Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 5 fccUkij^ ftsucudxm^ ívl QadandvL Við förum á fætur klukkan átta á morgnana, borðum morgunmat og leggjum af stað í skólann. Það er ekki langt í skólann. Við erum sex eða sjö mínútur að ganga þangað. Skólinn byrjar klukkan níu. Klukkan tólf borðum við há- degismat, og síðan höldum við áfram við námið þangað til klukkan hálffjögur eða fjögur. Islendingar heilsast og kveðj- ast með þessum orðum: Góðan dag, gott kvöld, komdu sæll, vertu sæll. Þegar menn kveðja á kvöldin, bjóða þeir góða nótt. Hvar varst þú í sumar? Ég var heima að hjálpa bróður mínum við heyskapinn. Hvað átt þú (áttu) marga bræður? Ég á tvo bræður, annar þeirra heitir Gunnar, en hinn Jónas. Hvað starfa þessir bræður þín- ir? Þeir eru báðir bændur í sömu sveit. Þetta er fallegur hattur, og hann fer þér fremur vel. Varst þú með hann í gær, þegar þú fórst heim til hans frænda þíns? Nei, ég var ekki með hatt, því að veðrið var svo gott, sólskin og hiti allan dag- inn. UoaxbulaMj^ : allan daginn, — all day long annar — hinn, one — the other á morgnana, in the morning báðir, both bjóða góða nótl, say good night borðum hádegismat, morgun- mat, (we) eat lunch, break- fast byrjar, begins bændur í sömu sveit, farmers in the same district íallegur, beautiful íörum á fætur, get up ganga, walk gott kvöld, good evening góðan dag, good morning hann fer þér fremur vel, it fits you rather well hattur, hat heilsast (heilsa), greet heima, at home heitir, is called hiti, heat, hot weather hjálpa bróður mínum við hey- skapinn. help my brother with the haymaking hvað átt þú marga etc.? how many do you have? hvað starfa þessir bræður þín- ir?, what do these brothers of yours do? höldum við áfram við námið, we keep on studying í sumar. last summer, this summer komdu sæll, how do you do kveðjasl (kveðja), say good bye langt, far leggjum af stað, (we) leave sólskin, sunshine veðrið var svo gott, the weather was so good vertu sæll, good bye þangað til, until þegar þú fórst heim til frænda þíns, when you went to visit your relative Linker-f jölskyldan Frá vinstri: David, Halla og Hal Linker. Mörg ár eru nú liðin síðan Linker-fjölskyldan kom til Winnipeg og Hal sýndi fagrar litmyndir frá íslandi og Halla kom fram í íslenzka búningnum, ung og glæsileg, en David, sem þá var lítill patti, svaf bak við tjöldín. Nú er hann orðinn stór og myndarlegur piltur, en árin virðast engin ellimerki hafa sett á útlit foreldra hans, svo sem sjá má á þessari mynd. Á þessum árum hafa þau ferðazt um flestar heimsins álfur og tekið óteljandi myndir af því, sem fyrir auga þeirra hefur borið og frætt umheiminn um Island og önnur lönd. Halla hefir sent mér bækur sínar, og fékk ég þá síðari, Three Tickets to Timbuktu, í maí, og er ég henni hjartan- lega þakklát fyrir hana, en hef því miður ekki haft tíma til að lesa hana grandgæfilega, en mun e. t. v. skrifa um hana síðar. 