Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966 ÞÓRA MARTA STEFÁNSDÓTTIR: íslenzka sveit Frá dagsins ljóma líður sól að viði og langir skuggar sveipa fjöll og dal. Við svanavatn, í sumarnæturfriði, ég sit og hlýði á fjallabúans hjal. Sig þröstur kúrir vært und vængnum mjúka, og vonglöð lóan stöðvar ljóðin þýð, en næturgælur stráin grænu strjúka svo stillt sem barn sitt svæfi móðir blíð. Ég halla mér að hrjúfum barmi þínum, hjartkæra móðir, íslenzk fjallasveit. Ég teyga í mig ilm af gróðri þínum, sem angar um þinn blómum stráða reit. Þau eru smá, en indæl engu að síður. — Það er ei stærðin, sem að mest á tíður. — Þú hefur duldan kynngikraft að geyma. — Ég kem til þín í friði — og læt mig dreyma. íslenzka sveit, ég ann þér enn sem fyrr, þótt önnur lönd — og grænni — séð ég hafi. Þú ert svo vinleg, væn í augum mínum, þú veitir hvíld og frið í faðmi þínum. Þótt aðrir sjái aðeins þína megurð og undrist, hve þú hrjóstrug sért og ber, ég ann þér samt, því sé ég þína fegurð. Þú átt þér traustan streng í brjósti mér. Skýring: Móðursystir mín, sem fædd var og uppalin í Kanada, kom til Islands og þótti það grýtt og hrjóstrugt, en sá ekki fegurðina. Lifandi tungumál, nám þeirra og notkun Öllum ætti að vera augljós hin vaxandi þörf á námi er- lendra mála hér á landi. Víða í löndum er tungumálakennsla mjög að aukast, ekki eingöngu meðal smáþjóðanna, — en þeim er lífsnauðsyn að kom- ast í náið samband við ná- granna sína, sem þeir þurfa að eiga mikil skipti við, — heldur hafa stóru þjóðirnar einnig aukið tungumála- kennslu hjá sér að miklum mun. Hér stuðlar margt að, svo sem venjuleg verzlun, ferðalög, móttökur ferða- manna og fleira. Allt þetta krefst mikillar kunnáttu í nú- tíma tungumálum. Lestur ein- tómur stoðar lítið, ef eyrað vantar æfingu. Það þarf að þaulæfa eyrað frá upphafi málanámsins og áfram, ekki eingöngu við að hlusta á landa sína og skólafélaga lesa í sömu kennslustofunni. Það þarf að hlusta á hvert tungumál sem lifandi straum móðurmáls. Það þarf líka að temja tungutakið frá upphafi námsins, til þess að viðtalendur skilji fljótt og vel. Einungis með þeim hætti er tungan numin sem lifandi tunga, en ekki dauð. Segulbandið, eins fullkomið og nákvæmt og það er orðið nú síðustu árin, hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í nútíð og framtíð sem kennslu tæki við tungumálanám, eða kannski réttara sé að segja kennari í tungumálum. í þess- um línum í dag ætla ég ekki að ræða hlutverk þess í skól- um eins og gerist nú erlendis, heldur meðal einstaklinga heima hjá sér. Segulband, sem hefur tvær rásir hvora leið, er hinn ágæt- asti heimiliskennari, nákvæm- ur og þolinmóður, alltaf reiðu- búinn. Kennslustextinn er spilaður inn á spólu. Fram- leiðsla á slíkum spólum er nú að hraðaukast síðustu misser- in. Ég sleppi hér að ræða um tungutæknistofur í skólum er- lendis, sem nota slíkar spólur, þar sem hver nemandi hefur segulband í sínum bás, en gam an er að fylgjast með slíkum vinnubrögðum. En í stuttu máli getur hlut- verk segulbands í heimahúsum verið á þessa leið: Kennslu- röddin er á annarri rásinni, og talar hún svona eina til tvær setningar í einu. Strax og sú rödd þagnar, stillir nemandinn á hina rásina, stöðvar tækið og stillir á upptöku og hermir eftir kennsluröddinni eins vel og hann getur. Síðan spólar hann örlítið til baka og hlustar bæði á kennsluröddina og eft- irhermuna, til að athuga hvern ig tekizt hefur. Því næst getur nemandi endurtekið þetta sama, þ. e. hlustað