Lögberg-Heimskringla - 08.09.1966, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1966
5
Gerðu svo vel og fáðu þér
sæti, sagði ég. Hún settist á
yztu rönd stólsins.
Maðurinn minn segir að þú
sért frá Pittsburgh.
Já.
--------en að þú sért gam-
all Pittsburgbúi, bætti ég við
með örvandi brosi.
Ég var hér í hálft annað ár.
Pittsburgh er að sögn sót-
ugur bær-------er hann ekki?
Hamingjan sanna! hugsaði ég.
Ég hlýt að vera hálf-sofandi,
eða held mig vera í tegildi.
Þögn.
Allt í einu lýtur Hildur nið-
ur og lyftir „Loðinbirni“
Nonna míns upp í keltu sína.
Hlýtt bros færist yfir andlit
hennar. Eigið þið börn? spyr
hún, og er eins og allt önnur.
Ó, bara hann Nonna litla.
En stundum fer eins mikið
fyrir honum og heilum hóp —
finnst mér.
Ég er að hugsa um að læra
hjúkrun í Pittsburgh. Ég út-
skrifaðist úr miðskóla í vor og
það er allt í lagi með aðgang,
þegar ég verð átján ára, en
það verður í janúar.----------
Nonni? sagði hún og horfði út
í bláinn. — Bróðir hennar
mömmu sálugu var kallaður
Nonni, sagði hún í hálfum
hljóðum, og því var ekki beint
að mér.
í þessu kom Valdi inn með
þrjá bolla af rjúkandi súkku-
laði. Hérna er eitthvað til að
hlýja ykkur, stúlkur mínar,
og svo er bezt að maður komi
sér í háttinn. Ég lét töskuna
inn í gestaherbergið.
* * *
Ég vaknaði sjálfkrafa um
morguninn — hvorki Jón né
Valdi vöktu mig. Annars var
sá fyrrnefndi okkar vekjara-
klukka. Hvað var nú þetta?
Bíum, bíum, bamba fram á
fjallakamba. Nei, leiðrétti ein-
hver, börnin lillu bamba. —
Þetta var ekki rödd Valda.
Var mig að dreyma? Það var
barið hægt að dyrum, og Hild-
ur kom inn með Jón í fanginu.
The lady knows, bíum bamba,
sagði Jón. Ég starði þegjandi
á þau.
Viltu vera hjá mömmu þinni
á meðan ég næ í kaffi fyrir
hana, og með þeim ummælum
setti hún Nonna ofan á sæng-
ina. Ég varð svo hissa, að ég
hallaði mér út af. — Hæ!
mamma, I am a bear, sagði
sonur minn.
Eftir litla stund kom Hild-
ur með ilmandi kaffi og ristað
brauð. Mér hafði ekki verið
fært kaffi í rúmið síðan ég lá
á sæng — og þá var það te-
sull.
Ég gaf Nonna appelsínusafa
og hafragraut, eins og prófess-
orinn sagði mér. Valdi var
ekki svo slakur, hugsaði ég,
en upphátt sagði ég: Það var
ágætt, Hildur.
Komdu með mér, Nonni,
sagði hún, og strákur trítlaði
á eftir henni. Það var eins og
þau hefðu þekkzt frá alda
öðli.
Þegar ég hafði drukkið kaff-
ið, rétti ég úr mér, geispaði
ánægjulega og hysjaði að mér
dúnsænginni. Það var yndis-
leg tilfinning að vita að Jóni
var óhætt. Ég sá í anda hala-
rófu af telpum, sem höfðu
passað Jón — hugsunarlitlum,
gjálífum krakkakindum. Það
væri reynandi að tala Hildi
upp í það að vera kyrra, að
minnsta kosti fram yfir hátíð-
irnar. Við höfðum ekki ráð á
að halda vinnukonu, en það
mundi ekki setja okkur á höf-
uðið að hafa Hildi í nokkrar
vikur — ef hún var fáanleg.
