Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 7 í leit að Vínlandi Enska blaðið ,The Guardian1 stóð fyrir nokkru að leiðangri, sem skyldi reyna að ákvarða nákvæmlega, hvar þeir Bjarni Herjólfsson og Leifur Eiríks- son hefðu tekið land á austur- strönd Ameríku. Seglskúta leiðangursmanna hét Griffin, cg leiðangursstjóri var John Anderson. Anderson hefur rit- að grein í ,The Guardian*, þar sem hann í stuttu máli færir rök að ályktunum sínum, sem eru þær, að Vínland hafi ver- ið þar, sem nú er Víngarður Mörtu (Marthá’s Vineyard) og nærliggjandi meginland Massachusetts. * * * Til að hefja leit að Vínlandi er nauðsynlegt að kynnast til hlítar sögunum um þrjár sjó- ferðir — ferð Bjarna Herjólfs- sonar, sem var farin árið 986, ferð Leifs Eiríkssonar árið 1000 eða 1001, og ferð Þorfinns karlsefnis íáeinum árum síð- ar. — Þessar sjóferðir eru ná- tengdar hver annarri: Bjarni, sem á leið sinni frá íslandi til Grænlands lenti í hafvillum vegna vinda og þoku dögum saman, sá, þegar þokunni létti nýtt land í vesturátt, „ekki fjöllótt, en skógi vaxið og með lágum hæðum“. Leifur Eiríks- son sigldi frá Grænlandi í leit að landi Bjarna. Þorfinnur karlsefni fór í sína ferð með það fyrir augum að stofna ný- lendu í landnámi Leifs. Munnmælasögur af þessum ferðum gengu kynslóð fram af kynslóð, áður en þær voru skráðar, og hljóta því eitthvað að hafa brenglazt í meðförum. En engu að síður eru þær það miklar heimildir, að þótt ekki hafi komið til þær sannanir, sem Vínlandskortið veita, er útilokað að bera í brjósti nokkrar efasemdir um þá sögu legu staðreynd, að norrænir menn hafi numið land vestan hafs. Yale-kortið er enn frek- ari sönnun; það er án smá- atriða, og strönd Norður- Am- eríku kann að vera dregin sam kvæmt hefðbundnum reglum, en afstöður eru réttar, og það getur ekki hafa verið teiknað nema eftir raunverulegri reynslu. Það er því viðfangs- efni nútíma vísindamanna að ákveða, hvar Vínlandsnýlend- urnar voru. Ég hef þá tíú, að það sé unnt. Á Nýfundnalandi. Sú kenning er uppi, að búð- ir Leifs Eiríkssonar hafi verið á Nýfundnalandi. Það kann að styðja þessa kenningu, hve Nýfundnaland er nálægt Græn landi, en ég er sannfærður um, að hún er röng. í sögunni af ferð Leifs segir, að þegar hann fór frá Marklandi, sem er áreiðanlega suðurhluti Labrador, hafi hann siglt fyrir norðaustlægum vindi. Erfitt er að kveða á um siglingavega- lengdir norrænna manna, þar sem siglingatími þeirra miðað- ist við svokölluð dægur, sem enn eru nokkuð óljós, og því ekki hægt að byggja á þeim. Hvað svo sem dægrið hefur táknað, þá liggur það í augum uppi, að Leifur hefur siglt hrað byri fyrir '7 norð-austlægum vindi, sem hefur verið all- mikill, ef til vill stormur. Við fengum slíkan byr úti fyrir ströndum Nýfundnalands, og enginn skynsamur sjómaður hefði reynt landtöku þar. Ef taka á söguna gilda, þá fer því fjarri, að Leifur hafi tekið land á Nýfundnalandi, hann hefði ekki getað það. Fleira mælir gegn Nýfundna landi. íslenzkir annálar, sem taldir eru áreiðanlegir, segja frá því, að tveir prestar, Aðal- brandur og Þorvaldur, hafi fundið Nýfundnaland árið 1285, siglt umhverfis það, og komizt að raun um, að það var eyja. Ef Islendingar, sem á Grænlandi bjuggu á elleftu öld, hefðu þekkt Nýfundna- land og tekið þar bólfestu, þá hefðu Islendingar á þrettándu öld ekki talað um landafund í þessu sambandi. Eftir að ís- lendingar höfðu fundið Ný- fundnaland var gerð tilraun til stofnunar nýlendu þar. — Þessari nýlendu, sem byggð var í tíu ár, virðist furðulega lítill gaumur gefinn. Mér virð- ist Ijóst, að þær leifar nor- rænna manna, sem komið hafa í ljós á Nýfundnalandi, séu frá þrettándu öld, en ekki þeirri elleftu. Sögulegar og siglingalegar staðreyndir virðast því úti- loka, að Nýfundnaland komi heim og saman við Vínland. Sama gera þær staðarlýsingar, sem