Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 Úr borg og byggð Mr. og Mrs. Magnús Elíasson í Winnipeg eru nýkomin heim úr ferðlagi til Toronto, Ottawa og Montreal. Mrs. Elíasson var ein af þremur konum frá Manitoba, sem sátu kvenna- þing Democratic Party í Port Elgin, Ontario um miðjan ágústmánuð. Mr. og Mrs. Elíasson heim- sóttu hið • margumtalaða nýja Borgarráðshús í Toronto og þótti þeim það vera stór-veg- leg bygging. Er hún byggð á finnlenzkan hátt. Einnig sóttu þau hina árlegu sýningu Tor- onto-borgar. Frá Toronto til Montreal ferðuðust þau með hinni nýju Canadian National farþegalest, sem kölluð er „Rapido“; er þetta hraðskreið- asta milliborgalest í Norður- Ameríku; fer hún 385 mílurn- ar á milli borganna á einni mínútu innan við fimm klukkustundir, og nemur þó staðar á tveimur stöðum á leiðinni. í Montreal sáu þau margar breytingar, Sem orðið hafa á síðastliðnum 10 árum; margar stórbyggingar hafa risið upp þar sem gamlar byggingar hafa verið rifnar niður. Hæsta bygging þar er Canadian Im- perial Bank of Commerce, sem er 45 hæðir. Þegar upp í bygg- inguna er komið sést yfir alla borgina, nema þann hlutann, sem er fyrir norðan fjallið. Er þetta hæsta bygging í brezka heimsveldinu. Mikinn undirbúning sögðu þau vera í Montreal í sam- bandi við aldarafmælissýning- una, er verður hér í Canada á næsta ári. 1 Ottawa stönzuðu þau aðeins einn dag til að heimsækja vini og kunningja. * * * Jon Sigurdson Chapier I.O.D.E. will hold its annual Fall Tea in the T. Eaton As- sembly Hall, 7th floor, Satur- day Sept. lOth from 2 to 4.30 p. m. — There will be a sale of home cooking, handicrafts and novelties. Everybody is cordially in- vited. * * * Ólafur Halldórsson, er stund- ar hér nám við Manitoba Institute of Technology skrapp með Loftleiðum heim til Is- land í lok júnímánaðar í heim- sókn itl forefdra sinna á ísa- firði. Hann vann einnig tvo mánuði við endurvarpsstöðv- ar hins væntanlega sjónvarps á Islandi. Hann kom aftur á miðvikudaginn til aÖ ljúka námi sínu. * * * Winnipegvaln hækkaði stór- lega um helgina og flæddi yfir veginn, sem liggur þvert yfir Mikley til ferjunnar og skemmdi hann talsvert. Það er aðallega þegar blæs á norðan, að hækkar í vatninu. * * * Ef einhver íslendingur hefir ort Ijóð og samið lag við það, vildi Mrs. Krisline ('Benson) Kristofferson, Gimli, Man., gjarnan taka það á segulband fyrir Canada Museum Board. Slíkt er talið „folk music". Dónarfregnir Guðmundur Kristján Breck- man, 286 Ainslie, St. James, lézt 4. sept. 1966, 69 ára að aldri. Hann var bóndi að Oak Point, Man., en hafði átt heima í Winnipeg síðan 1963. Hann lifa kona hans Clara, þrír syn- ir, Verne, Kris og Cameron; tvær dætur, Lavinia — Mrs. Charles Allan og Miss Mar- garet Breckman, öll í Winni- peg; þrír bræður, Walter og Joe að Lundar og George í Fort William; fjórar systur, Mrs. Bina Ingimundson og Miss Thelma Eyford í Winni- peg, Mrs. Margaret Mack, Prince Rupert, B. C. og Krist- ín Stefanson, Selkirk. Útförin fór fram frá Bardals, og Dr. V. J. Eylands jarðsöng. * * * Guðrún Einarsson, kona Benny Einarsson og systir Mrs. Kristínar Smith í Vancouver, andaðist í Reykjavík 2. sept. 1966. * * * Guðný Thorkelson lézt 30. ágúst 1966, 87 ára að aldri. Hún var fædd í Camp Morton, Man., og átti þar heima þar til hún fluttist til