Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967
Lögberg-Heímskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
S03 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON
Boord of Directort' Executive Committee
President, Grettir Eooertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretory,
Dr. L. Sigurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL BOARD
Wlnnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr.
Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnorsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip
M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaua Johonnesson, Boqí
Bjornoson. Los Angeles: Skuli G. Bjarnoson. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjonv
son. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: BirQir Thorlacius, Steindor Stein-
dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Korl Strand.
Subtcriplion $6.00 por yaar—payabla in advanca.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottowa,
and for payment of Postooe in cash.
Á ferð um Quebec-fylki
Framhald frá bls. 1.
Eftir síðustu heimsstyrjöld var háskólasvæðið í gamla
hluta borgarinnar orðið of lítið. Var þá tekið til að safna fé
frá almenningi til að flytja háskólann þaðan, og árið 1948
höfðu safnazt 10 milljónir dollara, og gátu þá forráðamenn
skólans fest kaup á meir en þvermílu af landi á Ste-Foy
hæðunum í útjaðri borgarinnar og þar hafa nú verið reistar
margar stórbyggingar af nýjustu gerð með öllum þægindum,
og voru okkur sýndar þær. Þaðan er einstaklega fagurt út-
sýni til Laurentian-fjallanna »norðri.
Þrátt fyrir það sem fyrr var sagt, virðist nú aðsókn að
engineering-deild háskólans vaxandi; á síðasta ári var meiri
aðsókn að þeirri deild en nokkurri annarri, svo sem eðlilegt
er á þessum tímum tækninnar. Okkur var og sérstaklega
boðið að skoða nýjan kjarnorkugeymir eða eitthvað þvílíkt,
en ég hefi ekkert vit á slíku og sat því kyrr meðan félagarnir
klifruðu upp háan hringstiga til að horfa á þetta undratæki.
Um hádegi var okkur boðið inn í móttökusal og þangað
kom rektor háskólans, Mgr. Louis-Albert Vachon og frú
hans. Rektorinn ávarpaði okkur á frönsku, sem fæst af okkur
skildu, en frúin á frönsku, ítölsku og þýzku, að ég held; en
hvorugt þeirra mælti á ensku, og þótti mér það allkynlegt,
því þau hlutu að vita að enskan var sameiginlegt tungumál
okkar gestanna að vestan. Ef hinn virðulegi rektor hefir ekki
kunnað ensku, sem ég á bágt með að trúa, hefði hann gjarnan
mátt hafa túlk sér við hlið.
Walter J. Lindal dómari mælti fyrir munn okkar gestanna;
fyrst nokkur orð á frönsku, og hefði farið vel á því að hann
hefði talað á íslenzku í stað þess að berjast við frönskuna.
En svo lauk hann meginmáli sínu á ensku og mæltist vel, og
er vonandi að gestgjafarnir hafi skilið hann.
Eftir þessa samkundu neyttum við góðs miðdegisverðar í
matsal stúdentanna. Þetta var föstudagur, og valdi ég fisk að
góðra kaþólskra manna hætti og var hann ferskur og Ijúf-
fengur. Við skildum nú við þessa elztu og æðstu mennta-
stofnun Quebecfylkis og ókum hratt til flugstöðvarinnar. Þar
beið okkar góða og örugga Nordair flugvél og sveif hún fyrst
með okkur hringinn í kringum borgina, og sá ég þá Plains
of Abraham úr lofti, þar sem sá atburður gerðist, er olli
þáttaskiptum í sögu canadísku þjóðarinnar.
ARVIDA
Nú flugum við austur í Saguenay dalinn. Áin á upptök
sín í St. John vatninu og rennur suður í St. Laurence fljótið.
Þetta er fagur og frjósamur dalur og var ekki farið að byggja
hann fyrr en 1838, en nú búa þar og í héruðunum umhverfis
um 300,000 manns, og er það ekki einungis frjósemi dalsins,
sem hefir dregið fólk þangað, heldur og iðnaður, sem þar
hefir verið stofnsettur, sökum þess að í ánni og fossunum
er mikið vatnsafl, sem hægt hefir verið að breyta í raforku.
