Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Biarnason. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjorn- son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized os second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postoge in cash. Heimskringla áttræð Á morgun eru liðin 80 ár síðan Heimskringla var stofnuð. Við hefðum gjarnan viljað minnast þess viðburðar í sögu okkar Vestur-íslendinga allítarlega, svo merkileg var útgáfa Heimskringlu, en hvorutveggja er, að við minntumst beggja gömlu íslenzku vikublaðanna, Heimskringlu og Lögbergs, á sjötíu og fimm ára afmælum þeirra og svo gefst ekki tími til að undirbúa sérstakt blað eins vel og verðugt væri. Stefán Einarsson, sem lengst allra manna var ritstjóri Heimskringlu, leit inn á skrifstofuna á þriðjudaginn og barst þetta í tal milli okkar. Var hann þeirrar skoðunar, að eftir þetta ætti að minnast beggja blaðanna í einu, t. d. þegar tíu ár eru liðin frá því að þau voru sameinuð, en það yrði í ágúst 1969, og var ég honum sammála. En vænt þótti mér samt um að fá þetta góða bréf, sem hér fylgir og sögu — og ljóðaþýðingu Arnrúnar frá Felli. Ég minnist þess, að hafa áður lesið skemmtilegar sögur eftir þennan höfund, en hún heitir Guðrún Tómasdóttir, var fædd á Islandi, er hjúkrunarkona að menntun, fluttist til Bandaríkjanna 1917 og giftist kennara af íslenzkum ættum, Charles F. Barnason. Hún hafði skrifað stuttar sögur í Eim- reiðina og Iðunni, en eftir að vestur kom skrifaði hún fyrir Tímarit Þjóðræknisfélagsins, og þótti saga hennar „Steinar fyrir brauð“ sérstaklega góð. Við þökkum henni hjartanlega fyrir að hugsa hlýlega til Heimskringlu á áttræðisafmælinu og fyrir hina ljúfu sögu, sem hér birtist, og árnum henni allra heilla vegna hennar eigin afmælis. — I. J. Cambridge, Mass. 02138. 14 Athens Street, Mér var rétt að detta í hug að ég ætti að minnast afmælis jafnöldru minnar, — Heims- kringlu — en við erum báðar í heiminn bornar 9. sept. 1886. Hún var jafnan kærkomin gestur á heimili foreldra minna, og oft hefur fundum okkar borið saman á langri leið. En lítill tími er til stefnu „ . . . og smásve Ég hafði tekið upp á þeim óvana að svæfa Nonna á kvöldin — eða svo mundi Mrs. Butler hafa kallað það — — byrjaði það um kvöldið, sem ég kom heim úr tegildinu er haldið var til heiðurs Mrs. M. Farnum Crockett daginn sem hún gaf Marston-Nickerson College myndina af mannin- um hennar „Milt“ sáluga Crockett, sem hafði verið ágætur íþróttamaður á sinni tíð. Ég var formaður nefndar- innar og var það hlutverk mitt að kynna ge;stina og segja eitt- hvað er við átti við hvern og einn — þó ég efist um að mér hafi tekizt það. Það var komið langt fram yfir venjulegan háttatíma Jóns litla, þegar ég loksins komst heim. Lucy úr „Kvos“ — að koma þessu í framkvæmd, því að ég er á förum til Is- lands og kem ekki til baka fyrr en síðast í ágúst. Ég fann, því miður, þegar til kom, að ég hafði ekki annað handbært en þýðingu á kvæði Stein- gríms Thorsteinssonar: Verndi þig englar — og svo söguna mína: „ ... og smásveinn gæta þeirra". Guðrún Barnason (Arnrún frá Felli). inn gæta þeirra" skuggahverfi bæjarins — en hún var talin ábyggilegri en flestar telpur þaðan, hafði samt að þessu sinni haft sér það til gamans að síma um bæinn og segjast vera dóttir hótelhaldarans, bæjarstjórans, eða jafnvel Mrs. Marston, sem þá var í Kaliforníu — en það kom upp um stelpu, því allir vissu hvar Mrs. Marston var. Jón hafði því fengið að leika lausum hala og var kominn í reglulegan habít — fullur af galsa og tók ekki í mál að fara í rúmið, það nægði ekki að setjast á stokkinn og segja sögu, heldur varð ég að leggj- ast útaf til að svæfa hann — þó það bryti