Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967
Guðrún Oddsdóttír fró Sandi
Fædd 14. janúar 1875 — Dáin 24. september 1966.
MINNINGARORÐ:
Jóhann Johnson
1899—1966
Síðastliðinn laugardag var
til moldar borin að Nési í Að-
aldal Guðrún Oddsdóttir á
Sandi, ekkja Guðmundar Frið-
jónssonar skálds. Nafnið Guð-
rún á Sandi vekur í huga mér
Ijúfar minningar frá bernsku.
Fyrstu kynni okkar, er ég
man, eru tengd þeim stað, þar
sem hún nú leggst til hvíldar.
Ég hafði fengið að fara í fyrsta
skipti til kirkju að Nesi með
foreldrum mínum. Enn man ég
veðrið, fólkið og áhrif staðar-
ins eins vel og það hefði ver-
ið í gær.
Ég gekk með móður minni
í átt að kirkjunni, er falleg
miðaldra kona í fylgd með
annarri yngri gekk í veg fyrir
okkur og heilsaði móður
minni. Síðan brosti hún til
mín, beygði sig niður, vafði
mig örmum og sagði: „Blessað-
ur og sæll, elsku drengurinn
minn.“
„Hvaða góða kona var þetta?“
spurði ég mömmu, þegar við
vorum setzt inn í kirkjuna.
„Þetta er hún Guðrún á Sandi,
kona Guðmundar frænda þíns,
hún átti lítinn dreng, sem hún
missti, og þú varst látinn heita
eftir honurn."
Síðan eru liðin hátt í fjöru-
tíu ár. Kynni okkar hafa alltaf
verið síðan með líkum hætti.
Þó oft væri langt milli okkar,
leið aldrei svo ár að ég fengi
ekki kveðju frá henni.
Guðrún giftist árið 1899
Guðmundi Friðjónssyni skáldi
á Sandi og eignaðist með hon-
um tólf börn. Ævi hennar
hefur ekki alltaf verið leikur
einn frekar en annarra þeirra
kvenna, er höfðu svo mann-
margt heimili að annast á þess
um árum, svo og urðu þau
hjón fyrir þeirri sáru sorg að
missa tvo drengi, annan í
bernsku, en hinn 23 ára gaml-
an, greindan og efnilegan pilt.
En hvorki annríkið né sorgin
beygði Guðrúnu. Alltaf minn-
ist ég hennar með sama hæg-
láta, hlýja brosið. Hún átti
líka mikið, tíu mannvænleg
börn, sem fengu að lifa hjá
henni. Sambúðin við eigin-
manninn var með því bezta
sem þekkist og mun ástríki
þeirra frekar hafa aukizt með
árunum.
Það hefur oft verið sagt um
konur merkra manna, að þær
hverfi í skugga þeirra. En ekki
er hægt að segja það um Guð-
rúnu. Ljómi sá, sem lýsti af
skáldinu á Sandi, lýsti einnig
það svið, sem húsfreyjan starf-
aði á, svo engum, er til þekkti,
blandaðist hugur um, hver hún
var, eða hvað hún var honum.
Eiginmann sinn missti Guð-
rún 26. júní 1944 og hefur síð-
an búið með börnum sínum
heima á Sandi. Mörg síðustu
ár hefur hún átt við mikla
vanheilsu að stríða. En þá hef-
ur hún átt því láni að fagna
að njóta ástúðar og umhyggju
arna sinna, sem öll reyndu að
gera henni langa og þreytandi
legudaga sem léttbærasta.
Ég kom til Guðrúnar einn
sólskinsdag í ágústmánuði
síðastliðnum. Rigning og súld
hafði hvílt yfir sveitinni, en
þennan dag birti upp. Birta og
sólskin var einnig í huga henn-
ar, þar sem hún lá í rúmi sínu
umkringd börnum sínum, vin-
um og venzlamönnum. Enn
var hún hress í anda og full
af trú á lífið og hið góða í
heiminum, og hvað það var
gott að vera í návist hennar.
Nú er hún dáin og rúmið henn
ar autt. En minningin lifir í
hugum ættingja hennar og
vina.
Mesta hamingja í lífinu er
að kynnast góðu fólki, þess
vegna er minningin um það
Very little in this country,
has been written about this
man who certainly merited
widespread mention. And now
that he passed away, Oct. 3,
1966, I wish to recount a few
facts about his life, for the
information of some who
knew him nearly as well as I.