Þegar ég kom niður í eld-
húsið var allt uppþvegið og
leirtauið í stafla á borðinu.
Dagblöð voru breidd á gólfið,
og þar sátu þau Hildur og Jón
í mestu makindum, og var
hún að segja honum sögu.
Hildur stóð upp í flýti, þegar
ég kom inn, en Jón tók sópinn
og dró hann um gólfið. Ho, ho,
hestur, sagði Jón. Það var
langt síðan að farartæki hans
höfðu verið önnur en bílar,
slökkviliðsvagnar og flugvél-
ar.
Viljið þér sýna mér, hvar
leirtauið er geymt, Mrs. Half-
danson, sagði Hildur.
Já. Þetta er skápurinn fyrir
það.--------Eftir á að hyggja:
Mundir þú vilja vera hjá okk-
ur um tíma — þangað til þú
kemst á spítalann?
Mrs. Halfdanson, ég vildi
hvergi frekar vera, svaraði
hún, og leit á Jón litla, og
roðnaði upp í hársrætur.
Við getum ekki borgað hátt
kaup, ekki nema eins og------
Það er víst bezt að ég fari
upp með Nonpa og klæði hann,
greip hún fram í.
* * *
Ég var fyrir löngu orðin því
vön að skólapiltarnir væru
hálfgerðir heimagangar hjá
okkur. Það virtist komin hefð
á það, að yfirkennarinn í sögu
sæi um æfingar á leikjum,
kappræðum, og jafnvel söng.
Stundum fannst mér að dag-
stofan okkar væri í raun og
veru útibú skólans, ekki sízt
að Edward E. Marston III
fékk þennan brennandi áhuga
á leikjum og söng. Hann fann
sér allt til erindis upp á síð-
kastið.
Hljómur af jólasöngvum
barst mér að eyrum, þegar ég
kom af safnaðarfundi kirkj-
unnar okkar. Ég var orðin
hreinasta útispjót síðari Hild-
ur kom til okkar, og tók þre-
falt meiri þátt í skóla- og
kirkjulífi bæjarins. En nú var
sú sæla bráðum á enda, hugs-
aði ég, þegar ég kom inn í
anddyrið. — Alla! kallaði
Valdi, komdu og taktu undir
með okkur. Eddy sat við
píanóið, og Valdi og nokkrir
skólapiltar stóðu sitt hvorum
megin við hann. Gott kvöld,
Mrs. Halfdanson, gott kvöld!
sögðu þeir einum rómi. —
Hvernig væri að reyna næst:
Borinn er sveinn í Betlehem.
Á meðan á söngnum stóð
hafði Nonna tekizt að sleppa
úr greipum Hildar. Hann var
auðsjáanlega ekki á því að
fara í bólið, og hljóp nú og
faldi sig við fæturna á Eddy.
Hildur kom hlaupandi á eftir
honum og tók í lurginn á syni
mínum. Um leið sá ég augna-
tillitið, sem þau skiptust á,
Edward Marston og Hildur.
Mig hafði grunað upp á síð-
kastið að eitthvað væri á milli
þeirra, en nú varð grunurinn
að vissu. Raunar hafði mér
ekki fundizt einleikinn áhugi
hans á leikjum og söng, —
hann hafði aldrei verið heima-
gangur hjá okkur, en rétt eft-
ir að Hildur kom til okkar,
hafði hann gert sér allt til er-
indis, og í gær hjálpaði hann
Hildi með uppþvottinn!
Ég var hugsandi út af þessu
— hafði verið nógu lengi í
Wellsburg til þess að vita, að
sonarsyni Marston-Nickerson
College mundi vera ætlað ann
að kvonfang en dóttir vinnu-
hjúa. Auk þess var hann son-
ur hinnar dramblátu Mrs.