Nú vorum við gestir Aluminum Company of Canada eða
Alcan, eins og það er venjulega nefnt. Nálægasti flugvöllur
við bækistöðvar þess, Arvida, var Bagotville, og þar beið
okkar fólksflutningabíll. Við ókum hægt og dáðumst að lands-
laginu, en þangað leggja margir túristar leið sína. Nálægt
smábænum Jonquire tókum við eftir byggingu, sem var eins
og Indíána tepee í laginu — keilumynduð. — Þetta
var kirkja og fórum við út til að skoða hana. Hún var gerð
úr steinsteypu. Það var eins og tveir sívalir þríhyrningar af
risastærð hefðu verið lagðir saman og samskeytin voru ein-
staklega fallegir litsteindir gluggar, sem gerðir höfðu verið
af listamanni þar í byggðinni. Þessi bygging reis 198 fet frá
jörðu. Að innan var hún fóðruð með einhverju mjúku, hvít-
gráu efni, þannig að ekki bergmálaði þarna inni. Svartar sil-
houette myndir af postulunum voru festar á ská niður vegg-
ina. Altarisborðið var gert úr höggnum og fáguðum granite
steini. Við stönzuðum ekki nema fáar mínútur og fæ ég ekki
lýst því, hve kirkja þessi var einkennilega fögur. — Einn
fylgdarmaður okkar kom inn og lagðist á kné að kaþólskra
manna sið og signdi sig. Það var eins og mig langaði líka til
að beygja höfuð fyrir þessu listaverki.
Rétt áður en við komum til Arvida kom einn af formönn-
um félagsins til að fagna okkur og vísa okkur leið. Á tungu-
taki hans og var auðheyrt að hann var af írskum ættum, og
skilaði hann okkur á staðinn. Þar tóku á móti okkur fjórir
aðrir formenn og skiptu þeir okkur á milli sín til að útskýra
þessa áluminum bræðslu fyrir okkur. Allir voru þeir með
hvíta stálhjálma á höfði. Og nú gengum við og gengum, því
þetta framleiðslu verkstæði er hvorki meira eða minna en
1% míla á lengd. Við ókum nokkurn spöl leiðarinnar.
Ég hélt mig í hópi írans, því honum var svo liðugt um
mál, og sagði hann okkur, að frumefnið Bauxite, sem er rauð-
leitur leir, kæmi frá British Guiana (nú Guyana) í Suður-
Ameríku. Það er flutt alla leið á skipum og upp Saquenay
ána til Albert hafnar, sem er rétt handan við Bagotville.
Þaðan er það flutt með járnbraut til Arvida. Mörg hundruð
skip koma árlega. Um 12,000 manns vinna við þessa aluminum
bræðslu. Hér er aðeins unnið úr efninu, og þegar búið er að
steypa alúminið í plötur, stengur eða önnur form, er það
selt til iðnaðarfélaga, sem framleiða úr því potta og pönnur,
glugga og hurðir og margt og margt fleira. — Þegar drottn-
ingin, Elizabeth II, var hér á ferð ásamt manni sínum, skoð-
uðu þau þetta aluminum framleiðslu verkstæði, sem talið er
hið stærsta í heimi og þótti þeim Philip hertogi sýna hiikinn
skilning á öllu þessu; sennilega meiri skilning en við.
Við neyttum kveldverðar með þessum gestgjöfum okkar
í boði Alcan á hóteli í Chicotimi og spurði ég formanninn,
sem sat við mitt borð, hvort flestir verkamannanna væru
franskir, og kvað hann svo vera; en flestir verkfræðinganna
(engineers) væru af öðrum þjóðernum, vegna þess að fram
þessu þætti frönskum stúdentum meira í munni að verða
prestar, lögmenn eða læknar heldur en að verða verkfræð-
ingar.
Eftir kvöldverð urðum við fyrir þeirri óvæntu ánægju,
að sjá sýningu tveggja ungra listamanna í nágrenninu, þeirra
Messrs. Villeneuve og Barbeau, og ef ég man rétt, var það
sá síðarnefndi, sem gerði litsteindu kirkjugluggana. Hafa
þeir báðir getið sér orðstír sem listmálarar.
Næsta morgun kom lúðraflokkur ungra drenga — Cadets
of Chicoutimi — allir í sínum einkennisbúningum, á flug-
völlinn og kvöddu okkur með því að marséra sperrtir um
völlinn og berja bumbur og þeyta lúðra sína, og þótti okkur
þetta hressileg og skemmtileg kveðja. Héðan flugum við til
Montreal.
Framhald. — I. J.
JÓNAS JÓNSSON:
íslandssaga
Guðmundur Arason.
Um aldamótin 1200 varð
Guðmundur Arason biskup á
Hólum. Hann var Eyfirðing-
ur, góðrar ættar, en missti ung
ur föður sinn og ólst upp á
hrakningi með presti einum,
er var föðurbróðir hans. Hjá
þeim manni nam Guðmundur
guðfræði og var vígður ungur
að aldri. Þótti snemma mikið
að honum kveða fyrir margra
hlutasakir. Hann var siðavand
ur mjög, gjafmildur og mátt-
ugur í orði og verki. Hann
var talinn geta gert krafta-
verk, læknað sjúka, rekið út
illa anda, og vígt vatn, svo
að það yrði læknisdómur.
Varð þetta til þess, að hann
mátti sjaldan halda kyrru fyr-
ir, því að höfðingjar buðu
honum til sín og var hann
með þeim langdvölum.