He was brought up on a
farm next to ours in North
Dakota and we were friends
throughout. We homesteaded
almost side by side in Saskat-
chewan in 1905 and enjoyed
and suffered the same condi-
tions, usual at the time. John
was always diffident and re-
served, but genuine and de-
pendable in every way. I liked
him. And so, when I decided
to send a Ford car to Iceland
in 1913, as an experiment in
regard to transportation
(there being no railroads in
the country), he agreed to go
as a mechanic. And as Sveinn
Oddsson was also willing to
go, as a promoter of the pro-
ject, the attempt was resolved
for the moment as least. Now
the result of that venture is
fairly well known. In 1958 the
three of us were invited to
Iceland as a measure of gra-
titude. But by that time John
was already bedridden and
could not go. None-the-less,
however, he was not forgotten
and condolences were sent
him with gifts and wishes for
his welfare and happiness.
With little, if any, resources
he had done what he could to
make the venture successful;
and to him, I think, as much
as to anybody it proved
worth-while. And'now that he
has passed away I think it
fitting for all of us to bow
our heads in thanksgiving and
resolve to remember the
simple patriot that gave half
his life for the welfare and
prosperity of the island of
our origin — the little Iceland
that in many ways is a model,
ein dýrmætasta eign okkar,
fjársjóður, sem aldrei verður
frá okkur tekinn. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa kynnzt
Guðrúnu á Sandi; og þegar ég
nú hugsa til þess að fá aldrei
að sjá hana framar, finn ég til
saknaðar. Ég bið Guð um að
leiða hana á hinum ókunnu
vegum handan grafar og dauða
og vona í minni veiku trú að
við eigum einhverntíma eftir
að sjást einhvers staðar, þar
sem allir vegir mætast.
Snær Jóhannesson.
Tíminn, 7. okt. 1966.
* * *
Guðrún sáluga var mágkona
frú Pálínu Sigurdson.— Kunn-
aslur afkomenda hennar mun
vera sonur hennar, Þóroddur
Guðmundsson, skáld og rit-
höfundur — búsellur í Hafn-
arfirði.
for most nations of the world
to emulate.
Here is a modest appraisal
of him and his later years as
recorded by the local Press of
Arlington, Va., where he and
his family lived for many
years:
John Sigmundsson,
Auto Mechanic
Mr. John Sigmundsson, an
Arlington resident since 1921,
was buried today at the Na-
tional Memorial Park. He died
Monday in his home after suf-
fering a heart attack.
A native of Reykjavik, Ice-
land, Mr. Sigmundsson resided
at 400 N. Jefferson St., Ar-
lington. He was an automobile
mechanic and chauffeur.
Mr. Sigmundsson was noted
as pioneering the first Ford to
Iceland, along with his late
wife, Kristrune, and several
relatives.
He was a member of the
Moose Lodge No. 1145 in St.
Petersburg, Fla.
He is survived by three
daughters, Mrs. Margaret S.
Windsor of Arlington, Mrs.
Sigrid Steinkolk of Falls
Church, and Mrs. Lena Sim-
mons also of Falls Church;
three sons, Mr. Siggi Sig-
mundsson of Arlington, Mr.
Thomas A. Sigmundsson also
of Arlington, and Mr. Thomas
H. Sigmundsson of Reykjavik,
Iceland; 17 grandchildren; and
2 great-grandchildren.
Service were held today at
11 a.m. at the Ives Funeral
Home in Arlington.
* * *
Thanks, John, for a life-long
friendship and a very useful
life.
P. Bjarnason.
Hinn 6. október síðastliðinn
féll í valinn einn af mætustu
borgurum Argyle-byggðar í
Manitoba, Jóhann Johnson. —
Mestalla ævi sína lifði hann
og starfaði á sama stað, á föð-
urleifð sinni, norðvestur af
Baldur.
Á þeim stað fæddist hann
7. febrúar 1899. — Foreldrar
hans voru hjónin Jóhann John
son og Gróa Eiríksdóttir. Jó-
hann eldri var fæddur á Finns-
stöðum í Köldukinn, en bjó í
Eyjafirði um skeið, unz hann
fluttist vestur um haf. Kom
hann hingað og settist að í
Argyle 1885, þá ekkjumaður,
en kvæntist fljótlega eftir
það seinni konu sinni, Gróu,
en hún var ættuð af Austur-
landi. Þau Jóhann og Gróa
eignuðust þrjá sonu og tvær
dætur, og eru þau nú að Jó-
hann síðustum öll horfin af
þessum heimi.
Jóhann yngri var aðeins 8
ára gamall, er faðir hans féll
frá. Ólst hann upp hjá móður
sinni eftir það, unz hún dó
1918. Tók hann ungur við föð-
urleifð sinni og rak þar mynd-
arbúskap alla tíð. Var hann í
röð fremstu bænda í Argyle-
byggð.
