Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 Ógleymanlegur maður og staður Eítir Hallgrím Jónasson. Wynyard, May 16. 1966. -----------Mér dettur í hug að senda þér þessa ritgerð, er kom út í tímariti á íslandi í vetur, og bróðir minn (höfundurinn) sendi mér í bréfi nýlega. Hann hefur gefið mér leyfi til að senda hana blaði þínu, til birt- ingar í L.-H., með kveðju sinni til þín og blaðsins ef þú kærð- ir þig um hana í blaðið. Má vera, að einhverjum þeirra eldri manna — og kvenna — hér vestra, sem eitt- hvað þekktu til Skagafjarðar, og fólk þar, kynnu að hafa skemmtun af þessari grein. M. Jónasson. Héraðsvötnin í Skagafirði eru að einu leyti einkennilegt vatnsfall. Farvegir þeirra og rás er ekki lík leið neinnar annarrar ár á landinu, stórrar né smárrar. Hugsum okkur t. d. bambusstöng, sem klofin væri í báða enda alldjúpt í átt að miðju. Síðan væri hin- ar klofnu álmur sveigðar út, hver frá annarri, þannig að all breitt bil myndaðist milli þeirra við hvorn enda. Kemur þá fram form ekki ósvipað því sem þau hafa í aðaldráttum. Að sunnan myndast þau úr tveimur megin vatnsföllum, Jökulsá vestari og og Jökulsá austari. Koma þær saman nokkru neðar en byggð hefst í dölum þeim tveim, er þær falla um, og heita eftir það Héraðsvötn, sem kunnugt er. Tólf til fimmtán km frá sjó, klofna þau í tvær álmur. Falla þær hvor sínu megin við Hegranesið til sjávar og eru ekki ósvipaðar að vatnsmagni. Heitir Vestur- og Austurós þar er Vötnin falla í fjörðinn. Héraðsvötn eru án efa eitt mannskæðasta vatnsfall á landinu eða voru a. m. k. með- an hvergi fannst á þeim .bni. í sóknarlýsingum á annað hundrað ára gömlum eru þau kölluð „mikið vatnsfall og af- ar mannskætt." Kláfferjur voru á þeim á einstöku stað og vöð sömu- leiðis. En nokkru fyrir síðustu aldamót varð sú mikla sam- göngubót í héraðinu, að drag- ferjur komu til sögu. Þær gátu borið mikinn þunga, t. d. milli 10—20 hesta, auk farangurs og fólks. Fyrsta ferjan var smíð- uð af þeim Einari Guðmunds- syni á Hraunum og Sigurði Ólafssyni á Hellulandi. Var í byrjun ráðgert að hafa þær líkar svifferjunum norsku, en ekki þótti það henta, er til kom og var frá því horfið. Þessi ferja átti að vera á Vesturós Héraðsvatnanna. Litlu seinna byggðu þeir aðra á Austurós- inn. 1896 var reist timburhús á Austurvötnin, en ferjan flutt inn í Blönduhlíð og sett á Akrahyl. Var hún þar þangað til brú kom á Grundarstokk, þar sem Vötnin lágu í einu lagi. Höfundur þessarar ritgerðar hefur starfað sem kennari við Kennaraskólann í Reykjavík. Hann er skáld og rithöfundur og er kunnur fyrir ferðalög sín um ísland og hinar prýði- legu lýsingar, er hann hefir skrifað um ýmsa þekkta staði á íslandi. Einnig er hann dáð- ur sem útvarpsfyrirlesari um þessi efni. — Við þökkum hon- um og bróður hans, M. Jónas- syní, fyrir að láta L.-H. í té þessa ritgerð, sem hér fylgir. — I. J. Alllöngu áður en hér var komið, var sett upp verzlun á Sauðárkróki, er stendur við suðvesturhorn fjarðarins. Sótti þangað til viðskipta megin- hluti bænda í héraðinu. Allir, sem austan Vatnanna bjuggu og þar verzluðu, þurfti til þess að komast yfir Héraðsvötnin. Var geysimikil umferð um Austurvatnabrúna og ferjuna á Vesturósnum. Brú á hana var reist árið 1925. Hafði þá dragferja verið þar frá því laust eftir 1890. Ferjan á Vesturósnum var með bátslagi, ég held eins í báða enda, en flöt í botninn. Breið var hún mjög og hafði mikið burðarþol. 