er mikla þakkarskuld að gjalda og þó hún verði aldrei greidd til fulls. Sem dæmi hef eg sannleiksbrot að segja af sjálfum mér og öðrum, tel það rétt í frammi slíkt að hafa, en hitt að þegja eg hélt að gerði á tungu mína blett. Á fyrri dögum lék ekki’ allt í lyndi, en líka naut ég þess sem indælt var. Af gömlu víni og vinum hafði eg yndi og vegsemd, þegar fundum saman bar, •og þeim að mæta uppi á andans fjöllum og augum þaðan líta hæsta tind. Og þar var hægt að una degi öllum með ungu skáldi og frú í gyðjumynd. Winnipeg, 7. ágúst 1966. — G. J. Guilormsson. Charles G. Thorson lófinn Jón Sigurdson félagið — IODE — heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt laugardaginn 10. september með samsæti í T. Eaton Assembly Hall (7. hæð) frá kl. 2—4.30, þar sem vinir og velunnarar félagsins geta komið saman og drukkið kaffi, spjallað saman og árnað félaginu heilla. Einnig verður sala á heimatilbúnum kökum og ýmsum munum. Jón Sigurdson félagið er nú, að ég hygg, eitt með elztu starfandi félögum íslendinga hér í Winnipeg (að undan- skildum kvenfélögum og öðr- um samtökum íslenzku safn- aðanna). Félagið var stofnað í marzmánuði 1916, en það er deild úr mjög öflugum félags- samtökum, Imperial Order Daughters of the Empire, sem hefur það sérstaklega með höndum á stríðstímum, að að- stoða á ýmsan hátt hermenn og fjölskyldur þeirra. Snemma á fyrri stríðsárun- um gekk frú Guðrún Skapta- son í eina deild félagsins í Winnipeg (The William E. Gladstone chapter), þar sem maður hennar, Jóseph Skapta- son var liðsforingi í hernum. En er tímar liðu og íslending- ar gengu umvörpum í herinn, fann hún, að gott væri, ef ís- lenzkar konur stofnuðu IODE deild sín á milli. Guðrún vann síðan ötullega að því að íslenzka deildin yrði stofnuð. Á stofnfundi, 16. marz 1916, var hún kjörin forseti. Hún var lífið og sálin í þess- um félagsskap til æviloka, og hefur félagið heiðrað hana á ýmsan hátt, þar á meðal stofn- aði félagið námsverðlaunasjóð í minningu um hana, er nem- ur yfir $3,000, og er arðinum varið til þess að veita íslenzk- um unglingi, er skarar fram úr við Manitoba-prófin í 12. bekk ár hvert, $150.00. Félagið óx mjög ört á stríðs- árunum 1914—18, og voru um 170 konur meðlimir, er stríð- inu lauk. Þessar konur unnu mikið bæði í þarfir hermanna og í þarfir menningar- og fræðslumála í sínu umhverfi, og væri of langt mál að telja upp aðeins lítið af því, sem þær hafa unnið, en aðalfélag- ið hefur margsinnis vottað þeim heiður og þakkir fyrir framúrskarandi frammistöðu í öllum málum þess. í lok fyrra stríðsins fækk- aði konunum mjög, en í síðari heimsstyrjöldinni unnu þær konur, sem eftir voru, frábær- lega ötullega, þó að tala þeirra færi ekki yfir fjörutíu. — Nú síðustu árin er meðlimatala aðeins um 25, en það er eins og eitthvert dásamlegt afl knýi þessar fáu konur til dáða. — Framlag þeirra til menningar- mála hefur verið mjög mikið í samanburði við meðlimatöl- una. Frú Guðrún Skaptason, fyrsti forseti Jón Sigurdson félagsins Jon Sigurdson félagið setti upp skrautsýningu, sem nefnd- ist ‘Symbol of Iceland’, er sýnd var víða til þess að hafa inn peninga fyrir stólinn í íslenzk- um fræðum við Manitoba há- skóla, og aflaði félagið þús- und dollurum og lagði í stofn- sjóðinn. 'Seinna var þessi skrautsýn- ing sýnd á Playhouse leikhús- inu í sambandi við þriggja daga Folk Festival, og þótti sýningin með afbrigðum fögur og tilkomumikil. í sambandi við krýningarár Elizabetar drottningar (1953), stofnaði Jón Sigurdson félag- ið til leikritasamkeppni, og skyldi leikritið fjalla um frum býlingsár íslendinga hér í álfu. Miss Lauga Geir í Edinburg, N. D., hlaut verðlaunin og var leikrit hennar vel samið og skemmtilegt. Jón Sigurdson félagið valdi leikendur og setti leikritið á svið. Var það leikið 8 sinnum í Winnipeg og nærliggjandi sveitum 1935—36, og þótti framúrskarandi vel æft og leikið. Þegar félagskonur líta nú til baka eftir fimmtíu ára starfs- feril, geta þær verið þakklátar fyrir það, hve félaginu hefur farnazt vel. En það er með þetta félag eins og mörg önn- ur, að meðlimir eldast og erf- itt er á þessum hraðskreiðu tímum að afla nýrra meðlima. En þetta er mjög sapirýmdur hópur, og afl rennur í æðum. Þær eru líka stoltar af að eiga enn einn meðlim, sem gekk í félagið á stofnfundinum (Charter member), en það er frú Anna Skaptason (Mrs. H. B) og er hún sístarfandi eins og væri hún enn ung og ný- F j ö 1 d i Vestur-íslendinga kannast við nafn þessa frá- bæra listamanns, þótt hann hafi ekki búið meðal íslend- inga á síðari árum. Hann er kunnur fyrir dráttlist sína; margir lesendur blaðsins minnast mynda hans og skop- teikninga, er birtust í íslenzku blöðunum. Hann þótti ágætur listmálari. Hann var lengi á vegum Walt Disney og skap- aði og teiknaði fyrir hann Bugs Bunny, Tilly ihe Tiger, Elmer's Elephani og fleiri slíka karaktéra. Hina fallegu og skemmtilegu litmyndabók, Keeko, gaf hann út fyrir nokkrum árum. Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., 29. ágúst 1966. Mér finnst orðið langt síðan að ég sendi ykkur nokkrar lín- ur. Það er alltaf á þessum tíma að maður er meira út á við; vill nota sumarloftið og heyja eins mikið og hægt er. — En gift, eins og hún var þá, 1916. Tvær aðrar konur eru enn í félaginu, sem gengu í það á fyrsta árinu, en það eru Mrs. P. J. Sivertson og Mrs. Helga Guttormson, báðar þá ungar og ógiftar stúlkur. Félagskonur vonast til þess að fólk komi og heimsæki þær á laugardaginn til þess að samgleðjast þeim á þessum merku tímamótum félagsins. Hólmfríður Danielson. Charles (Karl) Gustaf Thor- son var fæddur í Winnipeg 29. ágúst 1890. Foreldrar hans voru hin valinkunnu hjón, Stephan Thorson og Sigríður Þórarinsdóttir, ættuð úr Bisk- upstungum í Arnessýslu. — Hann kvæntist Miss Molly Griffiths. Þau eignuðust einn son, Stephen Thorson, sem er vinsæll læknir við Vancouver General Haspital. Þar andað- ist þessi framúrskarandi lista- maður 7. ágúst 1966. — Auk sonar síns og þriggja barna hans, lætur þann eftir sig einn bróður, Hon. Joseph T. Thorson, fyrrv. yfirdómara fjármálaréttarins í Canada. en síðustu daga hefur breytzt fram til þessa hefur verið kalt til batnaðar og verið hlýtt og stillt. Það hefur verið mikill munur og manni liðið vel í sólinni. Þetta nes er fremur kaldur staður og finnst mér, satt að segja, að hér sé ekki sérstak- lega gott til búskapar. Hey- fengur verður hér um slóðir með minna móti í sumar, því að kaldur vetur og kalt vor fóru illa með túnin, sem eru mörg kalin. Ég hef ekki verið heima í sumar; ég hafði þá ánægju að geta ferðazt til Englands í stuttan tíma í júlí. Gisti ég í London hjá vini mínum, Pétri Ball, lækni, sem er vel kunn- ugur á íslandi og kann vel ís- lenzka tungu. Ég kom víða við í höfuðborginni. Horfði m. a. á heimskeppni í knattspyrnu (soccer). — England var um þær mundir í fullum sumar- skrúða; þurrt og heitt, svipað og ég minnist veðurfars á sama tíma árs 1 Canada. Mér er óhætt að segja, að hér á íslandi gangi allt mjög vel. Síldveiði er mikil í sumar og mikið athafnalíf víðast hvar á landinu. Gestagangur hjá okkur hefur verið með minnsta móti í sumar og staf- ar það líklega af því, að svo margir fara nú til útlanda í sumarleyfi sínu. En margir út- lendingar hafa heimsótt land- ið á undanförnum mánuðum. Þegar ég var á Englandi, hitti ég í járnbrautarlest milli Brighton og London, sem er á suðurströndinni, prest úr Anglican kirkju í Canada. Ég sagði honum, að ég hefði dval- ið í Manitoba um tíma og væri af skozkum ættum. „Getur það verið, að þú sért Robert Jack?“ svaraði hann. Heimurinn er ekki alltaf stór, hugsaði ég. Hann hafði heyrt getið um mig einhversstaðar í Ontario. Hann var á ferða- lagi um Evrópu. Roberl Jack. Gullbrúðkaup Hin vinsælu hjón, Gultorm- ur og Olavía Finnbogson, að 907 Goulding Street, Winni- peg. áttu fimmtíu ára hjúskap- arafmæli mándaginn 5. sept. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg gaf þau saman. — Þau áttu heima að Lundar, Manitoba, árin 1919 til 1933, en síðan hafa þau átt heima í Winnipeg og hafa tekið mik- inn þátt í félagslífi Islendinga hér, sérstaklega Fyrsta lút- erska safnaðar. Þau eiga fimm velgefna og myndarlega syni, Paul, Tom, Alan, Bill og Chris, og hafa komið þeim öll- um vel til mennta. Þeir eru allir kvæntir og skipa ábyrgð- armiklar stöður í þjóðfélaginu. í tilefni afmælisins kom öll fjölskyldan saman á heimili Mr. og Mrs. Alan B. Finnboga- son á sunnudaginn. Auk þeirra sem heima eiga 1 Winnipeg komu Paul frá Brandon og Chris frá Edmonton og fjöl- skyldur þeirra. Daginn eftir var móttaka á heimili Mr. og Mrs. W. H. Finnbogason. — Komu þangað yfir 200 manns til þess að heiðra heiðurshjón- in og óska þeim heilla. Þeim barst og fjöldi heillaóska víðs- vegar að. Bréf frá séra Robert Jack

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.