4. desember 1926 kvæntist
Jóhann eftirlifandi konu
sinni, Margréti, dóttur hjón-
anna Jóns Stefánssonar og
Krislján Ólafson. sem átti
heima á Höfn í Vancouver í
þrjú síðastliðin ár, andaðist á
sjúkrahúsi í Vancouver 15.
des. síðastliðinn, en þar hafði
hann legið rúmfastur í nokkra
mánuði.
Kristján var fæddur 19.
júní 1873 að Búð í Þykkvabæ
í Rangárvallasýslu á íslandi.
Foreldrar hans voru hjónin
Ólafur Jónsson og Valgerður
Felixdóttir.
Kristján flutti til Ameríku
1893 og dvaldi fyrstu árin í
Hallson byggð, N. Dakota og
í Winnipegosis, Man. Síðan
eignaðist hann bújörð hjá
Foam Lake, Sask., og bjó þar
frá 1905 til 1943. Þaðan fór
hann til New Wesminster,
B. C., og svo á Höfn í Van-
couver árið 1963. Kristján var
því bóndi lengst af ævinni.
Hann giftist Guðrúnu Þor-
láksdóttur frá Galtastöðum í
Flóa á íslandi 2. júní 1895.
Hún lézt' 12. júní 1949. Þau
eignuðust 7 börn; nöfn þeirra
eru: María — Mrs. Árnason;
Ólafur Júlíus, dáinn; Páll Ingi-
mar, Kamloops, B.C.; Þorlákur
Edwin, Vancouver; Kristrún
— Mrs. Rögnvaldson, Elliot
Lake, Ont.; Friðfinnur Valtýr
og Mabel — Mrs. Lawrence
Thorarinson, bæði í Vancou-
ver, B .C. Auk barna sinna
skilur Kristján eftir marga
Arndísar Guðmundsdóttur, er
lengi bjuggu í Vatnabyggð í
Saskatchewan. Eignuðust þau
þrjú börn, sem öll eru á lífi:
Ramona — Mrs. Wanless, sem
á heima í Belmont, Leola —
Mrs. Campbell, er býr á föð-
urleifðinni, og Allan, sem er
búsettur í Brandon. Barna-
börn Jóhanns og Margrétar
voru 11.
Fyrir þremur árum hætti
Jóhann búskap og fluttist til
Baldur, þar sem þau hjónin
reistu sér hið vistlegasta hús.
Kunni Jóhann því þó illa að
setjast alveg um kyrrt og
gerðist húsvörður við Baldur
High School, unz hann féll
frá.
Jóhann var maður hæglátur
og hlédrægur að eðlisfari, en
starfsmaður var hann ágætur
og frábærlega vandaður til
orðs og æðis. Var hann sannur
vinur vina sinna og traustur
í öllu, sem honum var trúað
fyrir.
Jarðarför hans fór fram frá
Immanuel kirkju í Baldur að
viðstöddu einhverju því mesta
fjölmenni, sem þar hefur sézt
um árabil. Séra Kristján Ró-
bertsson flutti kveðjuorð og
jarðsöng.
Allir hinir mörgu vinir Jó-
hanns blessa minningu þessa
góða drengskaparmanns.
— K. R.
góða vini, sem sakna hans nú
sárt.
Kristján var góður maður
í orðsins bezta skilningi. Allir
sem þekktu hann elskuðu
hann og virtu. Enda bar líf
hans vott um einlæga Guðs
trú. Því vildi hann allstaðar
koma fram til góðs. Það var
bjart í kringum hann, því
hann vildi helga Guði allt líf
sitt.
Ég leit til Jesú, ljós mér skein,
það Ijós er nú mín sól;
er lýsir mér um dauðans dal
að Drottins náðarstól.
Útförin var höfð í stofu
Harron Bros. — Séra Osmun
flutti hina síðustu kveðju. —
Mrs. H. Johnson, Blaine,
Wash., U .S. A„ söng sóló,
„Bænina“ hans Björgvins
Guðmundssonar. — Líkið var
flutt til Foam Lake og jarð-
sett í grafreitnum þar.
Guðlaug Johannesson.
SPAKMÆLI DAGSINS
1 þrælastríðinu sagði prest-
ur nokkur við Lincoln: „Ég
vona að Drottinn sé okkar
megin.“ Forsetinn svaraði:
„Ég læt mig það engu skipta.
Hitt er stöðugt þrá mín og
bæn, að við séum Drottins
megin.“
— H. Redwood,
John Sigmundsson
Kristján Olafson