Marston, sem ætíð var fyrst á
listanum, þegar fé var safnað
fyrir skólann, sem auk þess
hafði ánafnað skólanum „ætt-
aróðal Marston-fjölskyldunn-
ar“. Miður góðgjarnir náung-
ar sögðu, að hún vildi losa
Eddy við erfðaskattinn á þeim
„hvíta fíl“. En það fannst
Valda mínum hótfyndni.
Þegar ég minntist á það við
Valda, að ég væri hrædd um
að Eddy væri að draga sig
eftir Hildi, þá hló hann og
sagði: Eddy er bezti drengur,
en óþroskaður, sem von er.
Valdi minn er enginn heims-
maður, og trúir bókstaflega
formála stjórnarskrárinnar, að
allir séu jafningjar. En mér
getur ekki úr minni liðið, að
Tony Gaetano var eini stúd-
entinn, sem ekki var boðið að
ganga í bræðrafélag skólans,
ekki af því að hann væri ekki
góður námsmaður og prúð-
menni — hann var hvoru-
tveggja, en hann kom úr
„Kvosinni“, og faðir hans
keyrði ruslið úr bænum. Allir
vissu þetta, þótt enginn segði
það upphátt.
Fólkið í bænum var farið að
spyrja mig um Hildi, hver hún
væri og hvað hún yrði lengi
hjá okkur. Ég þóttist vita hvar
fiskur lá undir steini, það var
farið að kvisast, að Edwarc
Marston væri tíður gestur á
heimili okkar. Ég sló úr og í
við þá sem spurðu, en þegar
Mr. Nickerson, bróðir Mrs.
Marston, símaði til mín og
spurði mig, hve lengi Mogen-
sens telpan yrði hjá okkur,
var komið fram á varir mínar
að segja honum að hún yrði
þar til hún færi! En auðvitað
sýndi ég honum fulla kurteisi
og sagði, að hún yrði hjá okk-
ur fram yfir hátíðirnar, en
færi þá til Pittsburgh til hjúkr
unarnáms. Honum auðheyri-
lega létti og sagðist hafa verið
að grennslast eftir þessu fyrir
vinnuhjú sín, föður hennar og
stjúpu. Ég er viss um að hann
fékk svartan blett á tunguna
— þekkti hann þá vel, að
hann hefði ekki farið að kalla
mig upp frá Florida þeirra
vegna. Nú var eins gott að
vera við öllu búin.
Ég var því ekki eins hissa
og vænta mætti, þegar Valdi
sagði mér nokkrum dögum
síðar, að hann hefði fengið
skeyti frá Mrs. Marston frá
Kaliforníu, að hún væri vænt-
anleg til Wellsburg ■ í fyrra-
málið. Hann var að fara á
kennarafund, svo ég vildi ekki
tefja hann með neinum bolla-
leggingum um hvað gera
skyldi. Hildur og Eddy voru í
bíó. en voru væntanleg heim
um ellefu leytið. Ég hafði
kynnzt Hildi nóg til þess að
vita, að hún hafði andlegan
þroska um aldur fram, og var
íhugul og alvörugefin, svo ég
vonaði að hún stæðist þessa
raun. Ég treysti mér ekki til
að segja henni munnlega um
þessa óvæntu heimsókn, held-
ur skrifaði á blað, að Mrs.
Marston væri væntanleg á
morgun, og lét það á kommóð-
una hennar.
Ég heyrði Hildi koma inn;
hún kom víst beint úr bíó,
eftir tímanum að dæma, og
fór inn í herbergið sitt. Eftir
augnablik hringdi síminn. Það
var Eddy og var í mikilli geðs-
hræringu. Sagði að skeyti frá
móður sinni hafi beðið sín í
bræðrafélagshúsinu og bað um
að fá að tala við Hildi. Hann
sagðist ekki ætla að láta neinn
kúska sig, hann væri rétt til
með að giftast Hildi í kvöld.