á kennslu- röddina aftur, tekið síðan sína eigin rödd, með tilheyrandi endurbót, ofan í fyrri upptöku, hlustað á í þriðja sinn, til þess að fullvissa sig um enn betur, hvort ekki sé nær en áður. Prentaðan texta spólunnar getur nemandi að sjálfsögðu haft fyrir framan sig, ef hann vill. Það, að líkja eftir kennslu- röddinni strax og hún hefur lokið máli sínu, hlusta síðan á hvorttveggja í einni lotu, er ákaflega áhrifamikil aðferð til að leiðrétta eyrað og tungu- takið, ef nemandinn leggur sig fram. Og þegar honum tekst vel að herma eftir kennara sínum, sem er að tala sitt móð- urmál, veit hann, að stefnt er í rétta átt. Og þá vex sjálfs- traustið og ánægjan. Mál nem- andans er orðið lifandi mál. Það er gaman að sjá og heyra börn að verki með slík tæki, hvað þeim verður tungutakið eiginlegt og fallegt. Þetta samstarf við segul- bandið getur krafizt sífelldrar skiptingar á stillingu tækisins, sem sé að skipta um rásir með því að styðja fingri á takka, spóla aftur á bak, láta tækið ganga í upptöku og afspilun o. s. frv. Þegar venjuleg tæki eru notuð í þessu skyni, þarf fagmaður að loka upptöku- möguleika þeirrar rásar, sem kennsluröddin er á, svo að ekki komi fyrir, að nemandinn setji sína rödd í misgripum á rás kennararaddarinnar, þ. e. gleymi að styðja á takkann til að skipta um rás. Þegar ég var unglingur — fyrir 75 árum eða svo — varð ég ýmislegs var í fari landa minna, sem mér mislík- aði mjög. Mér hafði verið inn- rætt, að íslendingar væru að mestu gáfuð og góðviljuð þjóð, og það langaði mig til að trúa að væri satt. En reynsla mín á þeim árum varð allt önnur en sú, sem ég hafði vonazt til og óskað. Hugsanafar mitt frá fyrstu var það að allir sem meira máttu sín, ættu að styðja lítil- magnann, og þá ekki sízt að hafa meðlíðan með þeim skepn um, sem menn hafa notað sér til hjálpar og framfæris frá næstum ómunatíð. En í mínu nágrenni var því ekki að heilsa. Enginn af hinum næstu nágrönnum okkar virtust hafa hina minnstu meðlíðan með skepnum, og sá var almennt talinn aukvisi og löðurmenni, sem minntist á að fara vel með skepnur. Einn af hinum skárstu, sem ég kynntist, sagði við þann, sem fenginn var til að drepa svín, að hann mætti kvelja svínið í 10 mínútur eða svo. Það var hámark meðlíð- unar hans. Og einn af hinum trúuðustu og hæstvirtu bænd- um, sem ég var vikadrengur hjá eitt sumar, skammaði mig harðlega fyrir að þola ekki að sjá skepnum heimilisins mis- boðið á allan hátt. Og tengda- sonur hans er sá, sem aldrei mun líða mér úr minni vegna eðlis-illsku hans. Þá, 10 ára gamall, var ég fenginn til að leiða annan af tveim hestum, sem drógu strá frá þreskivél, og hvað eftir annað þurfti hestur minn að fara framhjá þessum manni, sem eitthvað var að dútla í kringum vélina; og í hvert skipti rak þessi háttvirti mað- ur fork sinn (tindakvíslina) í hest minn, sér sjálfum sjálf Ég vildi óska, að þessi tungu tækni-möguleikar væru tiltæk ir sem flestum, sem tungumál þurfa að læra. Víða er farið að byrja tungu málakennslu barna fyrr en áð- ur var, og virðist gefast vel, ef lifandi aðferðum er beitt og ekki grautað í fleiri málum samtímis. Þó að segulbandið hafi ekki alla eiginleika góðs kennara, hefur það marga þeirra, og það uppfyllir ýmsar þær helztu kröfur, sem nauðsyn- legt er að sinna í öllu skyn- samlegu tungumálanámi nú á dögum. Ég vona, að innflytj- endur og notendur segulbanda taki höndum saman um að kynna sér sem bezt, hvaða tegundir eru hentugastar, noti sér hentugar spólur, sem