Gimli fyrir 23 árum. Hún missti Guðmund mann sinn árið 1945. Eftirlif- andi eru þrír synir, Ágúst á Gimli, Barney í Vancouver og Júlíus í Levack, Ont.; þrjár dætur, Sigurlín — Mrs. R. Teetsel í New Mexico, Guðrún — Mrs. G. Campbell í Victoria og Gladys — Mrs. E. Harris í St. James; einn bróðir, Tra- verse Johnson á Gimli; tvær systur, Mrs. Capitola Stefan- son í Vancouver og Mrs. Clara Halldorson í Selkirk; 36 barna- börn; 45 barna-barnabörn. * * * Daniel Baldwin Backman, Oak Point, Manitoba, andaðist 26. ágúst 1966. Hann missti Hólmfríði konu sína í septem- ber 1958. Eftirlifandi eru son- ur hans Allen að Oak Point, tvær dætur, Lillian — Mrs. W. Harris, Winnipeg og Helga — Mrs. R. Bartholmew í Toronto, ein systir, Mrs. É. Spencer í Winnipeg; einn bróðir, Bill, í Vancouver, og 14 barnabörn. Bakkar Nílar „fínkembdir" á 130 km. svæði. Fornlcifafræðingar frá 22 löndum hafa nú lokið við að „fínkemba“ um 130 kílómetra svæði á bökkum Nílar í hinni súdönsku Núbíu til að bjarga leifum fornra mannvirkja und an vatni Assúan-stíflunnar. — Þegar stíflunni er lokið, mun vatnsborðið hækka um 65 m. á þessu svæði. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós, að í Núbíu var langæ menning, en ekki bylgjur inn- rásarþjóða, eins og menn hafa álitið hingað til, segir dr. William Adams, bandarískur fornleifafræðingur, sem kom- inn er til Parísar eftir sjö ára MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Héimili: 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. dvöl á staðnum í þjónustu UNESCO (Menningar- og vís- indastofnunar S. Þ.). Meiriháttar uppgröftur hef- ur átt sér stað á 800 stöðum. Vinnan norðantil — á svæð- unum sem fyrst fara undir vatn — er langt komin og verður brátt lokið. Uppgröft- urinn, sem eftir er sunnantil á svæðinu, fer fram undir eft- irliti annars fornleifafræðings lcelandic I At the Universiiy of Manitoba. The Evening Instilute. This course is designed for those who have little or no ínowledge of Icelandic. Emphasis will be on fundamentals of grammar, pronunciation, practical vocabulary and con- versation. A brief summary of the history of Iceland, its culture and literature, as well as of Icelandic settlements in North America, will be given. Students should purchase the text: P. J. T. Glendening: Teach Yourself Icelandic. Twenty Mondays, beginning September 19th, 1966. In the Arts Building at 8.00 p. m. — Phone: 4-9476. Fee: $25.00; second member of a family: $18.00. Lecturer: Professor H. Bessason. The Johanna Gudrun Skaptason and the Elinborg Hanson I.O.D.E. Memorial Scholarships The Jon Sigurdson chapter, IODE are offering two scholar- ships for students with complete Grade XII standing, who have been accepted as students in any faculty leading to a degree at the University of Manitoba or its affiliated colleges. The scholarships of $150.00 and $75.00 respectively are open to anyone of Icelandic descent, and in addition to high schola- stic standing consideration will be given to personal worth, good citizenship and leadership potential. Students interested should make application in writing and include following information: 1. The marks obtained in Grade XII subjects this year. 2. The degree course planned. 