1 millitíðinni leyfi ég mér að birta eftirfarandi frá- sögn um heimsókn þeirra til Islands. — I. J. Vitundin um hinn norska uppruna Ræða dr. Bjarna Benediktssonar, forsæiisráðherra, í hófi ríkisstjórnarinnar fyrir Per Borten, forsætisráðherra Noregs og frú hans. „íslenzkur glímukappi" Halla og Hal Linker taka nýja kvikmynd. Halla, Davíð og Hal Linker, víðförul og víðfræg íslenzk- bandarísk fjölskylda, okkur góðkunn m. a. fyrir bók eftir þau, sem gefin var út hjá Skuggsjá fyrir síðustu jól — „Islenzk ævintýrabrúður" — eru nú stödd á Islandi. Þau koma hér við á heimleiðinni eftir tveggja mánaða kvik- myndatökureisu um Afríku og Evrópu. Við blaðamann Mbl., sem hitti þau að máli á dögup- um, sagði Hal Linker, að í ný- afstaðinni kvikmyndatökuferð um Afríku og Evrópu hafi þau m. a. heimsótt 4 lönd, sem þau hafa ekki áður verið í: Sikiley, Túnis, Sardíníu og Korsíku, sem er 119. landið, sem þau kvikmynda í. Á ís- landi hyggjast þau taka a. m. k. eina kvikmynd að þessu sinni, og þá um glímu. — Ég hef áður, fyrir 12 árum, tekið kvikmynd um glímu á íslandi og þá með Ármanni Lárussyni, sagði Hal. — Það gekk alveg prýðilega, og nú langar mig til að gera aðra mynd um glímu og þá líka með Ár- manni. Mundin á að heita „Viking Wrestler of Iceland", eða „íslenzkur glímukappi með víkingaeðli“. Islenzk ævintýrabrúður kom út í Bandaríkjunum í apríl sl. undir nafninu „Three tickets to Timbuktu" og hafði Hal þá ánægjulegu frétt að segja blaðamanni Mbl., að íslenzka útgáfan hafi verið betur úr garði gerð en sú bandaríska, þar sem m. a. myndirnar í ís- lenzku útgáfunni hafi verið fleiri og skýrari en í þeirri bandarísku. Þau hjónin hafa í 10 ár haft vikulegan ferðaþátt í sjón- varpinu í Los Angeles og hafa m. a. 16 sinnum sýnt ferða- þætti frá íslandi. Þá hafa þau sent frá sér bók, „3 passports to adventure“, þar sem segir frá kynnum þeirra hér heima á íslandi og ferðalögum fram til ársins 1960. — Keflavíkur- sjónvarpið tekur bráðlega að sýna þætti eftir þau. Morgunbl. 2. sept. Nýtt leikár er nú hafið hjá leikhúsum borgarinnar. Hjá Þjóðleikhúsinu er verið að æfa Uppsligningu eftir Sigurð Nor- dal og Næst syng ég fyrir þig, eftir James Sonder. Uppstign- ing verður frumsýnd í næsta mánuði og er leikurinn sýnd- ur í tilefni áttræðisafmælis höfundar. Þá tekur Þjóðleik- húsið tvö leikrit til sýningar frá fyrra ári, I, þetta er indælt stríð og Gullna hliðið. Leik- félag Reykjavíkur er einnig að æfa tvö leikrit, Tveggja þjónn eftir Goldoni og Fjalla- Eyvind eftir Jórann Sigurjóns son. Þó að liðin séu nær ellefu hundruð ár frá upphafi Is- landsbyggðar og hér á landi hafi nú lifað meira en þrjátíu kynslóðir, sem hafa talið sig íslenzkar, þá er vitundin um hinn norska uppruna enn fersk í hugum Islendinga. Fáir Is- lendingar ferðast um Noreg svo, að þeim hlýni ekki um hjartarætur. Mörgum okkar finnst eins og við séum að heimsækja okkar eigin æsku- stöðvar, svo kunnuglega hljóma hin norsku staðanöfn í eyrum okkar. Það eru ekki einungis forn- sögurnar, sem fest hafa ættar- tengsl Islendinga við Norð- menn. Eftir að ísland komst undir Noregskonung reyndust sameiginlegir forfeður raunar hafa rétt fyrir sér, þegar þeir sögðu að vík skyldi milli vina og fjörður milli frænda. Hin ríkisréttarlegu tengsl urðu a. m. k. ekki Islendingum til heilla. Brátt fór og svo, að einnig Norðmenn komust und- ir erlendan konung og hvarf þá einnig það gagn, sem þeir höfðu af sambandi landanna, ef það hefur þá nokkru sinni verið nokkuð. Að lokum urðu löndin viðskila, en eftir það hefur þýðing Norðmanna fyrir Islendinga aukizt aftur að mun. Sjálfstæðisbarátta Noregs á nítjándu og tuttugustu öld