1 ferjunni framanverðri var fyrirkomið láréttum vinduás með sveif á þeim endanum, er frá stefni sneri. Um þennan ás var svo brugðið gildum kaðli, sem síð- an var strengdur yfir ósinn og festur með þungum akkerum beggja megin hans. Þegar sveif inni var snúið, vatt ásinn kað- alinn inn á sig öðrumegin, en ofan af sér hinumegin. Þannig dróst ferjan milli landa. Á miðjum hvorum borðstokk ferjunnar var hleri í lagi sem hurð, er stæði upp á endann. Neðri hluti hans fyllti út í til- sniðið skarð á borðstokknum, en efri parturinn reis allhátt upp fyrir borðstokkinn, og var hann kræktur þar fastur. Að neðan var hlerinn á hjörum, þannig var bæði hægt að hafa hann lóðréttan og eins að leggja hann út með þar til gerðum taugum og útbúnaði. Þegar að Iandi kom, var hler- anum hleypt út að ofan og upp á bakkann eða á ská ofan í grunnt strandborðið. Síðan fóru menn og hestar eftir þessu skáborði upp á ferjuna eða úr henni, er að landi kom. Ekki dugði kaðallainn lengi, tognaði hann eða slitnaði við mikil átök. Var þá fenginn stálvír í hans stað, og dugði þá betur, enda ávallt notaður upp frá því. Þar sem Vesturós Héraðs- vatna fellur til sjávar, er lands lagi svo háttað, að austan við hann rís Hegranesið allhátt úr sjó. Að vísu er nú sú breyting á orðin þar, að klettabelti aust an óssins hefur verið sprengt niður og notað í hafnargerð við Sauðárkrók, ef ég man rétt. En fram til þess að slíkt verk var hafið, stóð hár berg- veggur nesmegin við ósinn. Frá rótum klettanna og með- fram þeim lá fremur mjótt malar- og sandbelti milli þeirra og óssins. Hinum meg- in, að vestan, teygði sig mjór sandtangi fram milli vatnanna og sjálfs fjarðarins. Þetta var smágerður sandtangi, sem brimið skóf til og frá, ýmist braut af eða teygði úr og jók við. Vestur frá ósnum tók svo við Borgarsandur, smáger, slettur og víðáttumikill og náði upp undir kauptúnið. Eftir að ég komst til vits og ára og meðan ég dvaldist inn- anhéraðs, fannst mér Vestur- ósinn einhver skuggalegasti staður í Skagafirði. Það var sem yfir honum og um hann léki einhver ógnþrunginn drungi, hrollvekjandi og vof- eiflegur. Sennilega olli þar að verulegu leyti þær mörgu slysasögur, sem honum voru tengdar, samfara erfiðleikum þeim og hættum, sem ferju- starfinu voru bundin. En sjálf- ur staðurinn, einn út af fyrir sig, vakti mér líka þennan ó- hug. Vötnin skolmórauð, full af geigvænlegri dul, hyldjúp og háskasöm, strandhamarinn blakkur og slútandi annarsveg ar, en brimaldan æst og óbrot- in hinum megin, sem gekk stundum drjúgan spöl inn í ós- inn, allt þetta með ýmsu fleira varpaði um staðinn einhverj- um geigvænum blæ og svip. Jafnvel marbakinn, holur inn undir sig, átti til að hrynja fyrr en vonum varði niður í ógegnsætt hyldýpið, þegar stíga skyldi í land úr ferjunni. Þannig lék brimsúgurinn fyrir landi sína tröllefldu hljómkviðu í hauststormum og vetrarhríðum. Þá skalf breið- ur hljómgrunnur Borgarsands við, umdi undan ægiþungum ólduföldum, svo gnýrinn barst langar leiðir inn í hérað, líka þegar kyrrt var í lofti, en norð- anátt fór að. Ég held, að enginn geti gleymt þessum stað, sem um hann fór; enn síður vegna þess ferjumanns, sem þar stundaði starf og ég skal nú minnast nokkuð á. Framhald í næsta blaði. SKRÍTLA Fylliraftur var á leið heim til sín að kvöldi til í glaða tunglsljósi. Hann Ieit upp til mánans og sagði: „Vertu ekki að glenna þig! Þú ert ekki fullur nema einu sinni í mánuði, en ég er fullur