3. High school activities and awards, if any 4. Reference: names of 3 citizens of the applicant’s com- munity, one of whom is a school principal or teacher. Application should be submitted before Sept. lOth to: Mrs. P. H. Westdal, frá UNESCO. Einn forvitnilegasti forn- leifafundurinn var koptísk kirkja frá miðöldum, er pólski leiðangurinn fann. * * * Frímerki, sem helgað verður alþjóðakaffisáttmálanum frá 1962, kemur út hjá Sameinuðu þjóðunum 19. september. Það verður prentað í fjórum lit- um. 5 og 11 centa merkin verða gefin út í 2,2 og 2 milljónum. AuSlegð þess óalgenga Framhald af bls. 7. hans eru að vísu skiptar skoð- anir, sömuleiðis um verðgildi hans — ýmsir nefna 4,300,000 krónur, aðrir 43,000,000. Há- skóli einn á írlandi á handrit, 700 ríkulega myndskreyttar síður, sem metið er á kringum 43,000,000 krónur. Frægasta og dýrmætasta fiðlan heitir „Messias- Stradi- vari“ og fyrirfinnst á safni í Oxford. Þótt hún sé orðin nær þrjú hundruð ára gömul, hef- ur aldrei verið spilað á hana. Verðmæti hennar er metið til 8.600,000 króna. Stradivarius smíðaði margar fiðlur og mun ódýrari. Þér gætuð fengið „ó- dýrari“ fiðlur eftir hann — fyrir 258,000! Sendibréf geta stundum kom- izt í mikið verð. Frá banda- ríska dómaranum Lynch staf- ar ekki einungis sögnin „to lynch“ (að lífláta án dóms og laga), heldur einnig eitt sendi- bréf — hið eina, sem vitað er um frá hans hendi. Vilji mað- ur kaupa það, eða annað bréf eftir sjálfan Columbus, þarf maður að geta séð af 8,600,000 Educational Secretary, Jon Sigurdson Chapter, IODE, 40 Garnet Bay, Winnipeg 19, Manitoba. Telephone: GL 2-6203. krónum. Fyrir skrifborð eitt í Pompadour-stíl borgaði safn- ari nokkur 4,300,00 krónur. — Það var smíðað af Savery ein- hverjum, árið 1780, og er — líkt og Antiokia-bikarinn — á Metropolitan-safninu í New York. Edison hefði áreiðanlega ekki trúað því, þótt honum hefði verið sagt það, að litla kjafta- maskínan, sem hann setti sam- an og nefndi phonograph, yrði einhverntímann metin á kr. 43,000,000. En að líkum læt- ur — hún var sú fyrsta og al- einasta sinnar tegundar. Þyngsta perla heims fannst í Persaflóa og vegur 606 karöt. Verðmæti: 3,010,000 krónur. — Enn dýrari eru þó konsert- flyglar tveir, sem Steinway- verksmiðjurnar smíðuðu úr gulli og fílabeini einvörðungu. Hið heimsþekkta fyrirtæki var ósinkt og sendi báða flyglana að gjöf til Hvíta hússins í Washington. Varla má ætla, að Johnson forseti láti vini sína frá Texas trampa á þeim meira en góðu hófi gegnir. Heimilisblaðið. EGGERTS0N & EGGERTS0N Barristcrs, Solicitors and Notaries 500 Power Building Winnipeg 1# Man. Phone WH 2-3149 at Municipol Office, Riverton 11:00 a.m. to 3:00 p.m. at Credit Union Office# Gimli 4:00 p.m. to 6:00 p.m. First ond Third Tuesdoys ot Bifrost Office, Arborg 11:00 a.m. to 4:00 p.m. First ond Third Fridays BETEL HOME FOUNDATION Stjómamefnd Betels fagnar þvl, að geta nú tekið á móti umsóknum frá öldmðu fólki, er óskar inngöngu í nýja heimilið, sem nú er verið að reisa i Selkirk, Manitoba, Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti. Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til: J. V. Jónasson, ritara, 133 Kit.snn Rt.. Winnines fi. Man. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ....................................... ADDRESS ....................................

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.