Þá bjó á Víðimýri í Skaga-
firði Kolbeinn Tumason og var
mestur höfðingi á Norður-
landi. Hann hafði veitt lið
Guðmundi dýra við Önundar-
brennu. Kona Kolbéins var
bróðurdóttir Guðmundar Ara-
sonar, og var hann oft lang-
vistum á Víðimýri. Sagði Kol-
beinn, að sér væri eftirsókn
að veru Guðmundar þar á
staðnum, því að þá þyrfti
minna til bús að leggja, er
hann væri þar með klerka
sína.
En er Guðmundur er fertug-
ur, verður biskupslaust á Hól-
um. Þá lætur Kolbeinn kjósa
Guðmund Arason. — Sögðu
menn, að Kolbeini hefði það
til gengið, að hann vildi bæði
ráða fyrir leikmönnum og
kennimönnum á norðurlandi.
Guðmundur var ófús til starfs-
ins, en lét þó undan þrábeiðni
manna. En er kosningu var
lokið á Víðimýri, bar Kol-
beinn sjálfur á borð fyrir bisk-
upsefni, og var borðdúkurinn
slitinn mjög. Kolbeinn mælti:
„Mjög kennir nú dælleika af
vorri hendi, meir en verð-
leiks yðar, er svo vondur dúk-
ur er á borði.“
Guðmundur svarar:
„Ekki sakar um dúkinn; en
þar eftir mun fara minn bisk-
upsdómur; svo mun hann slit-
inn vera sem borðdúkurinn."
Kolbeinn roðnaði við og
svaraði engu.
Nú flytur Kolbeinn Guð-
mund til Hóla og sezt þar að
sjálfur; tók hann undir sig
öll fjárráð staðarins og fór
með eins og hann ætti allt
sjálfur. Réði Kolbeinn þar
öllu, svo að Guðmundur mátti
eigi halda þar nákomin skyld-
menni eða gefa förumönnum
mat.
Síðan varð það að ráði, að
móðir Kolbeins og stjúpfaðir
tóku við búsforráðum fyrir
biskup, því að honum þótti
ósýnt um fjármálin. Eigi gafst
það vel, og dró brátt til fjand-
skapar milli Kolbeins og bisk-
ups.
Prestur einn var þar í hérað-
inu; Kolbeinn þóttist eiga fé
hjá honum og stefndi honum
um skuldina eftir landslögum.
En biskup kvað presta og aðra
andlegrar stéttar menn eigi
vera undir landslögum. Þótt-
ist hann þar vera dómari með
prestum sínum. Kolbeinn fékk
prestinn dæmdan sekan á
alþingi en biskup tók við
klerkinum og bannfærði Kol-
bein. Urðu þeir brátt mestu
hatursmenn.
Sótti Kolbeinn marga skjól-
stæðinga biskups að landslög-
um og gerði þá skóggangs-
menn, en biskup bannfærði
Kolbein og alla þá, sem hon-
um vildu lið veita. Hvorugur
vildi vægja fyrir hinum, en
þó var Kolbeini raun að bann-
færingunni. Biskup virti að
engu landslög eða dóma al-
þingiss, en bauð dóm erki-
biskups í Noregi. Með því
byrjaði sú óheillastefna að fá
erlendum mönnum æðsta úr-
skurðarvald í íslenzkum mál-
um.
Kemur þar að lokum um
haustið 1208, að Kolbeinn sæk-
ir biskup heim og hefir 400
manna;. biskup hafði margt
manna til varnar, en var þó
fáliðaðri. Slær nú í bardaga,
en eftir litla stund fær Kol-
beinn steinshögg í ennið og
féll við. Það var banasár. En
er enginn var til forustu, lagði
liðið á flótta, en sumir gáfust
upp og seldu biskupi sjálf-
dæmi. Lagði hann á bændur
mikil fégjöld og skriftir þung-
ar. (Sturl. II. 34—38).
Slurlusynir.
Hvamm-Sturla átti margt
barna, en af þeim urðu nafn-
kenndastir bræður þrír; Þórð-
ur, Sighvatur og Snorri. Þeir
voru á æskuskeiði, er faðir
þeirra andaðist: Þórður átján
vetra, Sighvatur þrettán og
Snorri fimm. En er þeir bræð-
ur voru fullorðnir, þóttu þeir
álitleg höfðingjaefni. Þeir voru
miklir menn fyrir sér, fram-
gjarnir og vel viti bornir. Ekki
urðu þeir ríkir menn af for-
eldra arfi, en efldust mjög af
mægðum við höfðingja.
Þórður kvæntist dóttur stór-
bónda af Snæfellsnesi og fékk
með konunni jörðina Stað (nú
Staðarstað)og mikið fé. Þórður
bjó á Stað, en hafði annað bú
í Hvammi, eftir að móðir hans
var önduð.
Sighvatur fékk Halldóru
systur Kolbeins á Víðimýri.
Hún var skörungur mikill, og
Framhald á bls. 7.