fást á markaði erlendis, og safni sem fyrst vermætri reynslu í þessu efni. sagt til ánægju. Og margt ann- að sá ég þessu líkt, sem full- vissaði mig um, að ennþá eru Islendingar litlu betri öðrum þjóðum í þessu efni. Ein ástæðan fyrir því mun vera sú, að hinir fornu vík- ingar eru ennþá dáðir, og voru þeir þó engu betri en Tyrkj- arnir, sem heimsóttu Island einu sinni með sama hætti og víkingarnir höfðu heimsótt önnur lönd. Svo ef íslendingar eiga að ávinna sér nokkurn virðingar- vott, verða þeir að forsmá og sakfella hið forna víkingseðli og temja sér meðkennd með öllu, sem lifir. Fyrir skömmu síðan barst sú fregn í blöðunum hér í Canada, að um hundrað þús- •lllllllllilllllll und sela við austurströnd lands vors væru árlega flegn- ir lifandi til þess að hagnast á húðum þeirra (selanna) og þeim síðan sleppt til að deyja, fyrr eða síðar. Og fregninni fylgdi, að meðal þeirra, sem að þessu unnu, væru íslend- ingar. Það þótti mér ljót fregn um ættbræður mína, en vissi þó að þeir hafa um langt skeið tekið lifrina úr lifandi hákörl- um og sleppt þeim síðan í haf- ið. Slíkt hefði þótt ljótt af hinum verstu föntum heims- ins, og er litlu verra en það að veiða fisk á öngul með svo veikri línu, að slitnað geti, sé fiskurinn stór og kraftmikill, sem vonast er til. Verður fisk- urinn því með öngul í hálsin- um að kveljast svo vikum skiptir og loksins deyja af hungri. En þetta er enn talin karl- mennska af þeim mönnum og konum, sem við slíkt fást. Og ótal menn hef ég þekkt, og meðal þeirra nokkra klerka kirkjunnar, sem fúsir lágu í feni næturlangt til þess eins að geta með byssuskoti væng- brotið gæs eða gæsir, sem í dögun vanalega lyfta sér til flugs með söng 'og gleði sér og sínum til nautnar. Það er afrek, sem mér, að minnsta kosti, er ómögulegt að dá. Og verst af öllu er þó boga- veiðin, sem rekin hefur verið í stórum stíl og veiðimenn heiðraðir fyrir. Oftlega mega dýrin kveljast dögum saman áður en djöfullinn kemur til að stytta þeim stundir, og reikna hag sinn af húðunum, sem til falla. Og enn er ekki sögunni lok- ið, því stór-stofnanir víðsveg- ar í heiminum nota dýrin til ýmissa tilrauna í þágu vísind- anna, og flestir uppskurðir í því sambandi eru gerðir án Framhald á bls. 3. Illlllllllllllil- LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL ISLANDS OG TIL ALLRA SKANDINAVÍULANDA Ráðgerið þér ferð til fslands? Fljúgið þá með LOITLEIÐUM og sparið nóg til að dvelja lengur, sja fleira, og njóta þess betur. LOFTLEIÐIR bjóða lægstu flugfargjöld til af öllum flugfelog- um á öllum árstímum — aðra leiðina eða fram og_ aftur. Þer greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld. Fljúgið í rúm- góðu og þægilegu farrými í hraðfara, nýjum Rolls-Royce 400 Jet Props beint til íslands, og þaðan með langferða DC-6Bs til annara áfangastaða í SKANDINAVÍU. ókeypis heitar máltíðir, drykkir og snacks til boða á hverju flugi. FRA NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - SKOTLANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR - DANMERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu og lengra BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda lil Evrópu WÍLANDWMnirncs BMPffiÉlllB 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York, N.Y. 10020. PL 7-8585. NEW YORK - CfflCAGO - SAN FRANCISCO FáiS upplýsingabækling, farmiSa og fl. hjá ferðaskrifsíofu ySar. Helgi Tryggvason. Vísir, 10. ágúst 1966. Samúð og sérúð

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.