er að finna í sögunum, hin mikla gnægð vínviðar, og hinn óvanalega mildi vetur. Allt bendir þetta til suðlægari staða. Okkar eigin reynsla, þegar við sáum strönd Nova Scotia eftir sjö daga í þoku samsvar- ar nákvæmlega lýsingu Bjarna — það væri ekki hægt að fá betri lýsingu á ströndinni. — Enda þótt norrænir menn hefðu enga möguleika til að ákvarða hnattlengd, þá kunnu þeir góð skil á hnattbreidd og gátu fært sér sólina í nyt. — Leifur hlýtur að hafa fengið allar hugsanlegar upplýsingar frá Bjarna, áður en hann hóf leit að landi því, sem hann hafði fundið. Leifur hefur því siglt suður og vestur, þangað til hann var kominn á þá hnatt breidd, sem strönd Bjarna var á. Sögur herma ekki, að Leif- ur hafi lent í þoku á suður- leið, og eðlilegt er að álykta, að hann hafi fengið norðaust- lægan byr alla leið. Ef svo, þá hefði sá byr borið hann fram hjá Nýfundnalandi áleiðis til Nova Scotia. Lengra suður. Hann kann að hafa skroppið í land á einhverri hinna nær- liggjandi eyja, en með hag- stæðan vind í bakið, er ég viss um, að hann hefur reynt að komast enn lengra suður á bóginn — hann var í leit að landi, hentugu til búsetu, og norrænum mönnum var kunn- ugt um, að landshagir bötnuðu eftir því sem sunnar dró. — Furðustrandir þær, sem Þor- finnur karlsefni fór framhjá á leið sinni til Vínlands og hann lýsir, eru alveg ótrúlega líkar Víngarði Mörtu. Hinn villti vínviður vex þar enn, villtur eins og hann gerði á 11. öld. Ef til vill má segja, að hér sé ekki um neina sönnun að ræða, en ef maður er að leita að landi, sem heitir Vínland, og kemur að eyju, sem kölluð er Víngarður, nákvæmlega á þeim stað, sem búast mátti At Expo 67, you'll see The story of man’s progress, aspirations and future. In a wonderland of imaginative pavilions, you’ll see man’s endeavours in a score of dif- ferent fields — science, the fipe arts, exploration, agri- culture, industry, the life of the world community. This grand Theme will be amplified by the parti- cipation of more than 70 nations. — On the Expo is- lands, you’ll be able to take a world tour — meet people from around the world, see how they work and play. Ex- po 67 will be challenging, in- spiring — and also fun. For six momentous months there will be a host of special events, national days of celebration, and the most brilliant season of international entertain- ment North America has ever seen. Spend as long as you can at Expo 67. There will be so much to interest and enthrall, no one visitor will see it all. And bring an open mind. No matter how long you stay, your ideas about the world will never be quite the same again. In Habitat 67, you’ll see a revolutionary concept of ur- ban housing — a complex of dwellings in which the roof of one house forms a garden for the one above. One of a series of exciting Theme Pavilions, “Man and Life” will include a model of a human cell, magnified millions of times. Catch the mood of the Far East, as you glide past a Chinese Junk on a sampan ride. Or take a trip in a Vene- tian gondola, or a Mexican flower boat. Expo’s lagoons and canals, like the rest of the exhibition, will offer you ex- periences from around the world. It’s costing $21 millions, við, þá er það a. m. k. athyglis verð tilviljun. Maðurinn breyt ist ekki svo mjög. Víngarður Mörtu er gamalt nafn, eða frá árinu 1602, þegar Bartholom- ew Gosnold gaf honum nafn (Marta var dóttir hans). Ef vínviðurin nhafði svo sterk áhrif á hann, að hann nefndi eyjuna eftir honum, þá er ekk- ert líklegra en að fyrri land- könnuðir hafi orðið fyrir ná- kvæmlega sömu áhrifum. ★ * * Höfundur greinar þessarar, John Anderson, er blaðamaður við enska blaðið „The Guar- dian“. Til þess að valda eng- um misskilningi, er því rétt að geta þess, að hér er um leikmannsþanka að ræða, en ekki niðurstöður byggðar á vísindalegum