Ég bað hann að hringja aftur
eftir svolitla stund, því Hildur
mundi vera háttuð.
Þegar ég kom upp á loftið,
þá var herbergi Jóns litla op-
ið. Hildur stóð við rúmið hans
og starði á hann. Hún laut
niður, tók „Loðinbjörn“, sem
lá við rúmstokkinn, þrýsti
honum að sér og lagði hann
svo varlega við hlið Nonna og
fór svo út.
Ég dokaði svolítið við og
barði svo hægt að dyrum hjá
henni. Eddy vill fá að tala
við þig í símann eftir augna-
blik, sagði ég.
Hildur sat á rúmstokknum
og horfði í gaupnir sér.
Ef Nonni ætlaði að gifta sig
að ykkur fornspurðum — ég
meina, þegar hann er orðinn
stór, og ef hann ætti aðeins
eitt ár eftir til að útskrifast,
hvað munduð þið gera?
Ég hafði ekki svar á reiðum
höndum.
Líklega ráða honum til að
bíða. Hún virtist vera að
hugsa upphátt, og ekki vænta
svars — vissi sjálfsagt um
reglur skólans, bannið gegn
giftingu stúdenta, sem sett var
í reglugerð skólans árið eftir
að Allan Nickerson kvæntist
dóttur Gulians grænmetissala,
tæpu ári áður en hann útskrif-
aðist. Það var komin hefð á
það, að ættmenn stofnenda
skólans útskrifuðust þaðan, þó
flestir færu annað til fram-
haldsnáms.
Við gengum niður í dag-
stofuna og vorum varla seztar,
þegar síminn hringdi. Hildur
svaraði: Nei, góði, við verðum
að bíða. Nei, það er ekki til
neins að koma hingað í kvöld.
Nei, góði, nei. Hún flýtti sér
upp á loft.
Rétt í þessum svifum kom
Valdi af fundinum, og Eddy
rétt á hælana á honum. Hann
spurði strax eftir Hildi — sagði
að hann yrði að fá að tala við
hana. Ég fór upp, en hún sendi
orð, að hún skyldi tala við
hann á morgun. Valdi minnti
hann á það með hægð, að
hann hefði ekki enn náð lög-
aldri. Og svo veiztu um reglu-
gerð skólans. EdÖy var í æs-
ingu og gekk hröðum skrefum
um gólfið. Allt í einu stanz-
aði hann fyrir framan Valda.
Það eru allir á móti mér, sagði
hann, en bað afsökunar, þegar
hann sá hluttekningarsvipinn
á andliti kennara síns.
Nú er bezt að fara í háttinn,
Eddy minn, sagði Valdi, og
tók um handlegg hans og
leiddi hann út.
* * *
Hildur var að mata Jón og
ég var í morgunsloppnum, þeg
ar dyrabjallan hringdi. Við
heyrðum Valda opna hurðina
og segja: Góðan daginn, Mrs.
Marston. Vona, að ferðin hafi
gengið vel.-----Halló, Eddy.
Ég hafði teppi utan um
Nonna, því hann var ennþá í
náttfötunum, og sagði við
Hildi að það væri víst bezt að
ég færi að taka á móti gest-
unum.
Ég kem eftir augnablik,
sagði hún. Ég dáðist að því
hvað hún var róleg.
Ég reyndi að brosa eðlilega,
þegar ég sagði: Góðan daginn,
Mrs. Marston.-------Afsakið,
byrjaði ég, en orðin frusu á
tungu minni.
Framhald á bls. 7.
May Angels Guard You
by STEINGRÍMUR THORSTEINSSON
May angels guard you, darling dear,
Closing your eyes as sleep draws near,
And hover around your bed at night
With wings as bright as morning light.
Oh no, it would not be quite fair
* To trust you to the angels’ care
You are an angel, it is true
And the angels might fall in love with you.
Translated by Gudrun Barnason (Arnrún frá Felli).