meginreglu upp- eldisfræðinnar — samkvæmt kenningu prófessors Butlers. Sá var siður í Wellsburg, Pennsylvaníu — utanaðkom- andi fólk nefndi bæinn „um- gjörð Marston-Nickerson Col- lege“ — að hafa eitthvað um að vera á föstudagskvöldum, fundi, skóladansleiki eða kvöldheimsóknir, sem Valdi minn kallaði munnbita-mas- kvöld, en þau voru mjög í móð þennan vetur. Hvað sem um var að vera á þessum kvöldum, fók allur bærinn þátt í því, nema „óhreinu börnin hennar Evu“ — fólkið í „Kvos“, sem ekki var talið með bæjarbúum nema í mann talsskýrslunum, þótt þangað sækti bærinn þvotta- og ræst- ingakonur og barnfóstrur. Nú var röðin komin að okk- ur Valda. „Wellsburg News“, sem kom út á fimmtudögum, gat þess að „hin vinsælu hjón, Próf. og Mrs. V. J. Halfdan- son, yrðu heima á morgun til að taka á móti gestum“ og taldi blaðið það víst, að þar yrði húsfylli. Það hafði notað sömu ummælin undanfarnar vikur, en fyllt inn nöfn eins og við átti í hvert skipti. Við kennarakonurnar, tvær eða þrjár, slóum okkur saman og hjálpuðum hver annarri við undirbúning og frammistöðu. Elsa, kona Wilfred W. White, yfirkennarans í enskum fræð- um, ætlaði að hjálpa mér, en ég hafði verið „hennar önnur hönd“, yeins og hún komst að orði, þegar þau „voru heima“ fyrir nokkrum vikum síðan. Við vorum nágrannar og vel til vina. Hún var miklu kunn- ugri í Wellsburg en ég, enda var þetta fjórða ár þeirra. Wilfred talaði sjaldnar um að fara til New Haven til undir- búnings doktorsprófs, þótt enn kölluðu þau Wellsburg „tjald- staðinn sinn“. Þau urðu nú að fara að láta hrökkva eða stökkva um Yale ferðina, því fólk var farið að brosa að ráða gerðum þeirra. Það virtust ó- skráð lög, að hver sem var lengur en þrjú ár í Wellsburg, yrði þar áfram. Elsa var hreinasti snilling- ur að búa til smurt brauð á ameríska vísu — munnbita að stærð, og nærri eins þunnt og íslenzkar pönnukökur. Jafn- vel Mrs. Nickerson hafði hælt henni fyrir það. Ég bjó til límonaði, en af því var aldrei of mikið, einkum ef meirihluti gestanna voru skólapiltar, því það var líkast því að þeir hefðu ráfað um eyðimörk föstudaganna á milli. En ekki voru gáfurnar meiri hjá mér en það, og mörg föstudags- kvöld liðu áður en það rann upp fyrir mér, að allt þetta sötur þeirra kom af einskærri feimni. Við Elsa skemmtum okkur vel meðan á undirbúningnum stóð — spjölluðum um alla heima og geima. Við vorum því fegnar að þessu yrði lokið áður en jólaannirnar byrjuðu — þetta var í fyrstu viku jóla- föstu. Ég leit yfir það sem við höfðum gert og sá að ég hafði gleymt að ná í blóm á borðið, en án þess var það eins og svuntulaus sveitakona. Hvað átti ég til bragðs að taka? Ég get bætt úr því, sagði Elsa, hljóp út og kom að vörmu spori með stóran jurtapott með blómstrandi Poinsettíu — sjálfu jólablóminu. Einn af nemendum Wilfreds kom með þetta í gær, og satt að segja, Alla, þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að losna við það. Amma mín dó rétt fyrir jólin, og það var búið að skreyta kirkjuna fyrir hátíðarnar. Þetta blóm minnti mig á það. Amma gekk mér í fnóðurstað, bætti Elsa við. Tókstu eftir því, að ég hengdi ekki lyngkrans á hurð- ina hérna á jólunum í fyrra? Já; en af því að Mrs. Easy Steinberger spurði mig hvort þessi Halfdonsonhjón væru ó- kristin og héldu ekki jól — þú veizt hvað berorð hún er. En eftir á að hyggja, af hverju hafðirðu ekki lyngkrans á hurðinni? Af því að þeir minna mig á kransa á kistum heima á ís- landi, og það mundi draga úr jólagleðinni hvað okkur snert- ir. Sinn er siður í landi hverju. — — — Ég ætti annars að hætta að kalla prófessor Ema- nuel Carlton Steinberger, „Easy“, þó hann beri nafnið með rentu. Ef skólapiltarnir læra að skrifa