hafði hinsvegar úrslitaáhrif til hvatningar íslendingum að halda sömu leið. Islenzkir bændasynir fóru til náms í Noregi á nítjándu öld til að læra þar nýtízku bún- aðarhætti. Norðmenn urðu forystumenn í nútíma síldveiðum og hval- veiðum við Island og nú stund um við sjálfir þessar þýðingar- miklu atvinnugreinar að veru- legu leyti eftir norskri fyrir- mynd. Mikill hluti íslenzka fiski- skipaflotans er smíðaður í Noregi, þó að við séum að hefjast handa um eigin fram- kvæmdir í þeim efnum. íslendingar hafa notið stöð- ugrar aðstoðar Norðmanna í tilraunum til skógræktar, og er þar skemmst að minnast þjóðargjafarinnar norsku, er varið er til skógræktarstöðv- arinnar á Mógilsá. Fjöldi íslendinga hefur stundað verkfræði- og ýmis- legt tækninám í Noregi, svo og lært þar veðurfræði og sagnfræði, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Áhrif norskra bókmennta á íslenzkar bókmenntir nú um einnar aldar skeið verða seint of metin. Hin síðari ár hafa marghátt- aðar stjórnarframkvæmdir í Noregi orðið okkur til fyrir- myndar, enda hafa norsk stjórnarvöld ætíð verið boðin og búin til allrar þeirrar fyrir- greiðslu, sem við höfum óskað. Frelsisbarátta Norðmanna á ófriðarárunum 1940—45 hafði djúp áhrif á íslendinga og að- ild Norðmanna að Atlantshafs sáttmálanum réði úrslitum um afstöðu fjölmargra íslendinga um aðild íslands að bandalag- inu. Þessi dæmi sýna, að Islend- ingar hafa í mörgu — fleiru en flestir gera sér grein fyrir — fetað í fótspor Norðmanna. Ætíð vakna ný úrlausnar- efni, sem Islendingar óska að leysa eftir norskri fyrirmynd, í samráði við Norðmenn eða í samvinnu við þá. Svo er t. d. um markaðsmál og hugsan- legar tollabreytingar. Sama máli gegnir um viðhorfin til NATO nú, þegar skipulag sess er til endurskoðunar. E. t. v. er það síður hvers- dagslegt, en þó engu að síður brýnt verkefni, að báðar þjóð- ir hafi samvinnu um kynningu á afrekum forfeðra okkar, bæði í andlegum efnum og landafundum. Stundum er metingur á milli um það, hvorri þjóðinni beri að eiga þessi gömlu afrek. Sannast sagt, skiptir slíkur metingur sáralitlu máli, það ber að hafa það, sem sannara reynist. Öllu skiptir að gera öðrum þjóðum kunnugra en nú, hvert framlag norrænna manna hefur verið til þróunar vestrænnar menningar. I þess- um efnum er mjög mikið ó- unnið. I samskiptum íslendinga og Norðmanna nú á dögum hefur vissulega sannazt, að ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Við íslendingar vitum vel, að við erum litli bróðirinn, að Norðmenn hafa haft óendan- lega meiri þýðingu fyrir okk- ur en við fyrir þá. En heimsókn hins norska forsætisráðherra, Per Borten, og frúar hans, sýnir, að einnig Norðmenn vilja rækja vináttu með frændsemi við Islend- inga. Okkur er því meiri heið- ur að heimsókn þeirra sem hún er hin fyrsta þessarar teg- undar, sem hann fer í eftir að hafa tekið við sínu virðulega og vandasama embætti. Þetta kunnum við vel að meta og þurfti þó ekki á því að halda vegna þess, að þau hjón eru hvort eð er hjartanlega vel- komin hingað til lands. Vona ég, að þau verði þess marg- faldlega vör, að vinátta ís- lendinga til Norðmanna er samrunnin íslenzku eðli og mun vara svo lengi, sem þjóð okkar er við lýði. Morgunbl. 9. sept. I

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.