rannsóknum. Alþýðublaðið 30. júlí. "Man and his World". covers 11Y4 acres, and you’d need at least three hours to see everything. That’s the Canada Pavilion, where the history, industry, culture and future of this vast country come alive. As part of “Man the Crea- tor”, there will be exhibits of fine arts, sculpture, photo- graphy and design — includ- ing 200 of the world’s greatest paintings, selected by an inter- national jury and presented in a $2,000,000 art gallery. Drop into the Golden Garter Saloon, for a taste of food and fun from pioneer days. You’ll find it in a re-creation of Old Fort Edmonton — just one of a host of attractions at La Ronde, one of the most delight ful amusement areas ever de- vised. In African Place, you’ll see how old Africa blends with the new, from primitive cere- monial dances to the achieve- ments of the new nations. The Pavilión of the USSR will be one of the biggest at Expo 67. It will show the great achievements of the Soviet Union in space, science, art and culture. Included are a Planetarium and a 1,100-seat restaurant serving national dishes. The U.S. Pavilion will spreac before you the genius of Americans in the arts anc technology. You’ll see just how the U.S. plans to put men on the moon — you may even meet some of the astronauts. The Expo 67 Automotive Stadium will be the setting for international sports events, and spectacles such as the dis- play of the Gendarmerie Francaise, and a great mili- tary tattoo with 1700 perform- ers, pageantry and bands. A great 6-month World Festi- val of drama, ballet, opera, symphony, cinema and popu- lar entertainment will feature such names as Britain’s Na- tional Theatre Company, the Paris Opera Ballet, Milan’s La Scala, the Amsterdam Concert- gebouw Orchestra. Be sure to save time to browse in the colourful spe- cialty stores in the Interna- tional Carrefour. You’ll pick up the kind of bargains you might on a world tour — all in an hour or two. The theme of Great Britain’s Pavilion is the island nation’s response to the Challenge of Change — a fascinating pano- rama of achievement from the defeat of the Spanish Armada to the conquests of the Beatles. The great agricultural ex- hibit, part of “Man the Pro- vider”, will include the Sun Acre of growing crops, an automated egg factory, a dairy herd, and displays showing soil management, irrigation and fertility. Þekkirðu fsiand? Hljóðaklettar! Heyr hamranna mál, hverfult og kvikt eins og slokknandi bál, ímynd hins fjötraða, iðandi krafts, í algeimi rúms oð tíðar. — Ég elska þín flugtök í hlekkjum hafts, himneska, dauðlega lífsins þrá, í bergmálsins öldu við björgin há, sem brotnar við þagnandi hlíðar. (E. Ben.). Hljóðaklettar standa við Jökulsá á Fjöllum, skammt frá Svínadal. í sumar hefir þeirra oft verið getið, vegna þess að þar hafa menn verið að kvik- mynda hina raunalegu ástar- sögu Hagbarðs og Signýjar. Klettarnir eru margir og brýzt Jökulsá fram í milli þeirra og er einn kletturinn austan ár. Hinir standa vestan ár, svo að segja á bersvæði, en að baki þeirra og til hliðar eru hálsar og skógivaxnar hlíðar. Klett- arnir eru aðallega úr móbergi með blágrýtisgöngum, og eru þeir ýmislega sorfnir af vind- um og úrkomu. Víða hafa myndazt í þeim hellar og einn þeirra forkunnar fagur og lík- ist mest kapellu. Vegna þess- arar lögunar bergmálar mjög í klettunum, og af því draga þeir nafn sitt. Ef menn syngja eða hóa kasta klettarnir hljóð- inu á milli sín og eru eins og römmustu hljóðmagnarar. Að því víkur skáldið í Ijóði sínu. En annað skáld, Matthías Jochumsson, furðaði sig enn meira á risastærð klettanna og kvað svo: Teygjast trjónur grettar, tröll hér standa þykkt; hermið Hljóðaklettar hver hefir þetta byggt. Mbl„ 1. sept. Expo 67

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.