heimspekirit- gerðir eftir hans reglum — og þær eru auðlærðar — eiga þeir vissa fyrstu einkunn, jafnvel knattspyrnumennirnir. Já, maður kannast við það. En það virðist algengt að strák arnir bínefni hver annan — og kennarana. Ég heyri sagt að þeir kalli Valda „Lord Hal- dane“. Það er nú ekkert, sagði Elsa. En mér var nýlega sagt að einn af slæpingjunum, sem Wilfred varð að gefa núll, væri farinn að kalla hann „Wilful Black“, og ef það nafn festist við hann, þá--------- Var þetta ekki dyrabjallan? * * * Kvöldið leið fljótt, og allt gekk stórslysalaust. Borðið var hroðið, límonaðið upp drukkið, og flestir gestir farn- ir, þegar ég allt í einu upp- götvaði að Nonni minn var að trítla um eldhúsgólfið. Hann hafði líklega vaknað þeg ar Eddy Marston og „Kip“ Keith fóru að syngja skóla- sönginn eftir að flestir aðrir voru farnir. Ég varð að láta Valda sjá um að drengirnir færu ekki með vitið úr hús- inu, því ef ég þekkti son minn rétt, mundi hann komast í fal- lega tryllingu, ef ég reyndi ekki að koma honum í værð. Það var nú heldur en ekki uppi málbeinið á honum Jóni mínum. Ég varð að fara með alla Gilsbakkaþulu, og dugði ekki til, því hann tók við af mér, og fór að rugla saman Bíumí bíum bamba og Now I lay me down to sleep — ég er viss um að hann gerði það með vilja, litli hrekkjalómur- inn, svo ég leiðrétti hann og leikurinn héldi áfram. Ég lézt sofa, en hann fór samt að leggja fyrir mig spurningar: Situr Guð á stól eða flötum beinum? Hafa englarnir fugls- vængi eða flugvélavængi? Nei! Nú varð ég að látast hrjóta, það dugði stundum — --------Þegar ég var á Jóns aldri hafði ég reynt að gera mér í hugarlund hvernig væri umhorfs í himnaríki. Túnið hlaut að vera eins stórt og Hjarðarholtstúnið, og himna- höllin kannske ennþá veglegri en myndin í Heimskringlu, af Eaton’s búðinni í Winnipeg. I miðju túninu — aldingarðin- um — stóð skilningstréð. Það var erfitt að gera sér hug- mynd um það, því ég hafði ekki aðra fyrirmynd en „ein- búann“ á Arnarsyllunni------- -----Nei! Þarna var það þá! Það líktist tröllaukinni Poin- settíu, og ég stóð undir lim- um þess við hlið Valda. Pró- fessor Easy gekk inn gólfið, hneigði sig djúpt fyrir mér og sagði: Alltaf að verða fallegri og fallegri, en það var við- kvæði hans við hverja sem var. Kærar þakkir, sagði ég. Má ég hafa þá ánægju að kynna yður manninn minn: Lord Haldane------------- Alla! kallaði einhver: Alfífa Snæbjörnsdóttir! Ertu sofnuð? No-ei, Valdi — eða var ég? Hann hjálpaði mér á fæt- ur, og við læddumst út á gang- inn. Hvað er að? spurði ég. Við verðum að lofa Hildi Mogensen að vera hér í nótt. Hver er nú það? Dóttir hjónanna, sem vinna hjá Nickerson. Ó! Kay og Gertie?--------- Ég hélt þau væru í Pittsburgh. Nei, þau fóru til Florida með Nickerson hjónunum, en Hildur varð eftir í Pittsburgh. Þorvaldur Jónsson Hálfdán- arson! hugsaði ég, en hafði þó ekki ástæðu til að verða hissa. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem hann skaut skjóls- húsi yfir unglinga. Það var ekki langt síðan að „Kip“ Keith svaf úr sér vímuna í gestaherberginu okkar; og í fyrra sat Valdi á stokknum hjá Bob Greene þar til hann lofaði Valda að bíða með að fara til Hollywood þar til hann hefði útskrifazt. — — Og nú var „glataði sauðurinn“ einhver telpuhnokki.--------- Hvar er hún? spurði ég. Niðri í stofu. Hún hringdi rétt eftir að Eddy og Kip fóru. Hvers vegna kom hún hing- að? Hún ætlaði til Nielsens hjónanna, hún vissi ekki að þau höfðu flutt til Hjarrisburg. -----Svona góða! Hættu þess- ari yfirheyrslu og komdu ofan í stofu með mér. Telpan stóð upp þegar við komum inn. Valdi kynnti okk- ur, afsakaði sig og fór út.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.