á hverjum degi". EGGERTSON & EGGERTSON Barristers, Solicitors end Noteries 500 Power Buildina Winnipeg 1. Mon. Phone WH 2-3149 ot Municipol Office, Riverton 11:00 o.m. to 3:00 p.m. ot Crcdit Union Offica, Gimli 4:00 p.m. to 6:00 p.m. First end Third Tuesdoys at Bífrost Office, Arborg 11:00 o.m. to 4:00 p.m. First ond Third Frldovs — Business and Professional Cards — ÞJÓÐHÆKNISFÉLAG ISLENDINGA 1VESTUBHEIMX ForMtit SÉRA PHTLIP M. PSTTJH8SOK 681 Bannino Street, Winnipeg 10, Monitobo StTTkiS f élagiS m*8 þrí að gerasl maSllmlr. AmrJald $2.00 — Tímarll f•lagtina frlit Sendist tíl fjármálaritara: MR. GUDMAIW LEVT. 185 Llndsoy Street, Winnlpeo 9, Monrtoba Phone WHiteholl 3-8072 Building Mechanic's Ltd. Paintlng • Decoroting - Constructlon Renovatlng • Reol Estote K. W. (BILU JOHANNSON Manager 371 McDermot Ave., Winnipeg 2 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbroolc Street Selur likkistur 02 annast um útfarir. Allur utbúnaður ai bezti. Stofnafl 1894 SPruce 4-7474 Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenlngs ond Holldays SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Asphalt Shlngles, Roof repolrs, Instoll vents, olumlnum wlndows, doors. J. Inglmundson. SPruce 4-7855 «32 Slmcoe St., Winnlpeg 3, Mon. Thorraldson. Eggerison, Saunders 8c Mauro Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portaoe ond Garry St. WHiteholl 2-8291 S. A. Thorarinson Borrlster & Sollcltor 2nd Floor, Crovm Trust Bldg. 364 MAIN STREET, öffice WHiteholl 2-7051 Residence HU 9-6488 The Business Clinic Oscar HJÖrlolfaon Offlce at 194 Cathedrai Ave. Phone 589-5309 Bookkeeping — Income To*. Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Resldentlal and Commerelal E. BENJAMINSON, Monog.r Off. SP 2-9509—SP 2-9500 Res. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell's Flower Shop 700 NOTRI DAME Weddlng Bouquets • Cut Flowen Fun.rol Deslgns - Corsoges Beddlng Plonts S. L. Stefonson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN H. J. LAWRIE LUDLOW Barrlster and Sollcltor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1. MANITOBA Pn. WH 2-4135 At Glmll Hotel every Frldoy 9:30 to 12:30 Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrove t BennatyM WINNIPEG 2, MAN. PHONI WHltehatl 3-B1BT G. F. Jonasson, Pres. ond Mon. Dk. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesole Dlstrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortho St. WHrtenall 2-0021 Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PASE, Manoging Dlroctor Wholesale Dlstrrbutors of Freeh ond Froien Flsh 311 CHAMBERS STREET Offlce: BUS.I SPruce 5-0481 SPruce 2-3917 FRÁ VINI Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smlth Manager, Winnlpeg Region 280 Broadwoy Ave. WH 3-0361 Halldór Slgnrosson & SON LTD. Contractor & Builde' • Office ond Worehouse 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Ret. Ph. 2-1272 TALUN, KRISTJANSSON, PARKER, MARTIN & MERCURY Barrlstera •> Sollcrtore 210 Oiborne Street Netth WINNIPEO 1. MAinTOBA The Western Point Co. Ltd. S21 HAR6RAVI ST., WINNIPM "THE PAINTERS SUPPLY HOUSE" "SINCE 1908" WH 3-7395 J. SHIMNOWSKI, Presldent A. H. COTE, Tn Capital Lumber Co., Ltd. M Hlggina Arenue Boord, Celllng Tlle, Flnlshing Moterlols, Everything ki Lumber, Plywood, Woll Insulatfon and Hardwora J. REIMER, Monager WH 3-145S Phoiie WH 3-1433 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.